Morgunblaðið - 24.05.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.05.1914, Blaðsíða 3
M ORGUNBLAÐIÐ 915 Móðir hans. Hann var mesta afstyrmi er hann fæddist. Læknirinn ypti öxlum, spurði hvort ættingjar hans hefðu verið brjóstveikir, en sagði svo ekkert fleira. Hann gat ekkert borðað — og eins og fyndin nágrannakona sagði, lifði hann mest á fæðu úr lyfjabúðinni. En móðir hans lifði í voninni. Það var sama hvað það kostaði — lifa skyldi hann! En hversu oft ósk- aði hún þess eigi, er hún sat við sauma sína langt fram á nótt, og saumaði barnaföt fyrir kaupmanninn, að hún mætti vefja barnið sitt inn- an í hinn hlýja og mjúka klæðnað. Hún mátti þó sjá hvernig barninu færu fötin! Aðeins stutta stundl Fá að horfa á litla aumingjann vaf- inn i hlý föt . . . Nei, það mátti hún ekki. Hún varð að neita sér um það . . . Þegar hann var tveggja ára gam- all breyttist hann skyndilega. Hann tók að þroskast alt í einu og alveg fyrirvaralaust. Augu móðurinnar tindruðu af gleði. Hún stærði sig af drengnum sínum, því það var auðsætt að hann var engu barni líkur. Hann var miklu fallegri og miklu gáfaðri en jafnaldrar hans. Þegar hann var tíu ára að aldri útvegaði húsbóndi móður hans hon- um ókeypis skólavist. Arin liðu og hann var röskur og námfús piltur, auga- steinn móður sinnar, en ekki að sama skapi vel kyntur hjá öllum. Kennararnir sögðu að stílarnir hans liktust altaf ótrúlega mikið stílum einhvers bekkjarbróður hans. Út- koman i dæmum hans væri altaf rétt, en þau væru þó bandvitlaust reiknuð. Móðir hans skildi ekki hvað þeir íóru; hún hafði i fyrstu hjálpað honum til þess að reikna dæmin, en kunnátta hennar náði ekki langt og hinn þreytti heili hennar uppgafst von bráðar. Svo losnaði staða í bankanum. Móðir hans fór til húsbónda sins og húsbóndinn fór til bankastjórnarinn- ar og svo var honnm veitt staðan. Honum gengur vel, sagði móðir hans ef einhver spurði eftir honum. Hann hafði svo góð laun, að hann hlaut að vera efnilegur piltur. Hún trúði því einnig mætavel er hann sagði henni að hann þyrfti að ganga vel til fara. Jú, eg held nú það! Það kom svo margt af »fínu« fólki inn i bankann. Hún mintist þess er hún hafði komið þannað til þess að leggja tvær krónur inn í bank- ann »hans«, að þá hafði hann ekki tíma til þess að tala við hana. Hann kinkaði aðeins kolli og grúfði sig svo aftur niður í hinar stóru bæk- ur. Og hvað gerði það til þótt hann kæmi seint heim á kvöldin, fyrst hann vann sér svo mikið inn með því. Þeir þurftu að vinna lengur en við var búist, sagði hann. Hann mætti aðeins ekki veikjast af því. Móðir hans beið eftir honum á hverju kvöldi til þess að bjóða honum kaffi, en það vildi hann aldrei. Einu sinni hafði hann gleymt vasa- bókinni sinni heima. Móðir hans skoðaði í hana; hún var full af hundrað króna seðlum og löng- um, bláum pappírsmiðum, sem margt var ritað á, þó hún skildi það ekki. Það voru auðvitað bankans peningar, sem hann hafði gleymt heima. En ef hann yrði nú í vandræðum þess vegna? Hún flýtti sér á stað með bókina. Þegar hún kom í bankann var hann þar ekki. Þeir sögðu þar að hann kæmi innan lítillar stundar. Þeir spurðu hvort þeir gætu ekki orðið henni að liði? Jú, hún fékk þeim vasabókina og þeir lofuðu að koma henni til hans .... Síðari hluta dagsins var hann tek- inn fastur. Verklegt hjónabands- hneyksli hafa Danir um þessar mundir að skemta sér við. Það því fremur sem hér á hlut að máli maður af tign- ustu ættum landsins, Knuth léns- greifi af Knuthenborg á Lálandi. Greifinn hafði kvænst ungur, en skilið við þá konu sína. Hann ferð- aðist mikið; þar á meðal kom hann til Indlands, og þar kyntist hann madame Ricoy, franskri konu, ekkju auðmanns eins frá Mexikó, og dóttur heimsfrægs, rússnesks myndhöggv- ara, er Antokolski hét. Þótti honum sú kona betri en aðrar af stórmenni því, er þar var samankomið. Er það ekki að orðlengja, að þau tóku saman, og héldu sig þá mest á íta- líu. En ekki gekk þeim það þrauta- laust að ná saman, þótt hvorugu væri fátæktin til fyrirstöðu. Hún á 15 milj. kr. og hann er vellauðugur. En hún er kaþólsk, og varð því m. a. að fá páfaleyfi til ráðahagsins. Loks tókst þó málaflutningsmanni greifans að koma öllu i lag, og var gjörður hjúskaparsamningurinn. En þá fær hann á elleftu stundu bréf frá greifanum og nýja atvinnu við það, að ónýta alt saman. Þau voru þá í París, hjónaleysin, og segir sagan að greifinn hafi stokk- ið frá konuefninu undir því yfir- skyni, að hann þyrfti að hitta skradd- arann sinn og tannlækni í Lundún- um. Drógst það að hann kæmi aft- ur og tók hún að gruna hann. — Kom það þá upp úr kafinu að hann hafði eigi numið staðar í Lundúnum, heldur runnið allar götur heim til Danmerkur. Var það eigi til fagn- aðar að flýta, því að hirðin vildi eigi sjá hann eftir þetta. Hitt er þó verra, að Madame Ricoy er í meira lagi reið, og vill ekki láta ó- hefnt sneypu þeirrar. Hefir hún hafið inál, honum til háðungar, og krafist þess fyrst og fremst, að fá 50 þús. franka i gabbsbætur, og svo auðvitað málskostnað, sem getur orð- ið nokkur. T. d. sendi hún aðra konu fyrir sig til Danmerkur og vill sú hafa 20 þús. franka fyrir snúð sinn. Eunfremur vill frúin heimta aftur alla gripi, er hún hefir gefið honum, og stæla þau nú um það, eins og krakkarnir, hvort þeirra eigi þetta og hvort hitt, og er eigi trútt um að brosað sé að. Kaupið Morgunblaðið. Auglýsið i Morgunblaðinu flfram eftir O. Sweff TTlardeti. Framh. Fjórtándi kapituli. Meira vert en auðæfi. Sá er spillir œfi sinni með fjárgrœðgi, reynir það, að fé er honum engis nfitt. — Japanskur málsháttur. »Þú ert almúgamaður« — sagði aðalsmaður nokkur við Cicero. »Já, eg er almúgamaður«, svaraði hann, »aðalsmerki ættar minnar hefst með mér, en þinnar ættar aðalsmerki er horfið með þér«. Eng inn sá er spilt hefir lífi sínu á neinn heiður skilinn, og sá er hugsar um það eitt að eta og drekka, er eigi lánssamur maður. Hann hefir að engu leyti bætt veröldina. Hann varð aldrei til þess að þerra tár sorgmæddra eða kveikja eld á köldum arni. Hann dýrkaði að eins einn guð — gullið. »Hvað getur maður bezt eignast«, spurði gamall heimspekingur lærisveina sína. »Lífsgleði«, svaraði einn. »Tryggan félaga«, svaraði annar. Aðrir nefndu til »góða nágranna«, »sanna vini«. En Eleezer svaraði. »Gott hjarta«. »Rétt mælir þú«, sagði þá meistarinn, »í þessum tveim orðum er alt hitt fólgið«. »Eg vildi óska þess«, sagði Pierre, »að eg kæmist þangað«. Hann sá mann, er var að festa upp stóreflis götuauglýsing um, að frú Malibran ætlaði að halda söngskemtun um kvöldið. En það var ekki til brauðbiti á heimili hans og mat hafði hann ekki bragðað allan daginn. Pierre tók fornfálegt og snjáð pappírsblað upp úr körfunni og læddist út meðan mamma hans svaf og hljóp um stræti Lundúnaborgar. »Hver vill tala við mig«, spurði frú Malibran þjónustustúlku sína. »Eg er orðin þreytt á að ræða við fólk«. »Það er dreng- hnokki með ljóst, hrokkið hár, einstaklega geðslegur og segir, að frúna muni ekki iðra þess að veita sér áheyrn, enda muni eigi tefja hana nema augnablik«. »Jæja, látum hann þá koma«, mælti frúin, »bænum barna get eg eigi synjað«. »Eg kem til yðar af þvi hún mamma er svo ósköp veik og við svo fátæk, að við getum hvorki keypt mat né meðöl. Mér datt i hug, að ef þér vilduð syngja litla lagið mitt við einhverja af söng- skemtunum yðar, mundi einhver útgefandi kannske kaupa það af mér fyrir eitthvað, svo að eg geti keypt mat og meðöl handa henni mömmu«. »Hefirðu sjálfur búið lagið til«, spurði frú Malibran, þeg- ar hún var búin að raula það fyrir munni sér, »þú barnið!« — og vísuna líka? »Langar þig til að koma og hlusta á mig í kvöld?«. »Hvort mig langar! En eg get ekki farið frá henni mömmu«. »Eg skal senda stúlku til að hjúkra henni mömmu þinni og hérna skaltu fá peninga til að kaupa meðöl og brauð handa mömmu þinni. Hérna er svo aðgöngumiði og komdu svo i kvöld«. Pierre sótti söngskemtunina um kvöldið. Hljóðfæraflokkurinn byrjaði að leika lítið, angurblítt lag og Malibran söng orðin látlaus, en hrífandi. Pierre neri saman höndunum af fögnuði, en áheyrend- ur viknuðu. Daginn eftir kom Malibran heim til þeirra mæðgina, lagði höndina á hrokkna kollinn á Pierre og sagði við móður hans: »Litli drengurinn yðar hefir fært yður auð fjár. Helzti útgefandinn hér í borginni bauð mér í morgun 300 sterlingpund fyrir lagið hans og lofaði meiru, ef salan gengi að óskum. Pierre féll á kné og þakkaði guði fyrir, að hann hefði látið fundum sínum bera saman við hina hjartagóðu konu. Þegar Mali- bran fám árum síðar dó, sat Pierre, sem þá var orðinn auðugt tón- skáld, við banabeð hennar. »Hvað mikið lætur hann eftir sig?« — er oft spurt, þegar ein- hver maður deyr. En engillinn, sem tekur móti honum spyr: »Hvaða góðverk hefirðu sent á undan þér?«. Fárleg drepsótt breiddist frá Lundúnum til þorpsins Eyam árið 1676. íbúarnir urðu felmtursfullir mjög og bjuggust til að flýja úr þorpinu. En prestur þeirra, William Mompesson, kvaðst hvergi fara og taldi þá á að fara að sínu dæmi. Drepsóttin er þegar búin að ná tangarhaldi á okkur og sennilega eru fáir, sem ekki eru búnir að taka sóttkveikjuna. Ef vér því förum, þá berum vér sóttina til annara landshluta«. Sóknarbörn hans féllust á þetta og með þessu móti tókst að tálma útbreiðslu sóttarinnar meira en orðið var — og firra Bretland með því móti hinum mestu vandræðum og tjóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.