Morgunblaðið - 22.03.1914, Blaðsíða 6
6j2
MORGUNBLAÐIÐ
Mótora
til að hengja á báta, \l/2—2 hestöfl út-
vega eg beint frá Amerku fyrir
að eins 300 krónur.
Prjónagarnið góða.
Dömuklæðið þekta 2.50, 1.90—x.45. Sokkarnir (ullar) x.io.
Kvenbolir og Normalskyrtur, Enskar húfur o. fl.
alt nýkomið.
Fermingarfötin koma 2. næsta mán. í mjög stóru úrvali
i cJlusíursfrœfi 1.
cHsg. <§. Sunníaugsson S Qo.
Einnig alls konar fasta bátamötora,
fyrir lægsta verð.
Allir þessir mótorar eru frá einni helztu
bátamötora verksmiðju Ameriku.
Jónatan Porsteinss.
0
Reykjavík.
Tilboð óskast
um viðbótarbyggingu og breytingar á húsinu Austurstræti i (Veltunni).
Uppdrættir eru til sýnis hjá N. B. Nielsen (Brydes-verzlun) hvern
virkan dag kl. io—12 og 5—8, og gefur hann allar upplýsingar.
Tilboð verða að vera skrifleg og komin til viðtakanda fyrir 1
apríl. —
f
pr. Kristínu Olafsdóttur
N. B. Nielsen.
Söngkmsla
Frú Laura Finsen, útskrifuð frá sönglistaskólanum í K.höfn
og lengi notið framhaldskenslu á Þýzkalandi, kennir söng. Sérstök
áherzla lögð á raddmyndun og heitsusamlega öndunaraðferð (hygieinisk
Pustemetode), sem hlífir hálsinum og proskar röddina.
Vanalega heima til viðtals kl. 5—6 e. h., Laugaveg 20 B (uppi).
Tilkynning.
Vér viðhöfum hvorki skrum né ósannindi í samkepnis-skyni, en
sala á öli voru eykst daglega — það er sannanlegt — og jafnframt bezta
sönnunin fyrir því, að vér að eins seljum aýbragðs öl.
ölgerðarhúsið Reykjavík.
Tómar tunnur
af ýmsum stærðum eru seldar
í Bakkabúð.
á meðal allra»hinna. — Lögreglan
hefir áreiðanlega margt við að styðj-
ast í þessu máli. Finst þér það
ekki, Erko ? Þetta verða sólskins-
dagar fyrir Mossin! En hann skal
þó komast að raun um, að hér er
ekki við lambið að leika sér. Hvað
finst þér, Erko?
En Erko svaraði engu. Hann
hélt áfram að telja og varir hans
tautuðu í sífellu hærri og hærri
tölur.
Svo reis hann alt í einu á fætur
og strauk með hendinni yfir bandið,
sem knýtt hafði verið um sárið á
enni hans.
— Nú ? sagði Fjeld.
— 448,365 krónur, hvorki meira
né minna eftir síðasta gengi. Á
3 x/a klukkustund var þess aflað, án
þess að það kostaði nokkurt manns-
líf eða þessháttar smámuni. Eigum
við ekki að drekka skál gula málms-
ins og gula blettsins i augum okk-
ar I
Og Ilmari Erko fór mjúkum
höndum yfir gulldyngjuna, eins og
hann vildi gera gælur við hana.
IV.
Æskudraumur.
Ekkjufrú Sarow náði sér furðan-
lega fljótt aftur. Lá hún nú á hægri
dýnu með hvíta svæfla kringum
sig og dreymdi vakandi í um það
að hafa losnað úr crmum dauðans.
Hún var ein á meðal þeirra, sem
telja sorgir, andstreymi og tár mestu
hamingju lífsins.
Hún hafði dregið mann sinn í
dauðann með þessum krossburði
sínum. Tár hennar og harmastunur
höfðu fyrst drepið lífsgleði hans og
síðan hann sjálfan.
Jörgen Sarow mat ekkert meira
en fegurð og skyldu. En þegar
enginn skildi hann og hið eina sem
harn heyrði voru stöðugar kvein-
stunur og tilkall til peninga, þá hvarf
brosið af vörum hans og hann varð
að horfa á útför fegurstu vona sinna
og lífsgleði. En þó fanst honum
stundum að hann sæi endurskin
æskudrauma sinna í andliti dóttur
sinnar. Heilablóðfall varð banamein
hans og leysti hann um leið af
hinum þrotlausu skyldum hans. Og
þá lék bros um stirnaðar varir hans.
Katrín litla var þá ekki nema 6
ára að aldri og vissi ekki hvað dauð-
inn var.--------—
— Sjáðu — pabbi brosir, mælti
hún við móður sína, sem talaði við
læknirinn og flóði í tárum.
— En hvað honum fer þetta bros
vel, mælti læknirinn. Eg minnist
þess ekki að hafa nokkurn tima séð
hann brosa. Elsku barn, bætti hann
við og klappaði á höfuð Katrínar.
Pabbi þinn var fárra líki. Hann
hefir reynt mikið, en nú hvilir hann
í friði. Guð gleðji sál hans.
Katrin gat aldrei gleymt þessari
stundu. Minnirigin um föður henn-
ar og brosið á vörum hans, var henni
hjartfólgnast af öllu. Hún var svo
lundlétt og kát, að hinar sifeldu
harmstunur og grátur móðurinnar
fekk ekki svift hana æskufjörinu.
Hún var yndi og eftirlæti allra. Og
þegar Jónas Fjeld átti heima hjá
þeim á stúdentsárum sínum, þá vakti
hún einkennilega viðkvæmar tilfinn-
ingar I brjósti hins dutlungafulla og
einræna manns.
Síðan voru nú liðin 7 ár og nú
sat Jónas Fjeld aftur í hinni litlu
stofu þeirra.
En nú var Katrín Sarow nær
fulltiða stúlka. Svipur hennar var
hreinn og bjartur og það mátti svo
að orði kveða, að hver hugsun, sem
hreyfði sér í sál hennar, endurspegl-
aðist i augum hennar.
Hún hafði afarmikið gullið hár,
augu hennar voru dimmblá, en hálf-
hulin af binum löngu augnahárum.
Húti var vel vaxin og mjúk í hreyf-
ingum. En hún kunni ekkert að
þvi að æsa tilfinningar karlmannanna,
og ef til vill var það þess vegna, að
hún dró að sér allra hugi.
Um þetta og ótal fleira var Jónas
Fjeld að hugsa um leið og hann
horfði í augu hennar.
— En hvað þér eruð fölur og
þreytulegur, doktor Fjeld, mælti
Katrín. Þér reikið þó víst ekki?
— Nei, það beld eg naumast —
Og meðal er |þá til við því.
Áfengi er bezta meðalið fyrir veik-
bygða menn, eins og þér vitið.
— En eruð þér þá hraustur?
— Ojá. Að minsta kosti að sumu
leyti. Það er stundum hreinasta
unun að fást við það sem aðrir hafa
ekki getað leyst af höndum. Við
lásum víst Nietzsche of mikið hérna
á árunum.