Morgunblaðið - 17.11.1913, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.1913, Blaðsíða 4
76 MORGUNBLAÐIÐ Trúlofnnarhringar vandaðir. meö hvaða lagi sem merjn ^ska. eru ætfo ódýrastir hjá cullamiiV Laagaveg 8. "Jóni Sigmundssyni Upphlntsmillnr, Beltispör o fl. ódýrast hjá Jóni Sigmnndssyni gullsmið. Laugaveg 8. OSTAR Og PYLSUR áreiðanlega bæjarins stærstu og beztu birgðir í Matarverzlun Tómasar Jónssonar, Bankastræti 10. Talsfmi 212. Kenslu í ensku, dönsku og hannyrðum, veitir Inga Lára Lárus dóttir, Miðstræti 5. Ennþá geta nokkrir menn feng- ið gott fæði á Laugav. 23. K. Johnsen. Góður heitur matur fæst allan daginn á Laugaveg 23. K. Johnsen. k r=lL=3l =!Hir ir=ir=i A 1 Stór útsala! — Stór útsala! f Alls konar vefnaðarvara. Tilbúinn fatnaður. 1 Vetrarfrakkar og -jakkar. Regnkápur (Waterproof) kvenna, karla og barna- M Hálslín, slipsi og slaufur, Skðfatnaður alls konar o. m. fl. Alt selt með afarlágu verði. 10-40 § afeláttur. Sturla Jónsson, Rvík. mml Gunnlaugur Claessen íæknir Bókhiöðustíg 10. Talsími 77. Heima kl. 1—2. 777. JTJagtlÚS læknir sérfr. í húðsjúkd. Kirkjustr. 12. Heima n—1 og 6ljz—8. Tals. 410. PORVALDUR PALSSON Spec. meltingarsjúkd. Laugaveg 18. Viðtalst. 10—11. Sími 334 og 178. Massage læknir Guðm. PéturSSOn. Heima kl. 6—7 e. m. Spltalaetig 9 (niðri). — Simi 394. ÓL. GUNNARSSONlæknir Lækjarg. 12 A (uppi). Tals. 434. Liða- og beinasjúkdómar (Orthopædisk Kir- urgi) Massage Mekanotherapi. HeimalO—12. G. BJÖRNS80N landlæknir Viðtalsstundir á virkum dðgum: 10—11 árdegis, 7—8 síodegis. __________18. talsími.___________ PianO nýtt, af vönduðustu gerð, fæst með tækifærisverði. Frú Anna Petersen gefur upplýsingar. Röntgenstofnuo háskólans óskar að fá til leigu í austurbæiiutn, frá 1. jan. næstkomandi, eitt herbergi ca. 7X9 álnir, og tvö lítil herbergi. Menn snúi sér til Gunnlaugs Claessens læknis, Bókhlöðustíg 10. Talsími 77. C. A. HEMMERT mælir með sínum góða nærfatnaði, handa konum, börnum og karlmönn- um, verkmannafötum, hvítu vörunum og mislitu kjólatauunum. Ef það er einhver sem ekki veit það að verzlunin Edinborg selur beztar og ódýrastar kornvörur í borginni, þá er það tilkynt hérmeð. Sem dæmi skulum við nefna: Hrísgrjón á 27,00 pr. 100 kg., Haframjöl 13,50 pr. 50 kg., Rúgmjöl 17,00 pr. 100 kg. ?- YÁTrpTGGINGAÍ^ - A. V. TULINIUS, Miðstræti vátryggir alt. Heima kl. 12-3 e. h. BLDUR! Vátryggið í »General«. Umboðsm. SIG. TH0R0D0SEN Frlkirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsími 227. Carl Finsen Austurstr. 5, Reykjavík. Brunatryggingar. Heima 6 l/4—7i/4. Talsími 331. ittinninn»««ttim||ij g Mannheimer vátryggingarfélag ,0. Trolle Reykjavík ' Landsbankannm (nppi). Tals. 235. Allskonar sjóvatryggingar yLækjartorg 2. Tals. 399. Havari Bureau. imni m tHtimiin Alls konar ísl. frímerki ný og gðmul kaupir ætið hæsta verði Helgi Helgason, hjá Zimsen. 16 Svörtu gammarnir. Skáldsaga eftir Ovre Richter Frich. (Frh.) Og litli maðurinn hleypti brúnum. •— Ilmari frændi! Þú mátt ekki vera svona reiður, sagði Jónas litli. Dvergurinn sneri sér við og brosti. — Var eg reiður, mælti hann á norsku. Það hæfir ekki mönnum, Jónas litli. Drengurinn sneri sér þá að fðður sínum og greíp um kné hans. — Pabbi! Eg vil líka fá að fljúga. Þetta er fuglinn minn. . — Þú skalt fá að fljúga þegar þú ert orðinn stór, sagði Fjeld og klappaði á glókoll drengsins. Og þá munt þú fljúga lengra og hærra en hann faðir þinn. Það var barið að dyrum og Jens kom inn. — Hérna kom hraðskeyti. Fjeld reif það upp i snatri. — Það er frá Redpath: Gamm- arnir flugu yfir London í nótt. Þeir köstuðu sprengikúlu á bakhýsi Scot- land Yards og sprengdu það í loft upp. Tíu menn biðu bana en tólf særðust. Eg slapp sjálfur óskaddað- ur. Ógurleg hræðsla í borginni. Það var skotið á gammana frá Aldershot, en þeir skeyttu þvi engu og héldu áfram yfir Dover og út á Ermarsund. Þráðlaus skeyti hafa verið send til allra skipa. Þeir sá- ust siðast stefna yfir Helgoland. Síðan ekki spurst til þeirra. Hér þarf skjótra aðgerða. — Redpatb. Burn varð ylgdur á svip. — Eg er til, mælti hann. Hve- nær getum við lagt á stað héðan. — Sjálft Ioftfarið er þegar full- smíðað á vinnustofunni á Akershus. Hvenær er hægt að setja vélina í það? spurði Fjeld. — Ef alt fer eftir því sem ætlað er, 'þá getur loftfarið verið tilbúið i kvöld, svaraði Erko. — Þá leggjum við á stað kl. 2 i nótt. — Well, sagði Burns og gat ekki dulið fögnuð sinn. Þetta er ágætt. Og hvaðan leggjum við á stað? — Frá Úlfaeynni. 9. kapít uli. Fu^linn. í Kristianiu firðinum austanverð- um liggja óteljandi hólmar og sker. Ein eyja er þar skógivaxin og heitir Úlfaey. Eyja þessi er að mestu leyti óbygð og þangað koma fáir. Slæp- ingarnir hafa aldrei vanist á það að eyða þar timanum og eyjan er" næst- um því eins afskekt eins og þó hún lægi einhverstaðar út við heimskaut. Einu mennirnir sem leggja leið sina út í eyna eru ræðararnir, sem æfa sig daglega á smábátum, sem þeir róa aftur og fram um fjörðinn. Þegar gott er veður lenda þeir við strendur eyjunnar og þeir sem eru kunnugastir klífa upp hlíðarnar, sem bæði eru brattar og skógiklæddar. En efst er eyjan flöt og grasi gróin. Þar rikir kyrð og friður; enginn eyðir þar frítíroum sínum við kaffi eða víndrykkju og enginn hávaði ölvaðra manna, né hás hýenuvæl kámugra matsölukvenna, trufla nátt- úrufriðinn. En sunnudag nokkurn sumarið 1916, var óvenjuleg ókyrð þar úti í eynni. Fjölda mörgum bátum var róið milli lands og eyjar, og stórir kassar og annar farangur var settur þar á land og fluttur upp hlíðarnar. Á ströndinni stóð lágvaxinn maður og sagði fyrir verkum, en hinir fá- mennu eyjarskeggjar horfðu undr- andi á og vissu ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. Þeim fanst eitthvað leyndardómsfult við alt þetta, eitt- hvað sem minti á smyglahátt eða Frederick Marryat skipstjóra. Um kv®ldið þegar rökkva tók, sást kynlegur glampi úti á eynni. Það var eins og eyjan hefði sett á sig maurildis-kórónu og blikuðu geislar hennar í sjónum. Borgar- búinn, sem sat úti á veggsvölunum heima hjá sér og reykti pípu sína, hafði aldrei séð þessa sjón fyrri og það var eins og hrollur færi um hann, er hann gat sér þess til hverju þetta sætti. Og það er ekki víst að honum hefði brugðið minna við, ef hann hefði verið kominn út í eyna og séð það sem þar fór fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.