Morgunblaðið - 02.11.1913, Page 7

Morgunblaðið - 02.11.1913, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 S3Ö Mjölkurleysið í bænum. Kaffið í Bankastræti nr. 4 þarf enga mjólk eða □ neinn rjóma til bragðbætis. Það er svo bragðgott sjálft, að □ □ nokkur blöndun er með öllu ó|)örf. □ Kaupið hvergi annarstaðar I Tlans Petersen. Nýtízkuefni 1913-14. Nýkomin í Ulstera og Vetrarfrakka blá Cheviot og svort. 6o—70 teg. af fínum alfataefnum, afmæld í einstaka klæðn- aði með öllu tilheyrandi, alt selt með nær innkaupsverði eins og áður. Hálslín, Vasaklútar, Bindingarslifsi o. fl. Fðt saumuð á 12—14 tímum. Lægstu vinnulaun. Sparið peninga og kaupið hjá mér. Guðnt. Sigurðsson Tafsími 377. kíœðskeri. Laugaueg 10. Tijrír 5000 kr. T a t a ef n i nýkomið og allur saumur af hendi leystur vel og ódýrt í H v e r g i er meira og betra úrval af leirvöru, glervöru, postulini og allskonar búsáböldum, en í Verzl. Jóns Þórðarsonar. Vörugæði og verð mælir með sér sjálft. Skilvindan góða, „Diaboio'" ávalt fyrirliggjandi. 50°|o Enginn hefir boðið slik kostakjör áður. Enginn orðið fyrir jafngóð- um happakjörum, og sá, sem á morgun kaupir í Verzluninni Edinborg, Austurstræti 9 (gengið um vestri dyrnar). Þar verður seld ýmiskonar Vefnaðarvara, Fatnaðir, Háls- lín, Höfuðföt og Skinnavara, mest alt fyrir hálfvirði. Engin uppboð jafnast á við þetta, engin uppboðssölulaun sem falla á kaupandann. Vér viljum sérstaklega benda viðskiftamönnum vorum á það, að alt á að seljast. Þess vegna höfum vér sett þessar vörur niður í það verð, sem aldrei hefir heyrst hér áður, Öllum því kleift að kaupa. Komið á morgun, 3. nóvember, í Austurstræti 9 Vöruíyúsinu Yerzlunin Edinborg. Svörtu gammarnir. Skáldsaga eftir Övre Richter Frich. 1. K a p i t u 1 i. Konun^astefnan. Það var vordag nokkurn, sem lengi mun verða minnst í sögu Norð- urlanda, árið 1916. Vorið hafði skrýtt höfuðborg Norð- manna öllu því skrúði, sem fegurst finst. Loftið var þrungið af töfra- magni sólarinnar, sem heillaði hvert mannsbarn. Borginni mátti helzt líkja við unga stúlku, sem er gædd aðdáanlegri fegurð og æskufjöri. Það var hátíðarbragur á öllu. Stórar fylkingar af prúðbúnu fólki streymdu úr öllum áttum inn í mið- bæinn með óteljandi fána og marg- litar veifur, sem blöktu hægt fyrir sunnanblænum og mintu ósjálfrátt á bylgjandi blómareit. Þetta var merkisdagur. Hin fegursta hugsjón, sem fæðst hefir á Norðurlöndum, var að ræt- ast. Öll innbyrðis sundrung var kveðin niður, og allur flokkadráttur hafði orðið að víkja fyrir kröfum réttlætisins og bróðurskyldunnar. Það var sem heilladísir Norður- landa hefðu vaknað af margra alda svefni. Sú hugsjón, sem Margrét drotning hafði starfað að, var end- urfædd i dálítið breyttum skilningi. Á ríkjafundi, sem háður var i Lundi, höfðu málsvarar Norðurlanda gert með sér varnarsamband, til þess að tryggja þjóðunum frið með fyrir- hyggju og hagsýni. Ófriðarhætturnar voru margar og auðsæar. Það var ekki eingöngu ófriðarblik- an i austrinu sem opnaði augun á frændþjóðunum fyrir nauðsyn þessa félagsskapar. Alþjóðabandalag stjórn- leysingja hafði náð fótfestu þeirra á meðal, og skaraði nú glóðum elds að höfðum þeirra allra sem atvinnu- rekstur stunduðu, svo hinn mesti voði stóð af því búinn. Óaldarlýður þessi hafði þotið upp eins og mý á mykjuskán, án þess að því hefði í fyrstu verið nokkur gaumur gefinn. En nú átti að hefjast handa. Nýja varnarsambandið hafði með leynd sett sér þær reglur, sem fylgja átti, til þess að ganga milli bols og höfuðs á þessu óargadýri, sem kom- ið var á Norðurlönd. í bláa herberginu í konungshöll- inni í Kristjaníu áttu þeir konung- arnir Gústaf, Hákon og Kristján þenn- an dag að undirskrifa skjöl þau, sem tryggja áttu frið og samband Norð- urlanda. Konungar Dana og Svía voru á siglingu inn fjörðinn á sinu herskip- inu hvor, og fylgdu þeim ótal norsk varðskip. Failbyssurnar i Oscarsborg köstuðu vinarkveðju á flotann, þegar hann sigldi, fánum skreyttur, inn sundið hjá Degerud. í sama mund dró lögreglustjórinn í Kristjaníu hvítu glófana á hendur sér. Hann var dálítið fölari en hann átti vanda til, en hinn mikli svipur hans bar vott um viljaþrek og ró. Umsjónarmaður lögregluliðsins og leynilögreglustjórinn stóðu með ein- kennishúfurnar í höndunum og biðu.. — Eg vona það, mælti lögreglu- stjórinn lágt, að við höfum gert alt það, sem unt er, til þess að konung- unum sé engin hætta búin. Við höfum glögga gát á öllum þeim, hér innanlands, sem grunsamir eru, og engum útlendingi hefir verið hleypt inn fyrir landamærin þessa síðustu viku, án þess að hann hefði hin beztu skilríki í höndum. Heill hóp- ur af sænskutn og dönskum leyni- lögreglumönnum verða okkur til að- stoðar þegar konungarnir ganga i borgina, tvöföld hermannaröð varn- ar múgnum þess að koma of nærri, og því liði, sem við höfum á að skipa, höfum við skift niður eins og bezt mátti verða. Eftir því sem eg frekast veit, er því engin hætta á götunum. En hvað segið þið mér um húsin? — Eg hefi fengið nákvæmar upp- lýsingar hjá húseigendunum, svaraði leynilögreglustjórinn gamlimeð hægð. Á allri þeirri leið, sem konungarnir fara, mun því ekki sjást í gluggunum nokkurt það andlit, sem við ekki vit- um deili á. Skýrslur, sem við höf- um fengið frá Berlín, París og Lon- don, staðhæfa að enginn hinna hættu- legu stjórnleysingja þar muni hafa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.