Morgunblaðið - 23.11.1913, Qupperneq 2
98
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir tveimur árum kom kind inn
um eldhúsdyrnar hjá mér, af því að
þær stóðu opnar. Eldhúshnífurinn
lá þar hárhvass á borðinu og vatnið
sauð og bullaði í pottinum, svo
freistingin var mikil. Þá átti eg
engan garð, svo eg lét »Naade gaa
for Ret« í það skifti. En nú er
öðru máli að gegna, þegar kind-
urnar hafa tvisvar sinnum eyðilagt
garðinn minn, sem mér þótti vænst
um af öllu er eg á.
A. H.
Fiskifélag íslands.
Fiskifélag íslands hélt útbreiðslu-
fund í Bárubúð í gærkvöldi. Hafði
auglýst fundinn í blöðunum og auk
þess boðið sérstaklega nokkrum
mönnum.
Forseti, Matth. Þórðarson útgerð-
armaður, setti fundinn. Var fundar-
stjóri kosinn dr. Jón Þorkelsson, en
hann kvaddi sér skrifara Magnús
Sigurðsson lögmann.
Skýrði forseti frá því, hver til-
gangur félagsins væri, hve mikið
væri hér að starfa fyrir félagið og
mætti það ýmsu til leiðar koma.
Hvatti menn til að styðja félagið og
gerast meðlimir þess.
Rætt var því næst nokkuð um
steinolíumálið. Skýrði forseti frá því
að félagsstjórnin væri að starfa að
því máli og ekki vonlaust um ein-
hvern árangur.
Þá var loks rætt nokkuð um sölu
pilskipanna til Fareyja.
Fundur þessi var langt frá því að
vera eins fjölsóttur sem skyldi. Úr
hóp sjómanna sáust þarna miklu
færri en hefði átt að vera. Þessi
bær lifir á fiski. En [samt sýn-
ist svo, sem þeim fáu mönnum,
sem eru að brjótast i því með Fiski-
félaginu að efla þekkingu og hags-
muni þeirra, sem fiskveiðar stunda,
gangi ver en við mætti búast að
vekja þá úr mókinu, sem verið er
að vinna fyrir og fá þá til að taka
þátt í starfinu — vakandi og með
áhuga.
í félaginu eru nú 80—ioo manns;
bættust við á fundinum milli io og
20. Mest eru þetta skipstjórar, em-
bættis- og menta-menn.
Vonandi heldur félagið bráðlega
aftur útbreiðslufund. Vér trúum því
ekki, að sjómennirnir láti sig vanta
á hvern fundinn eftir annan.
Toqari.
Morðsýki,
Maður nokkur, Harry Spencer að
nafni, hefir nýlega verið tekinn fast-
ur í Chicago og kærður fyrir það
að hafa myrt unga danskenslukonu.
Hann hefir nú ekki eingöngu
játað það morð á sig, heldur segist
hann hafa myrt 20 menn á síðustu
14 árunum. Helmingur þeirra sem
hann hefir myrt, eru konur og fjór-
um þeirra hefir hann verið giftur.
Nokkrar líkur virðast vera til þess
að hann hafi ekki drýgt þessi morð,
en ímyndi sér það aðeins, því hann
er eyðilagður maður á sál og lík-
ama af ópíumreykingum og mor-
fín nautn. En á því leikur enginn
efi, að hann er einhver hinn versti
glæpamaður sem nokkru sinni hefir
komið fyrir rétt í Chicago og er
þá mikið sagt. ,
Spencer segist hafa drýgt sum
morðin til þess að hefna sín á þjóð-
félaginu, en suma hafi hann myrt
til f)ár, því það hafi sér þótt auð-
veldaslur vegur til þess að eignast
peninga. Hann segir svo frá, að
hatur sitt til þjóðfélagsins eigi rót
sína að rekja til þess, að hann hafi
á unga aldri verið dæmdur i 10 ára
betrunarhúsvist fyrir það að kaupa
fatagarma, sem hann vissi að voru
stolnir.
Meðan hann dvaldi í fangelsinu,
hafði hann unnið sér inn 10 dali og
hið fyrsta sem hann gerði er hann
losnaði, var að kaupa sér 8 dalaskamm-
byssu, því hann hafði svarið þess
dýran eið í fangelsinu að úthella
svo miklu mannsblóði sem hann
gæti, ef hann einhvern tíma losnaði.
Hann segist aldrei á æfi sinni
hafa kynst þeirri konu, sem átt hafi
einn einasta ærlegan blóðdropa í
æðum, og þess vegna hafi hann
engu síður myrt þær en karlmenn.
Það gegnir furðu, að lögreglan skuli
ekki hafa klófest hann fyr og dæmt
fyrir morðin, en hann hafði í hvert
skifti það lag á að skjóta sér undan
grun, að hann framdi einhvern smá-
vegis klæk þegar á eftir og lét taka
sig fastan fyrir það og faldist svo í
fangahúsinu meðan eftirgrenslanir
stóðu yfir.
Smávegis Yíðsvegar að.
I Hollandi eru menn nú farnirað
láta mjólk á rauðar flöskur að eins.
Kvað mjólkin geymast betur þannig
og eigi súrna.
Lokkur úr hári Goethes var nýlega
seldur í Pétursborg fyrir 20.000 kr.
»ParÍ8 — Berlinc heitir nýtt tíma-
rit, sem gefið er út í Berlínarborg.
Takmark þess er að koma á betra
samkomulagi milli Þjóðverja og
Frakka.
I
I skilnaöarmáli í Lyon, fékk kon-
an skilnað frá manni sínum vegna
þess, »að hann skömmu eftir brúð-
kaupið tók fram hjá henni, lét
gera brjóstmynd af fylgikonu sinni
og flutti myndina heim, lét hana
standa á skrifborði sínu og taldi
konunni trú um að myndin væri af
»lýðveldinu(l)«. En konan trúði þessu.
Konur í Vesturheimi. Komungog
auðug stúlka í New York vildigjarn-
an giftast, en vildi jafnframt, að eitt-
hvað væri það með óvanalegum
hætti, hvernig maðurinn næði í hana.
Eitt sinn þegar hún var á seglbát
sínum sér til skemtunar, skrifaði hún
miða og lét í flösku, sem hún kast-
aði fyrit borð. Á miðanum stóð, að
sá, sem flöskuna fyndi, ætti að senda
mynd af sér til hennar, því honum
ætlaði hún að giftast. Ári síðar kom
myndin — af sjötugum svertingja,
sem átti 11 böm ! í bréfi hans stóð,
að því miður gæti hann eigi komið
sjálfur, en þó væri hann fáanlegur
til þess að eiga stúlkuna, ef »Svarta
mutter* dræpi sig ekki áður.
Lax. í Hamarfossá i Noregi tóku
vinnumenn nýlega laxa marga, er
flutu uppi dauðir. Menn vita eigi
með hvaða hætti fiskurinn hefir
drepist.
í Uppsölum i Sviþjóð ól kýr ný-
lega kálf með 5 fætur. Auk hinna
vanalegu, hefir bolakálfurinn fót á
hryggnum.
I Berlin myrti nýlega listamálari
unnustu sína. Hann var að starfi
sinu á málarastofunni og ung stúlka
hjá honum. Hún var fáklædd, því
hann var að mála hana. Unnustu
málarans varð svo mikið um, þegar
hún sá nöktu stúlkuna hjá heitmanni
sínum, að hún varð bálvond. En er
hún hafði ausið yfir hann skammar-
yrðum um hríð, tók hann skamm-
byssu sína og skaut í hjarta hennar
— og svo drap hann sjálfan sig
á eftir.
Japönsk hetja. Það var i striðinu
milli Japana og Rússa. Japanar sátu
um eitt af virkjum binna og höfðu
gert mörg árangurslaus áhlaup á
það. Þá var það að japönskum liðs-
fonngja datt ráð í hug til þess að
vinna virkið.
Hann tók átta tundurhylki og batt
þau við belti sitt en kveikiþráðunum
hélt hann í hendi sér. Svo kveikti
hann sér í vindling og lagði þannig
á stað til virkisins. Rússar skutu
ekki, því þeim stóð enginn ótti af
einum manni. Þegar hann var kom-
inn rétt að fremsta varnarvirkinu,
kveikti hann með vindlingnum i
kveikiþráðunum og hljóp svo eins
og fætur toguðu inn í virkisgarðinn,
þangað sem herliðið stóð ífylkingu.
Og áður en nokkurn varði, þeirra
er í virkinu voru, kviknaði í tund-
urhylkjunum og varð af voðaleg
sprenging. Þegar reykurinn leið frá,
var japanski liðsforinginn og fylking
Rússa horfin með öllu, en valkestir
af kjöttætlum og líkamspörtum lágu
þar víðsvegar og blóðið féll i stór-
um fossum út úr virkinu. í sama
mund gerðu Japanar nýlt áhlaup og
stundu siðar blakti fáni þeirraávirk-
isrústunum.
íslendingur druknar í Hull.
Um daginn, er Ingólfur Arnarson
kom til Hull, var á skipsfjöl íslend-
ingur einn, Jón Kristjánsson að nafni.
Skömmu eftir að Ingólfur var far-
inn, fanst þessi íslendingur dauður
í hafnarkvíunum, og er enn ófrétt
með hverjum hætti hann hefir lífi
týnt.
Hvernig á eiginmaður-
inn að vera?
Svar nr. 26.
Að hann leiti uppi alt það sem kon-
unni er kalt
og með kærleika þýði þann snæ.
Svo í orðum »síns manns« bæði og
atlotum hans
finni hún ástúð, sem vorhlýjan blæ.
Sé hann stuðningur vís henni á æf-
innar is
verður auðvelt að þerra hvert tár,
við hans samúðar-glóð. — Og sem
léttkveðið ljóð,
mun þá líða hver dagur og ár.
Þá fer sambúðin slétt, verður ljós-
björt og létt,
ef þau leiðast í gleði og sorg. —
Það er öryggishöfn, lífs við drynj-
andi dröfn,
— eða dauðanum torunnin borg.
/■
Svar nr. 27.
Auðvitað sem beztur. Hógværr
kurteis, góðlyndur, glaður, alúðlegur
við konuna sina, skyldurækinn, ná-
kvæmur og nærgætinn, lítur eftir
hverri hreyfingu konunnar, til að sjá
hvort ekkert gangi að henni, sem
hann geti úr bætt. Efnilegur, iðju-
samur, leggur ekki á konuna of mikl-
ar barneignir, fyndinn og vel hag-
mæltur, en morgunsvæfur á sunnu-
dögum. — Svona er maðurinn rninn,
og hann er sá bezti eiginmaður, sem
eg þekki. Svona eiga þeir allir að
vera, þá liði öllum konum vel f
hjónabandinu. Gamla konan.
Svar nr. 28.
Því er mjög vandsvarað. Það fer
auðvitað eftir því hvernig konan er
skapi farin, og það fer líka eftir
staðháttum. Það er t. d. ekki sama
að vera eiginmaður í Rvík og aust-
ur í Flóa. En hvað um það. Eg
ætla að reyna að svara þessari spurn-
ingu eins og eg býst við að Morg-
unblaðið hafi ætlast til, þannig, að
draga fram það í fari karlmanns, er
flestum konum myndi geðjast vel.
Hann á að vera hár og vel vaxinn,
herðibreiður, brjóstviður cg sterkur.
Laginn og viss í hreyfingum.
Röskur í gangi, fótviss og beinn.
Dökkhærður, með dökkar brúnir
og dökk augu.
Hann á að hafa hátt, slétt enni,
beint nef, eða lítið eitt bogið.
Ljósan hörundslit, þó fremur rjóð-
ur en gulleitur, og nokkuð breiðleitur.-
Ekki mjög bliðlegur á svip, nema
þegar hann brosir.
Raka sig helzt á hverjum degi.
Hann á vera seinn til að reiðast
— helzt aldrei að reiðast — en ein-
beittur, viljasterkur og djarfur.
Hann á að taka rólega hverju sem
fyrir kemur, góðu og illu. Hann
á að hafa glögt auga og eyra fyrir
öllu sem við ber kringum hann.
Hann á að vera ákveðinn og draga.