Morgunblaðið - 23.11.1913, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.11.1913, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IOI Suðurfdr Scotts. Nú hefir ferðasaga Scotts verið gefin út i heilu lagi. Lýsir hún því bezt, hve mikið kapp þeir félagar hafa lagt i það að verða fyrstir manna til heimskautsins og svo von- brigðum þeirra er þeir urðu þess vísari, að Amundsen hafði komið þar á undan þeim. Enginn getur imyndað sér hver áhrif það hafði á þá félaga, hugrekkið dvínaði er ár- angur fararinnar varð ekki sá er þeir væntu, og sneru þeir nú aftur hryggir í huga. Þá fyrst verða þeir þrautanna varir, alt legst þeim í fang, hver erfiðleikinn rekur annan og verður þeim þungbærari en áður, vegna þess að nú finst þeim til eink- is barist. Laugardaginn 13. janúar skrifar Scott: »Nú er að eins 51 mila eftir til heimskautsins. Ef við kom- umst ekki alla leið, þá verðum við þó skolli nærri því«. Það er hið einasta skifti i allri dagbókinni, að hann leggur þannig áherzlu á orð sin. Þrem dögum síðar er alt tapað. Scott skrifar 16. janúar: »Nú hefir skeð hið versta, eða hér um bil hið versta sem skeð gat. Við hófum göngu snemma i morgun og gengum 7 l/2 milu áður en við hvild- um okkur. Þá vorum við komnir á 89. gráðu og 45. min. suður- breiddar. Svo héldum við áfram hughraustir og ánægðir. Við viss- um að daginn eftir mundum við ná hinu langþreyða marki. Þannig héld- um við áfram tvær stundir. Þá sá Bowers langt fram undan okkur eitthvað svart í snjónum, eins og þar væri varða. Við héldum að það væri missýning, en okkur varð þó ekki rótt í geði. Bar okkur nú brátt þar að og sáum þá að það var stór fáni bundinn á sleðameið. Skamt þaðan fundum við tjaldstað og manna og sleðaslóðir. Sagan var fullsögð. Norðmennirnir höfðu orðið hlut- skarpari og fundið heimskautið á undan okkur. Þeirra var heiðurinn, en okkar hlutskifti er sorg og von- brigði. Klukkan hálf átta morguninn eftir lögðum við á stað. Engum okkar hafði komið dúr á brá alla nóttina. Þetta er voðalegur staður og sorg- legra en tárum taki að við skulum hafa farið hingað erindisleysu. Við reistum vörðu og drógum upp enska fánann, skamt þaðan er Norðmenn höfðu sett niður sinn fána. Það var auðsætt að þeir hafa ætlað að setja hann niður eins nærri markinu og unt var. Og þeim hefir tekist það. Nú verðum við að hraða okkur heim á leið. Vonsviknir og þreyttir verðum við nú að ganga og draga sleða okkar rúmar 800 mílur, um ófæra vegu. Og nú rekur hver hörmungadag- urinn annan. í marz eru þeir orðn- ir svo aðþrengdir, að Scott hefir gefið Wilson lækni fyrirskipun um það að gefa þeim ópíum til þess að gera enda á hinu auma lífi þeirra. En 10 dögum síðar sézt það á dagbók- Frá jarðarför Eyólfs Jónssonar. Kistan fyrir framan kórdyr. í baksýn prediknnarstóllinu. Til vinstri tröppnrnar upp í kórinn. höfum nú legið hér i fjóra daga matar og Ijóslausir. Einu sinni datt okkur i hug að st}'tta okkur aldur,. en \ið höfum hætt þeirri fásinnu.c — — Öðrum skrifar hann: »Við deyjum heiðarlegum dauða. Hið eina sem ollir okkur áhyggju eru konurnar okkar, sem nú verða ein- mana í lifinu. Scott hefir verið óþreytandi að skrifa. Eftir það að allir félagar hans Scott og jélagar hans í vetrarbústaiS sínum. inni að honum hefir snúist hrgur. Þá skrifar hann meðal annars: »Eg veit að við eigum skamt eftir ólifað, en eg vil þó heldur bíða dauðans, en stytta mér aldur. Við höldum nú áfram til siðasta áfangans, en deyjum á leiðinni«. Fyrstur þeirra dó Evans liðsfor- ingi og síðan Oates, hin göfuglynda og hugprúða hetja, sem fórnaði sjálf- um sér fyrir félaga sína. Hann hafði verið veikur í marga daga og hræðilega kalinn. Hann fylgdi þó félögum sínutn með veikum burð- um, en fann að hann tafði för þeirra. Síðnsta daginn komst hann ekkert. Hann þrábað þá að skilja sig eftir, en það gátu þeir ekki gert. Scott segir: »Hann lagði sig til hvildar og vænti þess að hann vaknaði al- drei frarnar. En undir morgun vaknaði hann þó. Þá var stórhrið á. »Eg ætla að skreppa út og verð ef til vill æði lengi«, sagði hann. Við reyndum að telja honurn hug- hvarf, en hann sat við sinn keip. Svo gekk hann út í hriðina og við sáum hann aldrei framar«. Scott hefir skrifað mörg bréf til vina og vandamanna þeirra félaga. Meðal þessara bréfa er eitt til J. M. Barrie og biður Scott hann að sjá um uppeldi sonar síns. Þar er meðal annars: »í þeirri von að bréf þetta finnist, sendi eg yður mína hinstu kveðju og bið yður að hjálpa konu minni og syni minum eftir því sem þér getið.-------Við höfum sýnt það, að Englendingar geta ennþá óskelkaðir horfst í augu við dauð- ann og barist fyrir lífi sínu meðan þess var nokkur kostur.--------Við Oates höjuðstnaður. höfðu sofnað svefninum langa, hann einn uppi við tjaldsúluna, 1 kalinn á höndum og fótum og hina sorglegu sögu þeirra fram hins síðasta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.