Morgunblaðið - 23.08.1914, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.08.1914, Qupperneq 8
ns2 MORGUNBLAÐIÐ Skemfiferð í dag mcð motorferju Sícinóórs Ginarssonar íií ^Jiðoyjar Rl. 12, 1, 2, 2, 4, 5, 6 *>g l Targjaíd 50 aur. báðar feiðir. Sannar sagnir af Titanic. Eftir Archibald Gracie ofursta. .Frh. 19 Frú Brown segir svo frá fram- komu nmsjónarmannsins í endur- minningum sínum: Hitchens umsjónarmaður var við stýrið og bar hærra en okkur; hann skalf eins og hrísla. Þegar róið var frá skipinu, lýsti hann með angistar- ómi þeim forlögum, sem farþegar ætti fyrir höndum. Hann*sagði það alveg gagnslaust að róa frá skipinu, því að það væri svo stórt að það mundi draga alt í kaf með sér á mílna svæði, og þó að hjá þvi yrði sloppið mundu katlarnir springa, þeyta sjónum í loft upp og mylja jakana mélinu smærra, en fylla bát- ana sjó. Hann sagði þá dauðadæmda, hvað sem öðru liði. Hann var marg- orður um þessi hræðilegu forlög, sem biði þeirra, og lýsti slysi því, sem hent hafði gufuskipið New York, þegar Titanicfór frá Southamp- ton höfn. Þegar skipið var sokkið og engar harkspár umsjónarmannsins höfðu ræzt, var skorað á hann að snúa við og taka upp þá, sem flutu á sjón- um. Hann svaraði bátsmönnum þv{ sama sem áður, og lýsti fyrir þeim, hvernig druknandi menn mundu i skelfinu sinni grípa i borðstokkinn og hvolfa bátnum. Þegar hann vildi ekki fara að beiðni bátsmanna, reru þeir alt hvað aftók í áttina til Ijós- glampa áem þeir sáu út við sjón- dreildarhring. En eftir þriggja stunda róður varð ljósið daufara og daufara, unz það hvarf með öllu. Þá fór þessi umsjónarmaður, sem þarna stóð skjálfandi, og hærra en hinir, eins og leikprédikari að baða út höndunum og prédika illspár sín- ar af nýju. Hann sagði sennilegast, að þeir yrðu að hrekjast sólarhring- unum saman, og minti farþega á, að alt í kring væri ísjakar, sem hann benti þeim á, þar sem þeir gnæfðu á að gizka 70 fet yfir sjávar- mál. Hann vakti athygli á því, að ekki væri vatn í vatnstunnum björg unarbátanna, og þeir hefði hvorki brauð, áttavita né sjóbréf. Enginn svaraði honum, allir voru sem þrumu lostinr. Ein kona í 4bátnum hafði verið svo forsjál að taka með sér silfurflösku með koníaki. Það glóði á silfrið þegar hún hélt á flöskunni og þegar hann sá það, grátbændi hann hana að gefa sér sopa, af því að sér væri dauðkalt. Hún synjaði vínsins, en vafði rúmteppi sínu um herðar honum, en önnur kona vafði ábreiðu um mitti honum og fætur, svo að hann lifði eins og blóm í eggi- Þá var skorað á umsjónarmanninn að hvila einhvern þeirra, sem strit- uðu undir árum, því að aðrir gæti stýrt á meðan hann reri. Hann neitaði þvi eindregið og hélt áfram að setja ofan i við ræðarana, sagði t. d.: »Heyrið þið þarna á stjórn- borða, reynið að ná niðri sjóinn með árunum.« En af því að að- finsluorð hans voru þó til tilbreyt- ingar, sagði enginn neitt við þeim, en hver reri alt hvað aftók alveg út í bláinn. Einu sinni kallaði hann til annars björgunarbáts og sagði honum að leggja að sínum bát, en nm leið skipaði hann sumum kon- unum að taka ljósker og gefa hin- um bátunum merki. Skipunum hans var tafalaust hlýtt. Hann skipaði að hætta róðri og leggja uppí. Litlu síðar, er hann hafði kallað nokkr- um sinnum, kom björgunarbátur í nánd, fór að boði hans, kastaði kaðli milli bátanna og lagðist síbyrt við bát okkar. A þóftu í þessum bát, stóð maður í hvítum náttklæð- um. Hann var hrímhvítur og sílað- ur. Það glömruðu í honum tennurn- ar og hann sýndist kalinn. Þegar frú Brown sá, hvernig komið var fyrir honum, réði hún honum til að róa og hita sér. En þessu mót- mælti umsjónarmaðurinn harðlega. Frú Brown og félögum hennar var orðið heitt af róðrinum, og þegar stanzinn varð á, setti að þeim, svo að þau beiddust leyfis að mega róa áfram, til að halda á sér hita. ^ « Jðoiga Herbergi með húsgögnum ósk- ast til leigu frá 1. okt., helzt í Mið- bænum. R. v. á. Reiðhjól fást leigð gegn lágu gjaldi hjá Jóh. Norðfjðrð, Bankastrati 12. Ófriðar.stöðvarnar. Luttich og virkin umhveríis borgina. Tölurnar tákna fjarlægðina milli borgarinnar og virkjanna og milli virkjanna sjálfra i metrum. Barnaskólinn. Umsóknir um skóla fyrir börn yngri en io' ára skulu komnar til skólanefndar fyrir lok þessa mánaðar. Eyðublöð undir slikar umsóknir fást á skrifstofu borgarstjóra. Ekki má búast við að börn yngri en 8^/2 árs fái inntöku í skólann. Umsóknir um undanþágur fyrir börn á skólaskyldualdri til að sækja skólann, skulu einnig komnar til skóianefndar fyrir lok þessa mánaðar, nema fyrir þau börn, er sækja viðurkendan skóla. Reykjavík, 21. ágúst 1914. Fyrir hönd skólanefndar. K. Zimsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.