Morgunblaðið - 07.12.1913, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
168
Den 15. Jannar begynder
sin nye Serie, hvori fölgende store Gevin-
ster skal ndtrækkes.
Störste Gevinst i heldigste Tilfælde.
Fres. 1.000.000 (En Million)
1 a 450.000 3 a 50.000
1 - 250.000 2 - 40 000
1 - 150.000 2 - 30.000
1 - 100.000 2 - 20.000
1 - 80.000 5 - 15.000
1 ■ 70.000 10 - 10.000
1 - 60.000 24 - 5.000
34 - 3.000 64 - 2.000
210 a 1.000 o.sv. ialt.
5 Millioner 175 Tnsinde Frcs.
paa 50.000 Lodder med 21.550 Gevinster
og 8 Præmier.
Altsaa: Hvert 2. No. vinder.
Gsvinsterne ndbetales kontant.
Loddernes Pris for hver Klasse
*/8 Lod Kr. 2.90. */, Lod Kr. 11.50.
*/4 — Kr. 5.80. V, — Kr. 22.50.
For at nndgaa Forsinkelse med For-
nyelse af Lodderne hedes Betaling ind-
sendt for 2 Klasser.
Adrs.
Fru Selma Edeling,
Autoriseret Kollektion.
Vendersgade 3. Köbenhavn.
Nýjir ávextir
allskonar
nýkomnir í
J. P. T. Brydes verzlun.
Tlýjasfa nýttl
Nú fást
íslenzk afmæliskort
í Safnahúsinu.
Þau fallegustu sem hafa verið gefin út.
hafði sigrað og að hann fór að ná
sér aftur. Og batinn var svo viss,
að dr. Fjeld, sem stundaði sjúkling»
inn, var næstum alveg forviða.
En á meðan á þessu stóð, barst
orðstýr hans um allan heim. Og
þúsundir manna þökkuðu honum í
hjarta sínu fyrir sigurinn á svörtu
gömmunum. — Heillaóskaskeytum
rigndi yfir hann, og Mr. Redpath
kom snöggva ferð frá London til
þess að færa honum heiðursskjal og
gjöf, sem nam tíu þúsundum sterl-
ings punda, ásamt innilegu þakklæti
frá ensku þjóðinni.
Burns vildi í fyrstu ekki taka á
móti öllum þessum heiðri, en fanst,
að félagar sínir, þeir dr. Fjeld og
Ilmari Erko væru bezt að honum
komnir. En þegar þeir neituðu því
fasllega að þeir vildu að nöfnum
sínum væri frekar blandað við þetta
mál — þá varð hann að láta und-
an.
Stjómleysingjar voru nú höfuð-
laus her. Félag þeirra, sem öllum
þjóðum hafði fyrir skemstu staðið
hin mesta ógn af, var nú brotið á
bak aftur og lá i dauðateygjunum.
Jacques Delma var sá eini sem eftir
Kven-vetrarkápur
verða seldar nú í nokkra daga fyrir
hálfvirði.
Kápur sem kostuðu áður
30 kr. nú 15.
25 ---- 12,50.
— 18------9.
NotiB tækifæriB meBan þaB býBst.
Sturla Jónsson
Laugaveg 11.
Trúlofanarliringar
vandaðir, meö hvaða
lagi eem menn óska,
eru œtiO ódýrastir hjá
gnllsmih, Langaveg 8.
Jóni Sigmundssyni
Herbergi óskar reglusamur
maður að fá leigt frá 15. þ. mán.
Æskilegt að geta fengið ræstingu og
þjónustu á sama sama stað. Tilboð
merkt 26, með leiguskilmálum, send-
ist afgr. Morgunbl. sem allra fyrst.
Sykraðir ávextir,
svo sem:
Appelsínur,
Sítrönur,
Flkjur o. fl.
ódýrastir hjá
4CJ.
& c7. <3fiorsto, insson
& Qo.
(Godthaab).
var af forsprökkum þess, og hann
var nú í fangelsi suður í Hamborg,
og beið þar dóms síns.---------—
— Það var snemma dags í byrj-
un júlímánaðar að tvo menn, sem
vildu finna Burns að máli, bar að
garði hjá dr. Fjeld. Það vildi nú
einmitt svo til, að hann var þá í
bezta skapi. Hann lá að vísu enn-
þá í rúminu, dúðaður í svæflum og
sængum, en andlit hans ljómaði af
ánægju. Heimilisfólkið var alt sam-
an komið þar í herberginu njá hon-
um. Jónas litli sat á rúminu hjá
honum og skoðaði nýja tréhandlegg-
inn hans.
— Láttu gestina koma hingað inn,
sagði Katrín við Jens. Við göngum
út á meðan.
Þjónninn virtist vera í 'hálfgerðum
vandræðum.
— Nú, nú Jens. Er nokkuð að?
spurði Fjeld.
— Nei, ekkert, svaraði þjónninn
ibygginn. Eg skal bjóða þeim inn.
Gestirnir gengu inn. Þeir voru
háir á vöxt og höfðinglegir. Annar
þeirra gekk að hvílu sjúklingsins og
spurði á ensku:
— Eruð þér Mr. Burns ?
Fátækt.
í sambandi við grein í Morgun-
blaðinu í gær með fyrirsögninni
»Fátækt« vill félagið K. F. U. K.
láta þess getið, að það veitir vænt-
anlegum gjöfum viðtöku á hverjum
degi frá kl. 5—7 frá 4.—12. þ. m.
í húsi K. F. U. M. Gefendur geta
því sent gjafir sínar þangað beina
leið ef þeir vilja. Annars annast
ritstj. Morgunbl. um að senda til
þeirra, sem þess óska, á þann hátt
sem hann tilkynti í grein sinni í gær.
Jólatré
g koma með e/s. Botníu ,
í Liverpool.
Sá sem vill fá sér fallegt en þó
ódýrt jólatré, bíður eftir þeim.
OSTAR og PYLSUR áreiðanlega
bæjarins stærstu og beztu birgðir í
Matarverzlun Tómasar Jónssonar,
Bankastræti 10. Talslmi 212.
Upphlutsmillur, Beltispör o fl.
ódýrast hjá
Jóni Sigmundssyni
gullsmið. Laugaveg 8.
Hjá undirritaðri fást saum-
aðir kjólar handa fullorðum og
börnum. I. Níelsen, Kárastíg n a.
Hvitar, svartar eikarmálaðar. Likklæði.
Likkistnskraat. Teppi lánnð ókeypis i
kirkjnna.
Eyv. Arnason.
Trésmiðaverksmiðjan Laufásveg 2.
— Já, svaraði hinn, og virtist
koma hik á hann.
— Eg er Hákon konungur, sagði
gesturinn og brosti vingjarnlega. Mig
langaði til þess að tala við yður og
þakka yður. Þér hafið unnið stórt
afreksverk Mr. Burns, og ber Norð-
mönnum ekki sizt að minnast þess
með þakklæti. Eg bið yður því að
þiggja þessa gjöf, sem lítinn þakk-
lætisvott frá norsku þjóðinni og kon-
ungi hennar.
Förunautur konungs rétti nú ein-
henda kappanum stórt veski, sem
hann opnaði þegar. í því var stór-
kross St. Ólafsorðunnar.
— Sjáið til, sagði Burns við Fjeld,
þegar konungurinn var farinn, einn
sáir og annar uppsker. Hvað held-
urðu nú að eg hefði getað, ef eg
hefði ekki notið ykkar Erkos að.
— Eg er ánægður með minn hluta
af ágóðanum, sagði Fjeld og þrýsti
hönd konu sinnar. Eg er ekki eins
og aðrir menn að eg vilji lifa í næði
En æfintýri, hættur og alt það sem
æsir hugann, er það sem eg þarfn-
ast. Og vinátta þín er laun mín.
Burns rétti honum vinstri hönd-
ina. Er það ekki eins og eg hefi
IrÖGrMENN
Sveinn Björnsson yfirdómslögm.
Hafnarstræti 22. Sími 202.
Skrifstofutimi kl. 10—2 og 4—6.
Sjálfur viB kl. 11—12 og 4—5.
EGGERT CLAESSEN, yfirréttarmála-
flutningsmaður Pósthússtr. 17.
Venjulega heima 10—11 og 4—5. Sími 16.
DÆIJNAIJI
/77. JTlagnús læknir
sérfr. i húðsjúkd. Kirkjustr. 12.
Heima n—1 og 6^/a—8. Tals. 410.
PORVALDUR PALSSON
Spec. meltingarsjúkd. Laugaveg 18.
Viðtalst. 10—11. Sími 334 og 178.
Massage læknir Guðm. PétUTSSOn.
Heima kl. 6—7 e. m.
Spitalastig 9 (niðri). — Simi 394.
YÁTÍ^YGGINGAÍ^
A. V. TULINIUS, Miðstræti 6,
Brunaábyrgð og lífsábyrgð.
Skrifstofutimi kl. 12—3.
ELDUR! -®|
Vátryggið i »General«. Umboðsm.
SIG. THORODDSEN
Frlkirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsimi 227.
Carl Fínsen Austurstr. 5, Reykjavik.
Brunatryggingar. Heima 6 a/4—71/4.
Talsími 331.
[mntmmiinmiir -
' - * N Mannheimer vátryggingarfólag * C. T r 0 11 e Reykjavík • Landsbankannm (uppi). Tals. 235. J Allskonar sjóvatryggingar Lækjartorg 2. Tals. 399. ■ Havari Bureau. t
Vátryggið hjá:
Magdeborgar brunabótaíélagi
Den Kjöbenhavnske Söassurance
Forening limit
Aðalumboðsmenn:
O. Johnson & Kaaber.
alt af haldið fram, mælti hann og
leit á heiðursmerkið, að konungs-
hylli og heiðursmerki lenda ætíð á
óverðugum. Og nú er það eg sem
fer héðan með heimsfrægðina og
heiðurinn — og getið þið getið þess,
bætti hann við og brosti, hver fer
með mér til Englands ? Helena syst-
ir. Við ætlum að gifta okkur þar.
Hún er nú ekki hrædd við mig
lengur, þvi nú er eg bæði einhend-
ur og á einum fæti. Og hverjum
á eg svo alt þetta að þakka. Eng-
um öðrum en fuglinum hans Ilmari
Erkos — loftkonunginum nafnlausa.
Jónas litli hafði alt af meðan þessu
fór fram, leikið sér að stóra tréhand-
leggnum hans Burns. Nú leit hann
skyndilega upp og horfði með al-
v@rusvip á þá sem inni voru.
— Það er fuglinn minn, sagði hann.
Fjeld klappaði honum á kollinn,
og mælti viðkvæmnislega:
— Þú segir satt, drengur minn.
Það er fuglinn þinn, og — framtíð-
arinnar.
Endir.
—— escea I