Morgunblaðið - 17.05.1914, Side 5

Morgunblaðið - 17.05.1914, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ Sannar sag*nir af Titanic. Eftir Archibald Gracie ofursta. Frh. 7 Eg lagði nú hönd að f>ví verki með hásetunum að lagfæra báfagálg- ana, svo hægt væri að ná Engel- hardtsbátnum niður af káetuþakinu. Hrópaði þá einn hásetanna er stóð uppi á þakinu: »Hefir enginn far- þeganna hníf á sér?«. Eg tók upp vasahnífinn minn og fleygði til mannsins: »Hér er lítill vasahnífur ef þér getið notað hann«, hrópaði eg. Mér virtist það ganga óþarflega seint að losa segldúkshlíf- arnar ofan af bátnum og skera á festarnar. Fanst mér sem ekki hefði mátt minna vera en einhver tæki til þess hefðu verið þar handbær, svo eigi stæði á því að losa bátinn. Meðan þessu fór fram reistu aðrir nokkrar sterkar árar upp við káet- una til þess að taka fallið af bátnum er honum yrði hrundið niður af þakinu. Báturinn féll nú með braki miklu niður á þilfarið og braut um leið nokkrar af árunum. Við Clinch Smith vikum okkur undan, hölluð- um okkur upp að borðstokksriðinu og horfðum á þessar aðfarir. Ótt- uðumst við að báturinn mundi brotna eða þá að minsta kosti taka þær skemdir, að hann yrði ósjófær. Vitnis- burður yngri loftskeytamannsins, Haralds S. Bride staðfestir og þessa frásögu mína: »Eg sá bát, sem lá nærri reyk- háfnum og gekk þangað. Störfuðu tólf menn að því að hrinda honum niður á bátaþilfarið. En það var hægra sagt en gert. Þetta var sein- asti báturinn, sem eftir var á skip- Nýtt líf. 19 Saga eftir Hugh Conway. Framh. Eg fleygði mér niður í stól og bölvaði þrjózku ítala. En svo kom mér i hug annar eiginleiki þeirra, fégræðgin, og þá varð mér nokkuð hughægra. Vel gat það verið að Teresa skrifaði mér eða heimsækti mig aftur, því eflaust gleymdi hún ekki launum þeim, er henni voru heitin. En dagarnir liðu og eg varð einkis vísari. Mér hefði nú verið það næst skapi að flytjast aftur á fyrri stöðvar í Walpole Street. En eg þorði það ekki, því eg bjóst altaf við því að Teresa mundi heimsækja mig og þorði þvi ekki að fara frá Maida Vale. En svo liðu langir dagar að eg frétti ekkert af þeim. Og er eg var nær farinn að örvænta, fékk eg að lokum bréf. Það var ritað á ítölsku og tjáði bréfritarinn mér að sig langaði til að heimsækja mig eftir hádegi þenn- inu. Eg leit til hans vonaraugum nokkra stund, en svo lagði eg hönd á verkið með þeim og varð þá bátn- um hrundið niður*. Um þetta leyti heyrði eg að ein- hver fyrirliði uppi á þakinu hrópaði: »Er enginn sjómaður þarna niðri?«. — Jú, Sir, var svarað og nokkrir hásetar hurfu nú á brottu og kom mér þegar til hugar að þeir mundu eiga að losa hinn Engelhardtsbátinn. Eg heyrði aftur að einhver bað um hníf að láni og þóttist þekkja mál- róm annars fyrirliða, sem var þar að verki með sjómönnunum. Lig- htoller hefir sagt mér og eins ritað mér það, að A-bátur á stjórnborða hafi aldrei verið leystur. En sam- kvæmt því er síðar vitnaðist viður- kennir hann að A-bátur muni hafa flotið á brottu síðar, en B báti hafi verið kastað niður á bátaþilfarið, og það var sá bátur, sem við klifruð- umst síðar upp á. Hásetarnir höfðu nú eins og sagt hefir verið, kastað bátnum niður á þilfarið, en eg skildi ekkert í því, hvers vegna þeir settu hann ekki á flot. Kom mér helzt til hugar að þeir mundu ætla að losa hinn bátinn áð- ur, fleyta þeim svo báðum samt. Tveir laglegir hásetar á hvítum fötum stóðu fram við öldustokk skipsins. Var annar þeirra hár en hinn nokkuð lægri. Þeir voru ró- legir eins og ekkert væri um að vera og ræddu um það sín í milli hvort skipið gæti sokkið eður eigi. Þeir litu kæruleysislega til félaga sinna, sem voru að starfi sínu og eg man að eg spurði annan þeirra eftir því hvers vegna hann hjálpaði þeim ekki. Um þetta leyti voru nokkrir far- þegar á þessum hluta skipsins, en Clinch Smith var sá eini er eg var með til síðustu stundar. Nú mun hafa verið liðinn fjórðungur stundar an sama dag. Hann nefndi sig Manuel Ceneri. Hann mintist ekkert á það, hvaða erindi hann ætti við mig, en eg vissi þó að það hlaut að vera eitt- hvað viðvíkjandi Pauline. Teresa hafði þá ekki haft mig að ginninga- flfli og beið eg þess með óþolin- mæði að Manuel Ceneri bæri að garði. Hann kom laust eftir hádegi. Eg þekti hann þegar í stað. Það var maður sá hinn lotni, er eg hafði séð ræða við Teresa utan við San Giovanni kirkjuna í Turin. Hann var auðvitað þessi il doítore, sem hún hafði minst á og réði framtíð Pauline. Hann hneigði sig kurteislega er hann kom inn og leit um leið til mín, eins og hann vildi grenslast eftir því, hvaða maður eg væri. Eg bauð honum sæti og svo settist hann. — Eg bið yður afsökunar á því, að eg heimsæki yður þannig, án frekari fyrirvara, mælti hann. Vona eg þó að þér fáið getið yður þess til, hvert erindi mitt muni vera. Hann mælti á óbjagaðri ensku, en með útlendri áherzlu þó. síðan seinasti björgunarbáturinn lét frá borði og heyrðum við þá hávaða nokkurn, er skaut okkur heldur en eigi skelk í bringu. Það var hvorki meira né minna en það að sjórinn skall nú upp á skipstjórapallinn og fossaði niður i skipið. Það voru all- ar líkur til þess, að sjórinn mundi ná þegar upp á bátaþilfarið, en langt virtist þess að bíða að hásetar fengju hvolft bátnum upp og lyft honum yfir borðstokksriðið og stóðu nú svo margir þar og biðu til þess að stökkva í hann er hann kæmist á flot, að engar likur voru til þess, að hann mundi bera svo marga. Það hefir liklega verið þess vegna að Clinch Smith stakk upp á því að við skyld- um ganga aftur á skipið stjórnborðs- megin. Gekk hann þegar á stað og fylgdi eg honum eftir. En ekki höfðum við langt farið er við rák- um okkur á þyrpingu manna. Það voru miðþilfarsfarþegar, sem nú komu hrönnum saman frá neðri þil- junum og vörnuðu okkur alger- lega vegarins lengra aftur á skipið. Það voru bæði menn og konur, sem komu þar í móti okkur, en er fjöldinn sá hvernig umhorfs var, sneri hann^við og stefndi aftur á skipið, en rak sig þar á járngrindur þær er aðgreindu fyrsta og annað farrými. Hér var það sem annars staðar að enginn sýndi nckkurn ótta í fari sínu, en á hverju andliti mátti lesa rúnir hinnar voðalegustu örvænting- ar. Við Clinch Smith sáum nú þeg- ar að við gátum ekki komist lengra. Sjórinn var nú á hælum okkar, svo við vorum í hinni mestu klípu. Eg mun aldrei gleyma þeim hluta skips- ins þar sem við stóðum. Framundan okkur var dálitið skot, sem mynd- aðist af gaflinum á káetu fyrirlið- anna og yfirbygginu einhverri aftan við hina fremstu »Ekspansionsfuge« á Titanic. Clinch íynith stóð mér — Eg vona að mér sé erindi yðar ljóst, svaraði eg. — Nafn mitt er Manúel Ceneri, og er eg læknir. Systir mín var móðir jungfrú March og eg kom hingað frá Genua til þess að ræða við yður tilboð það, er þér hafið gert frænku minni viðvíkjandi. — Þér vitið þá alt — allar inni- legustu óskir minar. — Já, eg veit að yður langar til þess að kvongast frænku minni. En eg skal segja yður það, Mr. Vaug- han, að eg hefði gjarna óskað þess að frænka mín giftist ekki. Þó hefir tilboð yður orðið til þess að eg hefi athugað málið betur. Eg er þess fullviss, að þótt Paul- ine hefði verið ullarpoki, þá mundi frændi hennar ekki hafa talað kæru- leysislegar framtíð um hennar. — Við skulum því snúa okkur að efninu, mælti hann. Mér hefir verið sagt að þér séuð auðugur og af góðum ættum. Er það satt? — Ætt mín hefir ætíð notið ó- skertrar mannvirðingar, mælti eg. Og eg þori að segja það, að eg er auðugur. — Eg vona að þér séuð fús til 9o? til vinstri handar inni í þessu skoti og snerum við baki að borðstokkn- um. Mér varð litið upp á þakið á káetunni og sá þá mann nokkurn, sem lá þar á maganum og hengu fæturnir fram af þakbrúninni. Clinch Smith freistaði þess að stökkva svo hátt að hann næði með höndunum upp á þakskeggið og fór eg að dæmi hans. En hvorugum okkar tókst það. Klæðnaður minn þyngdi mig og björgunarhringurinn var mér til óþæginda, svo eg gat ekki stokkið nógu hátt. Þegar eg kom niður aft- ur kom hafbylgja á hægri hlið mér. Eg hleypti mér í hnút og lét mig berast með bylgjunni. Lyfti hún mér svo hátt, að eg gat náð föstu taki í járnrimla þá sem voru á þakbrún- inni. Hóf eg mig nú upp á þakið og skreið fram að reykháfnum. Eg hafði ekki haft tíma til þess að ráða Clinch Smith til þess að fara að dæmi mínu. Eg svipaðist nú til ^eggja handa og sá mér til sorgar, að bylgjan, — ef eg mætti svo að orði kveða, hafði steypst yfir hann eins og alla aðra sem stóðu um- hverfis mig og eins mann þann er eg fyr hafði séð vera að klifra upp á þakið og skolað honum burtu. Þannig höfðu nú forlögin um alla eilífð skilið mig frá vini mínum. Við höfðum heitið því að láta eitt yfir okkur ganga. Og nú fanst mér næstum því eins og eg bera ábyrgð- ina á skilnaðinum, en nú var hann hvergi sýnilegur og engin minsta von til þess að fá bjargað honum. Maður getur að eins getið sér þess til hver örlög hans hafi verið. Hann gat ekki komist lengra aftur á skipið vegna mannfjöldans. Hefir aldan því fyrst skolað honum inn í skotið, sem áður er nefnt, og það er sennilegt að hann hafi orðið fast- ur þar er skipið valt á hliðina og sökk og því fylgt því til botns. Eg þess, að gefa mér fullnægjandi sann- anir fyrir því. Eg hneigði mig kuldalega, tók svo pappír og reit málafærslumanni mínum bréf og bað hann að gefa bréfberanum allar þær upplýsingar er hann æskti, viðvíkjandi efnahag mínum. Ceneri braut bréfið saman og stakk því í vasa sinn. Hann hefir víst séð það á mér að mér gramdist þessi framkoma hans, því hann sagði í afsökunarrómi: — Eg er neyddur til þess að taka alt til greina, vegna þess að frænka mín á ekki nokkurn skapað- an hlut. — Eg hefi heldur vænst þess eða óskað þess að hún ætti nokkuð. — Hún var einusinni rik. En auður hennar glataðist og skuluð þér ekki spyrja mig hvernig það at- vikaðist. — Eg endurtek aðeins það, sem eg hefi áður sagt. Það er gott — eg finn að eg hefi ekki rétt til þess að neita boði yðar. Pauline er alin upp að ensk- um sið, þrátt fyrir það þótt hún sé ítölsk að ætt. Þess vegna mun bezt fara á því að hún giftist Englend-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.