Morgunblaðið - 17.11.1913, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.11.1913, Qupperneq 2
74 MORGUNBLAÐIÐ Herberglð sem Eyðlfur Jónsson bjó f (í Dukskoti), Vesturgötu nr. 13. Til hægri sést kistan, sem sparisjóðsbókin og peningar Eyólfs voru geymdir f. Myndin er teiknuð á staðnum af teiknara Morgunblaðsins. þá eigí annað en láta hana af hendi Hafði hún þá geymt hana niðri } kommóðuskúffu. Nú fór alt með feldu þangað til að kvöldi dags 4. nóv. Þá kvartaði Eyólfur enn um veikindi. Var Jón H. Siqurðsson héraðslæknir þá sóttur og stundaði hann Eyólf alla þá viku. Dró æ meira af Eyólfi og þriðju- dag xi. nóv. var hann fluttur í sjúkra- hús, þá með lítlli rænu. Gátu læknarnir við ekkert ráðið, og fimtudag 13. nóv. dó Eyólfur. Meðan Eyólfur lá heima hafði hann orð á því, að veikindi sín mundu stafa af ólyfjan í matnum hjá systur sinni, en baðst jafnframt þess, að henni yrði ekkert gert fyrir það, Aldrei heimsótti Júlíana bróður sinn, meðan hann lá. En eftir dauða hans beiddist hún þess að fá að sjá líkið. Þess var henni synjað. Líkið brufið. Þegar eftii dauða Eyólfs var lík hans krufið undir umsjón héraðs- læknisins. Spurðum vér hann um niðurstöðuna og tjáði hann oss, að komið hefði í Ijós greinileg eitrun í öllum likamanum og benti flest á það, að eitrunin stajaði aj Josfór, en það verkar mjög seint. Júlíana tekin föst. Nú þóttu böndin berast að systur Eyólfs, Júlíönu. Leitaði lögreglan sér margs konar upplýsinga á föstu- dag og fyrri hluta laugardags. í fyrra kvöld um miðaftan fór svo lög- reglan vestur eftir á heimili Júlíönu. Var hún þá tekin föst og farið með hana í varðhald. Júlíana játar á sig glæpinn. Frestaðist réttarhaldið nokkuð, með því að Júlíana kvartaði yfir lasleika, svo að sækja varð héraðslækninn. Bar hún sig þá aumlega. í rtttarhaldinu játaði Júlíana svo, að hún hejði hyrlað bróður sínum eit- ur í skyrið — aj ásettu ráði — til pess að stytta honum aldur 0% komast yfir Jjármuni hans. En kvaðst faafa gert þetta fyrir sí- felda áeggjan Jóns Jóns- sonar, sem hún býr með. Þessar upplýsingar hefir Morqun- blaðið fengið frá mjög góðum heim- ildum, þótt ekki sé það frá lögreglu- stjóra sjálfum. Jón tekinn fastur. Þegar játning Júlíönu var fengin, voru næturverðirnir sendir til þess að taka Jón Jónsson fastan. Komu þeir með hann upp í hegningarhús undir miðnætti. Lét Jón, sem eigi vissi hann neitt, hvaðan á sig stæði veðrið, hvers vegna verið væri að taka sig fastan og h I ó að misgrip- um þeim. Fangarnir í hegningar- húsinu. í fyrri nótt var Júlíana svo hávaða- söm, grét og stundi svo, að fangarn- ir í hinum klefunum fengu eigi hálfan svefn. En Jón heldur sínum sönsum alveg. Matarlyst hafði þó Júlíana haft í gær og meira að segja mælst til að fá kaffidreitil. Réttarhald yfir Jóni. Það var haldið í gær. En bæjar- fógeti vildi eigi í gærkveldi láta uppi hver niðurstaðan hefði orðið. — En af ýmsu öðru, sem Morgunblaðið hefir komist á snoðir um, þykir oss líklegt, að þó hafi komið fram líkur fyrir því, að hann hafi verið í vit- orði með Júliönu. Comes. Á heimili Eyólfs. Eyólfur átti heima i Dúkskoti, litlum bæ á Vesturgötu nr. 13 — einn af þeim fáu steinbæjum, sem enn standa í höfuðborginni. Flestir bæjarmenn þekkja þennan steinbæ, þar sem Jón gamli hafnsögumaður áður bjó. Bæinn byggir nú Magn- ús nokkur Bjarnason, vinnumaður, ættaður vestan af Mýrúm, ásamt fólki sínu. Hjá honum fekk Eyólf- ur inni, er hann í haust fluttist til bæjarins, eftir kaupavinnustarf austur í Hreppum. Fréttaritari Morgunblaðsins kom í gær á heimili hins dána manns og hitti fó)k það, er hann hýsti. Magn- ús Bjarnason gaf oss ýmsar upplýs- ingar um hinn eitur-myrta mann. Hann var ötull sparsemdarmaður, sem í mörg ár hafði sparað saman fé í sparisjóð Landsb. Átti hann þar inni um 705 kr. Þessa bók hafði hann í kofforti sinu, og ennfremur 32 kr. i peningum. Hafði koffortið staðið hjá systur hans í sumar, meðan Eyólfur var i kaupavinnunni — og stóð þar þangað til daginn eftir, að hann át eitrið hjá systur sinni. Þá sótti hann koffortið og varð þess vis, að Júlíana systir hans hafði tekið sparisjóðsbókina og 2 kr. af lausa silfrinu. Fór síðan með 2 menn með sér til heimilis hennar og heimt- aði aftur bókina og féð. Tók hún þá bókina úr kommóðuskúffu sinni og með hana fór Eyólfur á burt. Daginn eftir þessa síðustu heim- sókn hans hjá Júlíönu systur sinni, varð Eyólfur að fara i rúmið enn á ný, vegna lasleika í maganum, og var upp frá því ófær til allrar vinnu. Ekki sagðist Magnús Bjarnason eða fólk hans hafa heyrt Eyólf minn- ast á ilt samkomulag milli hans og Júlíönu. Vissi hann um, að Eyólfur hefði oft rétt systur sinni hjálpar- hönd, er hún var í fjárkröggum. Hafði hann m. a. borgað húsaleigu fyrir hennar hönd í allan fyrravetur, og kvað hann Eyólf hafa minst á það lauslega við þau hjón, að Júli- ana skuldaði sér 50 kr. fyrir húsa- leigu. Hann bjó þá i Ánanaustum hér i vesturbænum. Magnús segir frá því, að þau hjón hafi tekið eftir þvi, að það lýsti af spýjunni, eins og maurildi væri, þegar Eyólfur að kvöldi hins 1. nóv. kom heim veikur og fekk áköf uppköst um nóttina. Hafði lækni verið gert aðvart um þetta, og hefir það eflaust verið þess valdandi, að farið var að rannsaka málið, eftir að Eyólfur var fluttur á Landakotsspítala og grunur lék á, að hann hefði neytt eiturs. Bæjarfógeta var og einnig gert viðvart um þetta atriði, og lét hann undir eins .eftir dauða mannsins flytja líkið af spltalanum upp í líkskurðarhús gamla spitalans, og skipaði læknum að kryfja það. — Magnús og fólk hans — þau voru 5 í herberginu — segja frá þessu alvarlega og blátt áfram, en í frá- sögninni urðum vér varir við það, hve hugir þeirra voru lamaðir af þessum sorgaratburði, sem svo óvænt hafði skeð í húsum þeirra. Það er að eins ein stofa í húsinu, og þar lá Eyólfur áður en hann var flutt- ur á sjúkrahúsið. í einu horn- inu stóð eldavél og sauð þar slátur í potti. Það var lágt undir loftið og raki var mikill á veggjum. í öðru horninu var lítill drengur og lék sér hljótt, og við borðið hjá glugganum sat gömul kona við saumavél; sat hún á gulmálaðri kistu — líkust sjómannskistu — og var hún eign Eyólfs. Var það sú kista, sem peningarnir og bókin voru í og Júliana geymdi í sumar fyrir bróður sinn, Eitt rúm var í her- berginu og yfir því hékk gömul helgimynd á gljápappir, hálf eyði- lögð af raka. En gömul klukka tifaði tilbreytingarlaust i stofunni, þar sem fólkið sat hljótt og lostið af þessum voða-atburði. Hún er það eina, sem þögnina rýfur í Dúkskoti þessa dagana. Það var svo hljótt þarna inni, að manni stóð næstum uggur af. Júliana Jónsdóttir. Heimili hennar er á Brekkustíg nr. 14; bjó hún þar í kjallaranum, en hurðinni hefir verið læst af lög- regluþjónum, svo þangað verður eigi inn komist. En á efra lofti i húsinu býr Hákon Grímsson, sjó- maður, og börðum vér að dyrum hjá honum. Hákon þekti litið um hagi Júliönu. . Hún bjó þar með manni nokkrum, Jóni Jóns- syni, hálfbróður Sveins Jónsson- ar á Seli hér í Vesturbænum. Jón stundar bæði sjó og landvinnu og hefir róið til fiskjar við og við í haust. Hákon kvaðst eigi hafa verið heima, er Iögreglan sótti Júliönu, en það skeði kl. 6 síðd. á laugardaginn. En þegar lögregluþjónarnir komu að sækja Jón, kl. iox/2 sama kvöld, var Hákon háttaður, og sagði hann Jóneinnighafa verið gengitin til hvílu. Síðan hafi hurðum öllum verið lok- að og mætti enginn koma þar inn, Dóttur átti Júlíana með fyrri manni sinum, er Silva Brynhildur heitir, er hún fullra 7 ára og var hún hjá þeim Júlíönu og Jóni. Hún er laglegt barn, ljóshærð og bláeyg og sagðist ganga í skóla hjá Þor- steini Finnbogasyni. Hún er nú bæði föður- og móðurlaus og virtist, sem betur fer, bera lítið skyn á það hvað skeð hefir. Hún brosti til vor og bláu augun tindruðu, er vér lögðum höndina á bjarta hárið hennar og klöppuðum henni á kinnina. Þeg- ar móðir hennar var flutt i varðhald, var Hákon og kona hans beðin um að annast barnið. Verður hún hjá þeim þangað til lögreglan sér hennifyrir öðru heimili. En vér kveðjum Hákon fs fullri vissu um það, að hann muni>

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.