Morgunblaðið - 25.07.1914, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.07.1914, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ 1215 Eg undirritaður fer til útlanda 2. ágúst n. k. og verð að beiman fram um miðjan september. Virðingarfylst V. Bertif)öff, tannlæknir. Kolaverkbannið. Samkvæmt símskeyti, er hingað barst á miðvikudagskvöldið frá Eng- landi, voru þann dag viðsjár miklar með námueigendum og námumönn- um. Þóttu hvorir tveggja þá til alls búnir. En annsð skeyti, sem kom í fyrrakvöld, hermir að nú séu sættir komnar á. Slýið í Tjörninni. Útaf aðsendri smágrein um slýið í tjörninni, hefir Morgunblaðinu bor- ist sú athugasemd, að það sé hugar burður L. að slýið sé dregið í land á kaðli, eins og áður tíðkaðist. Það hefir einmitt verið dregið upp í vörpu. Höfundur greinarinnar er svo góðkunnur og áreiðanlegur maður, að Mbl. fann enga ástæðu til að vefengja orð hans, en hafði ekki sjálft látið rannsaka þetta. Frá útlðndum. Snemma í þessum mánuði gerði þrumuverður mikið í Sandafirði í Noregi. Fylgdu því eldingar, og laust sumum þeirra niður í talsíma- staurana og fylgdu svo þráðunum til húsa og kveiktu í þeim. Urðu af þvx nokkrir brunar en 10—20 símastaurar brotnuðu. Koma eldingavarar á hús- um að litlu haldi, þegar eldingaleið- arar þessir liggja i þau. Gestgjafahús brennur Nóttina milli 9. og 10. þ. mán. laust eldingu niður í Holmenkollen — gistihús í Kristjaníu og brann það upp á svipstundu. Halda menn að eldingin hafi læst sig eftir tal- síroaþráðunum viðsvegar um húsið í sama mund. Enginn maður fórst í eldinum, komust flestir út á nær- klæðunum einum saman. Til allrar hamingju kom steypiregn rétt á eftir og varð það til þess að eldurinn náði ekki að breiðast út. Engu varð bjargað úr húsinu og brunnu þar fjöldamörg listaverk, einkum mál- verk. Var húsið sjálft vátrygt fyrtr 270 þús. kr., eu húsgögn og lista- verk fyrir 160 þús. — Gistihús þetta var fyrst byrjað árið 1889 en brann til íjkaldra kola árið 1895. Tveim árum siðar reis það aftur úr rústum og var nú eign hlutafélags. Tyrkir skjóta á griskt skip. Frá Chios hafa komið fregn- ir um það, að tyrkneskur fallbyssu- bátur hafi skotið á griskt seglskip og hertekið það er það var á sigl- cffiaupsfiapur Ágæt ritvél, lítið brúkuð, til sölu við sanngjörnu verði. Ókeypis kensla, ef óskað er. Jón Ólafsson, Laugav. 2 (uppi). SÚrmjólk (Yoghurt) frá gerla- rannsóknarstöðinni. Uppsalir. Fæði og húsnæði, yfir lengri og skemri tíma, fæst bezt og ódýr- ast á Laugavegi 23. K. Johnsen. *lffinna Kaupakona óskast að Þing- völlum nú þegar. Uppl. á Skál- holtsstig 7. Roskinn kvenmaður ósk- ast til hægrar vinnu. Upplýsingar á Laugaveg 54 B. Kaupakonu vantar á gott heimili í Borgarfirði. Afgr. vísar á. Dugleg kaupakona getur getur fengið atvinnu á heimili í grend við Reykjavík. Hátt kaup i boði. Upplýsingar hjá ritstj. Morg- unblaðsins — þó ekki i talsíma. 2 kaupakonur vantar á Norð- urlandi. Afgr. visar á. Kaupakonu vantar að Svigna- skarði i Borgarhreppi. Upplýsingar Bergstaðastræti 45. ingu til Grikklands með flóttamenn. Aðrar fregnir hafa komið frá Cezme um það að þar hafi seglskipið sézt á reki en enginn maður hafi verið þar innanborðs. Þykir sennilegast að Tyrkir hafi varpað öllum þeim er á skipi voru, í sjóinn og drekt þeim. Sami fallbyssubálur hefir og látið skothrið dynja yfir litla ey sem Goni heitir og liggur norðan við Chios. Komst þaðan enginn maður lífs og og stóð ekki steinn yfir steini. Chamberlain var jarðaður þ. 6. þ. mán. í Birmingham. En jafn- framt var haldin sorgarguðsþjónusta í St. Margrétarkirkjunni i Westminst- er og kom þangað konungur og drotning með fjölskyldu sína og allir þingmennirnir. Sarna dag héldu þeir Asquith, Bonar Law og Balfour minninga- ræður urn Chamberlain í þinginu, og að því loknu var þingfundi slitið þann dag til virðingar við gamla manninn. Skæruruar í Albaniu halda enn áfram og veitti uppreisnarmönnum betur, er siðast fréttist. Höfðu þeir þá náð tveim borgum á sitt vald Storgia og Koritza, og tóku þar fjölda marga menn af stjórnarhern- um fangna, þar á meðal tvo hol- lenzka herforingja og einn austur- riskan. nEuniÐ einu sinni difhakjöfið írá ISBIRNINUM úr ísfjúsitw við Tjörnina og munuð þér aldrei kaupa íryst kjöt annars staðar. Taisími 259. Það sem eftir er af stráhðttum og kvenhðttum verður nú selt með 3 3 Va % a f s 1 æ 11 i. Enn frernur verður nokkuð af kven-sumarkápum selt fyrir'hálfvirði. EqiK Jacoösen. Vefnaðarvöruverztun. Asætt saltket 50 a. pr. kíló, fæst í J. P.T. Brydes verzlun Reykjavlk. Vorull, hvíta og mislita þvegua og óþvegna kaupir J. P. T. Brydes verzlun Reykjavik fyrir peninga út i hönd. JSsiga 1 rœtifæríslaiip. *Zfífíing~pappi verður seldur hjá •/ P. J. Tf)orsteinsson & Co. á kr. 2.00 pr. rúllu. Stendur yfir að eins fáa daga. Notíð tækifærið. 1—2 herbergi og eldhús ósk- ast til leigu 1. okt., helzt i Austur- bænum. Ritstj. vísar á. Herbergi með húsgögnum og lítið svefnherbergi rétt við Tjörnina ^ til leigu um mánaðartima. Afgr.v.á. 2 eða 3 herbergi móti suðri með sérstökum forstofuinngangi á góðum stað í Miðbænum til leigu fyrir einhleypa nú þegar eða fra 1. * ^ cŒunóié Herbergi til leigu fyrir ferða- . fólk. Uppl. Lækjarg. 12 b (niðri). Silfurbrjóstnál með stöfum æfir fundist á götunum, Geymd ijá Morgunblaðinu. I Lesið Morgunblaðið. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.