Morgunblaðið - 22.03.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1914, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 650 I þriðja flokks vagni. Aldrei gefst manni eins gotttæki- færi til þess að spara eins og þegar maður ferðast í járnbrautarvagni. Og jungfrúin, sem ætíð þurfti að vera laglega til fara, hafa fallegan hatt og nýja hanzka, sá þegar, að nú gafst henni tækifæri til að spara, er hún þurfti að fara í ferðalag. Hún ákvað þegar að leggja á stað með árdegislestinni, til þess að kom- ast hjá því að kunningjarnir fylgdu henni á járnbrautarstöðina. Og hún skrifaði vinkonum sínum, er hún ætlaði að heimsækja, að þær skyldu ekki koma á móti sér A járnbrautar- stöðina. Hún var ekki í því skapi, að hún gæti sætt sig við langar og viðkvæmar kveðjur. En sannleikur- inn var sá, að hún hafði ákveðið að ferðast með flutningalest, þótt það væri seinfara flutningstæki og ætti auk þess að staðnæmast hálfa klukku- stund við aukastöð. En hún hafði valið þessa lest vegna þess, að hún vissi það, að engin vinstúlka sín mundi ferðast með þeirri lest og hún hafði ætlað sér að ferðast með þriðja flokks vagni til f-ess að spara. Þriðja flokks vagni! Það eru marg- ir ungir heldri menn, sem aldrei hafa ekið í annars flokks vagni, hvort sem þeir hafa komið úr skólanum eða farið þangað, en hafa í mesta lagi orðið fyrir þvi happi á kaupstefnu- degi, að lenda í þeirri Paradís, innan um bændur og prangara. Það eru til margar aidraðar hefð- arfrúr, sem ætíð endranær gera til- kall til beztu sæta — og laglegar ungar stúlkur, sem á dansleikjum dansa ekki við aðra en liðsforingja — en láta sér þó ætið, þegar færi gefst, nægja það að ferðast i þriðja flokks vagni. Maður má heldur ekki vera altof strangur við sjálfan sig, þótt maður hafi sett sér ein- hverjar lífsreglur. Litla jungfrúin okkar hafði og sín- ar lífsreglur, en hún ætlaði þó að ferðast með þriðja flokks vagni. Það var henni auðvitað þvert um geð, en — hún vildi endilega spara. En óþægilegt var það samt sem áður. Að hugsa sér það að kaupa farbréf með »þriðja« flokks vagni og eiga það á hættu að þjónarnir þektu hana! Og svo þetta, að þurfa að skygnast um eins og þjófur til þess að ganga úr skugga um, að enginn væri þar á járnbrautarstöðvunum sem væri henni kunnugur. Nei, guði sé lof, þar er enginn maður. Hún kaupir sér farmiðann og gengur svo auðritað út um dyrn- ar á annars flokks biðstofu. Úti á stéttinni kemur maður á móti henni og spyr hana hvert hún ætli. Hún segir honum það. — Annars flokks kvenvagn er hér! — Nei . . . þriðji . . ., stamar hún. — Maðurinn skilur það! Og svo vísar hann henni Hengra frr.m«, með hálfgerðum fyrirlitningarsvip og ó- kurteisum málrómi! Hún kafroðnar og flýtir sér þang- að. Vagninn er tómur. Það er þó altaf bót í máli. Hún leggur frá sér pynkla sína og gengur út að glugganum . . . en hrekkur á bak aftur. Tvær ungar stúlkur með blómvendi í höndum koma eftir gangstéttinni. Fylgja þeim foreldrar þeirra og tveir stimamjúkir yngismenn. En á eftir kemur feit vinnukona másandi og kvásandi, með fult fangið af farangri. Nú, það eru dætur N.... leyndar- ráðsl Þær ferðast auðvitað i fyrsta flokks vagni! Já, auðvitaðl Hvað mundu þessir tveir fuglar, sem hafa gefið þeim blómvendina, annars hugsa um þær? Engum lifandi manni dett- ur í hug að lita við stúlku sem ferð- ast í þriðja flokks vagni. »Gentle«- mennirnir renna ekki einusinni horn- auga þangað og burðarkarlarnir eru litlu betri. Sá, sem ferðast á laun með þriðja flokks vagni, á eftir sögn, um tvent að velja. Annaðhvort að hjálpa göml- um kerlingum, sem hafa ótal pakka, og konum með hálfa tylft af grenj- andi krökkum, eða þá að öðrum kosti að draga sig í hlé, og lita smáum augum á þetta lítilsiglda fólk. Jungfrúin litla var í afarslæmu skapi og ekki batnaði það þegar dig- ur ávaxta-sölukerling ruddist inn í vagninn. Hún hafði þó í lengstu lög vonað það, að hún fengi að vera þar ein. Alt gekk nú samt slysalaust þang- að til vagninn kom að stöðinni þar sem hann átti að staðnæmast hálfa klukkustund. Állir farþegarnir stigu út úr vagn- inum. Hún gat heldur ekki setið kyr i þeirri hitasvækju sem var í vagninum, og eiga það auk þess á hættu, að dætur leyndarráðsins sæu hana í gegnum opnar dyrnar. Þær voru á leiðinni þangað — — nei, nú sneru þær við og fóru inn á stöðina. Þá steig hún út úr vagn- inum, en enn var hún í slæmu skapi. Og hún var hrædd um að einhver ferðamannanna þekti sig og færi að biðja sig að verða samferða. En hún slapp þó hjá þeim hásk- anum. Auðvitað fór hún ekki inn í bið- salinn. Hún gekk eyrðarlaust fram og aftur milli húsanna og þorði ekki einusinni að fá sér kaffi, þó hana langaði til þess. Þá er hringt. Lestin er að leggja á stað. Hún gengur að vögnunum og stígur inn i klefann sinn í þriðja flokki. En rétt i því að hún er að setjast, koma þangað dætur leyndar- ráðsins og stíga inn í klefann. — Nú, þá var ekki á verra von! Nú rekur hvað annað, undrunar- óp og vinarkveðjur, og svo er rætt um það hvað þessir þriðja flokks vagnar séu ágætir, einkum á sumr- um, þegar maður fer að eins stutta bæjarleið og ferðast ekki nema svona einstökusinnum, eins og þessar þrjár vinkonur. — En elsku, bezta, segir eldri systirin, þér megið alls ekki segja honum pabba frá því að við höfum verið í þriðja flokks vagni. — Við gerum það okkur eingöngu til skemt- unar. En pabba geðjast miður vel að því, eins og þér eflaust skiljið vegna stöðu hans í þjóðfélaginu. — Já, því ekki það! Hann er svo einkennilegur þessi góði pabbi, sem í laumi hefir sagt dætrum sinum að haga sér þannig. Já, hann er dá- lítið einkennilegur, því ætíð þegar hann getur, vegna stöðu sinnar í þjóðfélaginu, ferðast hann sjálfur í þriðja flokks vagni, situr þar á gler- hörðum trébekkjum og hallar baki sínu, þreyttu og bognu af áhyggjum fyrir átta börnum, upp að nöktum þiljunum. Jungfrúin litla lætur þess auð- vitað þegar getið, að hún hafi aldrei litið inn í þriðja flokks vagn áður. En þegar þær systurnar hafa stigið úr vagninum og hún er ein eftir, flýgur henni það skyndilega í hug, hvort ekki mundi réttara að kaupa sér annars flokks farmiða til þess að koma þó ekki á áfangastað eins og flækingur. Hún rís upp og ætlar að ná f miðann, en þá man hún eftir því, að hún hefir beðið vinkonur sínar þess að koma ekki á móti sér. Og því er það bezt að súpa bikar niður- lægingarinnar i botn. — — — Nú gellur við eimpípan. Lestin . staðnæmist og lestarvörðurinn opnar dyrnar — þó ekki svo hvatskeytlega að hún þurfi að hrökkva svona hast- arlega saman. En hún hefir séð nokkra breiðskygða hatta úti á gang- stéttinni og andlit sem hún þekkir. Það eru vinir hennar, •sem ekki hafa skeytt bæn hennar um það, að koma ekki á móti henni. Hvað á hún að gera? flfram eftir O. Sweíí Jtlarden. Framh. Napoleon bauð einu sinni marskálkum sínum til miðdegisverðar, en þeir komu ekki stundvíslega. Settist hann þá að snæðingi einn. Þeir komu, er hann var að rísa upp frá borðum. »Herrar mínir«, mælti hann, »miðdegisverðinum er lokið, við tökum þegar til starfa«. Stundvísi er sál alls viðskiftalífs. Það varð Cæsar að fjörtjóni, að hann frestaði að lesa bréf, sem hann fekk. Frestur veldur verstu afleiðingum. Rahl ofursti sat við spil, er honum barst bréf um, að Washington væri að fara yflr Delawase. Hann stakk bréfinu ólesnu á sig og lauk spilinu. Hvemig fór ? Hann fekk að eins kvatt saman hersveitir sínar áður en hann lézt, en menn hans voru handsamaðir hrönnum saman. Það mun- aði einum tveim mínútum, og fyrir þær misti hann fjör og frelsi og sæmd sína. Walter Scott var stundvís maður. Þeirri dygð hans má þakka hina óvenju miklu starfshæfileika hans. Þá reglu hafði hann tamið sér, að svara öllum bréfum sama dag og þau komu. Hann fór á fætur kl. fimm, og um morgunverðarleytið var hann jafnan búinn að »hálsbrjóta sig á vinnu«, eins og hann orðaði það sjálfur. Ungur maður, sem var nýbúinn að fá stöðu, leitaði ráða til Scotts. Hann ritaði honum á þessa leið: Gættu þín, að detta ekki um neina til- viljun á leið þinni, en hugsaðu um að vera sístarfandi og dunda ekki eins og kvenfólk gerir stundum. Gerðu þegar það sem gera þarf og hvíldu þig á eftir — en aldrei fyr en þú ert búinn«. »Hvað eg met mikils drengi, sem eru stundvísir, segir H. C. Brown. »Fljótt fer maður að bera traust til þeirra og sjá að óhætt er að trúa þeim fyrir mikilvægum erindum. Drengur, sem orðinn er kunnur að stundvísi, hefir lagt fyrsta skerfinn til þess að smíða hamingju sína í lífínu«. Stundvísi er hlið traustsins og opnar fyrir oss hlið lánstrausts- ins. Hún ér bezta sönnun þess, að alt sé í lagi hjá oss og vekur traust hjá öðrum á dugnaði vorum. Sá maður, sem kemur á réttum tíma, er og líklegur til að standa við orð sín. Sérhver fésýslumaður veit, að til eru augnablik, sem áhrif hafa svo árum skiftir. Til eru menn, er ætíð þurfa að hlaupa til þess að koma á réttum tíma, menn, sem virðast hafa óhemjuannríkt, og láta eins og þeir séu ætíð að missa af járnbrautarlestinni, sem þeir ætla með. Þessa menn vantar vinnulag og verður sjaldan mikið að verki. »Betra seint en aldrei« — er eigi nærri eins gott máltæki og þetta: Betra aldrei en of seint. Mörg æfin hefir farið forgörðum vegna þess, að nokkrar mín- útur hafa mishepnast. Nokkur augnablik valda oft öllum muninum á sigri og ósigri,. á happi lífsins og hruni þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.