Morgunblaðið - 05.02.1914, Side 1

Morgunblaðið - 05.02.1914, Side 1
Fimtudag 1. argangr 5. febr. 1914 M0K6DNBLADID 93. tölublað Ritstjórnarsimi nr. 500[ Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ,[ísafoldarprentsmiðja j Afgreiðslusimi nr. 140 Fundur í Slíarsdia á Hotel Reykjavík i kvöld kl. 9 JSeiRfdlag dSeyfljavíRur. LÉNHARÐUR FÓGETI í síðasta sinn á þessum vetri: laugardag 7. febrúar og sunnudag 8. febrúar kl. 8. Tekið á móti pöntunum á aðgöngumiðum að leiknum á laugardaginn í Bókverzlun ísafoldar. Eimskipafélagið. í gær gerði ráðherra, fyrir lands- sjóðs hönd, svohljóðandi samning við h/f Eimskipafélag íslands. Oss virð- ist rétt að birta hann i heilu lagi: Ráðherra íslands fyrir hönd iandssjóðs og h/f Eimskipafé- lag Islands gera hérmeð svo- feldan bráðabirgðasamning: 1. gr. Samkvæmt þar til gefinni heimild i lögum nr. 33, 10. nóv. 1913 um strandferðir og gegn þeirri skuld- bindingu, sem fyrri málsgrein 2, gr. samnings þessa ræðir um, kaupir ráðherra íslands fyrir hönd lands- sjóðs hluti i h/f Eimskipafélagi ís- lands fyrir 400,000 kr. — fjögur hundruð þúsund krónur. Af upp- hæð þessari skulu 100,000 — eitt hundrað þúsund krónur — greiddar til félagsins 1. júni næstkomandi, en eftirstöðvarnar skulu greiddar fyrir 1. febrúar 1913, nema öðru- visi um semjist, sbr. 3. gr. 2. gr. H/f Eimskipafélag íslands tekst á hendur að halda uppi, frá þvi í apríl 1916, strandferðum umhverfis ísland með tveim eða fleiii strand- ferðaskipum og séu ferðirnar eigi lakari að skipakosti né óhentugri en strandferðir þær, er verið hafa að undanförnu síðan 1911, gegn því að félaginu sé greiddur til ferða þessara sanngjarn styrkur úr lands sjóði, og lætur félagið byggja í tæka tíð tvö hæfileg skip i þessu skyni. Um stærð skipanna, fyrirkomulag ferðanna, ferðaáætlanir og taxta og jafnframt um styrkinn úr landssjóði á hverjum tima sem er, fer eftir síðari samningum milii landssjóðs og fé- lagsins. ?• gr. Um atkvæðisrétt landssjóðs sem hluthafa samkvæmt framanrituðu í h/f Eimskipafélagi íslands og hlut- töku í stjórn félagsins, skal fara sem hér segir: Á meðan hlutafé félagsins að með- töldu hlutafé landssjóðs (kr. 400,000) fer eigi fram úr einni miljón króna, skal landssjóður hafa 4000 — fjög- ur þúsund — atkvæði. Þar eftir fær landssjóður ennfremur eitt at- kvæði fyrir hverjar 125 kr. af hluta- fé, sem við bætist, unz öll hluta- fjárupphæð félagsins nemur svo miklu, að landssjóður hefir fengið eitt atkvæði fyrir hverjar 23 kr. af hlutafé sínu. Ráðherra skipar einn mann í stjórn félagsins til !eins árs í senn, enda hefir landssjóður ekki að öðru leyti atkvæði um stjórnarkosningu. Enn- fremur skipar ráðherra einn endur- skoðanda félagsins til eins árs í senn. 4- Rr- Nú kemur það fyrir, fyr eða síð- ar, að félagið vilji eigi tullnægja þeim kröfum, sem gerðar verða af landssjóðs hálfu um f)rirkomulag strandferðanna, ferðaáætlanir og taxta gegn þeim styrk, sem fjárveitingar- valdið sér sér fært að veita í því skyni, og á þá landssjóður rétt á því að taka við strandferðaskipum félagsins til eignar fyrir það verð, sem þau hafa kostað félagið, að frá- dregnum hæfilegum afslætti fyrir fyrningu, þannig að landssjóður tek- ur að sér lán þau, sem kunna að hvíla á strandferðaskipunum, en þau mega samtals ekki nema hærri upp- hæð en 6o°/0 af upprunalegu verði skipanna að frádregnum r/15 hluta hinnar upphaflegu lánsupphæðar fyrir hvert ár frá þvi er skipin voru full- smíðuð, en eftirstöðvar kaupverðsins greiðir landssjóður tneð hlutabréfum i félaginu með nafnverði. Séu kaup- verðs eftirstöðvar þessar minni en 300,000 — þrjú hundruð þúsund — krónur, getur landssjóður jafn- framt krafist þess, að félagið mn- leysi mismuninn með nafnverði á 10 —• tíu — árum næstu þar eftir með jöfnum árlegum greiðslum. 5- flr- Ef næsta alþingi krefst, að það ákvæði sé sett inn í félagslögin, að enginn hluthafi eða umboðsmaður hluthafa geti farið með fleiri atkvæði á fundi en umboðsmaður landssjóðs, skuldbindur félagsstjórnin sig til þess, að gera sitt ítrasta til þess, að slikt ákvæði sé sett inn i félags- lögin; en samþykki félagið ekki slika lagabreyting á fundi, sem haldinn skal svo fljótt sem unt er eftir að næsta alþingi er slitið, þá er lands- stjórninni fyrir landssjóðs hönd heim- ilt að afturkalla kaupin á 300.000 — þrjú hundruð þúsund — krón- um af hlutafjárupphæð þeirri, sem um ræðir i 1. gr., enda falli þá og niður skuldbinding félagsins sam- kvæmt 2. gr. Um það verður fulln- aðarákvörðun að vera tekin fyrir 1. febrúar 1913. Reykjavík, 4. febr. 19x4. Ráðherra íslands H. Hafstein. Jón Hermannsson. Stjórn h/f. Eimskipfélag íslands. Sveinn Björnsson. Halldór Daníelsson. Jón Gunnarsson. Ólafur Johnson. Garðar Gislason. Eggert Claessén. Slys í Vestmannaeyjum. Mótorbátur ferst meö 5 mönnum. Símað er til Morgunblaðsins frá Vest mannaeyjum í gær, að mótorbáturinn »ísak« hafi farist úti i opnum sjó og hafi allir, sem á bátnum voru, druknað. Morgunblaðið leitaði sór þegar upp- lýsinga um þetta sorglega slys, og var oss skýrt frá því á þessa leið. Nokkuð margir bátar höfðu farið á sjó um morguninn, þrátt fyrir það þótt veður væri ekki sem bezt. Um það leyti að farið var að birta, harðnaði veðrið, og uppúr hádeginu var komið ofsaveður, og fórn bátarnir þá að koma að. Einn báturinn. »tíeysir«, hafði ekki getað náð fiskilfnu sinni, vélin var eitthvað í olagi, og hélt hann því heim við svo búið. En þegar hann kom að bryggjunni lá þar mótorbát- urinn »ísak«, og fekk formaðurinn á »Geysi« hann til að ná línunni. Fóru þá út þeir formaðurinn og vólamaður- inn á »ísak«, formaðurinn af »Geysi« og tveir hásetar af sama bát. Veður var eins og fyrr er sagt, ofsarok og geysilega stórsjóað í flóanum, sem svo er kallaður (sundinu milli Bjarnareyjar og Heimaeyjar), en þar um slóðir mun báturinn hafa farist. Ekki vita menn með vissu hver at- vik liggja að þessum so'-gles'a atburði. Sumir geta sér þess til, að stimpillinn í vélinni muni hafa losnað og farið niður í gegnum botnirui ó bátnum og sökt honum á þann hátt. En aðrir þykjast hafa sóð bát úti á flóanum kringum klukkan 2 um daginn, sem þeir telja víst að hafi verið »ísak«. Sáu þeir það síðast til bátsins, að af- arscórt ólag skall á hann og yfir, en eftir það var báturinn horfinn og sást ekki meir. Er þá sennilegt, að sjór- inn hafi fallið inn í vólarúmið, eða ef tll vill að illa hafi verið gengið frá lúunum yfir lestinni og hafi sjórinn komist niður í hana, fylt bátinn á svipstundu, og bafi hann þannig sokkið. Mennirnir, sem druknuðu voru þess- ir: Guðmundur Guðmunds- s 0 n í Bygðarholti, formaður á mótor- bátnum »ísak«, ættaður úr Landeyj- unum, Daníel Bjarnason vóla- stjóri á sama bát, ættaður af Seyðis- firði, Sigurður Jónsson frá Fagurhóli, formaður á mótorbátnum »Geysi, Axel Þorkelsson frá ReykjavÍK og Sveinbjörn Krist- j á n s s o n frá Reykjavík, báðir háset- ar á »Geysi«. Allir voru þessir menn ungir og duglegir, og allir ókvongaðir, nema formaðurinn á »Geysi«, Sigurður Jóns- son. Lætur hann eftir sig konu og 4 börn öll kornung; er það elsta þeirra 4 ára en það yngsta fæddist skömmu fyrir jólin í vetur. Miljónarfélagið. m. Viðtal við bankastj. Islandsbanka. Viðskifti félagsins við bankann. Bankastjórnin hefir búist við þessu síðan árið 1912. Nl. — Hefir félaginu, að bankastjórn- arinnar áliti, verið illa stjórnað? spyrj- um vér þvínæst. — Bankastjórnin sér enga ástæðu til að láta í Ijósi álit sitt í þessu efni að svo stöddu. Enda mun það er- fitt á þessu stigi málsins, hvað sem síðar kann að koma á daginn. Fyrirspurn vorri um það, hvort nokkur af stjórnendum félagsins stæðu í persónulegum ábyrgðum fyrir félagið við íslandsbanka, á víxlum eða öðrum lánum, svaraðibankastjórn- in neitandi. Slíkt hefir verið og er óefað venja við margar stærri verzlanir hér í bæn- um, að verzlunarstjórarnir skrifa upp á víxla fyrir verzlanirnar, sem auð- vitað verður þeim dýrt, ef illa fer fyrir verzlununum. Virðist því Mil- jónarfélagið í þessu efni hafa gengið á undan með góðu eftirdæmi. — Hve mikið af hlutafénu var borgað inn í peningum við stofnun félagsins ? — Bankastjórnin getur ekkert sagt um það. (Morgunbl. hefir heyrt til- gátu um nær 800 þús. kr.) — Hefir bankastjórnin í hyggju að koma fram með kröfur bankans gegn félaginu í samráði við hina bank- ana eða alveg sjálfstætt? — Að svo miklu leyti sem það eigi gengur út yfir hagsmuni bankans, munum vér leitast við að vinna eins mikið og unt er í samráði við hina bankana, einkum Handelsbanken. Allir bankarnir hafa nokkur sameig- inleg veð í eignum, bæði fasteign- um og lausafé, sem eigi hefir verið nefnt hér að frarnan, og hvað þessu viðvikur, munum vér standa sem einn maður. En á hinn bóginn höfum vér handveð í nokkrum skuldabréfum í verzlununum á Vatn- eyri, Bíldudal og í Hafnarfirði. Þessi skuldabréf verða seld á uppboði þ. 21. febr. og ef enginn býður hærra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.