Morgunblaðið - 08.01.1914, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ
316
Þegar varpan er tilbúin er bún
flutt niður á Glasgowgrunn,inn í litið
hús, sem hr. Th. Th. hefir látið reisa
þar. Þar fer íram tjörgun á vörp-
unni. Griðarstór pottur hangir þar
á járntemum yfir eldinnm; i pottin-
um sýður koltjara og bullar i sífellu.
Það var farið að skyggja er vér vor-
um þar, og urðum vér eigi varir við
manninn sem um tjörgunina sér, fyr
en seint og síðarmeir. Stóð hann
þar á bak við pottinn í þéttum og
gasblöndnum reykjarmekki. Varpan
er látin i pottinn — öll nema sjálf-
ur pokinn — og síðan hengd til
þerris. Tjaran þornar aldrei alveg i
vörpunni, en gerir það að verkum,
að garnið fúnar síður. Pokann má
eigi tjarga vegna þess, að í hann fer
fiskurinn, og yrði þá hætt við tjöru-
bragði af fiskinum, ef pokinn væri
tjargaður. í ráði er að breyra til og
nota eigi tjöru til þess að verja vörp-
una fúa, heldur nýtt efni, Cuprinol,
sem reynzt hefir mjög vel i síldar-
nótum. Kvað það vera miklu hrein-
legra en tjara.
Margir af islenzku botnvörpung-
unum nota þegar þessar íslenzku
vörpur. Hafa þær reynzt ágætlega
f alla staði, en eru dálítið dýrari en
vörpur, sem keyptar eru erlendis.
En það er aðgætandi, að þær eru
gjörðar úr þvi allra bezta efni, sem
unt er að útvega, og því haldbetri
miklu en algengt er um þær útlendu.
Þenna litla vísi til innlendrar iðn-
aðaraukningar, væri vonandi að allir
útgerðarmenn vildu styrkja. Bæði
er það, að mikið fé fer út úr
landinu fyrir botnvörpur — og það
eykst með skipatölunni — og eins
hitt, að margt fólk getur þarna fengið
stöðuga atvinnu. Þeir eru fáir enn-
þá, sem vinna á verkstæðinu — en
það ætti eigi að líða langur tími
áður verkstœðið yrði orðið að stórri
verkstniðju — eigandanum og land-
inu til gagns og sóma.
Carol.
Zabern-hneykslið.
Beillet flokksforingi og niu menn
aðrir i herliðinu í Zabern, hafa verið
settir í varðhald og kærðir fyrir það,
að hafa gefið blöðunum ýmsar upp-
lýsingar um framkomu Forstners, og
eiga að dæmast fyrir samblástur gegn
yfirboðurum sínum.
Herforinginn í Zabern kallaði rit-
stjóra »Zaberner Anzeiger« á sinn
fund og krafðist þess af honum að
hann ræddi málið á annati hátt, en
hann hafði gert, og breiða yfir mesta
hneikslið. Ritstjórinn gaf gegnt svar
og gott. Kvaðst aldrei mundi ganga
frá sannfæringu sinni, hvað sem öðr
um litist.
Paul de Cassagnac, ritstjóri blaðs-
ins »Autorité«, reit Forstner bréf
þann 17. des., og skoraði hann á
hólm fyrir ýms ósæmileg orð, er
hann hafði látið sér um munn fara
um franska fánann. Bréfið fekk hann
endursent óopnað. Sendi hann þá
Forstner símskeyti, en því hefir hann
ekki svarað ennþá, kappinn. Rit-
stjórinn hefir nú birt í blaði sínu
bæði bréfið og skeytið, sem opið
bréf til Forstners, og skammar hann
blóðugum skömmunum fyrir fram-
komu hans alla.
Kaup ríkisstjóranna.
Maður nokkur, frauskur, hefir að
gamni sínu og annara, reiknað hve
miklar tekjur þjóðhöfðingjarnir hefðu
á mínútu hverri. Neft.ir hann það
kaup þeirra, vegna þess, segir hann,
að flest veizluhöld, vígslur og þess
háttar, tel eg frekar til sjálfsagðrar
skyldu, hefdur en skemtana. Telst
honum svo til, að flestir þjóðhöt'ðing-
jar núlifandi muni vinna nær 8 stundir
á degi hverjum.
Árlegar tekjur Rússakeisara eru 53,
317,000 frankar. Verða þá tekjurhans
á mínútu hverri 303 frankat- og 72
cent, og það er meira en nokkur annar
geti stært sig af, enda verður hann og
að kosta meiru til en nokkur annar
þjóðhöfðingji núlifandi. Honum næst-
ur er Ítalíu konungur. Tekjur hans
eru 84,33 frankar á mínútu. Vilhjálm-
ur Þ/zkalandskeisari er hinn fjórði í
röðinni og hefir hann 66 franka á mítt-
útu. Bretakonungur hefir 57,10 franka
á míiiútu hverri. Lægstar tekjur hefir
Wilson Bandaríkjaforseti, en það er
1,55 franki á mfnútu, og er það þó
áreiðanlegt, að hann hefir meiri störf
á höndum en svo, að hann geti unnið
þau á 8 klukkustundum.
Fátækur auðkýfingur.
Maður nokkur er nefndur Morrison
og átti heima á Suður-Englattdi. Þar
bjó hann í litlu húsi og annaðist sjálf-
ur flest það er gera þurfti. Alitu all-
ir að hann væri fátækur maður.
Fyrir nokkru sýktist hann og fór
til Lundúna til þess að leita þar lækn
is. En er hann ætlaði heim um kvöld-
ið var hann svo sárþjáður að hann
varð að biðja ökumann nokkurn að
aka sór heint. En af því hann hafði
ekki nægilega peninga til þess að borga
ökumanninum fekk hann ekki vagninn.
Skömmu síðar dó karlintt og kom
þá í ljós að eignir hans námu 180
miljónum króna — eða með öðrum
orðum: hann hefir haft hórumbil 20
þÚB. króna tekjur á dag.
Simfregnir.
Flateyri í qœr kl. 11 drd.
Ingólfur Arnarson kom hingað i
morgun. Hafði hann hleypt út úr
ísnum, er hann kom, og komist
norður fyrir ísspilduna. Var þá ís
á báðar hliðar hans — um 20 sjó-
mílur milli spildanna. Fiskur hafði
verið þar nægur og hefir Ingólfur
aflað mikið vel. En heldur var það
óskemtilegt, fyrir norðan ísinn í hrið-
unum. Ingólfur hafði mikinn fisk
á þiljum og kom hingað til þess að
útvega menn til þess að gera að
fiskinum. Öllu líður vel um borð.
Isafirði í %<er kl. 6. síðd.
ísinn er kominn aftur. Hraff
töluvert inni á Djúpi. Botnvörp-
ungurinn, sem ekki fór út i gær,,
fór í dag, en varð að snúa við vegna
hafissins. Annar botnvörpungur
brezkur kom hingað í dag og kemst
eigi aftur út fyrir ís. Horfur illarl
Engar fregnir frá Aðalvík.
Patreksfirði í gcer.
Jón Forseti kom hingað i dag og
segir htnn mikinn ís úti fyrir öllum
fjörðum.
Bíó og leikhús.
Kvikmyndahúsin og leikhúsin er-
lendis eiga i sífeldum ófriði, Gera;
þau hvort öðru það ógagn er þau
geta. Einkum eru það leikhúsin,
sem þráfaldlega hafa bannað leikur-
um sínum að leika á kvikmyndum.
En nýlega hefir Nordisk Films Kom-
pagni í Kaupmannahöfn bannað ein-
um sitina manna, Holger Madsen,r
að leika á Dagmarleikhúsinu, þar sem
hann átti að taka að sér eitt aðal-
hlutverkið í leikriti nokkru, sem leika
átti þar síðast i nóvember. Hnfði'
Dagmar-leikhúsið þegar autjlýst leik-
inn, og kom því þetta skyndilegæ
og óvænta bann í opna skjöldu. —
Madsen bauð kvikmyndafélaginu 400
krónur, ef hann fengi leyfi til að
leika, en það fekst ekki.
---------------------
2400 ára gamlar verzlunarbækur,
Háskólinn í Pennsylvaníu hefir
látið gera rannsóknir í Nippon og
hafa þar fundist merkilegar fornleif-
ar. í einni hvelfingu, sem þar var,.
fu' dust verzlunarbækur, sem eru
2400 ár.t gamlar, og hefir hvelfing
þessi þá verið nokkuiskoiiar banka-
fjárhirzln. Bæknr þessar eru að vísu
ekki eins og bækur þær sent nú
gerast, heldur leirtöflur. Verzlunin
hefir verið eign Muraschu nokkuis og
sona hans og hafa þeir rekið gimsteina-
verzluri i Nippon 487 árum fyrir
Krists fæðingu. Auk þess hafa þeir
einnig ávaxtað fé fyrir menn. Reikn-
ingarnir, sem á töflurnar eru skráðir,,
ná yfir 50 ára tímabil.
TJfram
eftir
O. Sweíf JHarden.
Framh.
í öðrum bjálkakoí'a í frumskógum Ohio bjó blásnauð ekkja með
hálfs annars árs gamlan pilt. Hún er að velta fyrir sér hvernig
hún eigi að verja barnið hungri. Pilturinn stálpast og fer þá að
fella tré og plægja jörðina — hvorttveggja til að létta undir með
móður sinni. En allar tómstundir notar hann til að lesa bækur —
lánsbækur, því að ekki hefir hann ráð á að kaupa neina bók. Um
sextán ára aldur gerist hann gólfþvottamaður og hringjari í skóla
einum og borgar með þvi starfi kenslu og dvalarkostnað sinn.
Fyrsta missirið kostaði hann 17 dollara. Að loknu öðru miss-
iri átti hann 6 peninga (pence) í vasanum, og þá gaf hann í sam-
skotakassa í kirkjunni næsta dag. Hann tók sér vist hjá snikkara
nokkrum og greiddi 1 dollara og ö cent um vikuna fyrir alt, en
áskildi sér jafnframt að fá atvinnu hjá snikkaranum í tómstundum
sínum. Hann bar að garði á laugardag og þann dag vann hann að
viðarhöggi af svo miklu kappi, að kaupið nam nærri hinu ákveðna
vikugjaldi eða 1 dollar og 2 centum. Þegar námsmissirinu lauk
gat hann eigi að eins goldið allan kostnað, heldur átti hann eftir 3
dollara.
Næsta vetur kendi hann og fekk fyrir 12 dollara á mánuði og
»alt frítt«. Og um vorið var hann búinn að safna sér 48 dollur-
um. Þegar hann kom aftur í skólann hafði hann mat hjá sjálfum
sér, og kostaði það hann 31 cenf um vikuna.
Skömmu síðar er hann kominn aftur í Williams skólann og tek-
ur þar próf eftir 2 ár með ágætiseinkunn. Þegar hann er 26 ára
kemst hann í öldungadeildina, og 7 árum seinna inn í þjóðþingið
(Congres). Rúmum aldarfjórðung eða 27 árum eftir að hann sótti
um gólfþvottinn í Hiram skólanum — er þessi maður valinn forseti
Bandaríkjanna.
Maðurinn var James A. Garfjeld.
Annað eins dæmi og þetta er sennilega meira á metaskálunum
í augum allra æskumanna en öll auðæfi Astorst, Vanderbilts eða
Goulds.
Þeir reynast oft mestu hetjur og velgerðarmeun heimsins, er
við þyngstu kjörin áttu að búa í barnæsku og lentu á unga aldri í
hafróti forlaganna, en treystu á guð og hæfileika sjálfra sín.
»LítiIl, ömurlegur kofi virðist fæðingarstaður flestra af stór-
mennum yðar«, sagði enskur rithöfundur, er hann var búinn að
kynna sér bók með æfisögum ýmissa merkra Ameríkumanna.
Enginn drengur með 5 »færi« á hverri hendi og fast mark
þarf að örvænta, hversu fátækur sem hann er. Það veltur að eins
á, að hann kunni ar grípa færið. Engu máli skiftir, hvort hann er
fæddur í höll eða moldarkofa. Ef hann er ákveðinn um það, sem
hann vill, 0g lætur sig aldrei, er það hvorki á manna valdi né
djöfla að hamla honum.