Morgunblaðið - 20.12.1913, Blaðsíða 4
2^2
MORGUNBLAÐIÐ
Um Ford-bifreiðar.
Herra kaupmaður Jónatan Þor-
steinsson skrifar í dag í Moreunblað-
ið hóglátlega meðmælagrein með
Overland bifreiðunum, en þó með
þeim hætti, að fólki alment mun
finnast þeim að nokkru hælt á kostn-
að Ford-bifreiðanna, hiuna einu bif-
reiða, er nokkur reynzla er fengin
nm hér á landi, enn sem komið er.
Það vill nti svo til, að eg þekki
Overland bifreiðar álíka og Ford-bif-
reiðar, og get eg tekið undir það
með hr. Jónatan Þorsteinssyni, að
þær mega teljast góðir vagnar.
En þrátt fyrir það varð Ford fyrir
valinu, þegar eg og félagar mínir
völdum vagninn, sem freista átti,
hvort ekki gæti komið að liði á ís-
landi, og iðrar okkur sízt eftir það.
Vegina, eins og þeir em, kröppu
bugðurnar á þeim og vegleysurnar
sannuefndu, sem stundum þarf yfir
að fara, hefði ekki þurft að bjóða
flestum öðrum b freiðum.
Nokkuð má marka vagnana eftir
framleiðslu þeirra og eftirspurn, og
af því að hr. J. Þ. gat þess, að
Overland-verksmiðjan mundi smíða
50 þús. vagna næsta ár, vil eg láta
þess getið, að Ford-verksmiðjan hefir
gert púsund vagna á dag, alt þetta
ár, eða 350 þúsund alls á árinu
a. m. k. Að smíði Ford-bifreiða
vinna daglega 16 þúsundir manna,
og er mér ekki kunnugt um neina
bifreiðaverksmiðju er jafnist á við
hana að stærð, enda munu nú Ford-
bifreiðar komnar á flest öll lönd.
Margir hafa getið þess til, að Ford-
bifreíðar mundu endingarlitlar, en
hér skal að eins drepið á eitt dæmi
sem bendir á hið gagnstæða. Maður
nokkur i Ameríku fór nýlega skemti-
ferð með konu og 3 börn á fimm
ára gamalli Ford-bifreið 3.300 mílna
veg, og höfðu á þeirri bifreið áður
verið farnar 70,000 mílur (enskar),
og gekk ferðalagið eins og á nýjum
vagni væri.
í Amerísku tímariti, september-
hefti, er sagt frá kappakstri 20 bif-
reiða, sinni frá hverju félaginu, og
bar Ford-bifreiðin þar sigur úr být-
um. Vegalengdin var 1450 enskar
mílur og var á þeirri leið 1325 feta hátt
fjall og torfærur af öllu tagi. Ókunn-
•ugt er mér hvort Overland-bifreið
hefir tekið þátt í þessari viðureign.
Að lokum vil eg láta ánægju mina
i ljós yfir því, að hingað er komin
bifreið af annari gerð en þeirri, sem
eg fer með. Smá-óhðpp en eðlileg
hjá öðrum vagninum af þvf tagi,
hafa orðið til þess að varpa rýrð á
Ford-bifreiðar hjá almenningi hér.
Og þungir hafa dómarnir verið I Ef
til vill verða þeir betur yfirvegaðir
framvegis, þegar önnur góð vél er
tekin til starfa og slíkt getur hent.
Reykjavík, 17. des. 1913.
Jón Sigmundsson.
Svuntu- og kjólatau
margnr tegundir, seld með innkaupsverði til jóli.
Sturía Jónssotí.
Ttí joíagjafa
má mæla með allskonar leðurvöru, svo sem:
Albúmum,
Buddum,
Seðla- og vindlaveskjum,
Kventöskum,
Myndarömmum allskonar,
sem alt selst með
stórum afslætfi
til jóla hjá
Jónafan Þorsfeinssyni.
Gardínufau,
margar tegundir um að velja, selt afar-ódýrt fyrir jólin.
Sturla Jónsson.
Takið eftir.
Ef þið viljið fá vel sólaða skó ykkar fyrir jólin, þá komið með þá i
skóvinnustofnna Aðalstræti 14.
Við gefum io°/o afslátt hverjum sem verzlar við okkur til nýárs.
Fyrirliggjandi: Gúmmíhælar, reimar, skósverta.
Virðingarfylst
Guðjón Jónsson. Magnús Magnússon.
Eins og vanf er
kaupa menn gagnkgastar og beztar jólagjafir
t)já Jónatan Þorsteinssijni.
OSTAB og PYLSUR áreið?”Ivga
bæjarins stærstu og beztu birgðir í
Matarverzlun Tómasar Jónasonar,
Bankastrætl 10. Talsfmi 212.
Trúlofanarhringar
vandaOir, með hvaða
lagi aem menn óska,
ern gotlö ódýrastir hjA
gullsmió. Laugaveg 8.
Jóni Sigmund88yni
■ 1
Tilliiir faiMlir,
Vetrarkápur,
Vetparjakkap,
einstakar buxur,
vesti og jakkar,
alt selt með afnrlágu verði
fyrir jólin.
Sturla Jónsson.
, =Ti ==n
Þeir,
sem einu sinni hafa reykt
COBDEN
reykja engan annan virdil upp frá
því. Geta betri medmæli
átt sór stað?
Fæst að eins hjá
áCj.
<3*. c?. cTfíorstainsson
& (Bo.
(Goodftjaab).
Divanteppin
margeftirspnrðu komin til
Gullið
ryðgar
ekki.
Gleraugnaspangir fást
hjá augnlækninum.
Regnkápur
(Waterproof)
stærsta og ódýrasta úrval
í bænum.
Sturla Jónsson.
Agæt jólagjöf
er Barnabiblían,
bæði bindin bundin saman í mjög
snoturt band.