Morgunblaðið - 22.03.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.03.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 649 V jrðskrá með myndum, yíir fólks- og vöruflutninga bifreiðar og allar upplýsingar við- vikjandi þessum heims-viðurkendu bifreiðum gefur einka-umboðsmaður verksmiðjunnar á tslandi Jónatan Þorsteinsson, Reykjavík. Símnefni: Möbel. Pósthólf 138. Góðu koíin eru aftur homin í Gfasgowgrutminn. Suðm. ð. Suðmunósson. tJalsimi 4/5. Beztu Cigarettur heimsins eru Special Sunripe trá R. & J. Hill Ltd, London. W Þáttur af Fjalla-Eyvindi eftir Gisla Konráðsson. — 25 — út, en að jafnaði er það kölluð ósvinna að ókunnir menn gangi inn óboðnir á bæi«. Komumaður mælti: »Einhvérn- tíma hefðu þeir dagar verið, að eg hefði ekki verið dreginn út af kvenvæflum fáum«. Þótti konunum hann láta láta all-djarflega. Hann spurði þá ef karlar væru á bænum. Þær sögðu bónda að fé. Var þá nær alrökkvað. í því kom Gísli bóndi og rak sauði sína til baðstofu; voru það geldingar hans; varð þeim hverft er þeir litu komumann á gólfl; var og borið inn ljós áður, því myrkt var orðið. Bónda varð að orð- um, bölvaði, og spurði hver fyrir stæði. Förumaður sá kom inn með bónda, er Jón hét, kallaður Vigguson. Komumað- ur bað hann láta hyggilega og varð þá sem bilt, er hann leit þá tvo og svein- inn Jón Gíslason hinn þriðja, er verið hafði í fjárhúsum um daginn, að tína ló og raka mylsnu til íburðar. Komu- maður baðst þá húsa; bóndi svarar stutt. Lézt ekki nenna að vísa honum út í náttmyrkur og illviðri, en kvað ærna slíka gesti. Komumaður spyr hvort bóndi — 26 — geti gefið sér bragð af tóbaki? Hann kvað það vísast og rétti honnm mola; blíðkaðist hann við og tók að ræða við bónda, og leika við son bónda er Sig- urður hét, all-ungann, og húsfreyju. Bóndi spurði hann að nafni, en hann lézt Þorsteinn heita og vera eyfirskur og sendur á Vestfjörðu, að vitja arfs nokkurs, en hafa vilst af leið sökum ókunnugleika. Var hann þar um nótt- ina og gerði ekki mein uí sér, en fór síðan af stað daginn eftir. Höfðu menn það fyrir satt, að þessi maður væri Arnes útileguþjófur, þvi að lýsing hans bar saman við það, sem honum hafði áður á alþingi lýst verið. Sauðskinnum stal hann þar í dalnum á einum bæ og á öðrum kom hann i eldhús, þar kona fleytti af reyktu kjöti: greip hann flotið og drakk það, og fór síðan brott. 15, Sigvaldi bindur Ames. I þann tíð bjó sá maður að Gilsstöð- um í Vatnsdal, er Sigvaldi hét, ram- ur að afli, svo að fáir mundu hans lík- ar, og það hafa sumir menn sagt, að 27 lítt fengi hann stilt afl sitt ef hann reiddist, er sjaldan bar að, því að spak- lyndur var hann hversdagslega. Helga hét kona hans og segja menn, að hann mætti ekki snerta hana, ef hann var við öl, og stýrt fengi hann þá ekki afi- sínu; getur hans í Húnvetningasögu. Það var nær þessum tíma að Sigvaldi kom út á bæ sínum, nótt öndverða, og varð þess var, að maður reif skemmu hans. Sigvaldi hljóp að honum, þreif til hans og hnykti honum undir sig, því að ærinn var aflsmunur; var maður sá litill en knálegur og skjótur í bragði, þótt ekki fengi hann staðist Sigvalda, er þegar náði tökum á honum. Sig- valdi batt hann við stoð, því að hann varð einn öllu að ráða með þeim, og stóð hann þar nótt alla. Sagði hann þá til sín og var það Arnes, bað hann Sigi valda eirðar; Sigvaldi nenti ekki að draga hann til yfirvalda. Þá hafði Húna- þing Bjarni sýslumaður Halldórsson á Þingeyrum. Slepti Sigvaldi Arnesi og réði honum að forða sér og glettast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.