Alþýðublaðið - 23.04.1958, Side 11

Alþýðublaðið - 23.04.1958, Side 11
Miðvikudagur 23. apríl 1958 Alþýðublaðið 1 í DAG er miðvikudagurmn, 23. apríl 1958. Slysavarðstofa Reykjavikur í Heilsuverndarstöðinni er opin allan sólarhringinn. Læknavörð ur LR (fyrir vitjanir) er á sarna stað frá kl. 18—-8. Sínii 15030. Næturvörður er í Vesturbæj- ar apóteki, sími 22290. Lyfja- búðin Iðunn, Reykjavíkur apo- tek, Laugavegs apótek og Ing- ólfs apótek fylgja öll lokunar- tíma sölubúða. Garðs apótek og Holts apótek, Apótek Austurbæj ar og Vesturbæjar apótek eru opin til kl. 7 daglega nema á laugardögum til kl. 4. Holts apó tek og Garðs apótek eru opm á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Hafnarfjarðar ax>ótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 og 19—-21. Næturlæknír er Kristján Jóhann esson. Kópavogs apótek, Alfiiólsvegi 9, er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9-—16 og helgidaga kl. 13-16. Sími 23100. Bæjarbókasafn ítwykjavikur, Þingholtsstræti 29 A, sími 1 23 08. Útlán opið virka daga kl. 2—10, laugardaga 1—4 Les- stofa opin kl. 10—12 og 1—10, laugardaga kl. 10—12 og 1—4 Lokað á sunnudögum yfir sum- srmánuðina. Útibú: Hólmgarði 84 opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 5—7; Hofsvalla götu 16 opið hvern virkan dag nema laugardaga kl. 6—7; Efsta sundi 36 opið mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 5.30— 7.30. FLUGFEKÐIK Loftleiðir h.f.: Saga kom til Reykjavíkur kl. 08.00 í morgun frá New York. Fór til Stafangurs, Kaupmanna- liafnar og Hamborgar kl. 09.30. Edda er væntanleg til Reykja- víkur kl. 19.30 í dag frá London og Glasgow. F'er til New York kl. 21.00. SKIPAFEÉTTIK Skipaútgerð ríkisins: Esja er á Austfjörðum á suður- leið. Herðubreið er væntanleg til Reykjavíkur árd. í dag frá Autsfjörðum. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gær til Breiðafjarð arhafna. Þyrill er á Vestfjörðum á norðurleið. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gær til Vest- mannaeyja. Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss kom til Hamborgar 21.4. fer þaðan til Ventspils og Kotka. Fjallfoss fer frá Hull 23. 4. til Leith ög Reykjavíkur. — Goðafoss kom til Reykjavíkur ■18.4. frá New York. Gullfoss fór cfrá Leith í morgun 22.4. til Ham borgar og Kaupmannahafnar. — Lagarfoss kom til Kaupmanna- hafnar 22.4. fer þaðan á morgun 23.4. til Reykjavíkur. Reykja- foss fór frá Fáskrúðsfirði í morg un 22.4. til Vestmannaeyja, — Keflavíkur og Reykjavíkur. — Tröllafoss fer frá New York um 25.4. til Reykjavíkur. Tungufoss fer frá Akranesi í dag 22.4. til Hamborgar. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fer í dag frá Rvk til Norður- og Austurlandshfana. Arnarfell fer væntanlega í dag frá Ventspils áleiðis til íslands. Jökulfell fer í dag frá Reykjayík til Hornafjarðar og Austurlands hafna. Dísarfell losar á Norður- landshöfnum. Litlafell er í olíu- fluíningum í Faxaflóa. Heiga- fell er væntanlegt til Rotterdam á morgun. Hamrafell er í Pal- ermo. Kare er á Hornafirði, Listamannaklúbburinn er lok aður í kvöld vegna síðasta vetr- ardags, en er aftur opinn á mið- vikudaginn kemur, og verða þá umræður um leiklist og leik- dóma. J. Magnús Bjarnason: EIRIKUR HANSSON Skáldsaga frá Nýja Skotlandi. yvimi Johnson Framhald af 3. siðu. gátfa, sem veldur mestu þar um, en meðaleinitakafjöldi skáld- sögu í slí'kri útgófu mun vera riálægt 25—30 þúsundum. Marg ar bækur eru gefnar út í allt að 50 þúsund leintökum. Að vísu hafa h'öÆundarnir ekki stórfé upp úr slíku, en það dregur sig saman, o,g á þennan hátt ná þeir til mun fleiri en ella. Loks læltur Eyvind Jphnson í Ijós ánægju sína yfir því að vera hingað kominn. — Ég las ungur í'slendingasögurnar, seg- ir hann, — og hreifst mjög af þekn, og fyrir það er ég stað- háttum nokkuð kunnugur. Á surmudaginn var ég staddur á Þuigvölilum í bezta veðri, og það vexður mér ógleymanleg stund. ... m ISli Framhald af 1. síðu. mælaæsingum gegn Bretum. Þessir dramatísku atburðir gerast eftir að stjórn verka- mannaflokksins, með Dom Mintoff sém forsætisráðherra, ákvað að segja af sér í miðjum samningaviðræðum við Breta um innlimun Möltu í Stóra- Bretland. AUGLÝSIÐ 1 ALÞÝÐUBLAÖINU. aði okkur að fara til herbúð anna, fyrr en hann gæfi okkur leyfj til þess, og vorum við þó mjög þreyttir og svangir og ákaflega þyrstir'. Við sáum eld- ana hjá herbúðunum, hér um bil mílu vegar í burtu, og við vissum, að liðsmenn okkar voru að hressa sig, en við mátt um ekki hreyfa okfeur frá Lúðvík og hestinum hans. Þegar komið var fast að mið nætti, tók Lúðyík lítið skrið ljós úr hnakkpokanum, sem við höfðum lagt undir höfuð honum. Hann skipaði mér og öðrum manni til að fara oían að sjónum, kveikja þar á skriðljósinu, veifa því svo sjö sinnum fyrir ofan höfuð okkar byrgja svo ljósið, á meðan við værum að telja upp að fimm— tíu, og vita hvers við yrðum varir, veifa svo skriðljósinu aftur þrisar, byrgja svo ljósið á ný, og taka eftir því, sem við sæjum, á meðan við værum að telja up!p að þrjátíu, og að því búnu veifa skriðljósinu fjórum sinnum og koma síðan aftur. Við igjörðum nú eins og fyrir okkur var lagt. Við kveiktum á skriðljósinu, þegar við komum öfan að sjónum, og veifuðum því sjö sinnum í rennu. Þá sáum við, að ljósi var fjórum sinnum í rennu brugðið upp úti á firðinum. Við veifuðum nú skriðljósinu i fjórum sinnum, og þá var ljósi brugðið upp sjö siimum úti á firðinum. Þar næst fórum við aftur til Lúðvíks og sögð um honum, hvað við hefðum séð úti á firðinum. Hann sagði okkur þá að kveikja á skrið ljósinu á ný og halda því hátt um lítinn tíma. Að lítilli stundu liðinni ikomu tveir riddarar, og sögðu þeir nokkur orð á þvi máli, sem ég skildi ekki. Tóku þeir því næst hest hans og hurfu út í náttmyrkr ið. Nú reis Lúðvík upp við olnboga og skipaði okkur að bera sig ofan að sjónum, og gjcrðum við það strax. Þegar þangað kom, lét hann okkur kveikja aftur á skriðljósinu og bað okkur að veifa því fjórum sinnum. Sáum við þá, að ljósi var brugðið upp sem snöggvast úti á firði-num, Nú sagði Lúð vík okkur að veifa skriðljósinu brisvar, og var þá ljósinu úti á firðinum brugðið upp tvisv ar. Þá veifuðum við skrið— ljósinu tvisvar, en ljósinu úti á firðinum brugðið upp þrisv ar, og þá sagði Lúðvík okkur að halda skriðljósinu kyrru um stund. í sömu andránni heyrðum við áraglamur og skömmu síðar lenti stór bátur fast hjá okkur. Nú bað Lúðvík okkur að bera sig út í bátinn og sagði okkur að koma mefS. Því næst fór báturinn frá landi og stefndi út fjörðinn. Allt í einu vorum við komnir að hliðinni á stóru skipi. Við fórum svo allir um borð á skipinu og bárum Lúðvík ofan undir þiljur. Þar komum við í sal einn mikinn, sem allur var tjaldaður silki og dýrum dúk um, og var salurinn uppljóm aður af ótal kertaljósum. Við lögðum Lúðvík þar á stóran og mjúkan legubekk, og virtisit hann nú mjög aðfram kominn. En ekki vorum við fyrr búnir að leggja hann á bekkinn, en ung og fríð og tíguleg kona kom fram úr hliðarherbergi og kraup niður við bekkinn. Hún faðmaði Lúðvík og kyssti hann aftur og aftur og grét hástöfum. Lúðví-k sagði, að við mættum nú fara, og var okk ur því næst vísað upp á þil farið. Þar var ofckur veittur matur o,g drykkur, og hverjum okkar fengin sitór pyngja full af gullpeningum, og að því búnu var róið með okkur í Jand. Síðan hefi ég ekki séð Lúðvík, en ég frétti nýlega, að hann ætt[ hér heima, og ætl aði ég að finna hann, en fyrst hann var fjarverandi, verður ekkert úr því. Eg er á mjög hraðri ferð. — ÞannLg var saga g^stsins. \En um morgunÁnn, þegar þjónustufólkið í Lúð víkshöll fór á fætur, var hann allur á burt, og sást þar aldrei framar. Og eins var það með alla aðra gesti, sem komu þangað til að finna Lúðvík, að þeir komu æfinlega seint um kvöld — cg voru allir á burt að morgni. — Þanniig voru allar sögur Hendriks, vinar míns. Þær ,voru nokkurs konar „Þúsund og ein nótt“, og allar, eða flestar, voru þser um menn og konur, sem enginn vissi hvað an ‘komu eða hvað af varð á endanum. Eg hefi í hyggju að rifja upp allar þessar sögur, sem hann sagði mér, og skrifa þær upp og láta þær koma á prenti einhverntíma, — ekki saimt núna,( heldur einhvern tíma, eins og frú Patrik komst að orði. Hendrik sagði, að allan sögurnar, sem hann sagði mérs, væru hollenzkar þjóðsögur, eut ég h^’d nú annars, að þærl hafi allar verið eftir sjálfar* hann. Að sönnu veit ég það ekki með vissu, en ég held það. Endirinn á þessari sö'gu er býsna líkur sögunni um burt för Arthurs konungs, sagðil annar pilturinn frá Annapólis, þegar Hendrik hafði lokiá sögunni af Lúðvík. — Einmitt það, sagði Hend! rik. Sagan um burtför Arturs konungs hefur vafalaust verið stæld eftir sögunni af Lúðvífc,, því að ekki hafa Hollendingar. farið að stæla enskar þjóð sögur. II. Því fann ég missi þess, sem ei ég átti, og ást til veru, sem ég þekkti’ ei hót? Stgr. Th. Kyss'tu tnig, hin mjúka mær, þú ert sjúk. Bjarni Thor. Eg get ekki stillt mig um að geta um dálítið atvik, sem fyrir1 mig kom, hérumbil tveimur mánuðum eftir að ég var far- inn að stunda nám við Dal- bousie-báskólann. Enda finnst mér það nauðsynlegt að geta um þetta atvik, svo að lesarinra geti betur áttað sig á ýmsu,, sem síðar verður minnzt á 1 sögu þessari. Það var eitt kvöld, þegar við Hendrik Tromp vorum ný- komnir inn í svefnbexbergið, okkar frá kvöldverði og vorumP rétt í þann veginn að fara að lesa saman, að herra West, sems áður hefur veri-ð getið, kom- inn til okkar og sagði, að mað- ur vildi fá að tala við mig. Eg bað herra West að láta mann- inn koma upp í herbergið til mín, því að ég þóttist vita, að þessi maður, sem vi'ldi finna mig, væri einhver, sem ég þekkti vel. Svo fór herra Westi ofan aftur, og að lítilli- stundui liðinni var drepið ofurhægt á herbergishurðina. — Komdu inn, sagði ég. Sá, sem drepið hafði á dym-, ar, lét ekki segja sér það tvisv' ar að koma inn, því að áður, en ég var búinn að sleppa LEIGUBILAR BifréiðastöS Síeindórs Sími 1-15-80 —o-- Bifreiðastöð Reykjavíkur Sími 1-17-20 SENDIBÍLAR Sendibílastöðin Þröstur Sími 2-21-75 Sti'ætisvagninn kom bráð- lega og þeir fóru allir inn í hann1. „Áttuð þið skemmtilegt frí?“ spurði vagnstjórinn. „Já, ágætt . . . mjög skemmtilegt, svör.uðu allir. Allir voru kátir og sungu fjöruga söngva á leið- inni aftur tif borgarinnar. Jón- as og Filippus fóm inn á her- bergi sitt á veitingalhúsinu og virtu fyrir sér flöskurnar sem öftir vom af hármeðalinu hans Lingjs. „Hvað eigum við að gera við það,“ spurði Filippusv

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.