Morgunblaðið - 17.11.1913, Blaðsíða 1
Mánudag
17.
nóv. 1913
HORGUNBLADID
1« árgangr
16.
tölublað
Ritstjórnarsimi nr. 500 | Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
ísafoldarprentsmiðja
Afgreiðslusími nr. 48
!• O. O. P. 9511149
Bio
Biografteater
Reykjavíkur.
Bio
Fyrir ættjörðina.
Langur ófriðarleikur
í 3 þáttum og
80 atriðuni.
Bio~kaffif)úsic
(inngangur frá Bröttugötu) mælir me
sínum á la carte réttum, smurð
^tauði og miðdegismat,
Nokkrir menn geta fengi'
fult fæði.
Tfarfvig JlÍ2ÍS2ti
Talsími 349.
Nýja Bíó
Borgir fvær.
Leikrit i 3 þáttum eftir hinni
nafnfrægu sögu
Charles Dickens.
Ameriskir leikarar. Lidney
Carton leikur Maurice Costello.
Reykið
Godfrey Phillips tókbak og cigarem
sem fyrir gæði sín hlaut á sýning
1 London 1908
sjö gullmedaliur
og tvær silfurmedalíur,
Fæst 1 tóbaksverzlun
_____ P. Í2VÍ.
p31
Sælg
=1 L
L
3IE
Sælgætis- og tóbaksbuðin
LAN DSTJARNAN
á Hótel Island
DIE
lin
i |=
1E=JI
Skrifstofa ^
Eimshipafélags Ísíands
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7._____Talsími 409.
pii Illi l'TJ 1 MIl TTYTl TS
H. Benediktsson.
Umboösverzlun. — Heildsala.
Hvar verzla menn
helzt?
Þar aem vörur eru vandaðastar I
Þar sem úr mestu er að velja!
Þar 8em verð er bezt eftir gæðuml
Hver uppfyllir bezt
þessi skilyrði?
óefað
Vöruhúsið
Reykjavfk.
Bróðurmorð í Reykjavík.
Júííana Jónsdðffir bijríar Eijóífi Jónssijni, bróður sínum, oifur,
S2m v^rður fjonum að bana.
>Dúkskot< (Vesturgötu 13), þar sem Eyðlfur Jðnsson bjð og lagðist banaleguna.
Myndin teiknuð i gær af teiknara Morgunblaðsins.
Sá voða-atburður hefir orðið hér
i bænum, sem eigi á sinn líka í
annálum Reykjavíkur eða landsins,
og þó víðar sé leitað.
Morð framið af ásettu ráði hefir
eigi heyrzt um getið hér i bæ í
manna minnum.
En hitt, að systir drepi bróður
sinn, til þess að næla i nokkur
hundruð krónur, það er svo einstætt,
svo ferlegt, svo hörmulega hryllilegt,
að maður fær naumast skilið, að
satt sé.
Og þó er það satt.
Menn hafa tekið eftir smágrein í
Morgunblaðinu í fyrradag: Manns-
lát. Þar var frá því sagt, að Eyólj-
ur Jónsson verkamaður hafi dáið þ.
13. nóv. og grunur lægi á, að
dauðamein hans stafaði af eitri.
Oss var þá kunnugt um, hvað
um var að vera, en eftir tilmælum
lögreglustjóra var eigi meira af þessu
sagt þá.
Hér skulu nti rakin öll aðalatriði
þessa morðs.
Aöalpersónurnar.
Lyólýur Jónsson, sá er ráðinn hefir
verið af dögum, var 48 ára gamall,
ættaður frá Arnórsstöðum á Barða-
strönd. Var nokkuð lengi á Bildu-
dal við vinnu hjá Pétri Thor-
steinsson og kallaður Eyólfur sterki.
Eyólfur var þar talinn dugnaðarmað-
ur, en maurapdki mikill, maður, sem
alt lagði á sig fyrir peninga. Tókst
hann oft mjög vondar vetrarferðir
á hendur, ef peningar voru í boði
og var oftast nær fylgdarmaður
prestsins á Bíldudal, er hann fór á
vetrum til Selárdals.
Var Eyólfur þar vestra álitinn
mjög vel efnaður, lánaði þar mörg-
um fé, t. d. einum manni 1400 kr.
Atti og i jörðum.
Síðar vaý Eyólfur á Patreksfirði og
réðst þar \ botnvörpung Péturs kon-
súls, Eg^ert Olajsson. Var þar kynd-
ari. Þar kyntist hann Agústi Bene-
diktssyni veitingamanni, sem var mat-
reiðslumaður skipsins. Varð það þá
úr, að Eyólfur réðst til Ágústs sem
vinnumaður. Út úr því lentu þeir í
máli, töldu sig eiga hvor hjá öðrum
og hermdi Eyólfur það loforð upp á
Ágúst, að hann hefði átt að útvega
sér vinnu við hafnargerðina, en eigi
gert.
Síðast var Eyólfur við vinnu úti á
Melum, einhverja jarðræktarvinnu.
Eyólfur bjó í Dúkskoti, Vesturgötu
13-
Júlíana Jónsdóttir, systir Eyólfs, sú
er játað hefir á sig að hafa byrlað
bróður sínum eitrið, er 46 ára. Var
áður gift Magnúsi hafnsögumanni i
Elliðaey og átti í því hjónabandi dótt-
ur, sem nú er gift Sigurbirni verkm.
hjá Bergi sútara. Síðustu árin hefir
hún búið með Jóni Jónssyni, sem er
þriðja aðalpersónan i þessu morðmáli.
Bjuggu þau á Brekkustíg fyrir vestan
bæ. Var Jón áður kvæntur konu, er
Ingibjörg heitir og nú býr inn við
Lindargötu, en fullur skilnaður var
ger milli þeirra í vor, og hafði Júlí-
ana gengið fast fram i því, að skiln-
aðurinn fengist. Jón þessi er mið-
aldra maður, sagður fremur ófús til
vinnu, og eigi allur þar sem hann er
séður. Þessum Jóni kennir Júlíana
um alr saman, hann hafi komið sér
til að byrla eitrið.
Morðið sjálft.
Eyólfur heimsótti systur sína laug-
ardag 1. nóv., milli kl. 5 og 6 siðd.
Bauð hún honum þá að borða, og
þá hann það. Skyr var fram reitt.
Júlíana blandaði skyrið hvitu dufti,
tvisvar úr skeið, að því er Eyólfur
hermdi síðar. Fanst Eyólfi óbragð
að skyrinu. »Hvaða vitleysa*, svar-
aði Júliana, »eg setti dálitið brennivín
saman við það. Láttu matinn í þig.
Þú hefir gott af brennivínstárinuL
Eyólfur hvolfdi í sig skyrinu og
fór síðan niður i Iðnó, fekk þar
kvöldmat og fór svo heim.
En þá fór eitrið að verka. Hann
fekk uppsölur miklar, er héldust fram
undir morgun. En sunnudag 2.
nóv. var hann þó það hress, að hann
komst til systur sinnar og heimtaði
þá kistu, sem hún geymdi fyrir hann
og í voru sparisjóðsbók með 705 kr.
i og peningar nokkurir og bendir sú
heimsókn til, að eitthvað hafi Ey-
ólfur verið farinn að gruna systur
sína um græzku. Enda reyndist svo,
að er hann skoðaði i kistuna, vant-
aði sparisjóðsbókina og peninga (2
kr.), — krafði hann þá Júliönu bók-
arinnar með vottum og f>orði hún