Morgunblaðið - 07.12.1913, Blaðsíða 4
164
MORGUNBLAÐIÐ
I
i
I
a
Meðan endist
fá allir viðskiftavinir okkar, er verzla fyrir minst
kr. 1,50
hjá okkur fyrir jólin, 1 fallegt
Veggalmanak.
Munið að líta á
Jólabazarinn,
sem nú er opnaður.
Mikið af ódýrum ogsmekkleguin varningi.
Að vanda, bezt kaup hjá verzluninni á
Yefnaðarvöra, PrjónaYöru og Smávöru.
clón cSjcrnsson S (So.
1
u
I
i ^JöruRúsinu.
G^.
G)
Q
&
5
2
o
6
í
Vöruíjúsið.
Hver sem verzlar i Vöruhiisinu, fær
almanak í jólagjöf ef hann æskir f>ess.
Og ef þér
kaupið
fyrir 3
krónur
og getið
upp á
afgreiðslu-
fjöldann
í Vöruhúsinu árið 1913,
getið þér unnið 25 kr., 20 kr., ijkr.,
10 kr. eða 5 kr. Útbýtt verður 20
verðlaunum til þeirra er réttast geta.
Fyrir upphæðina getið þér tekið út
vörur þær er yður þóknast.
15 % af glysvarningi og gólfdúkum.
Si
ö
G*
Q
s
í
Q)r
o
S5-
I
•nuisnynaoj^ 1
J ólatré
af öllum stærðum. Menn eru beðnir að panta
i tlma. — Sími 39.
J. P. T. Brydes verzlun.
cJtlaual
er ljómandi fallegt í jólafotin fyrir
kvenfólk og börn. — Hvergi eins
mikið úrval af litum, né lægra verð
en hjá
Verzlunin Björn Kristjánsson.
Yerzl. ,HAUKUR‘ Þingholtsstr. 21
býður betri kjör á allskonar
—skófatnaði —
nú í nokkurn tíma, en allir aðrir; ennfremur á sama stað:
fallegar og ódýrar jólagjafir.
Flýtið yður meðan birgðirnar endast, og reynið hvort ekki sé satt.
Nýir ávextir
Egg! Egg!
og Kálmeti
nýkomið í
Bezta varpfóðrið handa Hænsnunr
eru Hafrar. Þeir fást beztir og
ódýrastir hjá
Nýhö f n.
Verzl. Bdinborg>.
JFJfram
eftir
O. Sweff Ttlarden.
I. k a p í t u 1 i.
Hvað er oss kleift?
»Aldrei Uður svo dagur, að eigi gefist fœri á að vinna
eitthvað mikilsvert, eitthvað, sem eigi hefir reynst unt að
framkvœma áður og aldrei mun reynast kleift eftirleiðis«.
H. W. Burleigh,
»Hvað skyldi heimurinn segja, ef þetta tækist«, hrópaði Berry
höfuðsmaður í guðmóði, er Nelson hafði skýrt fyrir honum, hvernig
hann hugsaði sér að vinna sigurinn fræga við Níl.
»Hér er ekkert ef«, svaraði Nelson. »Ekkert er vissara en það,
að þetta tekst, en hitt er annað mál, hvort nokkur stendur uppi
eftir, er skýrt geti heiminum frá atburðunum«.
Og eftir ráðstefnuna, þegar liðsforinginn kvaddi, sagði Nelson
við hann: »A morgun um þetta leyti, verð eg búinn að tryggja mér
eitt af tvennu — aðalsbréf eða Westminster Abbey« (þ. e. grafreit
í hinni frægu höll, er geymir likami frægustu Breta). Nelson var
bæði nógu skarpvitur og djarfur til þess að sjá, að sigur gat orðið
úr því, sem hinir töldu fyrirsjáaniegan ósigur.
»Er hægt að komast yfir?« spurði Napoleon verkfræðinga þá, er
hann hafði sent til þess að kanna Sct. Bernharðsskarðið í Alpafjöllum.
»Ef til vill kann það að takast«, svöruðu þeir hikandi. »Áframþá!«
hrópaði hinn lágvaxni liðsforingi, án þess að skeyta hót öllum við-
bárum þeirra um hina ókleifu erfiðleika.
Bretar og Þjóðverjar hæddust að þeirri fásinnu, að ætla sér að
koma 60000 manna liði með fallbyssum og allskonar þungum útbún-
aði yfir Alpafjöllin, »þar sem aldrei hefir og aldrei mun renna nokk-
urt hjól«. En Massena hershöfðingi var að fram kominn í Genúa,
Austurríkismenn í þann veginn að vinna Nizza, og Napóleon var eigi
þess sinnis, að svíkja félaga sína er þeir höfðu í raunir ratað.
Og Napóleon lét sig ekki, þrátt fyrir allar hinar óhemjulegu
torfærur, sem á leiðinni urðu. Sjálfur gekk hann í broddi fylkingar
og með dæmi sínu skaut hann kjarki í hug hvers einasta óbrotins
liðsmanns. Eftir 4 daga var allur herinn kominn yfir fjöllin — suður
á sléttur Ítalíu.
Þegar þessu »ókleifa» afreksverki var lokið, sáu aðrir að hægt
hefði verið að framkvæma þetta fyrir löngu. Margur hershöfðing-
inn hafði haft samskonar tæki til þess, vantaði að eins þetta eina:
hug og einbeitni Napoleons. Þeir hikuðu við hina ægilegu erfið-
leika og afsökuðu sig með því, að ókleifir væru. Napoleon datt aldrei
í hug að láta undan neinum erfiðleikum, hversu miklir sem þeir
voru. Þess vegna ruddi hann sér nýjar leiðir yfir torfærurnar.
Grant, hinn nafnkunni hershöfðingi Bandamanna, var afar þungt
haldinn, er hann í þrælastríðinu fékk skipun um að halda frá New-
Orleans til Chattanooga, sem var aðfram komin undir umsát fjand-
mannanna.