Morgunblaðið - 07.12.1913, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.12.1913, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 163 Gardínutau, margar teg., setd afar-ódýrt fyrir jóíin. Síurta Jónsson, Jólabazarinn mihti verður opnaður núna i vihunni. Tfann þurfa attir að sjá. Jón Zoéga. Laugaveg it. ] ólatré. Meö Botníu komu feiknin öll af jólatrjám Niðursett verð. Heiðruðum viðskiftavinum gefst hérmeð til vitundar, að í verzlun )öns Zoéga Sama verð og i tyrra. Kaupfélag Hafnarfjarðar gefur lO°/0 afslátt af hinum góðu alþektu vefnaðarvörubirgðum sinum, frá þessum degi til nýárs. JólaglaðDing handa fátækom. Kvenfélag Frikirkjusafnaðarins í Reykjavik hefir áformað, að verja allmikilli upphæð úr sjóði sínum til að gleðja fátæklinga fyrir jólin. En af þvi að það veit, að mörgum er að miðla, þá vill það taka höndum saman i þessu skyni við sem flesta hjartagóða og örláta menn í bænum. Mælist félagið nú til, að góðir menn skjóti saman og auki á þá leið upp- hæð þá, sem félagið ætlar að hafa til jólaglaðnings fátækum. Fénu verður útbýtt, ef nokkuð safnast, án tillits til þess, í hvaða söfnuði fátæklingarnir eru. Komið og verzlið við Kaupfélagið! Stjorn éla upfdlag sins. Fríkirkjupresturinn veitir gjöfun- um móttöku. Tieyringurinn og fimmeyringur- inn eru teknir með þökkum. Morgunkjólar og dagtreyjur ódýrar til kaups og saumaðar í Doktorshúsinu. Ferðasag-a. A. Kjelland. Systir mín þurfti að ferðast til Modum. Það var áður en járnbrautin var lögð til Drammen, og varð hún því að fara þangað í vagni, alla hina löngu leið frá Kristianiu. Og nú reið mest á þvi, að kom- ast sem fyrst á stað. Alt þurfti að ganga í loftinu, svo hún kæmist nógu snemma til Drammen — áður en járnbrautarlestin færi þaðan. — Drottinn minn dýri! ef lestin væri nú farin og hún yrði að bíða heilan dag alein — í Drammen. Hún borgaði ökumanninum tvö- falt fyrir það, að hraða ferðinni sem mest mátti, og hún sló í hestana með sólhlifinni ,sinni. En hún varð oft að skifta um hesta og ökumann og alt af leið tíminn svo ótruiega fljótt. Það þurfti að bera kofortin milli vagnanna og svo voru ótal smáhlutir, sólhlífin og herðasjalið, sem hafði raknað sundur, regnhlífin, blómvöndurinn og bókin. Svo þurfti að borga og reikna og skifta á peningum. Og buddan var svo troðfull af silfri, að peningarnir ultu sjálfkrafa úr henni niður á gólf, og runnu svo um alt, undir borðin, stólana og ofninn. Alt þurfti að finnast aftur, en meðan á því stóð, flaug timinn fram hjá eins og elding. Þó hafði hesturinn naumast verið settur fyrir vagninn, fyr en systir min var komin út og í sæti sitt. »Svona, nú er eg tilbúin. Verið þið sæl!« hrópaði hún. Og svo kom það alt fljúgandi á eftir henni upp í vagninn, sólhlífin og regnhlífin, herðasjalið, sem sund- ur hafði raknað, blómvöndurinn og bókin. Og hún varð að halda á því öllu í fanginu þangað til á næstu skiftistöð, en húsfrúin veifaði á eftir vagninum hvíta vasaklútnum hennar, sem ómögulega gat fylgst með. Alt gekk nú eins og í sögu, en tíminn var naumur. Og þegar þau komu á hæðirnar hjá Gjellebæk og sáu niður til Drammen, þá voru ekki nema örfáar mínútur eftir þang- að til lestin átti að fara á stað. Að lokum komst hún alla leið. »í Drammen, í Drammenc, hrópaði hún upp af fögnuði um leið og hún þaut niður úr vagninum inn á járn- brautarstöðina. Klukkuna vantaði ekki nema fáeinar sekúndur, og hún var með alt smádótið sitt í fanginu. Þjónninn sem seldi farmiðana, var í þann veginn að fara, en hætti við það er hann sá systur mína koma. »Farmiða I — í gnðs nafni! Látið þér mig hafa farmiða til Drammen! Hvað kostar hann ?« »Hvert ætlið þér, ungfrú góð?« spurði þjónninn með mestu hægð. »Til Drammen! — Heyrið þér það? En flýtið þér yður, eg er viss um það að eg verð of sein«. »En ungfrú«, sagði þjónninn og brosti við, »þér eruð í Drammen«. »Ó, fyrirgefið þérl Það er alveg satt. Til Modum — til Modum ætla eg að fara«. Farmiðann fekk hún, og með fult fangið af smádóti og peningabudd- una milli tannanna, þaut hún út á stöðvaipaiíiun. Þá gripu brautar- þjónarnir hana og vörpuðu henni inn í einn klefaún, eins og hún væri fis. Og þar lá hún nú brosandi og alsæl; hún hafði komið nógusnemma. Gegnt henni á hinum bekknum lá alt smádótið hennar, sólhlifin og regnhlifin, blómvöndurinn, bókín og peningabuddan og herðasjalið, sem nú var eins og lítill, ólögulegur böggull. í sama bili hvein í eimpípunni og gufuvagninn kipti í hina vagnana. Þá heyrði hún að hratt var hlaupið á stöðvarpallinum. Og þó það kæmi henni ekkert við hver þar færi, þá leit hún þó út um gluggann. Og um leið og hlauparinn kom auga á systur mína grenjaði hann: »Þarna er hún, ungfrúin sem síð- ast kom. — Hvert á að senda koff- ortið yðar|?« Þá hallaði systir mín sér svolítið út um gluggann og kallaði með hárri röddu: »Til Drammen!* Og í sama bili þaut lestin á stað. Bláu tauin eru komin. Guðtn. Siqurðsson klæðskeri. JTlikið af nýjum vörum kom með s\s Botníu í vefnaðarvöruverztun -=— Tt). Tt)., Ingótfst)VOti. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.