Morgunblaðið - 06.03.1914, Qupperneq 4
578
MORGUNBLAÐIÐ
Konufigl. hirð-Yerksmiðja
Bræöurnir Cloétta
mæla með sínum viðurkendu Sjókólade-tegundum,
sem eingöngu eru búnar til úr
fínasta Kakaó, Sykri og Vanille.
Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund.
Ágætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum.
Skinfaxi
vill fá miklu fleiri kaupendur í Reykjavík. Spyrjist fyrir
um blaðið, ef þér ekki þekkið það.
Bjarni Magnússon hjá Jóni Halldórsyni & Co. og Þorleifur Gunnars-
80n Félagsbókbandinu taka móti áskrifendum.
Þér þurfið á urvalsgóðum byssum að halda. Kaupið því eigi annað
en »Husqvarna«-byssur. Betri byssur eru ekki til. Afturhlaðm einhleypa,
kal. 12, á fugla, tóur og seli, bezta stálhlaup, ioo centim., framþröngt,
kostar 44 kr. 50 aur.
Alls konar byssur eru til, alt að 600 kr. Biðjið um verðskrá
með myndum.
Einkasali fyrir ísland
Jakob Gunnlögsson
Kðbenhavn K.
Beztu Cigarettur
heimsins
ern
Special Sunripe
trá
R. & J. Hill Ltd, London.
Heilbrigði og velliðan.
I»að get egr vottað með goðri samvizku, skrifar lngi-
björg Guðbrandsdóttir i Króki, og hún bætir við: Eg hefi þjáðst mörg ár
af innvortis kvilla, lystarleysi, taugaveiklun og annari linku, og öll þan meðnl
sem eg notaði, komn að engu haldi. Siðasta árið hefi eg notað Kina-lifs-
elixír Waldemar Petersens, og hefi eg jafnan fnndið til hata þegar eg hefi
tekið hann inn.
Svefnleysi, lystarleysi og taugaveiklun.
Guðný Aradóttir i Keykjavik skrifar: Eftir að eg um mörg ár hafði
þjáðst mjög af þessnm kvillum og þar af leiðandi þjáningum, og árang-
urslaust leitað annarar hjálpar, fór eg að reyna Kina-lifs-elixir Waldemar
Petersens, og þegar er eg hafði tekið inn úr 2 flöskum, fann eg til verulegs
bata. Með þvf að halda áfram að nota þenna góða bitter, vona eg að eg
verði bráðlega heilbrigð.
Annt'ir uorlianir W. S- Hsosen í Þórshöfn á Pæreyjum ritar:
njjaiLal VCI Ixallll . Kina-lifs elixir Waldemar Petersens hefir veitt
mér aftur mina góðu heilsu; hann tekur fram allri þeirri læknisbjálp, sem
eg hingað til hefi notað, og verðskuldar í sannleika alt það lof, sem hann
hefir hlotið fyrir slna ágætu eiginleika.
Sináskamtalæknir L. Pálsson, Reykjavík, sinum, sem þjáðist af höf-
uðverk og svefnleysi: Sjúklingnr þessi, sem eg veit að er mjög heilsulin,
hefir, að minni ætlan, með þvi að nota Kina-lifs-elixir hlotið þá heilsubót,
sem nú er sýnileg á henni.
Hinn eini ekta Kína-lífs-elixir kostar aðeins 2 kr,
flaskan og fæst hvarvetna á íslandi. Ekta er hann að eins tilbúinn af Walde-
mar Petersen, Prederikshavn, Köbenhavn. 1
Þakpappaverksmiðjan Dortheasminde
Köbenhavn B. JU
Herkúles-þakpappi
Haldgóöir þakpappalitir allsk.
StrokkvoOan Saxolin.
ZACHARIAS & Co,
Dortheasminde.
Stofnað 1896,
*
Tals.: Miðst. 6617.
Álagning með ábyrgð
Triumph-þakpappi
Tjörulaus — lyktarlaus.
T r iumph-einangrunarpapp j
Rauða akurliljan.
Skáldsaga frá
79 stjórnarbyltingunni miklu
eftir
baronessu Orczy,
(Pramh.)
Hún vissi ekki hvern veg þeir
fóru með hana, né hve lengi þeir
voru á leiðinni, því hún misti þeg-
ar meðvitundina.
Þegar hún raknaði við aftur, lá
hún undir kletti einum og höfðu
þeir breitt undir hana yfirhöfn, svo
henni skyldi líða betur. Hafði nú
aftur dregið ský fyrir tunglið og var
á niðamyrkur.
Hún áttaði sig þegar á því, að
þau mundu nú komin í áfangastað,
því hún heyrði þá hvislast á rétt við
hlið sér.
— Það eru fjórir menn inni i
kofanum. Þeir sitja í kring um eld-
inn og virðast rólegir.
— Hvað er klukkan?
— Hún er nær tvö.
— Hvað liður flóðinu?
— Það er nú að byrja að flæða.
— Og hvar er skonnortan?
— Hún liggur hér þrjár mílur
undan landi og er auðsælega ensk.
En bátinn höfum við hvergi séð.
— Hafa mennirnir falið sig?
- Já.
— Og þeir rasa ekki fyrir ráð
fram. ^
— Þeir hreyfa sig hvergi fyr en
hái Englendingurinn kemur. Þegar
þeir sjá hann, munu þeir ráðast á
piltana alla fimm.
— Það er gott. Hvernig líður
frúnni?
— Eg held að hún liggi enn í
yfirliði hérna rétt hjá okkur.
— Og gyðingurinn ?
— Við höfum keflað hann og bund-
ið á höndum og fótum, svo hann
getur ekki hreyft sig.
— Það er gott. Hafið þið svo
byssurnar til taks ef ske kynni að
þeirra yrði þörf. Farðu heim að
kofanum, eg skal annast frúna.
Desgas hlýddi og fór, en Chau-
velin greip hendur Margrétár og
hélt þeim föstu taki.
— Eg áleit það réttast að vara
yður við áður en eg tek klútinn frá
hinum fagra munni yðar, mælti
hann lágt i eyra hennar. Eg veit
að vísu ekki hvernig á þvi stendur
að mér hefir veizt sá heiður að þér
skylduð elta mig hingað. En þó
grunar mig, að það sé ekki eingöngu
min vegna, að þér hafið ráðist í
þetta ferðalag og þá grunar mig
einnig, að fyrsta verk yðar verði
það, er eg tek bandið frá munni
yðar, að hrópa sem hæst þér getið
til þess að gera þessum refi viðvart
sem eg hefi nú fylgt heim að gren-
inu. Og skjátlist mér ekki, þá er
Armand St. Just bróðir yðar þarna
inni í kofanum og þrír flóttamenn,
sem bíða nú »rauðu akurliljunnar*,
sem unnið hefir ættjörð vorri mest
ógagn allra manna.
Margrét gat engu svarað, því
klúturinn var bundinn svo fast fyrir
munninn á henni. En Chauvelin
beygði sig niður að henni og hvesti
á hana augun.
— Það sem eg krefst af yður
fyrir það að gefa Armand frelsi, er
mjög einfalt og auðskilið, frú mín
góð. Þér eigið að vera kyr hér á
þessum stað án þess að láta nokkuð
til yðar heyrast, þangað til eg gef
yður leyfi til að tala. Eg vona að
þér hlýðnist mér, hélt hann áfram
og hló illgirnislega, því ef þér æpið
eða látið nokkuð til yðar heyra, þá
munu menn mínir, sem eru þrjátíu
talsins, ráðast á bróður yðar og de
Tournay greifa og drepa þá fyrir
augum yðar.
Margrét hlýddi á hann með vax-
andi kvíða. Og þótt líkamleg þreyta
hefði gert hana sljóa, þá fann hún
þó glögt hve voðalegir þessir kostir
voru. Fann hún glögt, að þeir voru
hálfu voðalegri en kostir þeir, er
hann hafði sett henni nóttina góðu.
Nú var að eins um það tvent að
gera fyrir henni, að horfa þegjandi
á það, að maður sinn gengi í gildr-
una, eða að öðrum kosti að sjá bróð-
ur sinn myrtan og fleiri saklausa
menn.
Chauvelin leysti klútinn frá munni -
hennar. Hún þagði við, þvi, hún
var of þreytt til þess að koma upp
nokkru orði. Hallaðist hún nú upp
að klettinum og reyndi að átta sig
á kringumstæðunum.