Morgunblaðið - 09.05.1914, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.05.1914, Qupperneq 2
8 é4 MORGUNBLAÐIÐ SYKUR er hvergi ódýrari í stórkaupum en hjá Jóni írá Vaðnesi. hin leiðin farin, að veita félaginu styrkinn. Jóh. Jóhannesson sagði að styrkur- inn væri að minsta kosti ekki lögá- kveðinn 5 kr. á kvöldi. Það mætti leikandi sitja hana niður i nokkra aura. Var síðan beiðm Leikfélagsins borin undir atkvæði og feld með 6 atkv. gegn 4. Komu fram tvær beiðslur um eftirgjöf á útsvörum, sökum atvinnu- tjóns, ásamt meðmælum niðurjöfn- unarnefndar. Báðar samþ. Kosin var 3. manna nefnd i út- svarskærumál framvegis, þau: }óh. }óh., H. Hafliðason og Bríet. Lesin var fundarskýrsla rafmagns- fundarins á dögunum og bréf frá forgöngumönnunum, með beiðni um að bæjarstj. skipi nefnd í það mál. Var hún skipuð 5 mönnum: Magn. Helgason, K. Zimsen, f. Þorl., Sv. Bj. og Sighv. Bj. Beiðni Steingríms Arasonar um kennarastöðu við barnaskólann vísað til skólanefndar. Annari beiðni um að fá að láta skúr nokkurn standa vísað til úrslita veganefndar. Þriðju um fiskpláss vísað til úrr slita fasteignanefndar. Tilboð frá Pétri Ólafssyni um að breyta erfðafestulandi við Suðurgötu í byggingarlóð, með vissum skilyrð- um, var tekið. Lesið var erindi frá fjölda bæjar- búa um fisksölumálið. Ekki rætt, en samþ. út af spurningunni um það, hvort bærinn ætti að taka að sér söluna. sett 3. manna nefnd í málið. Kosnir: H. Hafl., Sv. Bj. Þorv. Þorv. og samþykt tillaga Sv. Bj. um að byggja ekki fiskpallana fyr en sú nefnd hafi lokið störfum. Símfregnir. Akureyri í %ar. íshroði er nú hér fyrir Norður- landi, en hve mikill vita menn eigi með vissu. V e ð r i ð er kalt og bendir alt til þess að ekki muni harðindunum enn lokið. Pollinn stállagði 1 nótt í 12 stiga frosti. Fiskur er hór nægur á Pollinum enn eins og venja er þegar ísinn ligg- ur við land. HafnarfirÖi i %ar. Hóðan er nú það helzt að frótta að uppgripaafla má kalla hór í firðinum. Reru hóðan menn í gær og fengu 30 króna hlut. Þykir það gott, enda ekki oft að svo vel láti í ári. Hafnargerðin í Vestmanneyjum Viðtal við Kirk verkfr. Kirk verkfræðingur . kom hingað til bæjarins með Sterling frá Vest- manneyjum. Hefir hann dvalið þar um hrið, til þess að undirbúa hina fyrirhuguðu hafnargerð, sem nú er nýbyrjað á. Vér hittum hr. Kirk í gær, og spurðum hann hvernig gengi vinn- an í Vestmanneyjum. — Það sem nú liggur fyrir að gert verði, eru að eins sjógarðarnir. Hafnargerðin í Vestmanneyjum er ekkert stórt fyrirtæki. Höfnin er aðallega ætluð fyrir vélbáta (Eyja- menn eiga um 70 vélbáta). Kostn- aður við hafnargerðina alla hefir ver- ið áætlaður 290 þús. kr. En sjó- garðarnir, sem vér nú erum byrjaðir á, munu kosta um 130 þús. kr. — Hafið þér marga menn í vinnu i Eyjunum ? — Vér munum hafa um 40—50 manns í sumar og gerum ráð fyrir að verkinu verði lokið í október 1915. Nielsen verkstjóri, sem hér hefir unnið síðan vér byrjuðum í Reykjavík, er nú farinn til Vestm.- eyja, og stjórnar hann vinnu þar. En eg býst við að verða með ann- an fótinn í Eyjunum meðan unnið er þar að sjógörðunum. Carol. =3 DAGBÓBflN. 1=3 Afmæii í dag: Anna Magnúsdóttir húsfrú. Kr. Petersen húsfrú. Einar Finnsson járnsmiður. Jóh. B. Bjarnason. Bjarni Símonarson prestur Brjámslæk, 47 ára. Páll Stephensen prestur Holti, 51 árs. d. Páll amtm. Melsted 1861. d. Magnús konungur lagabætir 1280. Tungl fult kl. 8,31 síðd. Sólarupprás kl. 4.39. Sólarlag kl. S.ll. Háflóð er í dag kl. 4.44 árd. og kl. 5.4 e. h. Veðrið í gær: Rvk. a. kul, frost 3.0. ísf. lcgn, frost 4.8. Ak. s. andvari, frost 8.0 Gr. s. andvari, frost 4.5. Sf. n.a. kul, frost 8.0' Vm. n. stinnur kaldi, frost 4.1. Þh. F. a.n.a. snarpur vindur, hiti 2.7. P ó s t a r : Ingólfur fer til Garðs í dag og á að koma á morgun. D á i n n Magnús Bjarnason verk- maður, til heimilis að Nýlendugötu 16. 55 ára gamall. Ársfund heldur Hið íslenzka kven- félag mánudaginn þ. 11. þ. m. á venjulegum stað og tíma. Stjórnin. Lifandi rósir og önnur blóm nýkomin, Be- goniulaukar og aðrir Blóm- laukar, Blómsturfræ ca. 200 teg. Matjurtafræ flestar teg. og þær beztu sem til laiidsins flytjast. Selst á Laugaveg 10. Klæðaverzlun Guðm. Sigurðssonar. Afmælisskemtnn Æsknnnar er á morgun kl. 6 síðd. Aðgöngu- miðar eru hjá Jóninu Sveinsdóttur, Þingholtsstræti x. Ágæt lítil íbúð til leigu frá 14. maí. Uppl. gefur Pétur Hjaltested úrsmiður. Jörðuð voru tvölíkígær: Málm- fríður Óiafsdóttir, veitingam. í Stykkis hólmi, 22 ára gömul. Hún dó 4. maí á Landakotsspítala — og Finnur Jóns- son, sonur Jóns Austmanns, 23. ára gamall. Hann dó á Vífilsstaðahæli 4. maí. M e s s a ð í frikirkjunni í Hafnar- firði á morgun kl. 12 (ferming). F 1 a g g a ð var víða í hænum í gær í tilefni af burtför ráðherra. Skinfaxi — 5. blaðið — kom út í gær. Flytur hann margar stuttar og góðar ritgerðir og er sérlega vel úr garði gerður. G i f t i n g. í gær gaf Þórhallur biskup Bjarnarson þau dr. Guðmund Finnbogason og Laufeyju Vilhjálms- dóttur frá Rauðará saman i hjónaband. Fór vígslan fram ir.ni á Rauðará. Ungu hjónin sigldu til útlanda með Botníu í gærkvöldi og ætla að eyða þar hveitibrauðsdögunum. Prófastur í Húnavatnsprófasts- dæmi er skipaður síra Bjarni Pálsson í Steinnesi í stað síra Halfdans Guð- jónssonar á Breiðabólstað, sem nú flyzt til Sauðárkróks. <■ Prestkosning. Að Breiðaból- stað í Húnavatnssýslu er kjörinn prest- ur síra Ludvig Knudsen frá Bergstöð- um. Sótti enginn annar og var hann kjörinn af öllum þorra safnaðarbúa. A s k kom hingað í gærmorgun. Hafði farið vestur og norður um land og komist alla leið að Langanesi. Þar varð skipið að snúa við vegna hafíss og heldur nú hóðan suður um land til Austfjarða. B o t n í a fór til útlanda í gær. Far- þegar voru Hannes Hafstein ráðherra, dr. Guðm. Finnbogason og frú, frú Valborg Einarsson með 2 börn, frú Hansson með 2 börn, frú Sveinsson frá Kleppi með eitt barn, ungfrú Kjær hjúkrunarkona frá Laugarnesi,. Pótur Ólafsson konsúll, Asgrímur Jónsson málari, margir útlendingar og um 20 vesturfarar. Einar Sæmundsson skógar- maður er n/kominn hingað frá Eyrar- bakka. Leikhús og kvikmyndir. Fyrir nokkrum árum hóíst kepni sú hin mikla, sem enn er ekki séð fyrir endann á, milli leikhúsanna annars vegar og kvikmyndanna hins vegar — »Bió« heitir það á Reykja- víkur máii. — Hér í bænum hefir verið leikið, vel eða illa, eftir kring- umstæðum, og þykjast menn hafa náð svo langt, að hér hafi stundum verið sýnd sönn list. Hafa einstakir menn haft mikið fyrir þessu og var það lengi vel að alt gekk eins og í sögu. En nú í seinni tið á þetta leikarafólk í vök að verjast. Og hvað er það sem drepur það? Það eru »Bíó-in«, sem svo eru kölluð. Þeir sem nokkuð eru kunnugir leik- félagi Reykjavíkur, munu kannast við það, að mjög hefir dregið úr aðsókn fólks að leikum þeirra, síðan kvikmyndaleikhúsin komust hér í al- mætti sitt. Þetta er engin ný bóla. Nú hefir um hríð staðið grimdar-styrjöld milli leikhúsanna annars vegar og kvik- myndaleikhúsanna hins vegar. Kvik- myndaleikhúsin þurfa auðvitað að nota beztu leikarana og geta þau auðveldlega mútað þeim mönnum sem náð verður úr hinni greininni. Hefir nú um hrið staðið bardagi mikill milli þessara stofnana. Eru þeir allmargir leikendur, sem þykjast of góðir til þess að sýna sig svo auðveldlega fyrir peninga. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Er nú jafnvel dr. Mantzius, sá mað- ur, er menn héldu að lengst mundi berjast móti kvikmyndunum, svo langt leiddur að hann hefir gert samn- ing við kvikmynda-kong nokkurn Ole Olsen, og þykjast nú leikarar Dana illa sviknir, er þeim bregst aðaljað- ar í þessari baráttu. —----- Oi» ---— Frá útlöndum. Simapóstkort. Ameríska póst- stjórnin hefir nýlega tekið upp þann sið að láta rita talsímanúmer við- takanda á póstkort. Hringja póst- húsin svo heim til þeirra og láta þá vita um komu spjaldanna, að þeir geti sótt þau þegar í stað. Mannætur. Franskt skip, »Guade- loupe« kom nýlega til eyjarinnar Malekula, sem er ein af nýju He- brideeyjunum. Búa þar villumenn. Þrír hásetar af skipinu fóru í land sér til gamans. Eyjarskeggjar réð- ust að þeim og drápu þá, en steiktu síðan og átu með góðri lyst. Páfagaukarnir. í ensku blaði er sögð þessi saga frá ferðalagi kon- ungs um héruðin í grend við Black- burn í fyrra. Dyravörðurinn í einu húsi, sem konungurinn heimsótti, átti tvo páfagauka. Annar þeirra var næmur og mátti kenna honum ýmsar setn- ingar, en hinn var þverúðugur og.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.