Morgunblaðið - 24.05.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1914, Blaðsíða 4
 9^6 Sannar sagnir af Titanic. Eftir Archibald Gracie ofursta. Frh. 7 III. Kapítuli. Titanic sekkur. Áður en lengra er haldið sögunni um það hvernig eg komst af, verð eg að minnast á ýms atriði, er ósamþykki veldur meðal þeirra, er lífs komust af. I jyrsta lagi: Sprungu katlarnir ? Svo held eg að eigi hafi verið, því þá mundi eg hafa orðið þess var. Meðan eg var á skipinu mundi eg hafa heyrt það og orðið þess var, en svo var þó eigi. Hugsanir mínar voru svo æstar og næmar fyrir allri hættu er að kynni að steðja, að eg álít það ómögulegt að nokkur sprenging hafi orðið án þess eg yrði hennar var. Þegar skipið sökk, og ég með því, heyrði eg ekkert er bent gæti til sprengingar, og er mér aftur skaut upp, var skipið algerlega horfið. Auk þess var þá enginn ólgusjór, — en svo mundi þó hafa verið ef ein- hver sprenging hefði orðið. Eftir það að eg' var kominn heilu og höldnu á skipsfjöl »Carpatia«, átti eg daglega tal við fyrirliðana er lífs komust af, og voru það þeir Lightoller, annar fyrirliði og Pitman, þriðji fyrirliði. Voru þeir mér sam- mála í því, að katlarnir mundu ekki hafa sprungið. Við Líghtoller höfð- um að mestu leyti veitt sömu at- burðum eftirtekt, enda hefi eg þeg- ar sagt svo mikið, að menn munu sjá að við vorum ekki óhandgengnir hvor öðrum þessa voðanótt. Hið eina, er okkur skildi, var það á hvern hátt við losnuðum við skipið og náðum Engelhardt-bátnum, sem barg lífi okkar beggja. Samkvæmt vitnis- burði hans, stóð hann á þakinu á fyrirliðakáetunni framan við fremsta reykháfinn og sneri sér fram þegar skipið sökk. En eg hélt mér enn föstum í járngrindurnar hjá næsta reykháf og hvarf niður í djúpið með skipinu. Vegalengdin á milli okkar mun hafa verið hér um bil 15 stikur. Það hafa svo mörg blöð og aðr- ar opinberar fregnir staðhæft það, eftir sögusögn ýmsra þeirra er lífs komust af, að katlarnir hafi sprungið og halda því fiestir ókunnugir að svo hafi verið. Meðal þeirra farþega, er samkvæmt fregnum blaðanna hafa átt að halda þessu fram (eg hefi fengið bréf frá ýmsum þeirra er neita því að þeim hafi farist þannig orð í viðræðu við blaðamennina), hefi eg heyrt þessa nefnda: jungfrú Cornelia Andrews frá Hudson N. Y., frú W. Carter frá Philadelphiu, frú John Pilsbury Snyder frá Minnea- polis, Minnesota, jungfrú Minahan frá Fond du Lac í Wisconsin og Lady Duff Gordon frá Englandi. Eftir öllum þessum konum herma MORGUNBLAÐIÐ blöðin það hvar þær voru staddar og hvernig þær heyrðu eða sáu »skipið springa í loft upp« eða »katlana springa« — annaðhvort í einni sprengingu eða tveimur áður en skipið sökk og hvarf að fullu. En á hinn bóginn sagði Mr. Hugh Woolner mér það á »Carpatia«, að frá þeim báti er hann var í, og sem eftir hans eigin sögusögn var næst skipinu er það sökk, hafi heyrst voðalegur hávaði frá skipinu er það stakst á framstafninn. Hann sagði að það hefði verið líkast því eins og margar miljónir diska hefðu hrap- að og brotnað í senn. Eins og fyr er að vikið, bygðum við Woolner sama klefa á »Carpatia« og heim- sóttu þeir okkur þar fyrirliðarnir Lightoller og Pitman. Mintumst við á þetta atriði og kom okkur öllum ásamt um það, af hverju sá hávaði hefði stafað. Seinna var og Light- oller yfirheyrður af rannsóknarnefnd- unum í Bandaríkjunum og á Eng- landi og hefir hann auk þess borið málið’'undir dóm þeirra er vit höfðu á, bæði þeirra er gert höfðu uppdrátt- inn af Titanic og hinna er smíðuðu skipið. ’ Hafa allir fallist á tilgátu hans. Hann fullyrðir að katlarnir hafi ekki sprungið, en hávaði sá hinn mikli muni hafa átt rót sína að rekja til þess, að katlarnir færð- ust úr skorðum á E-þilfari, þegar skipið stakst á stefnið, og sökum hins geysilega þunga hafi þeir rutt sér braut fram eftir hinu dauða- dæmda skipi og mölvað alt er á vegi þeirra hafi orðið. Pitman bar og vitni þessu viðvíkjandi. Hann sagði rannsóknarnefndinni: »Skipið hófst upp að aftan og stakk sér beint á stefnið. En það brotnaði ekki í sundur. Eg heyrði eins og fallbyssu hljóð í fjarska. Mér datt þegar í hug að það mundu vera skilrúmin, sem moluðust sundur.« Samuel Rule káetuþjónn sagði: »Eg álit, að dunur þær sem við heyrð- um, hafi komið af því að vélarnar og katlarnir hafi færst úr skorðum og rutt sér braut gegnum skilrúmin í framanverðu skipinu. Skipið stóð þá hér um bil beint upp á end- ann.« Farþegí nokkur af öðru farrými, Mr. Lawrence Beesly frá háskólan- um í Cambridge, hefir ritað ágæta bók um Titanic-slysið og þó einkum það er læra mætti af þvi. Frásögn hans er blöðin herma, lýsir því mjög nákvæmlega hvernig skipið var til að sjá frá björgunarbátunum áður en það hvarf i djúpið. »Við vorum eina eða tvær mílur frá því,« segir hann »þegar ræðararnir lögðu upp árarnar, en allir sátu hljóðir. Flestir horfðu á skipið, en sumir sneru sér undan og vildu ekki sjá þá sjón. Óttinn læsti sig í huga allra. Þá hófst skipið nokkuð og steyptist síðan eins og þungamiðjan væri nokkuð aftar en miðskipa. Þannig stóð það upp á endann nokkra stund, alveg hreyfingarlaust. Ljósin, sem höfðu logað alla nóttina, hurfu skyndi- lega svo blossuðu þau upp aftur sem allra snöggvast og hurfu svo. Og í sama mund heyrðum við hávaða U o £h iO •rH © ÍH 01 01 ^ A 0 *o • rH © S-t c*—1 0 öo ffi co >0 ctí 03 t-i cö tí tí ctí © 03 s s nokkurn, sem margir hafa haldið að stafað hafi af sprengingu. En eg get ekki verið þar á sama máli. Mér fanst það þá þegar og eg hefi ætíð litið svo á síðan, að það mundu vélarnar, sem losnuðu úr skorðum sínum og ryddu sér braut gegnum skilrúmin, sem mölbrotnuðu undan þeim ógurlega þunga. Það var líkara þrumu eða brothljóði, en ekki hvelli þeim er ætíð verður af gprengingu. Það liðu nokkrar sekundur, líklega cd p S-i <^H ffi A © 03 *H cá r—H M -p 4h Ctí Vh M ÖO o fH ctí -P> 03 0 <0 Ph ccí a 0 £h © tí © •s tí «0 c3 •1—1 iO © > íO cð M M o ^ ^ öo O O tí rcí ö tf u © >0 • rH © P o rtí g © C+H © rtí 'O c>H 1 á *3> J # ^ B '2t 51 5 N 5: l 5: 5; § •R § 1 1 * £ 5» «0 s ca 5 d; f I ! 6: 'Q 6 S4 c j K|< I •5* sj O <3 1*5 •Ö _ A o ^ o _ o §> *» ^ -o 55 s; fimtán eða tuttugu áður en vélarnar voru komnar alla leið í stafn skips- ins. Eg álít að þær hafi og rutt sér braut gegnum stafninn og sokkið á undan skipinu. Ýmsar líkur mæla með þessu og þó einkum rekald það er var á floti á þeim stöðvum, eftir að skipið sökk. En annan eins skarkala hafði enginu okkar heyrt fyr og langar víst engan til að heyra hann aftur. Það var eins og ótelj- andi þungum hlutum væri velt ofan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.