Morgunblaðið - 08.03.1914, Page 4

Morgunblaðið - 08.03.1914, Page 4
586 MORGUNBLAÐIÐ Amtmaðurinn á Svalbarða. Það er ekki ósennilegt, að lesend- um vorum bregði í brún er þeir heyra þess getið að amtmaður sé til á Svalbarða og spyrji hver það sé. Það er ísbjörninn, og hafa norskir sjómenn valið honum þetta nafn. Það er þó ekki tilætlun vor að lýsa amtmanninum nákvæmlega, held- ur geta um smásögur er af honum ganga. Það er algengt, að bajrndýrið komi í heimsókn til manna þeirra, er í póllöndum búa. Ratar hann þá þangað vegna þess hve hann er þefvís. Einn góðan veðurdag kom ísbjörn heim að Eskimóakofa og var þar ekkert manna fyrir annað en konan og börn hennar. Bangsi kom upp á skjáinn og stakk höfðinu inn. Konan brá þá fljótt við, greip lampann og dálitla visk af hálmi og kveikti í viskinni rétt við nasir bangsa. Þótti honum sú gestrisni miðlungi góð og reidd- ist. Hugðist hann þá að komast inn í kofann á annan hátt. Gróf hann þá djúpa holu inn í kofa- vegginn og var svo ákafur að því starfi, að hann gætti einkis annars. Bar þá þar að Eskimóa nokkra, gengu þeir að honum og drápu hann. Ekki fer ætið svo illa fyrir birn- inum. Einu sinni lenti hvalveiða- skip í ísi og fraus þar inni. Kom þá bjarndýr fast að skipinu og hefir ef til vill ætlað að ná sér í matai- leifar, sem kastað var út á ísinn. Allir menn voru undir þiljum, nema elnn. Réðist sá út á ísinn í móti bangsa og hafði ekki annað að vopni en lítið barefli. Bjarndýrið réðist þegar á hann, sló vopnið úr hönd- um hans og greip siðan með kjaft- inum um hann miðjan og hljóp á brott með hann. Sáu hinir það síðast til félaga síns. Sjómaður nokkur á skipinu »Nep- tunusc frá Hull, var þó hepnari. Nokkuð langt frá skipinu hitti hann bjarndýr. Var maðurinn nokkuð við öl og hafði lensu mikla 1 hendi svo hann var hvergi smeykur. En er bjarndýrið bjóst til varnar féll honum allur ketill í eld. Tók hann þá á rás eins og fætur toguðu og björninn á eftir. Dró þá saman Kastaði maðurinn lensunni, en bangsi greip hana og hugðist hann hefna sín á henni. En er hann hafði skoðað hana eins og hann lysti, hélt hann áfram eftirförinni. Mað- urinn kastaði þá fyrst öðrum vetl- ingnum slnum, síðan hinum og sein- ast húfunni. Gat hann á þennan hátt tafið fyrir óvætt þessan og kom- ist til félaga sinna. Amtmaðurinn er mesti sælkeri ef því er að skifta. Árið 1864 fór sænskt skfp rannsókn^rför til Sval- barða og Bjarneyjunnar. Fóru þeir á land til að veiða hreindýr. En á meðan húsvitjaði amtmaðurinn í bát þeirra og hefði enginn tollgæzlu- maður gert það betur. Hann náði þar i steikta hreindýrssíðu og át hana upp til agna. En honum hefir að likindum ekki þótt hún nógu feit, þvi hann borðaði sem viðbit fullan bala af tólg, sem mennirnir höfðu tekið með sér ef- þeir þyrftu að kveykja eld. Hrátt hreindýrskjöt var einnig i bátnum en við því hreyfði hann ekki. Síðar komst hann í mat- væli þeirra og át þá með beztu lyst alt það sem soðið var eða steikt. Vill nú nokkur segja að Amtmað- urinn sé ekki matvandur, eins og hver annar, þótt hann verði vana- lega að láta sér nægja hrátt sjómanna- ket, sel, hreindýraket, eða refa. (Þýtt). Sleðaferðir á götunum. Flestir menn hór í bæ munu ein- hverntíma á æfinni hafa heyrt getið um einn leyndardómsfullan hlut, sem kallaður er lögreglusamþykt. Ekki þó svo að skilja, að nokkur maður hafi nokkurn tíma sóð hana eða orðið var við hana, hvorki til góðs nó ills — að minsta kosti ekki til góðs — og það er því af kunnugum talið miklum vafa bundið, hvort hún er til eða hefir nokkurntíma verið til, frekar en Grýla og Leppalúði eða aðrar henni skyldar verur. En hitt er víst, að hún æ 11 i að vera til; og ennfremur er það áreiðan- legt og vist, að lögregluþjónar eru til. Þeir, sem kynnu að efast um þetta, þurfa ekki annað en að líta í bæjar- reikningana. Og enn er það víst, að lögregluþjónunum er meðal annars ætl- að það verk, að sjá um að umferð um göturnar fari fram með nokkurnvegin sæmilegri reglu og varna því eftir föngum, að lífi og limum þeirra manna sem um göturnar ganga, só hætta búin fram yfir það, sem nauðsynlegt er. Það er því ekki ólíklegt, að þeir hafi vald til að koma í veg fyrir það, sem viðgengst hór altof mikið, að krakkar, stærri og smærri, hendist eins og eldibrandar, bæði á sleðum og skaut- um, um sjálfar götur höfuðborgarinnar, og það á y'msum fjölförnustu götun- um, svo að jafnvel iiprustu mönnum er hætta búin, að eg ekki tali um saklads börn og gamalmenni, sem ekki eru svo »snör í vendingum<í! að hægt sé að búast við að þau geti í snatri undið sér undan þessum ófögnuði. Það eru sannarlega ekki allir svo fljótir til, að þeir nái að forða sér undan, þegar þessir pottormar koma þjótandi á sleðum sínum ofan brattar götur, eins og Bakarastíginn eða Suður- götu, grenjandi í hásum rómi »F r á !« Og það eru heldur ekki allir, sem álíta að þeir sóu skyldugir til að víkja fyrir þessum ungu mönnum, bara vegna þess að þeim þóknast að iðka íþróttir sínar á opinberum götum, f staðinu fyrir á sleðabrekkum, sem nóg. er af hór og þar sem enginn mundi amast við þeim. Eg treysti mér því miður ekki til að vísa í lögreglusamþyktina í þessu efni, þvf hún er eflaust löngu gleymd og grafin, hafi hún verið til; en eg efast samt ekki um, að lögreglan hafi fullan rétt til að skerast héi- í leikinn og banna þessar sleða- og skautaferðir krakkanna um göturnar. Það er heldur ekki nóg með það, að hvar sem menn fara, ganga menn í hættu fyrir því að verða fyrir sleð- um þessara krakka, auk þess er það, að við þessar sífeldu skauta- og sleða- ferðir verður svo hált og skreift á göt- unum, að ill-gangandi er um þær. En eg þykist vita, að einn eða tveir góðborgarar bæjarins verði að fótbrotna á hálkunni eðái undir einhverjum sleð- anum áður en nokkuð verður gert til að kippa þessu í lag, rótt eins og snemma í vetur, áður en Morgunblað- ið píndi bæjarstjórnina til aðberasand á göturnar. Það er bara óskandi að það verði sem fyrst; það er algerlega óhjákvæmilegt til þess, að menn geti gengið nokkurn veginn óhultir á göt- unum! Hver vill offra sór? S n á p u r. Frá útlöndum. Þegar Titanic fórst á Atlanzhafi i aprílmánuði 1912 voru farþegar á skipinu John Jacob Astor, herforingi og auðmaður mikill, ásamt konu sinni vanfærri. Konunni var bjarg- að en Astor sjálfur fórst með skip- inu. Fjórum mánuðum síðar fæddi frú Astor sveinbarn, sem John Jacob heitir og eignaðist hann þegar er hann fæddist 40 miljónir króna arf eftir föður sinn, er hann aldrei hefir séð. Drengurinn er fríður og hraust- ur og er mynd hans í glugga Morgun- blaðsins. Brezkar konur eru ef til vill allra kvenna sérlyndastar, nema ef ske kynni að þær amerísku sköruðu fram úr þeim i þessu efni. Brezkar kon- ur eiga þó þá nýtízku uppáfyndingu að láta flúra í handleggshörund sér myndir af uppáhaldshundum sinum. Þykir þetta alment harla einkennileg tizka, en kveður þó svo ramt að henni, að maður nokkur, Alfred South að nafni, hefir gerst hörunds- flúrari fyrir konur þessar og sér varla fram úr vinnunni, svo mikil er aðsóknin að sölum hans. South býr i New Oxford Str. (ef einhver hérlend kona skyldi vilja heimsækja hann) og getur hann að líta i glugga Morgunblaðsins ásamt fagurri kven- hönd með hundsmynd i lófanum. Þjófafélag. Á Vermalandi gerðu margir smástrákar félag með sér og rituðu falska pöntun á brennivíni til Filipstad Spritbolag. Var pöntunin þegar afgreidd og sóttu strákar vör- una sjálfir á járnbrautarstöðina. Tóku þeir siðan til óspiltra málanna og fengu sér óspart í staupinu. Hættu þeir ekki fyr en allir lágu ósjálfbjarga. Komst þá upp klækurinn og tók skólastjórnin málið í sínar hendur. I erlendu blaði lesum vér það í bréfi frá Reykjavík, að allr.11 janúar- mánuð hafi verið hér sumartlð. Hiti minst 6 stig og öll tún skrúðgræn sem um hásumar! Nlestur kvikmyndabær í heimi er Universital City í Kaliforníu. Þar er ætíð góðviðri og landslagið einkar- vel til þess fallið að taka þar lifandi myndir. Mörg kvikmyndafélög hafa þar bækistöð sína og leigja þau oft alla bæjarbúa til þess að vera með í leikunum. En margir slasast f þeim svaðilförum og hefir því orðið að reisa stórt sjúkrahús í bænum. Fornmenjafundur. Á Vorning f grend við Randers hefir nýlega fund- ist gamall haugur. í honum fund- ust 13 öskuker, tveir gullhringar, stórt gullarmband og spjót úr gulli og bronce. Dýr hattur! Kona nokkur í Brúnsvik á Þýzkalandi keypti nýlega hatt fyrir 250 þús. krónur. Atvik voru þessi er hér skaf greina. Konuna langaði til að fá nýjan hatt, en bóndi hennar vildi ekki leggja fram fé til þess. Fór þá konan á fund hattasalans með happ- drættismiða, sem hún átti og fekk kaupmann til þess eftir miklar mála- lengingar, að taka miðann upp í andvirði hattsins. Viku síðar fór happdrættið fram og vann þá kaupmaður 250 þús. á nýja miðann sinn. MexÍCO. Grimdarverkum linnir þar lítið enn. Var eitt hið hryllilegasta framið núna um miðjan febr. Þá- lét Castillo aka timburvagni inn f jarðgöng nokkur — sem kend eru við Cambre — og kveykja í. Stóð þá alt í ljósum loga, vagninn og reft- ið i göngunum. Skömmu síðar kom lest að norðan og rendi inn á þessa heljarslóð. Fórust allir menn er á voru, en um tölu þeirra er ó- víst, þó haldið að þeir hafi verið 70. Bryan utanrikisráðherra sendi 300 hermenn frá Juarez til óbappastaðar- ins. Höfðu þeir með sér slökkvi- tæki og 70 líkkistur. Gamall hermaður. í París lézt nýlega hermaður nokkur Antoine Demeure og var hann 106 ára að aldri. Hermaður gerðist hann 19 ára gamall, en árið 1863 fekk hann lausn úr herþjónustu vegna þess að hann misti málið á þann hátt að hann datt af hestbaki og beit sund- ur i sér tunguna. En þegar ófrið- urinn hófst milli Þjóðverja og Frakka, fekk hann málið aftur og bað þá um leyfi til þess að vera með. Þjóð- verjar tóku hann til fanga en hann strauk frá þeim til Sviss. — Hann barðist í fjörutíu orustum um æfina og varð nitján sinnum sár. Fyrir nokkrum vikum gat hann þess að nú hefði hann ekki lengur lögun til að reykja og gæti því alls ekki átt langt eftir ólifað. Frá Rússum. Yfirvöldin í St. Péturs- borg hafa nýlega bannað útgáfu blaðsins »Novaja Rabatsjaja Gazetac. Hafa komiðút af því 136 tbl.; á fimm mánuðum hefir það haft tuttugu rit- stjóra, sem allir voru settir í fangelsi blaðsins vegna. Og á sama tíma var blaðið einnig dæmt til þess að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.