Morgunblaðið - 23.11.1913, Blaðsíða 4
IOO
MORGUNBLAÐIÐ
Epli
Vínber
Appelsínur
Laukur
Kartöflur
Kaffi
Sykur og
Alls konar
M at v ar a
með góðu verði í
verzlun
Jörgens Þórðarsonar
Spítalastig 9.
Kálmeti
fæsti
Liverpool.
Handsápur
Stórt úrval. Verðið afarlágt.
Hf.
P. I. Thorsteinsson
& Go.
(Godthaab).
Dömuklæði og Alklæði
gott og ódýrt.
Sfuría Jónsson. — Laugaveg 11.
si /p f,-% m I Nýtízku ísaumsvél (Broderi-
J lljít W íSlanC* l# maskine) hefi eg undirritaður
útvegað mér. Nokkur sýnishorn af vinnu hennar fyrirliggjandi.
C. JJ. Jiemmert.
Agæt egg
fást stððugt
hjá
Jes Zimsen.
Brent og malað kaffi
kaupa flestir hjá Jóni Zoega í Bankastræti 14.
■E m =1 FATABPNI 1= um m
0 • rH a Mikið úrvai. 0 bd
© £
M
a Klæðayerzlun P
‘CÖ
M i0 H. Andersen & Sön. 0 H-h
O P
j 0 Aðalstræti 16. F—1 • 0
UJ ■E =\ Frakkaeíni i= ' 111 »
Stórt úrval af
Kexi og Kaffibrauði.
King Georg kexið
komið aftur.
(Godthaab).
Reyktur lax
fæst í
NYHÖFN
Pundið kr. 0,75.
ðrkin hans Nóa.
Fyrir skömmu síðan var byrjað á
því að smíða einkennilegt skip i New-
York. — Það er eftirlíking á örk-
inni hans Nóa, sem allir kannast við,
eða öllu heldur dýragarður á floti,
þar sem öll dýr veraldarinnar eiga
að vera, tvö og tvö af hverjum flokki,
eins og var hjá Nóa gamla. — Eng-
ir reykháfar eru á skipinu, því það
er knúð áfram af ramefldum Diesel-
vélum, og er ætlast til að því verði
siglt allra landa milli; fyrst meðfram
ströndum Ameríku og síðan yfir
Atlanshafið til allra stærri borganna
í Evropu og síðan aftur vestur um
haf, gegnum Panamaskurðinn til San
Francisco og vera þar á heimssýn-
ingunni árið 1915. Ef til vill verð-
ur svo ferðinni haldið áfram yfir
Kyrrahafið til Japan og Indlands og
ef til vill lengra. Hvað mundu Reyk-
víkingar segja ef þeir sæu örkina
einhverntíma ösla hingað inn á höfn-
ina ? Það mundi víst margan mann-
inn langa tii þess að skoða skipið,
og er þá ekki annar vandinn en sá,
að fá leyfi til þess hjá Nóa skip-
stjóra, sem þegar lætur þá syni sína
Sem, Kam og Jafet sýna manni alt
innanborðs I
Sýningarsviðið er 350 fet á lengd,
125 fet á breidd, en tvöföld sætaröð
umhverfis og rúmar 7S00 áhorfend-
ur. — Skipið sjálft er 525 fet á
lengd, 180 fet á breidd og hæð frá
kili að borðstokk er 50 fet, — og
er það litið eitt minna en Nóaörk-
in var, eftir því er menn frekast
hyggja. Það fleytir 12—15000 smá-
lestum og er þannig útbúið með vél-
um, að það hallast ekki þótt sjór sé
ókyr. Tveir botnar eru í því og
milli þeirra vatnsheld skilrúm bæði
þvert og endilangt, svo það eru litlar
líkur til þess að skipið geti sokkið
þótt gat komí á það.
A miðþilfari eru sérstakar deiidir
fyrir sædýr og fugla. Þar er stórt
sjúkrahús fyrir menn og dýr, og þar
verða einnig búr óargadýranna og
liggja gangar þaðan upp á sýningar-
sviðið.
En mest kemur þó til sýningar-
sviðsins sjálfs, sem er á efsta þilfari.
Til beggja hliða eru smáskýli sem
skipverjar nota, en þegar sýningin
hefst, eru þau flutt þannig til, að
þau eru hálf utan borðs. Með þess-
um hætti fæst nóg rúm til sýning-
anna, og er öllum útbúnaði svo hag-
anlega fyrirkomið, að breytingin tekur
ekki nema fáar mínútur.
Það er óþarfi að geta þess, að
sundlaugar og kvikmyndasýningar
eru á skipinu, og að leikfíflin skemta
þar á milli þátta.
Skipið er lýst með rafmagni, og
auglýsir komu sína til borganna með
því að láta rafmagnið rita á loftið
með geysistóru eldletri: *Leikhöllin
fljótandi«, og sjást þeir stafir á margra
milna svæði.
Er örkin víst að því leyti frá-
brugðin örkinni hans Nóa sáluga,
sem áreiðanlega hefir ekki haft af
öðru ljósi að segja, en því er sólin
veitti, og hefir því Nói og alt hans
skyldulið, menn og dýr, orðið að
gera svo vel og fara að sofa, þegar
er dimma tók. En á þessari örk,
er lífið aldrei eins fjörugt eins og á
kvöldin og næturnar. Hún hefir
einnig ýmsa aðra kosti fram yfir þá
eldri; meðal annars er þar dýraiæknir
og æfðir dýratemjarar, sem þektust
ekki á þeim góðu gömlu dögum.
Nói var sjálfur alt í senn, skipstjóri,
læknir og temjari, og notaði þá ein-
földu aðferð, að hafa alt í sukki,
ljón og lömb, fálka og dúfur, hvað
innan um annað. Er hætt við, að
heilsufræðingum vorra daga hefði
þótt sér nóg boðið, að sjá allan
óþrifnaðinn þar inni og finna loftið
í þann mund, er Nói loks gat opnað
glugga. En í þessari nýju örk verð-
ur allur þrifnaður nokkuð á annan
hátt, og með þessarar aldar sniði.
1 Hugmyndin um fljótandi leikhús
er alls ekki ný. í Frakklandi var
fyrir nokkrum árum fljótaskip,
sem sigldi eftir ánum um land-
ið þvert og endilangt. Með því var
leikaraflokkur sem lék »Kamelíu-
frúna« á skipsfjöl, og græddi ofljárr
I Hollandi gerðu nokkrir málarar fé-
lag með sér og sýndu málverk sín á
síkjabát sem þeir fluttu eftir hinum
endalausu hollenzku skurðum. Gufu-
skipið »Grand Republic« sigldi líka
frá New-York á hverju kvöldi fyrir
rúmum tveirn árum síðan og var þar
á hafi úti leikin ýms leikrit. Þess-
um hætti hélt skipið eitt sumar, en
varð þá að hætta. — Þegar lögregl-
an í New York hafði skorist í leik-
inn og bannað fjárhættuspil í borg^
inni og eyðilagt spilahúsin, stakk
einhver spilamannanna upp á því
að leigja skip á hverju kvöldi, handa
þeim sem spila vildu, og flytja þá
út fyrir landhelgi, þvi þar gætu þeir
spilað í næði eins og þeim sýndist,
án þess að lögreglan bannaði það.
Hugmyndina að þessu fyrirtæki á
Ameríkumaður að nafni Millican.
Hann hefir um margra ára skeið ver-
ið forstjóri hins heimsfræga sýninga-
húss »Barnum and Bailey*. Hon-
um datt þetta i hug fyrir nokkrum
mánuðum síðan, er hann var á verzl-
unarferð til Evrópu. Fé því, sem
þurfti til þess að hrinda hugmyndinni
í framkvæmd, tókst honum skjóttað
safna, og nú er unnið að smíðinni
af kappi.