Morgunblaðið - 06.12.1913, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ
rS8
Hörmulegust eru forlög þeirra,
sem sendir eru til Siberiu án dóms
og laga, eftir ákvörðun umboðsvalds-
ins eingöngu. Flestir þeirra eru sendir
í hreina eyðimörk, þar sem þeir far-
ast von bráðar af kulda og hungri.
Þegar lýsingar Georqe Kennans
komu út, vöktu þær hina mestu
gremju góðra manna. En nú, aldar-
fjórðungi síðar, er ástandið orðið
miklu verra en það var þá.
Þetta mál er ekkert innanríkismál
Rússa, heldur kemur það við öllum
siðuðum þjóðum.
Á síðustu árum hefir risið öflug
hreyfing í Vestur-Evrópu, mótigrimd-
arathæfi Rússa-stjórnar. Árið 1909
tóku nokkrir menn á Bretlandi sig
til og gáfu út bók: Hormunyarnar
á Rússlandi, sem vera átti nokkurs-
konar áskorun til brezku þjóðarinn-
ar um að hefjast handa.
í Frakklandi skipuðust og nokkrir
mannvinir í fylking, í sömu veru.
Og þessi hreyfing er nú að breiðast
út um fleiri lönd.
Skýrslan endar á þessum orðum:
»Vér, sem ritum nöfn vor hér
nndir, höfum birt skýrslu þessa til
þess að gefa öllum vinum réttlætis
og mannúðar, færi á að dæma sjálfir
um ástandið, og von vor er sú, að
hugir manna um víða veröld risi upp
gegn grimd og harðýðgi valdhafanna
rússnesku, og sýni það í orði og
verki, að siðaðir menn fordæmi at-
ferli þeirra, en hafi samúð með hin-
um óhamingjusömu fórnarlömbum í
fangelsunum á Rússlandi og á eyði-
mörkum Síberíuc.
___________ Comes.
*) George Eennan amerisknr landkönnnðnr
(f. 1845) ferðaðiet nm Siberin 1885—1886
og gaf út bók nm það ferðalag, með hin-
nm gr&tlegnstn lýeingnm & kjörnm rúas-
nesku útlaganna þar.
Verzlunarskólinn.
í tilefni af skærum þeim, sem
orðið hafa milli nemenda skólans og
skólastjórans, hefir skólanefndin sent
hinum herskáa æskulýð skólans svo
látandi skjal:
Af því tilefni, að ýmsir nemendur
Verzlunarskólans hafa ritaðundirkæru
til vor, dags. So. f. m. og yfirlýs-
ingar 30. f. m. og 3. þ. m. um, að
þeir neiti að hlýða fyrirmælum skóla-
stjórnar og sækja allar kenslustundir,
unz úrskurður er fallinn um kæru
þeirra, þáverðum vérnú í síðasta skifti
að endurtaka við þá, að vér verðum að
skoða þessar yfirlýsingar af þeirra
hendi svo, sem þeir segi sig úr skól-
anum, ef þeir halda lengur áfram
þessari óhlýðni.
Reykjavík 4. des. 1913.
(undirritað):
)ón Ólafsson. B. H. Bjamason.
Sighv. Bjarnason.
Það virðist sem piltarnir ætli að
hafa harla lítið upp úr frumhlaupi
sínu gegn skólastjóranum.
í gærkvöldi kl. 6 skeði það í skóla-
málinu, að um 40 verzlunarskóla-
nemendur ruddust inn á heimili eins
skólabróður síns, sem býr hjá Geir
kaupmanni Zoöga, og kröfðust þess
að hann fylgdi þeim að málum.
Piltur þessi hafði legið rúmfastur um
hríð, og því ekki tekið neinn þátt
í óspektunum. — Mjög höfðu pilt-
ar farið geist og fremur mun fram-
koma þeirra mælast illa fyrir. Enda
er slík framkoma eins dæmi hér í
bæ.
Carol.
= DAGBÓB)IN. C=3
Afmæli i dag.
Þuriðcr Jónsdóttir húsfrú.
Þorgrimnr Gnðmundsson kennari, 63 ára.
Einar Hjörieifsson skáld, 54 ára.
Jón Jakobsson landsbókavörðnr, 53 ára.
I dag byrjar 7. vika vetrar.
Háflðð er i dag kl. 11.26 árd. og kl.
11.50 siðd.
Sólarupprás kl. 10.9.
Sóiarlag 2.26.
Veðrið f gær: íteykjavik, anstan stinn-
ingsgola, -4- 5.1. ísafirði, anstangola, -4-
2.3. Aknreyri, sunnanknl, -4- 10.0. Grims-
staðir, snðanstan stinningsgola, -4- 20.0.
Seyðisfjörður, snð-snðvestan gola, -4- 8.2.
Vestmannaeyjar, logn -4- 1.5.
í Þórshöfn á Færeyjum var norð-norð-
vestan stórhríð og 2 stiga frost.
©
I
I
I
I
Meðan endist
fá allir viðskiftavinir okkar, er verzla fyrir minst
kr. 1,50
hjá okkur fyrir jólin, 1 fallegt
Veggalmanak.
Munið að líta á
Jólabazarinn,
sem nú er opnaður.
Mikið af ódýrum ogsmekklegum varningi.
Að vanda, bezt kaup hjá verzluninni á
VefnaðarYörn, Prjónavöru og SmáYörn.
%3ón cfijörnsscn & @o.
J ólatré
af öllum Btærðum. Menn eru beðnir að panta
i tíma. — Síml 39.
Pðstáætlun á morgun: Ingólfur til Borg-
arness. Norðan- og vestanpóstur fara.
Eimskipafilagið. íslendingar i Eanada
hafa lofað að styrkja Eimskipafélag ís-
lands með þvi að kaupa hluti i félaginu
fyrir 75.000 dali = 277.500 kr. Má það
heita riflegur skerfur, sem frá löndum
vestan hafs kemnr, og eiga þeir sannar
þakkir skilið.
Þilskipin, sem Færeyingar keyptu af
Edinborgarverzlun i Hafnarfirði ern nú
sem óðast að halda heim. Fimm þeirra
fóru i gær og búist við að bin fari mjög
bráðlega.
Hlutavelta E. F. (J. M. verðnr haldin
i kvöld i samkomusalnum við Amtmanns-
stig. Meðal drátta verðnr t. d. kvittnn
fyrir næsta árgang allra blaða og tima-
rita, er út koma i Rvik, 10 rakaramiðar,
kol, steinolía 0. m. fl.
Skautasvellið.HNú hefir Skautafélaginu
loksins tekist að koma Thorvaldsen gamla á
kaldan klaka. Allur Austurvöllur »lagður«,
svo hvergi sér á dökkan dil, og þá var
fólkinu skemt. Enda mátti sjá mann á
isnum í gærkvöldi. Allir, sem vetlingi
gátu valdið, þustu inn á völlinn, en svell-
ið hélt öllum þeim grúa, og er það trúa
manna, að þar geti enginn »dottið ofani«.
Og naumast að nokkur geti dottið — það
er ekki >rúm< til þess. En hornin gullu
og götnljósin vörpuðu ljóma yfir hópinn,
— töfrandi yngismeyjar og vaska sveina,
sem leiddust þar alt kvöldið — á hálum
brautum.................
Sterling fór i gærkvöldi til útlanda.
Farþegar: frú Guðmnndsson, kona Gnð-
mnndar bryggjusmiðs, Páll Stefánsson,
Mr. Halden fiskikaupm. frá Hafnarfirði.
Vesta fer til Vestfjarða í dag kl. 6.
J. P. T. Brydes verzlun.
t
,Alaf oss‘
Klæðaverksmiðja.
Ódýrust vinna á Islandi. — FJjót afgreiðsla.
Biðjið um verðskrá.
Afgreiðsla verbsmiðjunnar:
Langaveg 32, Reykjavík. Talsimi 404.
©Tlauel
er ljómandi fallegt í jólafötin fyrir
kvenfólk og börn. — Hvergi eins
mikið úrval af litum, né lægra verð
en bjá
Verzlunin Björn Kristjánsson.
y«i ,HÁDKDR‘ hngholtsstr. 21
býður betri kjör á allskonar
—skófatnaöi —
nú i nokkurn tíma, en allir aðrir; ennfremur á sama stað:
fallegar og ódýrar jólagjafir.
Flýtið yður meðan birgðirnar endast, og reynið hvort ekki sé satt.