Morgunblaðið - 23.08.1914, Síða 2

Morgunblaðið - 23.08.1914, Síða 2
 MORGUNBLAÐIÐ lohs. Hartvedt Bergen Norge. Selur: Tunnur, salt og niðursoðnar vörur lægsta verði. Kaupir: Síld og allar íslenzkar afurðir bæði í reikning1 og umboðssölu. Símnefni: ,Brisling‘. Gullmaðurinn. Það kon. maður til mín í gær. Hann bar allstóran poka í vinstri hendinni og studdist við digurt gönguprik með hinni. Mér fanst vera vínþefur að honum en er samt ekki viss um það. Maður íinnur þessa lykt orðið svo sjaldan. En eldrauður var hann í framan og ekki meir en svo sikker á fótunum. »Þú ert Ingimundur?« »Það sem er eftir af honum, kæri herra. Sumum finst það nú ekki mikið . . .« »Enga kurteisi hér. Eg er blátt áfram maður og þoli engar kurteisis- tiktúrur. Skilurðu það . . .« Hann keyrði prikið upp að nefinu á mér, slengdi pokanum á borðið svo fast að brakaði í því og hlassaði sjálfum sér niður í hægindastólinn. »Bevares . . . en hvert var annars erindið . . . ?« »Eg er ekki vanalegur maður, Ingi- mundur, og eg á ekki vanalegt erindi. Hvað heldurðu að bó 1 pokanum?« Hann gaut til mín augunum og fekk sér skraatölu. Svo spýtti hann eftir flugu sem sat á veggnum og drekti henni. Eg flutti mig ögn og angaði: »Þú fyrirgefur . . . skattefrit Wisky kanske . . . .« Hann brosti. »Romm er minn drykk- ur. Kröftugt, ósvikið tólf gráðu romm . . . það er minn matur«. Svínið smjattaði. »Ósvikið , . . ?« »Svikið inn — auð'vitað. Eg er blátt áfram maður og er ekki með neinar tiktúrur. Vilji eg svíkja þá geri eg það og spyr engan að. Ekki kjapt — En hver fjárlnn heldurðu að só í pokanum ?« Eg hristi höfuðið. »Það er (hann laut að mér og lægði róminn) hvorki raeira né minna en gull, Ingimundur. Skíra, hreina, rauða gull — peningar af fínuatu sort----------«. «Gull elsk........« »Þegiðu. Já, 563 kringlóttir, skín- andi 20 kr. peningar. Skrattinn eigi þá . . .« »Þú átt við . . . ?« »Skrattinn eigi þá. Það vill þá enginn. Allir vilja silfur, allir vilja seðla en engir gull. Eyvi vill silfur, Siggi vill seðla . . . fari þeir hopp- andi .... Eg er blátt áfram mað- ur og segi það sem eg meina . . . fari þeir hoppandi —---------«. »Eg hefi ekkert á móti gullinu, herra minn, ekki hið allraminsta . . . . .« »Enga kurteisi hér. Gullið er falt«. »En eg hefi ekki nema fáeina seðla.« »Hvað marga?« »300 kr.« »Það er nóg. Eg get fengið hitt seinna, þegar stríðið er búið.« Eg neri saman höndunum og hneygði mig fyrir dónanum. »Svona manni hefir mig lengi lang- að til að kynnast. Má eg kalla á Tobbu bvo henni veitist einnig sú ánægja að sjá einu sinni séntilmann?« »Ekkert kvennastuss. Má ekki vera að því núna. Getur verið seinna — ---------en hvar heldurðu annars eg hafi fengið það. Sem séntilmaður fer eg ekkert dult með það sem eg geri. Allir mega vita það — lika pólitíið.. .« »Opinn peningaskápur . . . ?« Séntilmaðurinn hvesti á mig augun, krepti hnefann um prikið og spurði bystur: Segirðn þetta í gríni eða alvöru bölvaður ræfillinn þinn ?« »Eg er spaugsamur stundum . . .« »Veit það. Viltu sopa ? « Hann rétti mér rommflöskuna. Eg þoriii ekki annað en að fá mér slurk. »Fínn metalk, sagði eg. »Á var svo . . . ekki í penlngaskáp, en sama sem. í gömlum sokkbolum, Ingimundur, eldgömlum, margstoppuð- um helvítis sokkbolum fann eg rauða gullið. Gamall karlskratti í næsta húsi, sem hafði legið í kör í 30 ár, dó á meðan eg var þar, sneri honum við og fann bolina. Hann hafði sofið á rauða- gullinu alla heilu tiðina«. »Legusár ?« . »Aldrei vent . . . en nú er gullið hór og komdu svo með seðlana. Láttu ganga raskt !« Eg flýtti mór að telja honum út þessi 300 áður en hann sæi eftir öllu saman. Svo leysti hann frá pokanum og helti öllum peningunum út á borð- ið. Eg velti gullinu milli handanna. »Laglegur skildingur, sjentilmaður«, sagði eg. »Ekki ólaglegur«, ansaði sjentilmað- urinn, sigtaði á flugu, sem flaug um herbergið og veitti henni árangurslaust banatilræði. Eg þurkaði af mér. »En vertu nú sæll Ingimundur og svíktu mig nú ekki um afganginn þegar strið- ið er búið«. Eg lofaði því hátíðlega og kvaddi hann. Þegar hann var kominn út kallaði eg á Tobbu til þess að sýna henni hvað eg ’nefði dregið til hússins á þe88um ófriðartimum og monta mig af því. »En maður . . . mikill þó voðalegur asni geturðu altaf verið. Sórðu ekkl að öll heila hrúgan er ekkert annað en eintómir svona líka vemmilegir spilapeningar.........O, að vera gift svona fjolsi — — það er ekki til að úthalda !« Eg leit betur á. Það var rótt sem Tobba sagði. Tómir nauðaómerkilegir spilapeningar. Eg sentist út að glugganum til að vlta hvort eg sæi ekki sjentilmanninn. Hann var þá til allrar blessunar ekki kominn lengra, en var að tala við pólitíið úti á götunni fyrir framan húsið. Ógurlegt blótsyrði hraut af vörum mér og eg kallaði ljótt út um gluggann til sjentilmannsins. Hann brosti góðmótlega. »Nú þú ert þá búinn að taka eftir því. Þetta var í ógáti. Hver and- skotinn á að vara sig á svona djöfuls peningum . . . eg skal senda þórseðl- ana aftur«. Eg vona að hann geri það. En annars langar mig til að gefa honum ósköp litla ókeypis lögfræðislega leið- beining. Ekki svo að eg efist um að sjentilmaðurinn hafi gert þetta í ógáti og eg tel víst að hann só einstaklega spaugsamur náungi í verunni. En samt — eg mundi ekki bjóða fleirum pen- ingana. Það er nú einusinni svona, að við höfum paragraffa. Það hefir kanske enginn athugað að segja honum það. Þess vegna geri eg það hór með. Mór er í raun og veru vel við sjentilmann- inn og þætti leiðinlegt ef það kæmi flfttt upp á hann að vera settur í »Steininn«. Ef til villj steinliði þá yfir hann . . . manngreyið. Ingimundur. ■ '■ .. ---------- KvikmyndaleikhúsÍD. Nýja Bió. »Fortíðin« segir frá frægri söngkonu, Fanny Haarlöv, sem ásetur sér að hverfa fiá fyrri starfsemi sinni og eyða þvi sem eftir er æfinnar í kyrð og ró og verða að nýjum og betri manni. En fortíðin eða fyrri æfi er fylgispök og Fanny breytir ekki eðli sínu, þó að lifskjör- in breytist. Hún heíir alt af verið ör til ásta og gefin fyrir að láta pilt- unum lítast á sig og það hefnir sín nú, en oflangt mál yrði að rekja hér, hvernig það atvikaðist. Góð og göf- uglynd er hún líka, það sýna úrslit leiksins, og er sá kafli einkum átak- anlegur. — Aðalhlutverkið leikur norska leikkonan Ragna Wettergreen, sem talin er meðal beztu leikkvenna> á Norðurlöndum og rómuð mjög. Hún hefir meðal annars leikið Höllu í Fjalla-Eyvindi og kvað hafa tekist það hlutverk með afbrigðum vel. — Mynd úr dýragarðinum í Cincinati er sýnd aukreitis í þetta sinn. Þykir dýragarður sá mjög merkilegur og hefir haldið á lofti nafni bæjarþessa,. sem eitt sinn var talinn meðal helztu bæja í Vesturheimi. Er myndin bæði- falleg og lærdómsrík. Z. Gamla Bíó sýnir þessa dag-- ana ágæta mynd sem heitir »Svörtu bófarnir« og er hún i 3 þáttum. Af myndinni að dæma lítur út fyrir að púður og sprengiefni séu ekki mjög dýr, því ekki er það sparað fs útbúnaðinum. Orusta er háð milli hermanna miljónamæringsins Parkers og svörtu bófanna, vegna þess að bófarnir hafa stolið og flutt á brott dóttur Park- ers. Krefjast þeir mikils lausnar- gjalds fyrir stúlkuna. Harris, ungur oghraustur, maður-sem er í þjónustu bófanna, fær ást á dóttur miljóna- mæringsins, en dóttir bófaforingjans ann einnig Harris hugástum, og hjálpar hún loks Harris til þess að frelsa sjálfan sig og ungfrú Parker. Réttlætið sigrar og bófarnir eru drepnir, og óþarft mun vera að geta1 um hver fékk miljónastúlkuna. Myndin er ágaet og mjög hríf- andi. Að auk er sýnt lifandi frétta- blað, og þykir mörgum það góðurf viðbaetir. X.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.