Morgunblaðið - 08.03.1914, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
greiða í sekt 8500 rúblur eða 16000
krónur.
Paincaré Frakkaforseti hélt nýlega
ræðu á fundi blaðamanna í París.
Sagði hann þar meðal annars: »Oft
virðist mér sem blaðamannsstarfið
hafi kallað mig, en síðan hrundið
mér frá sér aftur; eða mér finst það
sem fagurt land, er eg hefi ferðast
um, en fæ nú ekki að lita framar.
Eg þrái ætíð að vera blaðamaður og
eg öfunda ykkur hina, sem megið
láta skoðanir ykkar í ljós í blöðun-
um. Og oft er það, að er eg les
einhverja grein, sem mér er í móti
skapi, þá langar mig til þess að and-
mæla henni í einhverju blaði. En
mér verður þá líkt og manni þeim,
sem kennir verkjar í handlegg eða
fæti, löngu eftir það að sá limur hefir
verið tekinn af honum«.
Húsráð.
Postulin, sem fágað er gulli eða
málað, þolir ekki sem annað postu-
lin að vera þvegið upp úr södavatni.
Verður þvi að þvo það úr volgu
vatni sódalausu og síðan skola það
aftur úr öðru vatni volgu. Verður
því næst að þerra það með mjúk-
um|dúki. — Gott er það og, að láta
hvitan silkipappir liggja milli disk-
anna svo þeir rispist ekki.
—o—
Silfurgripir, sem engin feiti er
á, er hægast að hreinsa á þann hátt
að þvo þá úr heitu vatni. Ella er
það nauðsynlegt að blanda vatnið
sóda. Verður að þerra þá þegar í
stað og fága. Ef þörf krefur þess
að þeir séu hreinsaðir, verður að nota
silfursápu, en gæta verður þá og
hins, að ekkert verði eftir af henni
í fegurðar- eða leturstungunni sem
er á flestum silfurgripum-
Rauða akurliljan.
Skáldsaga frá
81 stjórnarbyltingunni miklu
eftir
baronessu Orczy
(Framh.)
Chauvelin var ær af reiði. Hafði
enginn maður fyr kollvarpað svo
fyrirætlunum hans.
— Ryðjist inn í kofann piltar og
drepið alla sem eru þar, grenjaði hann.
Hafði nú dregið ský frá tungli af
nýju og var ljóst um alla klettana.
Þustu nú nokkrir af hermönnunum
inn i kofann, en sumir stumruðu
yfir Margrétu.
Dyrnar á kofanum voru í hálfa
gátt. Hermaður nokkur hratt þeim
upp. Var myrkur inni að öðru
leyti en þvi, að kolaglæður vörpuðu
daufri birtu yfir gólfið. Staðnæmd-
ust hermennirnir á þröskuldinum og
virtust bíða frekari fyrirskipana.
Chauvelin varð sem þrumu lost-
inn af undrun. Hafði hann vænst
þess að flóttamennirnir mundu veita
örðugt viðnárn, en nú stóðu her-
menn hans þar kyrrir í sömu spor-
Taubútar verða
seldir mjög lágu
verði þessa daga.
Egill Jacobsen.
t>eir, sem kynnu að vilja selja Holdsveikraspítalanum í
Laugarnesi, um 1 ár frá 14. maí næstkomandi að télja, mjólk
þá, sem spítalinn þarfnast fyrir (sem sé: hérumbil 1200 pt.
nýmjólk og 600 pt. undanrennu mánaðarlega) heimflutta á
hverjum morgni í hús spítalans, sendi undirrituðum tilboð
sín, með tilteknu lægsta verði, fyrir útgöngu þ. mán.
Laugarnesspítala, 7. marz 1914.
Einar JTlarkússon.
Beztu Cigarettur
heimsins
eru
jSpecial Sunripe
tra
R. & J. Hill Ltd, London.
Skinfaxi
vill fá mikiu fleiri kaupeudur í Reykjavík. Spyrjist fyrir
um blaðið, ef þér ekki þekkið það.
Bjarni Magnússon hjá Jóni Halldórsyni & Co. og Þorleifur Gunnars-
son Félagsbókbandinu taka móti áskrifendum.
um og ekkert hljóð barst innan úr
kofanum.
Varð nú Chauvelin margt í huga
Og greip hann bæði ótti og undrun.
Gekk hann að bragði að kofadyrun-
um og spurði með titrandi röddu
hverju þetta sætti.
— Eg ímynda mér að enginn
maður sé hér inni. núna, svaraði
einn hermannanna,
— Þið hafið þó að líkindum ekki
látið þessa fjóra menn ganga úr
greipum ykkar, grenjaði Chauvelin.
Eg hafði mælt svo fyrir að enginn
þeirra mætti komast lifandi héðan I
Eltið þál------
Hermennirnir brugðu við þegar
og þustu niður klettana eins og
og fætur gátu þá borið.
— Þessi óhlýðni skal kosta Iíf
yðar, flokksforingi, mælti Chauvelin,
og þitt líf einnig, Desgas, þvi þið
hafið óhlýðnast boði mínu.
— Þér sögðuð okkur að bíða
þangað til hái Englendingurinn kæmi
á fund hinna. En enginn hefir kom-
ið, mælti flokksforinginn önuglega.
— Eg skipaði ykkur rétt áðan,
þegar þetfa kvendi grenjaði, að gæta
þess að enginn þeirra flóttamann-
anna kæmist héðan lifandi I
— Já, en min skoðun er sú, að
menn þessir séu farnir héðan fyrir
löngu.
— Nú, það álítið þér! mælti
Chauvelin og sauð í honum bræð-
in. Og samt sem áður létuð þér
þá sleppa.
— Þér höfðuð mælt svo fyrir,
svaraði liðsforinginu, að við ættum
að biða hér kyrrir eða bíða bana
ella. Þessvegna biðum við . . . Og
skamt var þess að bíða, eftir að þér
höfðuð gefið fyrirskipanir yðar er
eg heyrði að mennirnir læddust út
úr kofanum, og var það nokkru áð-
ur en konan þarna tók að kalla,
mælti hann ennfremur, er Chavelin
gat engu orði upp komið fyrir reiði.
Kváðu nú við skot i fjarska. Leit
þá Chauvelin niður að sjónum en í
sama bili vörpuðu himininský skugga
yfir jörðina svo ekkert sást.
Stóðu þeir nú allir þrir hnipnir
í sömu sporum og hlustuðu. Heyrð-
ist þá áraglamur i fjarska, en Chau-
velin varð svo mikið um að kaldur
sviti spratt honum á enni.
587
JTiorgunbíaðid
kostar ekki nema 65 aura á mánuði
fyrir áskrifendur (34—35 blöð).
Sent heim eldsnemma
á h v e r j u m
morgni.
Eina
blaðið,
sem enginn
má án vera. Gerist
áskrifendur þegar í dag.
Það margborgar sig, — munið það l
Grímudaiislekiir
fyrir nemendur dansskólans í Báru-
búð, bæði fyrir þá sem hafa verið
í vetur og fyrravetur, verður haldinn
i Iðnó föstudig 13. marz.
Aðgöngumiðar seldir i Austurstr.
17 (Konfektbúðinni).
Sig. Guðmundsson.
Skíðafélag Reykjavíkur
heldur æfingar hvern sunnudag, þeg-
ar færð og veður leyfir, uppi í Ár-
túnsbrekku. Stjórnin.
€%il fíQÍmalitunar vl^urm
sérstaklega ráða mönnum til að nota
vora pakkaliti, er hlotið hafa verð-
laun, enda taka þeir öllum öðrum litum
fram, bæði að gæðum og litarfegurð.
Sérhver, sem notar vora liti, má ör-
uggur treysta þvi, að vel muni gefast.
— í stað helllulits viljum vér ráða
mönnum til að nota heldur vort svo-
nefnda Castorsvart, því þessi litur
er miklu fegurri og haldbetri en nokk-
ur annar svartur litur. Leiðarvisir á
islenzku fylgir hverjum pakka. —
Litirnir fást hjá kaupmönnum alls-
staðar á íslandi.
cftucfis c£arvafa6ri/í
— Þar róa þeir frá landi, mælti
hann og svalg orðin.
Var það nú auðsætt, að Armand
St. Just og félagar hans höfðu læðst
á burtu, en hermenn lýðveldisins,
sem vanir voru því að hlýða í blindni,
höfðu ekki þorað að stöðva þá
vegna þess að þeir höfðu eigi feng-
ið neinar fyrirskipanir þess efnis.
Hitt var og vist, að báturinn frá
»Dagdraumnum* hafði legið hér í
nándinni. Höfðu nú flóttamennirn-
ir náð þangað og róið bátnum að
borði. Heyrðust nú og stórskota-
drunur frá hafi, er sýndu enn betur
hvernig komið var.
— Skonnortan er að sigla á
brautu, mælti Desgas.
Chauvelin var nú að taka á því,
sem hann átti til svo ekki hlypi
reiðin með hann í gönur.
Það var enginn efi á þvi að þessi
bölvaður Englendingur hafði enn
einu sinni narrað hann. Chauvelin
skildi þó sízt i því hvernig hann
hefði farið, að komast framhjá varð-
mönnunum og inn í kofann. Það
var auðskilið að hann hlaut að hafa
komist þangað á undan hermönn-
unum þótt Chauvelin skildi síst i