Alþýðublaðið - 30.04.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.04.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. apríl 1958. Alpýðublaðið 7 ÞAÐ ER ALLT GERT, sem hægt er til a3 láta flugvelar fara og lenda á réttum tímum, á hinum erlendu flugvöllum, en stundum vill bregða út af bessu, og þannig er það þegar lagt er upp frá Kastrup í'lufí- velli í Kaupmannahöfn með flugvél frá REA. Það er önnur á und-an til brottfárar, en auk þess er flugvél frá Icelandair að lenda og okkur seinkar af þessum sökum um 10 mínútur, ekki víjr það nú mikið. Þó er það svo að lítilsháttar giímu- sk.iálfti er í sumum farþegum við flugtak og þeir verða nú að skjálf-a tíu mínútur leng- u.r, sem getur þá verið nokkuð langar tími. Á LEIÖ TIL LUNDÚNA. Það er ekki ýkja langt frá Höfn til Lundúna, en þó tókst mér að vinna upp annan klukku tímann, sem ég hef tapað af ævi minni, við ferðina til Hafn ar, því að í Höfn var klukkan tveim mínútum fljótari en heima, en í Englandi er mis- munurinn aðeins einn tími. í flug\'élinni er svo keppztvið við skrifa kort til kunningja heima, en því miður aðeins fárra og svo að lesa blöð. Það er munaður, sem ekki hefir verið tími til í Höfn og verður jcicca^iny Circus í London. víst ekki heldur í Lundúnum, því ríður á að nota tímann. Loks erum við farin að nálg- ast I/undúni og nú er flugið lækkað að mun. I næsta sæti fyrir framan segir barn á dönsku: „Nú erum við að koma heim til þín“, við konu, sem situi; við hlið þess. Konan, sem talar með mjög enskum hreim svarar: „Já, og nú færð þú að siá margt nýtt.“ Á flugvellinum, hitti ég gaml an kunningja, sem hafði skrif- azt á við mig og sent mér írímerki í mörg ár og Elugvél frá Fhigféiagi Islands lent á erleadri gruiid. Ljósm. B.P. höföum við rætt nokkuð sam- an í vélinni. Yar gaman að hitta hann, en því miður ekki tækifæri til að heimsækja hann í London, eða sjá safn hans. í LUNDÚNUM. Þegar við erum lent og kom- in inn á flugafgreiðsluna, hefst þetta hefðbundna afgreiðslu- I form. Áður en stimplað er í j vegabréfið er spurt hver sé ástæðan fyrir heimsókninni til Englands og hve lengi eigi að dvelja. Þeir sem einfaidlega segja að þeir séu ferðamenn eða að koma heim með ensk vegabréf fá þegar afgreiðslu, en þegar ég segist vera að koma hingað til að skoða Stem- pex frímerkjásýninguna, en verðj. auk þess á vegum British Counsil og muni heimsækja Rank Organisation, verður 'íarfsmaðurinn allt í einu mjög áhugasamur og fer að ræða um hvað ég helzt ætli að skoða og hvort ég hafi komið til Eng- ’ands áður. Ég segi svo vera, 'egist ætla'að reyna að sjá eitt- hvað af því. sem ég hafi ekki haft tíma til að skoða seinast. Hann 'stimplár síðan í vegabréf ið og flettir síðan fram á fyrstu síðu og segir: „Ég vona að þér eigið eftir að hafa það skemmtilegt í Englandj og taka með margar skemmtilegar minningar til að skrifa um heima, herra.“ Hér hikar hann, en tekst þó loks að segia Por- steinsson, með æ framburði á I ei-inu. Skyldi. hann hafa grun- að, að fyrsta skemmtilega minn ingin yrði um hann. Nú er framundan um það bil! klukkustundarakstur inn í borg ina og á þeirri leið reynum við frímerkjasafnararnir að ræða eins mikið og viS getum um á- hugamál okkar. TEKÍÐ Á MÓTI AF LÖNDUM. Þegar svo kemur á flugaf- greiðsluna í borginni, er eitt fyrsta andlit sem ég sé glað- brosandi andlit kollega míns Jóns Júl. Sigurðssonar úr Landsbankanum, en hann er kominn hingað til að taka á móti mér og flytja mig heim í kvöldverð hjá Olafíu konu sinni. Þegar við höfðum komið far- angri mínum fyrir á hótelj því er ég átti að búa á, var þegar haldið heim til þeirra og urðu þar fagnaðarfundir. Var sétið fram yfir miðnætti og rifjað upp það sém skeð hafði heima síðan þau hjón fóru að heiman fyrir um það bil þrem mánuð- u.m, en Jón er í námsdvöl hjá Royal Bank of Scotland. Veðrið hafði verið leiðinlegt og kalt. en nú í dag hafði það breyzt til hins betra var sagt að ég mundi hafa flutt þetta veður með að heiman og fékk ég þeg- ar hjá þeim auknefnið „Sonur vorsins“, sem mér þótti ekki amalegt og vonaði aðeins að veðrið myndj haldast þannig að það yrði réttnefni. Þetta brást nú samt heldur illa, því að eitt versta páskahret, sem gert hefur í Englandi á síðustu öld. átti eftir að koma. Brátt var þó kominn tíma til að fara að hátta, því að með morgni skyldi haldið niður í borgina til að hitta fólk að máli í gestadeild British Council. Ætlaði Jón að fara þangað með mér klukkan 9 um morgúninn. HJÁ BRITISIÍ COUNCIL. Það er laugardagur og veðr- ! ið helzt enn. Ég bý út í Padd- ington og verð því að fara noklg uð snemma á fætur, til aci, vera kominn klukkan 9 niður í Kensington til fundar við Jón. Þarna á hótétinu kvnnist ég strax við morgunverðarborð ið indversku Ijóni (þ.e.a.s. með limi í Lionsklúbb), sem hér er á ferð með son sinn til lækn- ir.ga. Förum við að ræða áhuga mál hans, starf ljónanna á Ind- landi, en þar sern hann er, e: aðallega unnið fyrir blint fólk. Þegar svo komið er niður i Kensington er ekki til setunnar boðið heldur þegar farið niðui' í British Council og kynning- arbréf afhent. Er rrtér þátjáð, að þar sem þétta sé laugardagur; sé ungfrú sú er sett hefur ver- ið til að sjá um ferðir mínaj'. Miss Goa Svmes, ekki við og' geti því ekki tekið við fram- færslu minni fyrr en á mánu- dag. Þar sem ég hef nokkuð ai einkaerindum ákveð ég því að nota laugardag og sunnudag; til þess, svo sem að skoða Stam pex sýninguna. Förum við Jón því að hitta félaga okkar Stein- grím Þórðarson úr Landsbank- anum, sem hér er einnig á námsferð, og förum því næst ■að skoða sýninguna og ýmis- Jegt annað í þessari borg, sem reyndar er stærsta borg í heimi. BORGIN SKOÐIÐ Á EIGIN SPÝTUR. Það er ekki auðgert að skoða Lundúní úþp á eigin spýtur og því var það hvorki mikið af borginni eða með neinum úl- skýringum, það sem við gátum séð. Sýninguna skoðuðum við ■að vísu og Westminster Cathe- dral, sem ég þekkti lítið eitt frá fornu fari, og þá sérstaklega hið stórkostlega útsýni frá. turni hennar,- en í honum er hæsta Iyfta í London. Að þessu. loknu. og skoðun í verzlunar- glugga 'í Victoria Street, var svo haldið heim til Jóns til kvöldverðar, en um kvöldið skyldi farið út að skemmta sér. Það er sama sagan með að velja skemmtistaði, þegar um ókunnugt fólk er að ræða í London og skoða borgina, en þá er bara að' fara eftir smekk annarra landa og halda niður á Framhald á 8. síðu. r 1 DAG er Loftur Bjarnason framfevæimdastjór.j í Hafnar- firði sextugur. Hver s'kvldi trúa þ-ví, aif þsim er manninn sjá og þskkja? Loftur er einn þeirra, er hófu störf á sjónurn þegar á bernskuskeiði. Þá var öldin. önnur, varla um það að ræða að verða „rnaður meö mönnuim“ nema með þvj að fara á sjóinn og reynast þar fuligildur. Á þessum tímaimótum í ævi Lofts getur hann tekið undir með þeim, s-em gerðu garðinn frægan, byrjuðu sjósókn fyrst á opnum skipum, fluttust með þróuninni yfir á þilskipin — skúturnar og síðan skipin, sem gjörbreyttu afkiomu og lifi ís- lendinga, togarana. Öll stigin í íslenzkri sjó- míennsku og athafnasögu hefur Loftur tekið og að dómi sam- ferðamarmanna með ágætis- einkunn. Ungur að aldrj hóf hann nám við Stýrimannaskólann í Rvík, lauk þar ágætisprófi aðeins 18 ára gaimall; einn mjög fárra, er lokið hafa prófi þaðan svo ung- ir. Si’ðar hefst nýr þáttur í sió- mannsferli Lofts. Hann -leggur léið sína á farskipin, sem þá er óðum að fjölga. Einnig þar tekur Löftur drjúgan þátt í beirri uppibyggingu, sem átli sér stað með uppbyggingu far- skipaflotans og myndun far- mannástéttar, er annaðist að verulégu leyti flutningana til og fiá landinu. Byrjaði hann fyrst sem h'áseti, en síðar sem stýriimaður hjá óskabarninu, eins og það var kallað á þeim árum., Eimskipafélagi íslands. Var hann lengi II. stýrimaður með Einari Stefárssynj á gamla Goðafossi, en síðast á gamla Lagarfossi. Ef fiskurinn, atbafnaþráin og útgerðin hefðj ekki tekið hug hans allan, væri hann áreiðan- lega skipstjóri á einhverju hinna glæsilegu og góðu skipa hjá Eimskipafélagi íslands, ef hann þ!á ekki færði eigin fleytu, sem er kannske jíklegast.. Þann ig heíur þessi sextugj ungling- ur reynt báða þætti sjómennsk unnar, fiskveiðarnar og far- mennskuna og vaxið að áliti hjá samferðamönnunum, fyrir Loftur Bjarnason. dugnað, ósérhlífni, góða viðkynningu. orugga og Á sjómennskuárum Lofts og einnig síðan eignaðist hann marga vini, jafnt meðal undir- manna sem yfirmanna. Nú eru ýmsir þeirra ald.nir að árum, en vinátta og kunningsskapur endist meðan ævi nýtur. En það er eins og Loftur hafi ekkj unað því að vera án sam- bands við fiskveiðarnar og út- gerðina — vera aðains áhorf- andi. Nei — nýr þáttur heíst í lí'fi hans. Hann’ kveður einkenn isbúninginn og farmennskuna. Nú haslar hann sér völj við útgerð fiskiskipa — línuveið- ara og togara og verkun aflans og útflutning í stórum stíl. í i samvinnu við ýmsa mæta menn stjórnar hann þessarj aðalfram leiðslugr.ein svo að til fyrir- myndar þykir, en um leið hlað ast á hann ýmis konar opinber störtf. í engu af þessu er hann smá- tækur — hann er þar með lífi og sál sem og í félagssamtökum! útvegsmanna. Nýtur hann almenns traustsi hvar sem hann leggur ielð sína — gildir þar jafnt hvort urn flokksbræður eða pólitíska ancl stæðinga er að ræða. Hann mun jafnan vilja hafa það, er sann- ar reynist. Loftur Bjarnason er nú frami kvæmdastjóri Hvals h.f. Það fer ekki á milli mála að þar hefur hann lagt gjörva hönd a8 venki, en þar er margs að gæta í þessum nýja atvinnuvegi ís- lendinga, sem fram tij þessai hefur orðið að standa óstudr- ur með öllu. Loftur er kvæntur Sólveigtíi Sveinibjarnardóttur frá Isa- firði. Eiga þau tvö efnisbörrS, pilt og stúlku. Þau búa að Álfa skeiði 38, Hafnarfirði. A þess- um tímaimótum í ævi Lofts ber ég, sem þessar línur rita, fratn einlægar árnaðaróski til hans? konunna og barnanna. Er það ósk mín og von, að félagshyggju: Lofts Bjarnasonar, ráðhollustu hans og fórnfýsi megi sera lengst við njóta, og þær dyggð- ir gæta sdn meira í viðskiptuiMi manna á meðal, það er árei&> anlega að skapi Lofts. Heill sextugum sómamannL Jón Axel Pétursson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.