Morgunblaðið - 08.01.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
317
Frá útlöndum.
Hafnarháskóli. Þess hefir áður
verið getið hér í blaðinu, að guð-
fræðisdeild háskólans er þunnskipaðri
en sumir mundu æskja. Er litlit
fyrir prestaþurð í landinu ef slíku
heldur fram. Nú hefir Moldenhawer
etazráð komið fram með tillögu þess
efnis, að konum sé veittur aðgangur
að kirkjuembættum og vonnst þá
til þess að bót ráðist á þessu vanda-
rnáli.
Caruso ætlar að syngja fyrir Kaup-
mannahafnarbúa í vor á Cirkus Varieté.
En söngvarinn heimtar 12,300 kr.
fyrir hvert kvöld er hann syngur og
kosta því aðgöngumiðarnirekki minna
en tiu krónur. En því er spáð, að
þrátt fyrir það muni færri fá miða
en vilja.
Beilis, gyðingurinn, sem mest var
ofsóttur í Rússlandi, hefir nú fengið
ótal áskoranir og beiðnir um það að
ferðast um Evrópu og Ameríku og
sýna sig. Hefir honum verið boðið
offjár til þess, en hann hefir hafnað
boðinu.
í New-York hafa gyðingar haíið
samskot og hafa þeim safnast 400
þús. mörk. Fyrir það fé ætla þeir
að kaupa búgarð í Ameríku og gefa
Beilis.
Ofveðrin, sem geysuðu yfir Norð-
ur-Ameríku í fyrra mánuði, hafa vald-
ið miklu meira tjóni en menn
bjuggust við í fyrstu. Er það álit
manna að tíu gufuskip hafi farist þar
á vötnunum og 167 manns hafi
druknað.
Olympiuleikarnir í Aþenuborg. Sím-
að er frá Aþenu, að framkvæmdar-
nefnd Olympiuleikanna, hafi, sam-
kvæmt ósk Konstantins Grikkjakon-
ungs, ákveðið að leikirnir skuli næst
fram fara í Aþenuborg, t aprílmánuði
þessa árs.
Albaníukongur. Stórveldin hafa
samþykt það að Wilhelm prins af
Wied skuli vera konungur Albaníu.
Vatnagangur í Texas. I grend
við Bryan i Texas hafa brotnað
flóðgarðar hjá ánni Brazo og flæddi
fljótið inn á akra bænda og eyði-
lagði alt er fyrir varð. Fólkið flýði
upp á húsþökin en sumir klifruðu
upp í tré til þess að bjarga sér frá
dtuknun. Þó hafa farist hér um
bil 50 manns, en skaðinn er metinn
5 miljónir dala.
Eldur i leikhúsi. Garrich leikhús-
ið í Hereford á Englandi brann 24.
des. — aðfangadag jóla • Skað-
inn er metinn 2000 sterlingspund.
Leikhúsið dró nafn af David Garvich,
sem fæddur var i Hereford.
Óvíst er um upptök eldsins, en
álit manna er það, að óvarlega
Morgunblaðið
Það kostar að eins 65 aura
á mánuði, heimflutt, samsvar-
ar 34—35 blöðum á mánuði
(8 síður á sunnudögum), með
skemtilegu, fróðlegu og frétta-
miklu lesmáli — og myndum
betri og fleiri en nokkurt ann-
að íslenkzt blað.
Gjörist áskrjfendur þegar í
dag — og lesið Morgunblað,
ið um leið og| þér drekkið
morgunkaffið!
tað er ómissaiidi!
Sími 500.
hafi verið farið með sigarettur eða
eldspítur,| því reykingar voru leyfð-
ar á sýningarsviðinu.
g|Ný jflugvélagerB. Rússi| nokkur,
Sikorsky fjað nafni,íhefir fundið upp
gríðarstóia flugvél, sem ber 6 menn.
Vélin vegur 3l/g smálest, og í henni
eru fjórar 100 hesta bifvélar. Þar
er svefnherbergi fyrir fatþega, en
það hefir ekki verið í neinni flug-
vél fyr.
Það er mælt að Sikorsky hafi flog-
ið með|fsjö” menn í vél þessari 56
milurjá tæpumAveim stundum.
Mona Lisa
er nú loksins komin aftur heim til
sín í Louvre.
Eins og vér gátum um fyrir nokkru
fanst hún í Fiorence, en Italir af
hentu hana í Róm. Var margt tig-
inna manna við er myndin var af-
hent og var signor Credaro, ítölsk-
um ráðherra, falið það að fá frakk-
neska sendiherranum Barrére lista-
verkið í hendur. Credaro lét í ljós
ánægju sína yfir því að geta afhent
myndina til hins rétta málsaðila og
kvaðst vona að þetta atvik yrði til
þess að tryggja frekar eti áður vin-
áttubönd milli frönsku og ítölsku
þjóðarinnar. Barrére vottaði ítölum
þakkir, í nafni frönsku þjóðarinnar,
fyrir framkomu þeirra í málitiu og
síðan var honum afhent myndin í
vottaviðurvist. Var myndin síðan
flutt til Louvre og fengm Leprieur,
umsjónarmanni málverkasafnsins, til
varðveizlu.
Fornmenjafundur. Nokkrir verka-
menn í Whitstable fundu fyrir
skömmu beinagrind af mammút-dýri
12 íetjm neðanjarðar. Var þessi
fundur fluttur á safn, og á að geym-
ast þar. gNokkrar fleiri leifar af
mammút-dýrum hafa fundist þar i
grend, og er það álit manna að þau
muni hafa borist þangað með jökum
á ísöldinni.
Ísaíold 1914.
Nýir kaupendur að næsta árgangi
ísafoldar (1914) fá i kaupbæti, um
leið og þeir greiða andvirði ár-
gangsins (4 kr.) 3 neðantaldar bækur:
1. Fórn Abrahams (600 bls.)
eftir Gustaf (ansson.
2. Fólkid við hafið eftir
Harry Söiberg.
3. Mýrakotsstelpuna og
Guðsfriðinn eftir Selmu Lagerlöf
í þýðingu Björns heit. Jónssonar.
Nýir kaupendur utan Reykjavíkur,
er óska sér sendan kaupbætirinn —
verða að greiða í burðargjald 30 au.
Ella eru menn vinsamlega beðnir
vitja kaupbætisins í afgreiðslunni.
Zl DAGBÓíflN. =3
Afmæli í dag:
Guðrún Lárusdóttir húsfru
Vigdís Amadóttir húsfrú
Sigríður Jóliannesdóttir verzlunarkona
Magnús Einarsson verzlunarm.
Mislestur.
Það hefir orðið mislestur á einum
stað í handritinu að grein minni hér
í blaðinu í gær: annan fyrir aura,
0g geta þau orðaskifti valdið óþægi-
legum misskilningi. Ætlun vor með
Samverjastarfinu er sem sé ekki að
eins sú að gefn, heldur og að selja
ódýrt þeim, sem kunna ekki við eða
þurfa ekki beinar matgjafir, og því
átti að standa í grein minni að mál-
tiðin yrði seld á 25 eða 3oaurafyrir
þá, >sem hefðu a u r a með sér, (en
ekki: »annan með sér»).
5. A. Gislason.
Sólarupprás kl. 10.15 árd.
Sólarlag kl. 2.52 síðd.
Háflóð er í dag kl. 2.10 árd.
og kl. 2.40 síðd.
Þjóðmenjasafuið opið kl. 12-2.
Veðrið í gær:
Rvík: vestangola, hiti 1.5.
ísafj.: norðaustanhvassviðri frost 3.0.
Ak.: v. n. v. andvari, regn, hitilO.5.
Gr.: sunnankul, frostl.5.
Sðf. austankul, regn, hiti 1.5.
Vm.e.: vestanandvari, hiti 5.1.
Þórsh., F.: v.s.v. stinn gola, regn, hiti 2.2
Björgunarskipið Geir (fór
vestur á Vestfirði í gær að leita skipa
þeirra er í ísnum lentu og reyna að
bjarga skipverjum. Er þetta gert eftir
ráðstöfun umboðsmanns ensku ábyrgð-
arfólaganna, hr. kaupm. Helga Zoega.
Enskur botnvörpungur fór
hóðan í gær með póst til útlanda.
Erlendur póstur er væntan-
legur hingað í dag með botnvörpung-
um.
Borgarafundur. Jóh. kaupm-
Jóhannesson boðar til almenns borg-
arafundar í Goodtemplarahúsinu sunnu-
daginn 11. þ. m. kl. 8J/2. A þar að
ræða fjárhagsástandið í landinu.
L e i k h ú s i ð Lénharður fógeti var
lelkinn fyrir troðfullu húsi í gærkvöld.
Nýr ritstjóri. SveinbjörnEgils-
son frá Viðey er nýlega orðinn rit-
stjóri »Ægis«. Réttur maður á rétt-
um stað. —
A 11 i r viðurkenna, jafnt stjórn-
mála-andstæðingar sem nðrir, að
ísafold sé fjölbreyttasta og efnismer •
blað landsins, pað bladið, sctn ..
hœqt án að vera — það blað, sem
hver íslendingur verður að halda, er
fylgjast vill með í því, er gerist utan-
lands og innan í stjórnmálum, at-
vinnumálum, bókmentum og listum.
Talsími 48.
Til hægðarauka geta menn
út um land sent andvirðið í frí-
merkjum.
ÍSAF0LD er blaða bezt.
ÍSAF0LD er fréttaflest.
ÍSAF0LD er lesin mest.
0STAR og PYLSUR áreiðanlega
bæjarins stærstu og beztu btrgðir i
Matarverzlun Tómasar Jónssonar,
Bankastrati 10. Talsimi 212.
Matgjafir. í dag byrja mat-
gjafir Umdæmisstúkunnar nr. 1. í
Goodtemplarahúsinu (uppi) kl, 10 árd.
Bifreiðarnar hafa verið mikið
á ferðinni í gær og í fyrradag. Hafa
þær farið margar ferðir til Hafnarfjarð-
ar með fólk, og alt gengið stórslysa-
laust.
Bonzin.
Benzinið er, eins og margir muna
vita, í geypiverði. Hafa því verið
gerðar ýtnsar tilraunir í þá átt, að
finna eitthvert ódýrara efni, sem
komið geti í stað þess. Eru það
einkum bifreiðamenn, sem hafa á-
huga fyrir máii þessu.
í Svíþjóð hafa verið gerðar til-
raunir með Suljitsprit, og virðast þær
hafa góðan árangur. Eru þvi margir
farnir að nota það, því það er svo
miklu ódýrara en benzinið. í Þýzka-
landi hafa menn reynt Benzol, og
fer notkun þess stöðugt vaxandi.
Á fundi allsherjar kaupmannafé-
lags, sem haldinn var í París í
haust, kom sú tillaga fram, að hin-
ar ýmsu deildir félagsins skyldu veita
verðlaun hverjum þeim, sem gæti
fundið eitthvert efni eða vökva, er
leysti benzínið af hólmi. Tiilagan
var að visu feld, en hún sýnir þó,
og einkum sézt það á umræðunum
um málið, að þetta málefni er álitið
mjög mikilsvarðandi.