Morgunblaðið - 19.02.1914, Side 1
Fimtudag
1. argangr
19.
febr. 1914
MORCrUNBLADID
107.
tölublað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. |ísafoldarprentsmiðja|Afgreiðslusími nr. 140
Biografteater
Reykjavíknr.
cTísíarþrá
Ástaræfintýri í 2 þáttum.
(Messter-Film — Berlín).
Ást og kvikmyndir
Vitagraph-gamanleikur.
Nýja Bió:
Hugrakkur vagnstjóri
Amerísk mynd.
Sagan af móðurinni
Ast - Rógur - Afbrýði
Vitagraph gamanleikur.
Skrifstofa
Eimskipafétags Ísíands
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Tals. 409.
Notið sendisvein
frá sendisveinaskrifstofunni.
S í m i 4 4 4.
Simfregnir.
Ólaýsník l gœr.
Veður hér er mjög ilt þessa dag-
ana. Stormur mikill og 10 stiga
frost. Enginn hefir róið til fiskjar
hér í marga daga, en nægur fiskur
er úti fyrir.
Slys.
Stýrimaðurinn á Geir meiðist.
Björgunarskipið Geir hefir undan-
farna tvo daga verið inni í Sundum
til þess að gera við akkerisfestur á
kolabarki hr. Chouillou kolakaupm.
Við þá vinnu varð slys í gærdag.
Vírstrengur lenti á kné stýrimanns-
ins á Geir. hr. Wittlup, og meiddist
hann mikið, bæði á knénu og á
höfði.
Geir kom í gær aftur með stýri-
manninn inn á höfn og var hann
fluttur á land. Hr. Wittlup býr í
húsi, Schou’s steinhöggvara og var
hann fluttur þangað.
Annar maður meiddist og dálítið,
en alvarleg meiðsli fékk hvorugur.
Fundur í Skandia á Hotel Reykjavík í kvöld kl. 9
JEoifífdlag *ffiayfíjavífíur.
Æfintýri á göngufðr
eftir O. Hostrvip,
Fimtudagrinn 19. febrúar kl. 8.
Verður leikið að eins fáein kvöld.
Aðgöngumiða má panta í Bókverzlun ísafoldar.
Kaupendur Morgunblaðsins eru vinsamlegast
beðnir um að borga blaðið á afgreiðslunni eða skrif-
stofunni, Austurstræti 8.
N orðlingamót
á Sprengikvöld 24. febr. kl. 8 e. h. í Hótel Reykjavik. Listar liggja
frammi i Bókverzlunum ísafoldar og Sigfúsar Eymundssonar.
Menn eru beðnir að skrifa sig fyrir sunnudag.
Forstöðunefndin.
Björgunartæki.
Sem betur fer, ber það tiltölu-
lega sjaldan við hér á landi, að
hús brenna, þ. e. a. s. borið saman
við hve tíðir húsbrunar eru í öðrum
löndum. Stöku sinnum ber það þó
við, og heyrir maður þá vanalega
frá því sagt, að fólkið með naum-
indum hafi komist úr eldinum, á
náttklæðunum einum, og stundum
með brunasár á andliti eða á hönd-
um. Læknar stunda sjúklingana og
tíminn græðir öll sár. Menn gleyma
brunahættunni þangað til elds á ný
verður vart — þangað til eitthvert
annað hús brennur og annað fólk
með naumindum hefir komist úr
eldinum með brunasár og meiðsli.
Örsjaldan kemur fyrir að menn
• brenni inni« — týnist í eldinum.
Stafar það af því, að hús eru hér
fremur lág og geta menn vanalega
komist út um glugga hússins, ef
eldur kviknar í húsinu.
En ef eldur kviknar í háu húsi
hér í bænum, hvaða tæki hafa þá
ibúarnir til þess að bjarga sjálfum
sér og börnum sinum út um glugga
á efra lofti hússins?
Samanburður við hús erlendis er
hér eigi alskostar réttur, þar eð hús-
in þnr eru svo miklu hærri. En
taka viljum vér það fram, að nær á
hverri íbúð hvers húss t. d. i Norgi
eru fyrir hendi tæki til þess að gera
ibúunum kleift, að komast út um
glugga, þegar eldur er i húsinu.
Þessi tæki munu vera með öllu
óþekt hér á landi. Mörg hús þessa
bæjar eru há og getur það komið
fyrir á hverri stundu, að eldur kvikni
í háu húsi, og má þá búast við að
einhver ef til vill brenni inni, þar
eð engin tæki eru til björgunar nema
brunastigarnir, sem auðvitað tekur
tima að sækja og koma á bruna-
staðinn.
Á skrifstofu Morgunblaðsins kom
nýlega maður og sýndi oss björg-
unaráhald, sem oss virtist vera mjög
hentugt, og komast ætti inn á hvert
heimili. Það var kaðall all-langur
og honum áfastur var poki, er ætl-
aður er til þess að hægt sé að koma
börnum út um glugga úr húsi, sem
brennur. Kaðallinn er festur í krók
við glugga hússins og leikur hann
um hjól. En lykkja er á kaðlinum
til þess að menn geti sjálfir komist
út, eftir að hafa látið börn og kon-
ur siga niður á undan sér. — Þessu
björgunartæki er mjög haganlega
fyrir komið, snoturt, lítið fyrirferðar
og afar-ódýrt. í Noregi og víðar
er það notað mjög mikið og hefir
það hlotið heiðurspeninga tvo. Vér
höfum verið beðnir um að hafa
björgunartæki þetta til sýnis á skrif-
stofu vorri og gerum vér það gjarnan.
Héðinn.
Pröf. Har. Nielsson.
Prédikun í Frikirkjunni.
Þeim, sem vel þekkja til hér i
bænum, er kunnugt um það, að
mjög margt fólk þráir það að geta
fengið að staðaldri að hlusta á pró-
fessor Harald Nielsson sem prédik-
ara. Þann tíma sem hann var prest-
ur við dómkirkjuna, var aðstreymið
að guðsþjónustum hans óvenjulega
mikið, og fjölda manna þótti það
mjög sárt, þegar hann varð að segja
af sér vegna heilsubrests.
Nú hefir nokkurum mönnum,
körlum og konum, hugkvæmst að
gera tilraun til þess að fá síra H.
N. til þess að prédika. Ný safnað-
armyndun er ekki fyrirhuguð, heldur
eingöngu samtök, með því augna-
miði, að semja við síra H. N. um
að halda guðsþjónustu annanhvorn
sunnudag með sálmasöng og pré-
dikun.
Mennirnir, sem áttu upptökin að
þessu fyrirtæki, áttu fund með sér
fyrir skömmu og kusu þá bráða-
birgðanefnd til þess að koma mál-
inu eitthvað áleiðis. í nefndinni eru:
Asgeir Ásgeirsson stud. theol., Einar
Hjörleifsson rithöfundur, Halldór
Þórðarson bókbindari, Ludvig Kaab-
er stórkaupmaður og Ólafur Rósen-
kranz leikfimiskennari. Nefndin hef-
ir fengið að vita, að síra H. N. er
ekki ófáanlegur til þess að verða við
væntanlegum tilmælum um þetta
mál. Hún hefir lika leitað til Frí-
kirkjusafnaðarins um húsnæði, og
málinu hefir verið tekið vel og lip-
urlega, bæði af safnaðarstjórn og safn-
aðarfundi.
Auðvitað kostar þetta nokkurt fé.
En við því er búist, að mjög marg-
ir muni verða fúsir á að leggja eitt-
hvað fram, mikið eða litið eftir sin-
um ástæðum, til þess að þessu megi
verða framgengt.
Listar liggja nú frammi, í bók-
verzlun ísafoldar og hjá Haíldóri
Þórðarsyni bókbindara, Laugaveg 4.
Þeir, sem taka vilja þátt í fyrirtæk-
inu, eru beðnir að skrifa nöfn sín
og hqimili á þessa lista fyrir næstu
mánaðámót.
Að þeim tíma liðnum, verða þeir
boðaðir á fund, sem hafa skrifað nöfn
sin á listana. Á þeim fundi verður
afráðið, hvort leggja skuli út i fyr-
irtækið, og þá með hverju fyrirkomu-
lagi.
Eggjasala.
Sala eflir þunga eða tölu.
Það er hálf-einkennilegt, að egg
skuli ennþá seld eftir tölu, þar eð