Morgunblaðið - 13.05.1914, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.05.1914, Qupperneq 1
Miðvikud. 13. maí 1914 MOR&UNBLADIB 1. argangr 188. tölublað Ritstiórnarsimi nr. 500 I Ritstjóri: VilhjAlmur Finsen ísafoldarprentsmiðja | Afgreiðslusimi nr. 140 Dín I Biografteater DlO I Reybj avíbur. Bio Tals. 475 Manndýrið. Sjónleikur i 3 þáttum. Aðalhlutverkið leikur: Peter Pjeldstrup. Listin að koma sér vel. Grískur gamanleikur. Bio-Kafé er bezt. ’ Sími 349. Hartvig Nielsen. Græna auga gula guðsins. Indíánaástir. Indverskir toddarar. Nánara á götuauglýsingum. «© •M * -d X! 3 u SO > Vöruhúsið. Nikkelhnappar kosta: 3 a u r a tylftin. Öryggisnælur kosta: 6 a u r a tylftin. Vörnhúsið. Oí |-S H P* g* Skrifstoja Eimskipafétags ístands Austurstræti 7 Opin kl. S—7- Tals- 409- Notið sendisvein frá sendisveinaskrifstofunni. gími 444. Lesið morgunbtaðiðt c Góifdúkar- o « Linoleum. ^ ^ Fallegastir -- beztir -- ódýrastir. ^ Fjölbreyttast úrval. - Greið og 5^ ^ ábyggileg viðskifti. 5^ á borv. Sigurðsson & Kr. Sveinsson 7 Bankastræti 7. Gólfdúkar Linoleum og Voxdúkar, aíiar teg undir, allar breiddir. Stærst úrval — iægst verð m Jónatan Þorsteinssji. UPPBOÐ! Af sérstöknm ástæðum verða 800 pokar af kartöflum seldir við uppboð á föstndaginn 15. mai i pakkhúsi Edinborgar við Hafnarstræti kl. 12 á hádegi. Liverpool-linan. Beinar ferðir milli Isiands og Liverpool. Menn muna eflaust eftir því, að Morgunblaðið gat þess nokkru eftir nýjárið, að ráðgert hafi verið að koma á fót beinum ferðum milli ís- lands og Liverpool. Fylgdi það þá með sögunni, að þeir fisk-kaupmenn- irnir enskn, Mr. Bookless í Hafnar- firði og Mr. Hobbs í Reykjavík, ætl- uðu að gangast fyrir þessu fyrirtæki. En er vér spurðum þessa menn hvað hæft væri í þessn, kvaðst hvorugur þeirra hafa neitt með þetta að gera, og vissu þeir þá ekki til að neitt væri afráðið um slíkar ferðir. Sann- leikurinn mun hafa verið sá, að Mr. Bookless hefir kvatt gufuskipaeigend- ur í Skotlandi til að gangast fyrir beinum samgöngum hingað til lands frá Liverpool, en hvorki hafi hann ætlað sér að eiga neinn þátt í því fyrirtæki sjálfur, né neitt hafi verið ákveðið um það, er þessi fregn barst hingað fyrst. En nú er svo að sjá, sem alvar- leg hreyfing sé aftur komin á málið. Hingað til bæjarins kom um daginn með Sterling enskur maður nokkur, að nafni Mr. Cook, frá Aberdeen á Skotlandi. Er hann meðeigandi í gufuskipafélagi einu þar i bæ, og hefir félagið nú afráðið að gera til- raun með að senda skip hingað beint ftá Liverpool, flytja hingað kol og annan varning, og fisk og aðrar ís- lenzkar afurðir til Liverpool og það- an áfram, ef æskt er. Vér höfum grenslast eftir um nán- ara fyrirkomulag á þessum ferðum, og skulum nú skýra frá hvers vér höfum orðið áskynja. Fyrst um sinn ætlar félag þetta að hafa einungis eitt skip í förum, og flytja eingöngu varning, en ekki farþega. Skipið, sem notað verður fyrst um sinn, heitir »Glen-Gelder<, og rúmar rúmlega 800 smálestir. — Ætlast er til að skipið fari nokkurn- veginu reglubundnar ferðir, einu- sinni í mánuði. Hingað er það vænt- anlegt í fyrsta sinn kringum þann 20. þ. m., hlaðið kolum hingað til bæjarins og Hafnarfjarðar. Viðkomu- staðir hér á landi er ætlast til að verði ekki aðrir en Reykjavík og Hafnarfjörður. Aðaláherzluna mun félagið leggja á fiskflutning héðan. Hingað til hafa fiskikanpmenn vorir verið afarilla settir með að koma fiski sínum á markaðinn, þ. e. þeim fiski, sem ekki er sendur í heilum förmum beint til Spánar eða ítaliu. Hafa þeir orðið að senda hann með skip- um Thorefélagsins eða Samein. fél. til Leith, en þaðan hefir síðan orðið að flytja fiskinn annaðhvort með járnbrautinni til Glasgow, eða með öðrum skipum til einhvers þess stað- ar á Bretlandi, sem hentugar ferðir falla frá til Miðjarðarhafslandanna. En bæði er þetta afar-kostnaðarsamt og auk þess er fiskurinn með þessu móti afarlengi á leiðinni þangað til hann kemst á markaðinn, og er þar að auki oft hrakinn og illa útleikinn vegna þessa margfalda flutnings er hann loksins kemst á markaðinn. — Nú upp á síðkastið hefir fiskur líka stundum verið sendur með skipum Bergensfélagsins, en þá hefir hann oftast þurft að fara norður og aust- ur um land og þaðan til Noregs og síðan verið fluttur á skip í Bergen áleiðis til Miðjarðarhafsins; tekur þetta líka langan tíma og er að mörgu leyti óhentugt. En ef fisk- urinn er sendur héðan beint til Liverpool þarf að flytja hann milli skipa aðeins þar, og er hann síðan fluttur þaðan beint til móttökustað- arins. Frá Liverpool eru ferðir mjög tíðar til allflestra staða út um heim, og er þvi það tvent unnið við að senda fiskinn þangað, að hann kem- ur fyr en ella til móttökustaðarins og kemur auk þess óhrakinn og vel útlítandi. Þegar þar við bætist að flutningsgjöld þau, er félag þetta heimtar, eru mjög sanngjörn, þá virðist vera mjög mikill fengur í þessu nýja sambandi við umheim- inn, þótt í smáum stil sé enn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.