Morgunblaðið - 22.03.1914, Blaðsíða 2
648
MORGUNBLAÐIÐ
Tíver setíi tjafi fengið ffesfar og bezfar vörur með síðasfa
shipi? Pví er ehhi vancfsvarað. Pað var
Tf). Tf). tngóffsf)voíi.
hann fræði mannkynið um lengri
tíma, en þegar hann kom til Gyð-
ingaþjóðarinnar.
Annie Besant hefir verið líkt við
Jóhannes skírara. Hún hefir unnið
meira en nokkur annar að því að
ryðja hinum komandi mannkyns-
fræðara braut.
Bækur hennar1) hafa flogið eins
og vorboðar land úr landi og vak-
ið vonina um komu Krists í brjóst-
um margra manna.
Fyrirlesturinn eftir Mrs. Annie
Besant, sem hér fer á eftir, var
haldinn í Edinborg á Skotlandi
sumarið 1911. Hún gerir þar grein
fyrir ýmsu því, er hefir orðið til að
styrkja þessa von hjá skoðanabræðr-
um hennar, jafnvel þótt hún skýri
par ekki frá því, hver falið hefir
henni á hendur að flytja þennan
fagnaðarboðskap, »sem viðkemur
öllum þjóðum*. Frh.
S. Kristófer Pitursson.
t
Frú Soffía Thorsteinson.
í gær, nokkru eftir hádegi andað-
ist hér í bænum, eftir langa og
þunga legu mestan hluta vetrar, frú
Soffía Kristjana Thorsteinson, ekkja
Árna heit. Thorsteinsonar landfógeta.
Hún var fædd hér í bæ og ól hér
allan sinn aldur. Mun hún hafa
verið rúmlega hálf áttræð er hún
lézt. Foreldrar hennar voru hin
valinkunnu sæmdarhjón Hanneskaup-
maður Johnsen (sonur Steingríms
biskups) og frú Sigríðar Simonar-
dóttir (kaupmanns Hansens), og ólst
hún upp í foreldrahúsum þar til er
hún rúmlega tvítug var gefin frænda
sínum Árna Bjarnasyni Thorsteinson
(þau voru systkynabörn), er þá var
fyrir skömmu orðinn land- og bæ-
jarfógeti hér í bæ. Eftir meira en
hálfs fimta tugar einkar farsæla og
ástríka sambúð misti hún mann sinn
haustið 1907. Af börnum þeirra,
sem upp komust, eru fjögur á lífi,
Hannes cand. jur. og bankaritari, frú
J) Helztu rit hennar um mann-
kynsfræðarann eru þessi, sem öll
liafa verið þýdd á Norðurlandamálin:
Tidskifte, Den nærmeste Fremtid og
Kristi Genkomst.
Þómnn (kona Franz Siemsens fyr
sýslumanns, Árni cand. phil., tón-
skáld og ljósmyndari, og Bjarni, sem
verið hefir iktsjúkur krossberi alla
æfi, en eitt er dáið, frú Sigríður,
fyrri kona Páls borgarstjóra Einars-
sonar.
Allir, sem þektu frú Soffíu Thor-
steinson, munu ljúka upp einum
munni um, að þar sem hún er, eigi
bæjarfélag vort á bak að sjá einni
af sinum fremstu sæmdarkonum,
enda var hún orðlögð fyrir sakir
ljúfmensku sinnar og hjartagæzku,
yfirlætisleysis og grandvarleika til
orða og verka. Hún mat jafnan
mest allra hluta hag og heillir heim-
ilisins, sem hún átti forstöðu að veita;
því helgaði hún alla sína krafta með-
an hún stóð á uppréttum fótum, svo
vel sem hún skildi það, að þrif heim-
ilisins eru fyrsta undirstaða allra þjóð-
félagsþrifa. Það er því lika kunn-
ugra en frá þurfi að segja, að þau
mörgu ár, sem hún fekk að skipa
húsfreyju* og húsmóður-sessinn, var
hann ekki annarstaðar betur skipaður
en á heimili þeirra landfógetahjóna í
Austurstræti. Eins og hún var eigin-
manni sínum hin ástríkasta eiginkona,
svo var hún og börnum sínum,
tengdabörnum og barnabörnum hin
umhyggjusamasta og ástríkasta móðir,
er seint og snemma bar heill þeirra
og hamingju fyrir brjósti, enda naut
hún í ríkum mæli ástríkis og virð-
ingar þeirra allra. En undirrót allra
mannkosta hinnar látnu sæmdarkonu
var hinn fölvskalausi guðsótti, sem
alla æfi var hennar styrkur og stoð.
Blessuð sé minning hennar.
x x
1=3 DAGBÓFflN. =3
Afmæli í dag:
Lára Pálsdóttir, húsfrú.
Sólarupprás kl. 6.26 árd.
Sólar.ag kl. 6.44 síðd.
Háflóð er í dag kl. 2.50 árd.
og kl. 3.13 síðd.
Guðsþjónustur í dag:
Guðspj. Jesús méttar 5000 manna
í dómkirkjunni kl, 12, síra Bj. J.
— 5, síra Jóh. Þork.
í fríkirkjunni hór kl. 12, síra Ól. Ól.
Veðrlð í gær:
Rv. a. gola, hiti 0.0.
íf. a. gola, frost 3.3.
Ak. logn, frost 13.5.
Gr. logn, frost 15.5.
Sf. logn, frost 0.8.
Vm. a.s.a. snarpur vindur, hiti 1.7.
Þh. F. n.n.a. kul, hiti 2.5.
Náttúrugripasafnið opið kl.
1V2-2V2-
Þjóðmenjasafnið opiðkl. 12-2.
P ó s t a r:
Vestan og Norðanpóstur fara.
Ingólfur fer og kemur frá Borgarnesi.
Great Admiral kom í gær af
fiskveiðum og hafði aflað um 26 þús.
af þorski.
íslendingurinn kom hingað í
gær með rúm 20 þús. af vænum fiski.
Earl Monmouth kom í gær af
fiskveiðum og hafði aflað 35 þús. af
góðum fiski.
M a í kom í gærkvöld hingað eftir
nokkurra daga útiveru. Flutti hann
á land 30 þús. af góðum fiski.
T v æ r frakkneskar skútur komu i
gær.
Slys bar við hór f Vesturbænum í
gærdag. Voru tveir drengir að leika
sór við kolabing. Hrundi hann og urðu
drengirnir undir. Annar meiddist ekk-
ert, en hinn braut tönn og meiddist á
fingri — þó eigi alvarlega.
V e s t a kom til Borðeyrar í gær-
kvöldi. Skipið er væntanlegt hingað
um miðja viku.
V endsyssel aukaskip Sam.fólags-
ins fer frá Akureyri í dag beina leið
hingað til Reykjavíkur. Skipið kom
til Akureyrar frá K.höfn fyrir tveim
dögum.
Ingólfur Arnarson kom af
fiskveiðum 1 gær eftir nokkra daga úti-
vist og hafði aflað rúm 20 þús.
Með frakkneskum botnvörp-
ung, Europe, kom hingað í gær út-
gerðarmaðurinn mikli Mons. L. Porel,
sá sem tekið hefir á leigu neðstu íbúð-
iua í húsi Sturla og Friðriks Jónsson-
ur við Hverfisgötu.
Grfmudansleikur Iðnaðar-
mannafólagsins var haldinn í gærkvöldi.
Fór hann hið bezta fram og skemtu
menn sór til morguns.
B o t n í a fór til útlanda í gær.
Farþegar til útlanda voru: Debell
forstjóri og kona hans, Rögnvaldur
Ólafsson byggingarm., Klaus Hansen
bakari, frú Kristín Jakobsen, og marg-
ir útlendir sjómenn. Til Vestm.eyja
fóru: Gísli Johnsen konsúll, Valdem.
Ottesen og Árni Sigfússon kaupmenn,
Sörensen bakari o fl.
F u n d i r í K. F. U. M. og K. F. U.
K. í vikunni:
Sd. 22. kl. 10. Barnaguðsþjónusta.
— ------4. Fundur. í Y D. (10—14
ára drengir).
— ------5^/4 Skotæfing hjá Vær-
ingjum.
— — — 8^/2 Almenn samkoma.
Md. 23. kl. 6j/2 Væringjaæfing.
Þd. 24. kl. 5 og 8 Saumaf. K.F.U.K.
— — — 8^/2 Biblful. f. unga menn.
Mvd. 25. kl. »V2 Fundur í U D. Piltar
14—17 ára velk.
Fmtd. 26. kl. 6 Smámeyjaf. f K.F.U.K.
Fmtd. — kl. 8V2 fundur í A-D Allir
karlm. velkomnir.
Fsd. 27. kl. 8V2 Fundur í K.F.U.K.
Stúlkur velkomnar.
Ld. 28. kl. 6 V2 Fundur fyrir 12—14
ára drengi.
— — — 8 V2 Skemtun. Nánar síðar,
Föstudag 27. er fundur f trúboðs-
fólagi kvenna á venjul. stað og stundu.
Hljóileikamir i Gamla Bló.
Hljómleikar þeir, sem hr. Bern-
burg efndi til með 7 manna sveit
sinni í fyrrakvöld, voru hinir ánægju-
legustu. Húsið var troðfult og fjöldi
manna varð frá að hverfa sem hús-
rúmsins vegna varð að neita inn-
göngu. —
Sveit Bernburgs virðist hafa farið
mikið fram upp á siðkastið. Lögin
voru vel valin og auðheyrt var, að
vel höfðu þeir félagar búið sig undir
hljómleika þessa. Var unun að heyra
hve vel þeim tókst jafn erfitt lag og
»March«inn úr Tannhaiiser. Lög
Wagner eru engin viðvanings með-
færi, en Bernburg tókst þar betur
en búast hefði mátt við.
Vér spáum Bernburg og sveit hans
góðri framtíð hér í bænum.
— Þá voru myndir þær, er sýnd-
ar voru, eigi verri að sýnu leytir
en hljómleikarnir. Vér minnumst
eigi að hafa séð hér í bæ öllu betri
myndir en »Undir Ástargrímu«r
Sameinast þar hvortveggja, bæði
frámunalega góð leiklist og fyrirtaks
útbúnaður. Og hin myndin, «Fritz
og Bubi«, er skemtileg með af-
brigðum.
Þeir Bernburg og Petersen eiga
þakkir skilið fyrir að hafa gert þessa
tilraun til þess að sameina hér hljóm-
leika og kvikmyndasýningar. Tíðk-
ast það viða erlendis og þykir fólki
jafnan mikið til þess koma. Von-
andi eiga bæjarbúar von á mörgumí
slíkum kvöldum. Carol.