Morgunblaðið - 15.07.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.1914, Blaðsíða 4
1172 MORGUNBLAÐIÐ Frá Algerðarhúsi Reykjavíkur Syngið þið með, menn og konur! Með sínu lagi. í árstraumum flýtur sá indæli bjór Þar er ekki verið með síróp að sulla frá ölgerðarhusinu á Norðurstíg 4, ué sykur. Þar hafið þiðtryggingu fulla, Hvítöl Og Maltdrykkir, óáfengt alt, að næringarefnið er ómengað, hreint; i öllu er þar hreinasta, fínasta malt. og ekki er þar farið með gerðina leynt. L a g : Heim er eg kominn og halla undir flatt. Ef stjórnarskrárfrumvarpið óljóst þér er, og úrskurðir lika þér miður, þú meltir það held eg, ef hug- kvæmist þér með Hvítöli að renna því niður. Ef íslenzkur fáni er þér áhyggja stór, og ertu um gerðina í vafa, þá áttu að fá þér einn Islendings bjór, og ölflösku i veifunni að hafa. Hann Bakkus er innan skamms ótlægur ger og allur hans glóandi lögur, en það sem eg ábyrgist ósvikið þér, er ölið á Norðurstíg 4. WM'tem- DÖGMENN Sveinn Björnsson yfird.lögm, Hafnarstræti 22. Sími 202. Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6. Eggert Claessen, yfirréttarmála- fiutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Sfmi 16. Bogi Brynjólfsson, yfirréttar málaflutn.m. Hótel Island. (Aðalstr. 5). Venjulega heima 12—1 og 4—6. Talsími 250. Kaupið Morgunblaðið. YÁIB^YGGINGAB Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. Carl Finsen Austurstr. 5, Rvík. Brunatryggingar. Heima 6 x/4—7 Talsími 331. ELDUR! Vátryggið í »General«. Umboðsm. SIG. TH0R0DDSEN Frfkirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsimi 227. Auglýsið i Morgunblaðinu Niðursuðuvörur frá A.S. De danske Yin & Conserves Fabr. Kaupmannahöfn I. D. Beauvais & M. Rasmussen eru viðurkendar að vera beztar í heimi. Niðursoðið kjöt Beauvais frá Beauvais Leverpcstej þykir bezt á ferðalagi. er bezt. Kaupendur Morgunblaðsins eru vinsamlegast beðnir um að borga blaðið á skrifstofu blaðsins, Austurstræti 8. Sirœnar Baunir GalY. Vatnsfötur og Balar frá Beauvais eru ljúffengastar! Gas-katlar í verzlun O. Amundasonar. JTlorgunbíaðið kostar ekki nema 65 aura á mánuði fyrir áskrifendur (34—35 blöð). Sent heim eldsnemma á h v e r j u m morgni. Eina b 1 a ð i ð, sem enginn má án vera. Gerist áskrifendur þegar í dag. Það margborgar sig, munið þa — Vorull, hvíta og mislita þvegna og óþvegna kaupir J. P. T. Brydes verzlun Reykjavik fyrir peninga út í hönd. Nýtt líf. 70 Saga eftir Hugh Conway. Framh. — En þekkirðu mig þá ekki ? Mér virtist áðan sem þú mundir þekkja mig. Hún andvarpaði. — Eg hefi séð þig í draumi — mig hefir dreymt svo*margt undar- legt mælti hún, og roðnaði. — Segðu mér drauma þína, mælti eg- — Eg get það ekki. Eg hefi verið veik lengi — hættulega veik. Eg hefi gleymt miklu — flestu því er skeð hefir. — Á eg að segja þér frá því? — Ekki núna — ekki núna, hrópaði hún og var áköf. Bíddu heldur og þá má vera að það rifjist upp fyrir mér smám saman. Hafði hún nokkra hugmynd um hvað drifið hafði á daga hennar? Áttu draumar hennar nokkuð skylt við veruleikann ? Ætli hringurinn, erglóði á fingri hennar hafi ekki látið hana renna grun I hvað skeð hefir? Við gengum hlið við hlið heim- leiðis, en Priscilla nokkuð á eftir. Það var eins og Pauline þætti það ekkert undarlegt þótt eg gengi með henni. Þar sem vegurinn var verst- ur rétti hún mér höndina til þess að eg skyldi styðja hana. En hún þagði lengstum. — Hvaðan kemur þú? spurði hún að lokum. — Eg kem úr ferðalagi — hefi ferðast mörg þúsund mílur. — já, þegar mig dreymdi þig varstu altaf á ferðalagi. Fanstu það sem þú leitaðir eftir? — Já, eg leitaði sannleikans og fann hann. Nú veit eg alt. — Hvar er hann? — Við hvern áttu ? — Anthony bróður minn, — sem þeir myrtu. Hvar er gröfin hans? — Hann hvilir við hlið móður sinnar. — Guði sé lof. Þá get eg þó að minsta kosti fundið gröfina og beðið fyrir sálu hans. — Vildir þú að hans ytði hefnt á morðingjunum? spurði eg. — Hefnt? Hvaða gagn væri að því? Ekki mundi það vekja hann frá dauðum. Það er nú langt sið- an að hann var myrtur. Eg veit ekki hvað langt er síðan, en mér finst það vera nokkur ár. Guð hefir ef til vill hefnt hans á þeim tima. — Já, það hefir hann gert. Einn morðingjanna dó vitskertur í fang- elsi, annar er dæmdur til æfilangrar þrælkunar, en hinum þriðja er ó- hegnt enn. — Bölvunin kemur honum i koll fyr eða síðar. Hver þeirra er það? — Macari. Það fór hrollur um hana er eg nefndi þetta nafn og hún þagði nokkra hrið. En þegar við komum um heim að húsinu, mælti hún í bænarrómi: — Þú ferðast með mér til ítaliu — til grafar hans. Ætlarðu ekki að gera það? Eg lofaði því fúslega og mér þótti vænt um það að hún bar fram bæn þessa af sjálfsdáðum. Hún hlaut að vita meira en hún vildi sjálf viður- kenna. — Eg ætla að ferðast þangað og sjá gröf hans, mælti hún. Og nú skulum við ekki tala meira um liðna tímann. Við stóðum hjá garðshliðinu og eg eg tók í hönd hennar. — Pauline, mælti eg i bænar- rópi. Reyndu að muna það hver eg er. Svipur hennar breyttist og líktist vandræðasvip þeim, er svo oft kom á hana áður. Hún strauk með hendinni yfir cnni sér og sneri sér svo við þegj- andi og gekk inn í húsið. 15. k a p í t u 1 i. Sorg og gleði. Saga min er senn á enda, þótt eg hefði gjarna viljað skrifa margt um það er nú fór á eftir. En það væri ekki rétt. Endurminning allra þeirra atburða er og á að verða tveggja manna eign — min og kon- unnar minnar. Jafnvel þótt ráð mitt væri nokkuð á reiki, þá hafði það þó sina kosti. Eg varð nú að hafa fyrir því aftur að vinna ástir Pauline og það var sizt verra fyrir það, þótt stúlkan væri mér áður löglega gift. Eg unni henni heitar með hverjum deginum sem leið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.