Morgunblaðið - 23.08.1914, Side 4

Morgunblaðið - 23.08.1914, Side 4
1348 MORGUNBLAÐIÐ Norski koQSúllinn varar menn YÍÖ þYÍ. í norska blaðinu »Tidens Tegn« birtist þ. 29. f. mán. svo hljóðandi grein: »Menn munu hafa tekið,eftir aug- lýsingu i norskum blöðum frá félagi einu dönsku er nefnir sig Berliner Export Magasin og á heima í Arós- um. Heitir það ókeypis vörum fyr- ir 2000 krónur. »Handelsbladet« flutti nýlega svæsna árásargrein á félag þetta og viðskiftarekstur þess og varð hún til þess að norska konsálatið í Kaup mannahöfn tók að rannsaka hvers konar félag þetta væri. Hefir það nú sent utanríkisráðuneytinu skýrslu sína og staðhæfir þar að þetta sé hið argasta fjárglæfrafélag og bæri nauð- syn til þess að vara menn við því að skifta við það«. Vér minnumsl þess að hafa séð auglýsingar frá félagi þessu . í hér- lendum blöðum og má það vel vera að einhver hafi glæpst á þvf að »freista hamingjunnar* og skifta við það. En samt sem áður ættu við- vörunarorð þessi að vera f tíma töl- uð. Verður það aldrei nógu ræki- lega brýnt fyrir mönnum að láta eigi glæpast á útlendum skrumaug- lýsingum. Það er svo sem ekki i fyrsta skifti, og verður eflau«t ekki heldur í siðasta skifti, að slik f)ár- glæfrafélög eru stofnuð í Danmörku. En vorkunnarlaust ætti mönnum að vera það að láta þau ekki féfletta sig, eftir að þeir hafa verið varaðir við þeim. Þýzk herskip í Atlanshafi. Nú er það kunnugt orðið að 5 þýzk beitiskip eru á sveimi í Atlans- hafi. Þau kváðu öll vera mjög hrað- skreið og geta þau orðið hættuleg brezkum siglingum. Flotamálastjórn- in enska hefir sent 24 beitiskip út í Atlanshaf til að leita að þessum þýzku skipum. Segja Englendingar að ekki geti liðið á löngu áður en þeir finni þau, færa þeir það til, að þýzku skipin hafi ekki kol nema til 14 daga. Hafi þeir ekki sökt þeim á þeim tima, verði skipin að leita hafnar. Þess má sjá vott, að Bretum stend- ur stuggur af þessum skipum. Eins og getið var hér í blaðinu létu Bret- ar Mauritaniu vikja út af leið og halda til Halifax í stað New York og var það af ótta við þessi skip. Bretar búa mörg hraðskreið verzl- unarskip að vopnum og ætla að láta þau vera á varðbergi á siglingaleið- um yfir Atlanshafið til að verja verzl- unarflota sinn fyrir þýzkum ránskip- um. Takið eftir! Á skósmíðav.innustofunni á Lauga- vegi 22 (steinhúsinu) fáið þið ávalt bezt gert við skóna ykkar. Vönduð vinna, fljót afgreiðsla. Virðingarfylst Bjarni Sigurðsson, skósmiður. Kvenfólkið berst. Þegar Þjóðvnrjar réðust inn í Belgíu komu þeir til Herstal meðal annars. í þeirri borg er vopnaverk- smiðja, sem ríkið á. Karlar allir voru farnir úr borginni og ekki eftir nema konur og börn. Þær gripu til vopna, höfðu bæði skammbyssur og önnur vopn. Settust þær í verk- smiðjuna og hugðust að verjast það- an. Gerðu riddarasveitir Þjóðverja hvað eftir annað áhlaup á verksmiðj- una, en konurnar ráku þá af hönd- um sér. Þegar skotfæri tók að jrjóta hjá konunum heltu þær sjóðandi vatni á óvinina og er mælt að þær hafi sært og skaðbrent um 2000 Þjóðverja. „Goeben“ og „Breslau“ Eins og lesendum Morgunblaðsins munu muna, var getið um það hór í blaðinu um daginn að Þjúðverjar hefðu selt Tyrkjum þau tvö herskip, sem þeir í ófriðarbyrjun höfðu í Miðjarðar- hafinu. Mörgum þótti sá ráðahagur Þjóðverja harla undarlegur og var þess helzt getið til, að kaupin myndu vera gerð til málamynda — til þess að hindra að Frakka floti eyðilegði skip- in. Tyrkir eru enn hlutlausir og slíkt hið sama höfðu Þjóðverjar og gert við skemtiskipið stóra, Prins Friedrich Wil- helm, sem hóðan fór um daginn. Þeir seldu það til málamynda Norðmönnum í Bergen. En að öðrum kosti vildu Norðmenn ekki leyfa skipinu að dvelja í Bergin. Hefði skipið farið þaðan, hefði það verið tekið af brezkum beiti- skipum, sem vissi um ferðir þess og biðu komu þess rótt fyrir utan Bergen. — Hvað herskipum Þjóðverja í Mið- jarðarhafi viðvíkur, þá er það rótt herrat, að Tyrkir hafa keypt þau, en síðustu blöð (frá 15. ág.) kveða Þjóð- verja enn stýra skipunum og alla skips- höfn vera þýzka. Þegar eftir »kaup- in<£ voru herskipin látin fara inn í Hellusund og hafast þau þar við. Rannsaka þau öll skip sem um sundið fara og hegða sór að öllu leyti sem njósnarskip. Frakknesk blöð álíta þessi kaup Tyrkja brot á hlutleysi þeirra, þar eð fullsannað er, að kaupin eru að eins málamyndakaup. Annars er búist við því að stórveldin munu neyða tyrkja- stjórn til þess að láta skipin af hendi eða segja upp hlutleysi sínu. En geri þeir það, eiga þeir víst, að beeði Grikk- ir og Búlgarar muni segja þeim stríð á hendur og mætti þá mikið vera ef dagar Tyrkja í Evrópu væru þá eigi talir. Stórveldin ætla ekki að líða Tyrkjum að hjálpa þjóðverjum án þess að þeir taki þátt í ófriðnum. Ofriðarsmælki. Brimd Þjóðverja. Ungur Frakki, sem staddur var í Baden er ófrið- urinn hófst, segir þessa sögu og býðst til að staðfesta hana með eiði: Á brautarstöðinni í Leurrach var hann tekinn fastur af þýzkum her- mönnum og, ásamt nokkrum öð- rum frakkneskum og rússneskum föngum, fluttur á afvikinn stað. Safnaðist þar saman fjöldi hermanna, sem hæddu þá á alla lund. Einn Frakkanna hrópaði: »Lifi Frakkland«. Hann var undir eins skotinn. Þrír hinna ávíttu hermennina, en voru einnig skotnir þegar i stað. Alls drápu þeir 5 Frakka og 2 Rússa, sem ekkert höfðu gert fyrir sér. Hvílík dæmalaus grimd! Brezkir klerkar um ófriðinn. Brezk- ir klerkar tala oft um ófriðinn í ræðum sínum í kirkjunum. Hér er sýnishorn: »Vér heyjum ekki stríð af því vér viljum ófrið, heldur af því að vér viljum frið«. — »Aldrei hefir Bretland háð ófrið jafn réttmætan og þenna. Vér sælcjum eigi eftir landvinning, vér verjum rétt vorn gegn réttlausum óvinumc. — Hvað vilja Tyrkir? Embættis- menn víðsvegar í Tyrklandi hafa neitað að taka nokkur laun fyrst um sinn, en gefið stjórninni launin til þess að kaupa herskip fyrir. En til hvers? spyrja brezk blöð. Hreysti Belga. Sem dæmi um hreysti Belgíumanna og rólyndi má geta þessa. Daginn (6. ág.) sem ákafast var barist við Luttich átti að halda próf við háskólann. Nú skyldu menn ætla að hætt hafi verið við prófið, en svo var þó ekki. Það var haldið á tilsettum tíma, en jafn- skjótt sem því var lokið, tóku kandídatarnir byssur og gengu út á vígvöllinn. Margir þeirra lágu liðið lík eftir 4 kl.tíma. Furstar á Indlandi hafa skrifað brezka landsstjórnanum þar og boð- ið honum lið sitt og persónulega hjálp í ófriðnum. Indverjar í Cal- cutta höfðu mikinn viðbúnað 7. þ. m. til allsherjarfundar, þar sem ráðg- ast átti um, hvernig þeir gæti helzt orðið Bretum að liði 1 ófriðnum. Þjóðverjum á Indlandi er bannað að fara paðan úr landi. HvaOanæfa úr nýlendum Breta berast fregnir til Englands um sam- hug cg hjálpfýsi nýlendubúa. Vilja þeir bæði leggja fram fé og herafla Bretum til styrktar. Þýzkt kaupfar tóku Bretar 7. þ. m. í Irlandshafi. Það var hlaðið 6000 smálestum byggs. Annað skip tóku þeir sama dag og fluttu til Leith. Það var hlaðið dýrum trjá- viðarfarmi. Frakkar tóku sama dag 5000 tonna kaupfar af Þjóðverjum. Þýzk kaupför í Astralíu hafa verið kyrsett. Siðustu striðsfregnir: japanar 1 stríðinu reykja helzt Special Sunripe sigar- ettur fiá R. & J. Hill Ltd., London. (Contractors to the Japanese. to- bacco Regie). *ffinna Dugleg og þrifin eklliús- stúlka óskast í vist á gott heim-- ili. Hátt kaup. R. v. á. ^ cVaupsfiapur Fæði og húsnæði, yfir lengri og skemri tíma, fæst bezt og ódýr- ast á Matsölu- og kaffihúsinu Lauga- veg 23, simi 322. Brezkir fangar. Englendingur sendi svofelt skeyti frá Hollandi 7. þ. m.: »Eg er kominn hingað frá Berlin. Þegar skýrt hafði verið frá þvi í Berlin, að England hefði hafið ófrið gegn Þjóðverjum, var árás gerð á bústað brezka sendiherrans. Fjöl- menni sat um bústaðinn svo að! tímum skifti og braut allar rúður. Það eru um 40 brezkir þegnar i kastalanum i Spandau. Sendiherra Bandaríkjanna býst við að geta leyst þá úr varðhaldi. Meðal fanganna er Holland kap- leinn, einn þeirra brezku herfræð- inga, sem leiðbeint hefir sjóliði Tyrkjac. ÞjóBverjum öllum og Austurrikis- mönnum var boðið um miðjan mán- uðinn að yfirgefa Portsmouth, flota- höfn Breta, innan þriggja daga. Lögreglan gengur ríkt eftir að þeir fari. Skeyti frá New-York, 15. þ. m., segir útlendinga, einkum Germanir, keppast um að kaupa borgarabréf í' Bandarikjunum, síðan ófriður hófst. Strangur vörður er haldinn við brýrá Thumes og öðrum fljótum á Englandi. Bátum og skipum er bannað að sigla undir þær nema Þ björtu. Útlagir hafa Þjóðverjar og Austur-' rikismenn verið gerðir úr fursta-- dæminu Monaco.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.