Morgunblaðið - 24.05.1914, Blaðsíða 2
934
MORGUNBLAÐIÐ
nýja þríveldasambands, en svo hefir
f>ó ekki orðið. Að vísu eiga þeir
alls kosti við Mexico, að minsta
kosti á sjó, en hins vegar getur þeim
orðið það dýrt spaug, að bæla niður
alla óaldarflokka í landi, þar sem
hver maður gengur með vopnum,
auk þess sem Mexico hefir allöflug-
um landher á að skipa. Og yfirleitt
l*ggja ýmsar orsakir til þess, að
Bandarikjastjórn vill fyrir hvern mun
ekki þurfa að fara í veruleg illindi
í Mexico, og þá því síður við hin
ríkin ót af því. Þess vegna hafa
þeir Wilson forseti og Bryan utan-
ríkisráðherra þegar tekið mjög lið-
lega undir þessa íhlutun Suður-Ame-
ríku ríkjanna, og þykjast þeir eigi
munu drepa hendi við neinu því, er
miðað geti til friðsamlegra úrslita.
Það eru þannig likindi til þess, að
þessi tvö öfl komi sér saman um
að semja mál Mexicoríkis. Er þá
bæði, að A. B. C. vex af málinu,
og hins vegar munu þá hvorugir
treystast til að éta Mexico alveg,
enda ætti að vera hagfelt að hafa
það þarna í miðjunni. Garður er
granna sættir, og margt getur þeim
á milli borið, A. B. C. og Banda-
mönnum. Ekki sizt það, að þjóð-
erniðj er gerólikt, engilsaxneskt að
norðan en rómverskt að snnnan.
Og suður þjóðirnar eru í uppgangi
og lendur þeirra viðar og frjóvar,
svo að ráðriki þeirra mun vaxa en
ekki þverra. En enn sem komið er,
er sem sagt ekkert slikt að óttast.
Enn er friður og öllu óhætt.
Týnda borgin.
Fregnritari stórblaðsins North China
Daily News hefir nýverið ferðast um
Tsingtienhéraðið, sem eyðilagðist í
fellibylnum mikla 1912. Skýrir hann
frá að verið sé að reisa borgina
Tsingtien úr rústum.
Þegar þetta geysióhapp bar við í
Kína, bar síminn fregnina til Evrópu,
en hún vakti ekki mikla eftirtekt.
Evrópumönnum stóð hérumbil á sama
um, hvort þær þúsundir manna, sem
þá fórust, væru i tölu lifandi eða
dauðra. Og slys, lík þessu, koma
stöðugt fyrir i Kína. En umheim-
urinn veitir þeim nálega aldrei eftir-
tekt.
Tsingtien er við Wufljótið, og
bjuggu þar 3000 fjölskyldur. Múr
var hlaðinn um borgina, eins og
margar borgir þar eystra. 29. ág.
1912 skall voðalegur fellibylur á
borgina. Wufljótið óx svo mjög,
að vatnsflöturinn hækkaði um 50
fet, og vatnið streymdi inn í borg-
ina, sem barmafyltist. Alt sem flot-
ið gat bar straumurinn með sér og
fjöldi húsa losnaði af grunni og flaut
út yfir múrana og alla leið til sjáv-
ar. Að minsta kosti 2000 borgar-
búar fórust. í umhverfinu eyðilögð-
ust eða skemdust 43 borgir og þorp
og íbúarnir fórust þúsundum saman,
svo ekki varð tölu á komið. Og
hið frjósama land, þar sem miljónir
manna höfðu lifað góðu lífi, var nú
orðið að eyðimörk. — Tveggja og
þriggja feta þykt sandlag huldi jarð-
veginn.
Kínverjar eru þrautseigir. Smám-
saman rækta þeir landið upp aftur,
en til þess að geta það, þurfa þeir
að koma sandinum burtu. Þeir bera
hann burtu í körfum á höfðinu; tugi
þúsunda smálesta hafa þeir borið til
sjávar, og þó er verkið að eins byrj-
að. Þeir eiga eÍDkis annars úrkosta.
Múrarnir um Tsingtien litu út
eins og skotið hefði verið á þá stór-
skotum. Það er verið að hlaða þá
upp aftur, eins og reynslan hefir
kent Kinverjum að hlaða eigi múra.
Yzt er múrinn hlaðinn upp úr höggnu
grjóti og feldur sem bezt. Þá tek-
ur við nokkurra feta þykkur veggur
úr hnullungsgrjóti, mold og torfi.
Þar fyrir innan er steinveggur úr
óhöggnu grjóti, þá annar moldar-
veggur og loks er sú hlið múrsins,
sem að borginni veit, hlaðin úr vel
höggnu grjóti og steinlímd. Slíkir
veggir og þessir eru sæmilega stöð-
ugir, og þó tættist gamli borgar-
múrinn, sem gerður var á sama hátt,
allur í sundur af ofviðrinu, og ber
það vott um veðurhæðina.
Húsin risa smámsaman úr rústum
og landið er að rétta við aftur. En
íbúatalan er ekki helmingui þess, er
áður var i Tsingtienhéraðinu, og það
verður lengi að ná sér aftur.
Þannig tekur náttúran sjálf aftur
með annari hendinni það, sem hún
gefur með hinni, er sjálf hemill á
offjölgun í landinu, sem framleiðir
fjóra ættliði, meðan Evrópa framleiðir
þrjá.
Sildarolía.
Dönsk samkepni.
Svo sem kunnugt er vinna Norð-
menn kynstrin öll af sildarolíu, bæði
heima hjá sér og i verstöðum sín-
um hér. Nú gera Danir ráð fyrir
að stofna eina verksmiðju, i því
skyni að vinna oliu úr sild, í Bo-
genze á Fjóni. Eru það fiskimenn,
er stofna til þess samlagsfélag, og á
alt saman að kosta 10 þús. kr. —
Ætlast er til, að unnið verði 10
tíma á dag, og unnið þá úr 5 tonn-
um af síld að meðaltali, og ætla
menn að fyrirtækið beri sig, þótt
eigi verði unnið nema 25 daga á
ári. — Auk hluthafa-arðsins þykjast
fiskimennirnir munu græða á þvi,
að geta se!t verksmiðjunni síldina á
1 eyri pd., því að áður hafa þeir
oft orðið að fleygja henni.
DAGBÓEflN. I
Afmæli í dag:
Ástríður Ólafsdóttir, húsfrú.
Kristín Jósefsdóttir, húsfrú.
A. Meinholt, veggfóðrari.
Guðm. Pótursson, nuddlæknir.
Gunnar Gunnarsson, trósmiður.
Halld. Kr. Þorssteinsson, skipstj.
Jón Árnason, kaupm.
Sólarupprás kl. 2.51
Sólarlag kl. S.58.
H á f 1 óð er í dag kl. 4.43 e. miðn,
og kl. 5. e. h.
Veörið f gær:
Rkv. logn, frost 1,5.
ísf. v. kaldi, frost 1,8.
Ak. v. gola, frost 3,8.
Gr. s. gola, frost 6.0
Sf. v.n.v. gola, frost 4,8.
Vm. logn, frost 2,2.
Þh. F. kul, hiti 3.2.
Þjóðmenj asafnið opið 12—2.
Náttúrugrlpasafnið opið kl.
u/s-aVs-
P ó s t a r á morgun:
Ceres fer til útlanda.
Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer.
Guðsþjónur í dag 6. s. e. páska
(Guðspjall: Þegar liuggarinn kemnr,
Jóh. 15. Jóh. 17, 20—26. Lúk. 11,
5—13):
í þjóðkirkjunni kl. 12 og kl. 5.
í Fríkirkjunni kl. 5.
1 gær kl. 12 á hádegi var í skrif-
stofu bæjarfógeta haldið uppboð á
slægjum á Arnarhólstúninu. Hrepti
Björn Guðmundsson kolakaupmaður
hnossið og gaf fyrir 215 krónur auk
kostnaðar þess er af uppboðinu leiddi.
A f 1 i er nú með betra móti hór úti
í flóanum. Botnvörpungar þeir, er að
veiðum voru þar í fyrrinótt, komu
hingað í gær með góðan feng. Einn
þeirra fekk t. d. 5 þúsund af vænum
fiski.
Fimleikasýning íþróttfólags
B,eykjavíkur, sú er fórst fyrir á Upp-
stigningardag, verður nú í dag ef veð-
ur Ieyfir. Verða fyrst þreytt horn á
Austurvelli kl. lJ/2 og þaðan gengið í
fylkingu suður á íþróttavöll. Hefst
sýningin þar kl. 2 og skemtir horna-
flokkurinn með spili sínu jafnframt.
Þetta er f y r s t a íþróttasýning árs-
ins og ættu menn ekki að sitja sig úr
færi að sjá hana. Aðgöngumiðar þeir
er fólagið gaf út fyrir uppstigningar-
dag gilda nú fyrir þessa sýningu.
Ingriid II, kolaskip til Frede-
riksen, kom í gær.
Prófessor Haraldur N/elsson pró-
dikar í Fríkirkjunni í dag kl. 5. Allir
eru velkomnir, jafnt þeir er aögöngu-
miðá hafa, sem hinir.
Þann 21. maí gaf fríkirkjuprest-
urinn saman tvenn hjónaefni: Jónas
M. Spardal og Ingunni Asmundsdóttir
og Grím Kr. Jósefsson og Halldóru
Jónsdóttur.
U m 4 0 0 erlendar trjátegundir
komu með Ceres hingað til bæjaiins.
Mun skógræktarstjórinn, hr. Kofoed-
Hansen, ætla þau ýmsum mönnum til
gióðursetniugar, auk þesB sem nokkurn
hluta þeirra mun eiga að nota í liinn
fyrirhugaða skemtigarð fyrir sunnan
Tjörnina.
D á i n: í fyrradag andaðist hór í
bænum Valgerður Einarsdóttir, kona
Ólafs lögreglumanns, 54 ára gömul.
Þórarinn Ingjaldsson, Vesturgötu
51 C, dó í gær, 73 ára gamall.
í g æ r gaf síra Ól. Ólafsson frí-
kirkjuprestur saman þau ungfrú Xeníu
Hansen, fósturdóttur hr. N. B. Níel-
sen verzlunarstjóra og Jessen vóla-
meistara, kennara við Stýrimannaskól-
ann. V/gslan fór fram á heimili frí-
kirkjuprestsins.
Jarðarför frú Katrínar Einars-
dóttur fór fram í gær, að viðstöddu
fjölmenni miklu.
Ó v a n al e g a mikill fjöldi af spó-
um sást hór í bænum í gær. Munu
harðindi til sveita valda því.
F 1 ó r a var á Eskifirði í gær og er
væntanleg til Seyðisfjarðar á morgun
4 k i n d u r fundust dauðar í gær
skamt frá Hafnarfjarðarveginum, grind-
horaðar og króknaðar.
Vór höfum verið beðnir að geta
þess, að vörzlumaður bæjarlandins geri
alt sem í hans valdi stæði til þess að
hindra að sauðfó eyðileggi trjágaröa
bæjarbúa. Hefir hann mann í þjón-
ustu sinni, einungis til þess að reka
8auðfóð úr bænum. En fremur mun
það vera erfitt verk og getur það
aldrei blessast fyr en eigendurnir sjálf-
ir sjá um, að fónaðurinn ekki geti'
komist í garða náungans.
T r ó s m i ð i r eru beðuir að athuga
fundarauglýsingu á . öðrum stað hór í
blaðinu.
Eitt af aðal skilyrðunum til þess að
fólagsskapur nái tilgangi sínum, er það
að menn sæki vel fundi.
Þess er vænst, að allir trósmiðir hér
f bæ komi á fundinn, hvort sem þeir
eru fólagsmenn eða ekki. T.
í s I e n z k t blóm, af steinbrjótsteg-
undinni, teygði sig upp úr snjónum í
gær suður í Gróðrarstöðinni og breiddl
út krónublöðin — alveg eins og nú
væri sól og sumar.
U p p b o S var haldið að Gufunesi i
fyrradag. Var þar ekki að sjá að hey-
leysi bagaöi mönnum, því þeir kept-
ust um að uá í gripina þótt sármagrir
væru. T. d. var þar seld grindhoruð
kýr fyrir 175—180 krónur, kvíga fyrir
165 kr. og afgamall klár fyrir 81 kr.
Höfum vór og fyrir satt, að alveg hafi
þar veriö heylaust og kýrnar fóðraðar
á þangi mestmegnis nú að síðustu.