Morgunblaðið - 17.05.1914, Síða 6
906
MORGUNBLAÐIÐ
Söngskemfim
Ingimundar Sveinssonar
— verður sunnudagskvöldið 17. þ. m. kl. 9 síðdegis —
/ SiooéÍQmpíarafíúsinu.
Fjórar fallegar ábreiður
(íslenÉar) óskast nú þegar. Komið með þær a skrifstofn
Morgunblaðsins, sem annast kaupin.
hefi aldrei þekt hugrakkari mann en
James Clinch Smith. Hann var ró-
semin sjálf og hugrekkið alla þessa
skelfingarnótt. Eg var með honum
alla þá stund, er hin mesta hætta
vofði yfir og get eg borið þess vitni
að aldrei sá á honum æðru. Hann
var alt af hinn sami rólegi maður,
er allir vinir hans og syrgjandi ætt-
ingjar þektu svo vel. Öll framkoma
hans er hin fegursta fyrirmynd og
hin bezta grafskrift, sem honum yrði
gefin eru þessi orð Krists: »Sú er
ástin fegurst, er fórnar lifi sinu fyrir
vin sinn.
Ryklausir vegir.
Margt hefir verið reynt til þess
að gera akvegi og stræti ryklaus, en
þær tilraunir hafa allar mishepnast
til þessa, að meira eða minna leyti.
Öruggasta leiðin hefir verið talin sii,
og er það að líkindum, að »asfaltera<
göturnar, en það er ærið kostnaðar-
samt og engar líkur til þess að hér-
aðavegum muni nokkurn tíma sá
sómi sýndur. Þess vegna hafa menn
lengi brotið heilann um það, hvort
ekki mundi önnur ráð duga. Og
nú er svo mælt að fundið sé nýtt
efni, er gerir vegi ryl kusa og fylgi
þvi auk þess sá kostur að það hefir
til þessa verið álitið einskis eða lítils
virði. Efni þetta nefnist Chlorcal-
cium. Það er þunt kalkkent efni,
er líkist mest salti og er það notað
í sláturhúsum erlendis til þess að
þurka við það kjöt og bjúgu. Það
hefir þann eiginleik að drekka i sig
alla vætu og er það hefir verið not-
að í sláturhúsunum er það orðið að
leðju, sem síðan er kastað burtu
eins og hverju öðru sorpi.
í’ Danmörku hafa nú nýlega verið
ingi. En eftir því sem mér hefir
skilist, hafið þér ekki ennþá játað
henni ást yðar.
— Mér gafst ekkert tækifæri til
þess. Eg mundi án efa hafa gert
það hefði hún ekki horfið jafnskjótt
og eg kyntist henni.
— Já, eg vissi um hvarf hennar,
en skipanir þær er eg gaf gömlu
Teresa voru hinar ströngustu. Og
hefði eg ekki vitað það að Pauline
hlýddi gömlu konunni í einu og
öllu, mundi eg ekki hafa leyft henni
að dvelja á Englandi.
— Eg vona' nú að eg fái leyfi
til þess að tala við jungfrú March,
mælti eg.
— Já — en þó með vissum skil-
yrðum. Sá maður, sem ætlar sér
að giftast Pauline March verður að
sætta sig við það að eiga hana eins
og hún nú er. Hann má einskis
spyrja og ekkert grenslast eftir ætt-
erni hennar eða æfiferli. Honum
verður að nægja það, að hún er
vel upp alin og skynsöm stúlka og
óvenju fögur og eins hitt, að hann
elski hana. Viljið þér sætta yður
við þessa kosti?
gerðar tilraunir til þess að nota þetta
blauta Chlorcalcium sem rykvara á
vegum og hefir árangurinn orðið
ágætur. Rykið hefir horfið að mestu
leyti og vegirnir orðið eins og fjala-
gólf.
Það er hverjum manni auðsætt að
miklu er ekki tilkostað þótt efni
þetta sé borið á vegina — að eins
vinnunni, sem til þess gengur. Þykja
líkur til þess að dönsk héruð vindi
bráðan bug að því að bera það á
vegi sína. í Kaupmannahöfn hefir
það verið borið á nokkurn hluta
Lyngby-vegarins og þótt koma að
góðu haldi.
<5m
Verzlunarmenn.
»Handelsfunktioneren«, sem er
málgagn verzlunarmanna í Noregi,
fiutti nýlega svæsna grein um órétt
þann er verzlunarmenn og búðar-
þjónar væru beittir með of langri
vinnu á degi hverjum. Kom þar
fram tillaga um það, að annaðhvort
yrði að gera ströng ákvæði um það
hvenær búðum skyldi lokað, e^a þá
að öðrum kosti ættu búðarþjónar að
hafa aukalaun fyrir yfirvinnu.
Félag kaupmanna hefir nú borið
hönd fyrir höfuð sér og segir þar
meðal annars: *
»Að það sé satt, að yfirvinna sé
oft og tíðum í búðunum. Þó sé sá
siður nú áreiðanlega í rénun og
ólíku saman að jafna og fyrir nokkr-
um árum.
En nauðsyn krefji þess oft og
einatt að búðarþjónarnir vinni hálfa
eða heila klukkustund eftir ákveðinn
lokunartíma, til þess að afgreiða vör-
ur þær, er pantaðar séu á síðustu
stundu og rýma til í búðunum o. s.
frv. t
Þetta kom mér svo á óvart að
eg hikaði við að svara.
—Eg get að eins fullvissað yður
um það, hélt Ceneri áfram, að hún
er góð og óspilt — og af jafngóð-
um ættum og þér sjálfur. Foreldrar
hennar eru dáin og hún á engan
nákomin sdftingja annan en mig.
— Eg er ánægður 1 mælti eg og
rétti honum hendina. Gefið mér
Pauline, um það eitt eitt bið eg yð-
ur.
Hvers vegna hefði eg átt að vera
óánægður? Eg kærði mig ekkert
um það að vita ætterni hennar eða
æfisögu. Eg þráði það svo innilega
að mega nefna hana mína, að þótt
Ceneri hefði sagt mér að hún hefði
flekkað mannorð, mundi eg án efa
hafa sagt við hann: — Gefið mér
hana og látið hana byrja nýtt líf
sem konu mína. — Það eru dæmi
til þess að menn hafa verið svo
blindaðir af ást.
— Jæja, Mr. Vaughan, mælti nú
ítalinn um leið og hann slepti hönd
minni, nú vil eg spyrja yður nokk-
urs, sem ef til vill kemur nokkuð
flatt upp á yður. Þér elskið Pauline
En það sé ekki nema sanngjarnt að
búðarþjónar fái aukaþóknun fyrir þá
aukavinnu er þeir verða nauðsynlega
að leysa af hendi. En benda mætti
þó það, að vel gæti það orðið til
þess að ala upp í þeim leti og hitt
að draga alt á langinn«.
Svo mörg eru þau orð. — Nú á
að fara að semja lögreglusamþykt
fyrir okkar bæ og verður þá án efa
ákveðinn sá timi er búðum skal lok-
að hér í bænum. Væri þá á þetta
að líta hvern byr málið fær hjá frænd-
þjóð vorri.
---- i ..........
Stærsta skip heimsins.
Hvað á það að heita?
r Stærstu skipin, sem nú sigla um
úthöfin, eru eign Hamborgar-Ameríku-
línunnar. Hámarkinu náði félagið
með smíði »Imperators«, sem hefir
rúm fyrir j þús. manns. Siðan
og eg imynda mér að henni sé og
hlýtt til yðar.
Hann þagnaði stundarkorn og eg
fann hvernig hjartað í mér hoppaði
af gleði er hann mælti síðustu orðin.
— Getið þér gift yður nú þegar?
Getið þér tekið konuna að yður eftir
fáa daga?
— Eg vildi helzt giftast henni
þegar í dag, ef það væri mögulegt.
— Ekki liggur nú lífið á —. En
gætum við t. d. hagað því þannig,
að þlfe giftust hinn daginn.
Eg glápti á hann alveg forviða.
Eg gat naumast trúað því að mér
hefði heyrst rétt. Átti mér innan
fárra klukkustunda að auðnast það,
að giftast Pauline? Þetta var eflaust
einhver hrekkur frá Ceneris hendi.
Eða var maðurinn ekki með öllum
mjalla ?J
— En eg hefi enga vissu fyrir
því að hún elski mig — hún hefir
enn eigi gefið samþykki sitt, stam-
aði eg.
— Pauline er hlýðin og mun fara
að óskum mínum. Þér getið alveg
eins reynt að vinna ástir hennar
eftir brúðkaupið og á undan því.
3 herbergi og eldhús fæst á
leigu frá i. júní til i. okt. R. v.á.
hefir félagið látið smiða skipið
»Vaterland«, er innan skamms mun
fara fyrstu för sína yfir Atlanzhaf.
Verða á því skipi iooo skipverjar.
En í næsta mánuði hleypur þó
stærsta skipið af stokkunum hjá þessu
félagi. Er það enn óskírt. Blaðið
»Neuen Hamburger Zeitung« hefir
boðið mönnum til samkeppnis um
nafnvalið og heitið 2000 mörkum
að verðlaunum. Fyrstu verðlaun,
1000 mörk, falla þeim manni i hlut,
er stungið hefir upp á því nafni, er
skipinu verður gefið. Hinum 1000
mörkunum er skifl milli annara
nafna, er dómnefndin telur næstbezt.
En dómnefndina skipar stjórn gufu-
skipafélagsins.
Allir hafa uppástungurétt, hvort
sem þeir eru Þjóðverjar eður eigi.
Vill ekki einhver landi taka þátt
í samkepninni?
— En getur maður gift sig með
svo stuttum fyrirvara?
— Já, ekki veit eg betur en hægt
sé að kaupa leyfisbréf. Yður kem-
ur uppástunga mín ef til vill nokk-
uð á óvart — en svo er málinu
varið að eg er neyddur til þess að
ferðast aftur til Ítalíu svo fljótt sem
unt er. Og það verðið þér sjálfir
að viðurkenna, að eins og nú horfir
við, get eg ekki með góðri sam-
vizku skilið Pauline eina hér eftir
ásamt gömlu konunni. Mr. Vaug-
han! Þótt yður virðist það sem
eg fer fram á nokkuð einkennilegt,
þá segi eg yður þó satt, að annað-
hvort verður Pauline að giftast yður
áður en eg fer — eða hún verður
að fara með mér.
— Við skulum fara og tala við
Pauline sjálfa, mælti eg óþolinmóð-
lega og reis á fætur.
— Með ánægju, svaraði Ceneri
alvarlega. Við skulum fara á fund
hennar nú þegar.
Meðan við ræddum saman hafði
eg snúið baki við glugganum. En
er eg nú stóð á fætur og birtan féll
á andlit mér virti hann mig fyrir
sér gaumgæflega.