Morgunblaðið - 22.06.1914, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1914, Blaðsíða 1
Mánudag 1. argangr 22. júní 1914 MOB&DNBLADID 227. tölublað Ritstjórnarsimi nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 140 pjn I Biografteater DlO | Reykjavíknr. Tals. 475 Bio Landsla gsmy n dir. Hilleröd-markaður. Pierre St. Lys. Fílatamning. Kona stjórnieysingjans. Ahrifamikil mynd. Aðalhlutverkið leikur: Miss Florence Turner. Sundmaðurinn. eða: Lifandi líkneski. Aðalhlutverkin leika: Oda Rostrup og Holger Petersen Þetta er hin ágætasta sýningar- skrá og áreiðanlega lærdómsrík og fræðandi, bæði fyrir full- orðna og börn. ■ip n U" ■" J Bio-Kafé er bezt. ' Sími 349. Hartvig Nielsen. ’ —aiK—.ifc. iT ir ir Shrífsfoja Eimskipafélags Ísíands Atisturstræti 7 Opin kl. 5—7. Tals. 409. Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stig 10. Sími 28. Veujul. heima 12Y2—2 og 4—$l/z. Notið sendisvein frá Sendisveinastöðinni (Söluturninum). Sími 444. Karföfíur ódýrastar og beztar hjá P e f e r s e n frá Viðeij, Hafnarstræti 22. Vöruhúsið. •<3 Os fi ar a- 0» Nikkelhnappar kosta: 3 a u r a tylftin. Öryggisnælur kosta: 6 a u r a tylftin. V ö r u h ú s i ð. <! ©: II fi s* ö' » Galv. Vatnsfötur og Balar Gas-katlar í verzlun O. Amundasonar. Gerlarannsóknarstofa Gísla Guðmundssonar Lækjargötu 14 B (uppi á lofti) er venjulega opin II—3 virka daga. Holdsveikar rottur. Athugunarvert mál. Skoðun sérfræðings. Merkur maður hér i bæ hefir skrif- að Morgunblaðinu og skýrt þvi frá, að sézt hafi oftar en einu sinni í nánd við Laugarnesspítala sjiikar rottur, slegnar kaunum, og er það skoðun hans, að rottur þessar þjáist af holdsveiki og hér geti verið um mikla hættu að ræða, — rotturnar geti borið þenna voðasjúkdóm til manna. Oss þótti þetta svo alvarlegt mál, að vér hittum þegar að máli þann mann, er vér vissum allra hæfastan til þess að gefa áreiðanlegan úrskurð um þetta efni. Það er prófessor Sæmundur Bjarnhéðinsson, læknir Holdsveikraspítalans. Hann er sér- fiæðingur í holdsveiki og viðurkend- ur meðal erlendra holdsveikislækna fyrir þekking og vísindalega ná- kvæmni. Hann sagði það væri nokkuð langt siðan sér hefði fyrst borist sú fregn til eyrna, að hér væri holdsveikar jottur, og erlendis væri holdsveiki algeng í rottum, viða um lönd. Hann sagði að oft mætti sjá rottur með meinsemdum og kaunum, Jog hann heiði einmitt ransakað slíkar rottur, en það hefði komið í ljós, að þær sem hann hefði rannsakað, hefði ekki verið holdsveikar, heldur haft venjulega graftarígerð. Rottur eru oft í áflogúm, bita hver aðra illilega og þá getur grafið i þeim sárum. Var það skoðun prófessors- ins, að kaun þau, sem sést hefði á rottum hér, væri graftar-igerðir, runnar af þessum rótum. Þó vildi hann ekki þvertaka fyrir, að holds- veiki kynni að finnast í rottum hér eins og annarsstaðar. En það hefir ekki verið rannsakað nægilega itar- lega enn. Prófessor Sæmundur sagði enn- fremur, að hann hefði ekki alls fyr- ir löngu fengið mjög ítarlega skýrslu um rottu-holdsveiki frá Pasteur- stofnuninni í París, og samkvæmt þeim rannsóknum, sem þar hafa verið gerðar, þykir það fullsannað, að rottu-holdsveiki sé ekki nákvæm- lega sami sjúkdómur sem holdsveiki sú er menn þjást af, og það er ætl- un lækna, er bezt vita, að rottu- holdsveiki berist ekki á menn. Ein sönnun þess er sú, að rottu-holds- veiki er víða þar i löndum, sem mannaholdsveiki er algerlega ókunn. Að þvi leyti ætti mönnum ekki að standa háski af holdsveikum rottum, en það er kunnara en frá þurfi að segja, að rottur eru skaðvænlegustu pestardýr, og geta borið marga aðra sjúkdóma með sér, og valda auk þess stórskemdum bæði á húsum, munum og matvælum. Spítalalæknirinn sagði, að mikið væri af rottum i fjörunni umhverfis spitalann og eins er mikið af þeim á Kirkjusandi, hér í bænum og í Örfirisey. Vér göngum að þvi vísu, að bæjarstjórn telji sér skylt að gefa gaum að þessu máli hið bráðasta. Það er bersýnilegt nauðsynjamál, að fara herför gegn rottunum og eyða þeim á allar lundir, hvað sem það kostar. + Hans Alfred Kristensen bóndi i Einarsnesi. Fyrir fáum dögum flutti síminn hingað þá sorgarfregn frá Danmörku að Alfred Kristensen væri látinn. Síðastliðinn vetur kendi Kristen- sen veikleika í brjósti, læknarnir sögðu það vera tæringu á lágu stigi Til að leita sér bóta við þessu fór hann í vor, á heilsuhæli í Silkiborg í Danmörku. Þar var hann búinn að vera nokkurn tíma og voru góð- ar horfur á bata, er síðast kom bréf frá honum. Andlátsfregnin kom því öllum vinum hans og kunningjum óvörum og ekki hefir ennþá frézt annað en fáort simskúyti um dauð- ann og annað um það að jarðarför- in hafi farið fram í fyrradag. Alfred Kristensen var fæddur 10. oktober 1881, var faðir hans þá ráðsmaður á fátækraheimili við Vejle, en síðar bóndi. Olst drengurinn upp í foreldrahúsum til 17 ára ald- urs. Eftir það stundaði hann nám á mjólkurmeðferðarskóla og á lýð- háskólanum i Askov. Árið 1904 fluttist Kristensen hingað til; lands var það að tilstuðl- un Búnaðarfélags íslands óg fyrir milligöngu hins konunglega danska Landbúnaðarfélags. Fór hann þá vinnumaður að Sauðafelli til Bjöms sýslumanns Bjarnasonar. Vann hann þar og á ýmsum öðrum bæjum i Dölum, að jarðabótum fjögur sum- urin fyrstu. Fyrstu veturna tvo vann hann að kvikfjárrækt, en fór síðan að vetrinum til Kaupmanna- hafnar og las búfræði við Landbún- aðarháskólann. Um vorið 1908 fluttist Kristensen til Borgarness og þá um sumarið keypti hann Einarsnes, fluttist þang- að um haustið og tók við búinu. NYJA 610 Þrjár örlagastundir. Áhrifamikill og fagur sjónleikur i 3 þáttum og 50 atriðum. Aðalhlutverkið leikur hin heims- fræga þýzka leikkona Maria Forescu. Þetta sama sumar giftist hann frænku sinni, Rebekku Schousen. Eiga þau 4 börn, hið elzta þeirra er 5 ára gamalt, en hið yngsta var nýfætt, þegar faðirinn fór utan í vor. ísland hefir marga góða og dugr lega menn fengið frá Danmörku. Af seinni tíma mönnum eru þeir einkum tveir, sem unnið hafa land- búnaði og garðyrkju ómetanlega mikið gagn, það eru þeir Schierbeck landlaknir og Alfred Kristensen. Schierbéck kom af stað heillavæn- legum hreyfingum, Kristensen gerði sitt til að ryðja þeim braut, ásamt öðrum nýjum. Með dauða þessa mánns er mikið skarð höggvið í hóp íslenzku jarð- ræktarmannanna. Kristensen hafði óvenjulega mikla búfræðisþekkingu * af þeim fræðigreinum mun jarð- ræktarfæðin hafa verið honum hugð- næmust. Það eru ekki lítil áhrif, sem Kristensen hefir haft á jarðræktina hér á landi, auðvitað gætir þeirra mest þar sem hann dvaldi i Borg- arfjarðarhéraði og í Dölum. Hann var viðkynningargóður maður, glað- ur, ræðinn, fjörugur og áhuga- samur og lét sér einkar ant um að geta orðið að sem mestu liði. Öllum þeim sem honum kyntust þótti vænt um hann, hann var hvers manns hugljúfi, Á vorin hélt Kristensen uppi kenslu í plægingum og ýmiskonar jarðyrkjustörfum, studdur til þess af búnaðarfélaginu. Hann skrifaði ýms- ar fræðandi og hvetjandi ritgerðir í Búnaðarritið og Frey og í ^Atlantenc skrifaði hann ýmislegt um íslenzk búnaðarmál. Það var sumra manna mál að ó- ráð hefði verið af Kristensen að kaupa Einarsnes svo dýru verði, en hann mun aldrei hafa séð eftir þeim kaupum. Að visu mun það hafa verið all erfitt framan af að stand- ast útgjöldin, en hetjudugur hjón- anna beggja yfirvann þá örðugleika, svo ástæðurnar fóru batnandi ár frá ári. Konan lét ekki sitt eftir liggja fremur en bóndinn; dugnaðurinn, áhuginn, myndarskapurinn og ljúf- menskan í óvenjalega ríkum mæli. Tveir bræður Kristensens eru hér á landi, annar þeirra kom jafnsnemma honum og hefir verið hér síðan, er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.