Morgunblaðið - 15.07.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1914, Blaðsíða 2
1170 MORGUNBLAÐIÐ 4. mál, þingsályktunartill. um reikningsskil og um tollgæzlu. Till. var samþ. með 11 samhlj. atkv. Nefnd: Sig. Stef., Jós. Bj., Bj. Þorl., M. Péturs- son, J. Havsteen. Fundur 14. júlí kl. 1. 1. og 2. mál (varnarþing og vega- lög) voru tekin út af dagskrá. Samþ. var að hafa eina umr. um: 1. þingsál. um fánann. 2. þingsál. um að skipa nefnd í stjórnarskrárnjálið. 3. þings- ál. um að okjpnefnd í fjáraukalögin. E=3 DAGUÓFflN. E= Afmæii í dag: Guðfinna Gísladóttir húsfrú, Gunnhild Thorsteinsson ljósmyndari. Bjarni Sigurðsson trósm. Friðrik Y. Halldórsson prentari. Þorv. Guðmundsson afgrm. Björn Jónsson, prestur Miklabæ. Guðbr. Björnsson prestur Viðvík. Síra Ól. Ólafsson fríkirkju- prestur er heim kominn úr ferð þeirri er hann fór austur í Arnessýslu og Rangárvalla. Hann lót vel yfir för- inni. Sveinn Kristjánsson frá Bjarnarstöðum í Bárðardal, er hér staddur. Hann hefir dvalið lengi í Vesturheimi og er hór í kynnisferð. Hann er venslaður þeim Halldóri Jóns- syni og sr. Jóhanni Þorkelssyni, og byr hjá Halldóri á meöan hann dvel- ur hór. f K 1. 10 í g æ r m o r g u n fór bif- reiðanefnd Efri deildar hóðan úr bæn- um austur yfir Hellisheiði í bifreið. Formaður nefndarinnar, amtmaður Hav- steen, fór ekki, því að haun var las- inn, en hinir nefndarmanna eru þessir: Magnús Pótursson, G. Björnsson, Karl Finnbogason og Guðm. Ólafsson. Ferð- inni var heitið austur að Þjórsárbrú. N / j a fánalagið eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, leikur hljóðfæraflokkur Bernburgs nú á hverju kvöldi í Hotel Beykjavík. Egill Jacobsson selur póstkort sem á er letrað gullnum stöfum : 1000 kossar! Einkar handhæg fyrir unga fólkið! Guðm. l’æknir Thoroddsen gegnir læknisstörfum fyrir prófessor Guðm. Magnússon meðan hann er að heiman. Morgunblaðinu erskrifað: >Brauðgerðarhúsin hór í bæ þurfa að vera undir eftirliti, ekki síður en t. d. mjólkursölustaðirnir. Eins og nú er ástatt, er víst engin trygging fyrir því, að samskonar brauð séu jafnþung í öllum brauðgerðarhúsum, Væri vel þess vert, að þetta yrði rækilega ran- sakaö og iögboðin sama þyngd á þeim brauðum, sem seld eru í stykkjatali«. N / j a B í ó. Af vangá stóð aug- 1/st í gær að þar væri skift um myndir. A dagskránni eru enn hinar ágætu gamanmyndir um lögregluþjónana, sem báðir elskuðu sömu konuna ©g gerðu hvor öðrum alt til bölvunar í staðinn. Þar er einnig myndin af Schröder, Buch, Stribolt og þeim fleiri kumpánum, sem er svo hlægileg að heyra má hlátur fólksins í Nyja Bíó þessi kvöldin út um allan bæ. íslenzk kjón í sjávarkáska. Þegar Morgunblaðið flutti fregn- ina um slysið á St. Laurencefljóti, var þess tilgetið, að íslenzk hjón hefði verið á skipinu, og komist lífs af. Sú tilgáta hefir reynst rétt. Hjónin voru Hannes Pétnrsson og Tilly kona hans. Þau sneru til Winnipeg eftir slysið og var þar vel fagnað. Hér fer á eftir kafli úr frásögn Hannesar, tekinn úr Heimskringlu 11. f. m. »Við höfðum engin björgunarbelti. Ómögulegt var að ná niður bátum, því það var óstætt á þilfarinu, sem nú var næstum beint upp og niður. Þá hrópaði Tilly í eyrað á mér: «Þarna niðri eru einhverjir með bát!« Við handfönguðum okkur eftir rimlunum nokkur fet, til þess að stefna á yfirbyggingu nokkura, er þar var upp úr dekkinu á miðju skipi, er tæki af okkur fallið, og svo rend- um við okkur niður og hittum beint á hana; lentum þar í hrúgu, en meiddumst mjög lítið, eða að minsta kosti vissum við ekkert af þvi þá. Skriðum svo með þessari yfirbygg- ingu svo sem tvo faðma, og rend- um okkur aftur niður. Eg fyrst og filly hélt aftan í mig. Þar niðri undir vatninu stöðvuðumst við á manni, er lá þar við siglutré, er stendur á skakk upp úr dekkinu. Þar rétt fyrir neðan og svo sem tvo faðma úti i vatninu, var báturinn, er við höfðum séð, og menn í tuga- tali að svamla í vatninu og reyna að komast að honum og upp í hann. Þar lá kaðalsendi úr skipinu og fram að bátnum, er af tilviljun hafði dott- ið út, er bátarnir voru að hrynja af skipinu. Dreif eg mig því yfir mann- inn, greip í kaðalinn og henti mér út í vatnið til bátsins. Eg fór næst- um á kaf í vatnið, en einhvern veg- inn náði eg í reka og svo í báts- hliða. Varð eg þá fyrst var, að Tilly hafði mist af mér og sat eftir við siglutréð. Eg sá, að eg kæmist ekki til baka að svo stöddu og hafði mig því upp í bátinn, er nú var orðinn fullur — þröngskipaður af mönnum —, þó alstaðar í vatninu i kring væru fleiri að reyna að kom- ast upp í; og einn í bátnum var að reyna að varna mér að komast upp í. Strax og eg var kominn upp í bát- inn, sá eg, að ef klifrað væri upp í siglutréð, er Tilly stóð við, væri hægt að láta sig falla niður í bátinn, ef hjálpað væri að taka á móti, og væri það eina tækifærið fyrir Tilly að komast af, að reyna það. Hróp- aði eg því það sem eg gat og veif- aði höndunum til hennar. Strax og hún sá, að eg komst upp í bátinn, var eins og nýtt líf færðist í hana, og annaðhvort datt henni það sama í hug og mér, eða varð einhvern veg- inn vör við, hvað eg var að segja og benda, og klifraði hún því upp rána, sem er eins og ritsímastaur; þar var þá kominn skipsmaður í sömu svipan, og náði hún í hann og bað hann fyrir guðs skuld að hjálpa sér; en haun hristi hana af sér, en tók hennar ráð að klifra upp staurinn og stökkva. Fór hún á eftir hon- um og komst nógu langt og stökk — og náði eg í hana um leið og hún kom niður. Það var voðakalt í vatninu og nóttin nokkuð köld, og skalf eg því æðimikið; en náði mér þó í raft, er flaut í vatninu og fór að reyna að hjálpa til að koma bátnum frá skip- inu, er auðséð var að mundi velta um þá og þegar og ofan á okkur. Tilly náði f ár upp úr bátnum og fékk mér, og gerðum við nú fjórir eða fimm í bátnum alt sem við gát- um til að komast frá skipinu, — ýttum og rérum. Og rétt á eftir valt skipið með hægð niður, og alt lauslegt hrundi af alt í kringum okk- ur, og fólk í tuga- eða jafnvel hundr- aðatali valt niður í sjóinn. Hávað- inn var voðalegur, því gufuketill í skipinu hefir vist sprungið um leið. Eitthvað náði í árina í höndunum á mér og tók hana af mér. Báturinn lyftist upp af vatnsganginum, en kastaðist dálítið frá um leið, svo við vorum sloppin i bráðina. Þá tók- um við eftir andvörpum og stunum við fæturna á okkur niðri í bátnum, og lá þar kona niðri í botninum á bátnum i vatni og var náttúrlega bæði staðið og legið ofan á henni. Við Tilly gátum togað hana upp. Svo var farið að reyna að róa til skipsins, er rekist hafði á Empress, sem lá þar ekki mjög langt frá. En nú var það hörmulegasta eftir, því maður varð að krækja aftur og aftur hjá fólki, er var allstaðar í vatn- inu, og sem hefði strax sökkt bátn- um, ef það hefði náð í hann. En allir hrópuðu til manns, að hjálpa sér fyrir guðs skuld. Báturinn var of hlaðinn eins og var (um 50 manns í honum), og gekk því seint að kom- ast að skipinu, en svo tókst það þó á endanum, og náðum við tveir í kaðal, er fleygt var til okkar, og héldum bátnum við skipshliðina með- an farið var upp kaðalstiga, er rent var niður til okkar. Strax og eg kom upp á skipið, fór eg úr náttklæðunum, er voru rennandi blaut, og fór að reyna að nudda mig, til að ná úr mér skjálft- anum, og tókst það fljótt, því það varð brátt nógu heitt inni í komp- unni, þar sem við vorum, þó flest- ir væru naktir (kvenfólkið var í ann- ari kompu), þvi plássið var lítið, þar eð þetta var ekki fólksflutningaskip. Skip brennur á Siglufirði. Maður ferst. Á mánudagsnóttina kom upp eld- ur í norsku skipi, sem lá við bryggju á Siglufirði og var að taka fisk. Ókunnugt er um upptök eldsins en þó halda menn að kviknað hafi mið- skipa. Einn skipverja fór niður til þess að vekja skipstjóra og komst Stúlka, sem er vön heyvinnu, getur fengið atvinnu í sumar á heim- ili í grend við Reykjavík. Upplýs- ingar hjá Morgunblaðinu. Herbergi til leigu fyrir ferða- fólk. Uppl. Lækjarg. 12 b (niðri). Kona getur nú þegar fengið at- vinnu við fiskþvott. Ritstj. visar á. Sjálfblekungur með nýsilfur- hólk á öðrum endanum, hefir tapast. Skilist til Morgunblaðsins. Sá sem tók til hirðingar koffort merkt Þórey Sigurðardóttjr á strand- ferðaskipinu Gustav E. Falk á síð- ustu ferð, komi því tafarlaust á Grettisgötu 1 í Rvík. 2 kaupakonur vantar á Norð- urlandi. Afgr. vísar á. $ cJiaupsRapur Fæði og húsnæði yfir lengri og skemmri tíma. Uppl. Laugavegi 30. Rósir í pottum af ýmsum litum til sölu á Laugavegi 22 (steinhúsinu). hann óskaddaður út á náttklæðunum, en maðurinn sem vakti hann meidd- ist nokkuð. Söknuðu menn nú matsveinsins og hljóp þá stýrimað- ur undir þiljur og kom þar að er matsveinniun svaf. Reyndi að vekja hann, en gat ekki og hélt helzt að pilturinn hefði þá verið dáinn. Eld- ur var þar magnaður og fekk stýri- maður nokkur brunasár. Um hádegi dró botnvörpuskipið »Helgi magri« skipið brennandi inn á Leiru, þar sem grunnur er sjór. Þar var höggvið gat á það seinna um daginn og var það auðvelt, þvi skipið er úr tré. Liggur það nú þar og er eldurinn víst slöktur að fullu og öllu. Skipið hafði á leigu hf. Kvöldúlf- ur og hafði það komið tvær ferðir til Siglufjarðar í vor áður með tunn- ur. Nú átti það að taka þar blaut- an fisk og flytja hingað til Reykja- víkur. Var ekki komið nema lítið af honum um borð, og mun hann hafa skemst eitthvað af hitanum. --------sm----------- Slys. Barn verður fyrir fældum hesti. í gærmorgun fældist hestur fyrir vagni uppi á Hverfisgötu 36. Tók hann sprettinn ofan götuna og losn- uðu þá hjólin undir vagninum en hesturinn dró vagnkassann eftir sér. Á horninu á Hverfisgötu og Frakka- stíg varð fyrir honum 4 ára gömul stúlka, dóttir Stefáns Sandholts bak- ara. Varð hún undir kerrukassanum og fótbrotnaði. En hesturinn hélt áfram. Litlu neðar féll hann flatur og meiddíst töluvert. Varð hann þá handsamaður. --- ^exHC^ ........

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.