Morgunblaðið - 20.09.1914, Page 1

Morgunblaðið - 20.09.1914, Page 1
Sunmidag 1. argangr 316. tölublad Ritstjórnarsími nr. 500 j Ritstjóri: VilhjAlmaT Finsen. |ísafoldarprentsmiðja j Afgreiðslusimi nr. 140 Eríeúdar símfregnir London 18. sept. kl. 6 síðd. Orusta geysar enn við Aisnefljótið, án þess að úrslit hafi orðið. Bandamenn virðast hafa góða aðstöðu. Skýrsla frá French marskálki lýsir bardögunum frá 9.—13. september. Sýnir skýrslan að barist hefir verið mjög ákaft. Þrátt fyrir megna mótspyrnu Þjóðverja, sem komið höfðu fyrir Howitzersbyssum á leynistöðum og eytt höfðu brýr, hepnaðist þó bandamönnum að komast yfir fljótið, þ. 12. og 13. september, gegn ákafri stórskotahríð Þjóðverja. í hellirigningu halda Rússar áfram göngu sinni til Przemysl og Jaroslaw. Úrslitaorusta er í aðsigi við Przemysl. Austurríkismenn vonast til að geta varist Rússum þangað til þeim berst hið mikla þýzka hjálparlið. Sagt er að Serbar og Svartfellingar nálgist Sarajevo. Bretakonungur hélt ræðu í þinginu, daginn áður en því var frestað. Sagði hann að Bretar berðust fyrir góðum málstað og kvað Breta eigi leggja niður vopn fyr en þeim málstað væri með öllu borgið. R e u t e r . Jaroslaw er lítill bær við járnbrautina milli Lemberg og Krakau. Eru þar 25 þús. íbúar, mest Pólverjar. Verzlun er þar töluverð með korn og klæði. Pegar Skúii fógefi fórsí. Trásögn skipsljóra. BÍOj EeTtr. |BÍO Tals. 475 Mirzi. (vonda stjúpan) leikrit i 3 þáttum Stór, fögur og áhrifamikil mynd. Leikin af alþektum dönskum leikurum, þar á meðal: Systrunum Sannom. E Ji. J». !■!. J». [ Bio-Kafé er bezt. [ Sími 349. Hartvig Nielsen. ’ Skrifsfofa Eimskipaféíags ístands Landsbankanum (uppi). Opin kl. 5—7. Tals. 409. Hjörtur H.jartarson yfirdóms lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima 12^/2—2 og 4—5'/g. Notið sendisvein frá Sendisveinastödinni (Söluturninum). Sími 444. Hlð margeftirspurða Zephyr hálstau er mi komið aftur í Vöruhúsið. Nýja verziunin — Hverfisgötn 34 (áður 4 B) — Plestalt (utast og inst) til kvenfatnaðar og barna og margt fleira. Góðar vörur! — Odýrar vörur! Kjólasaumastofa byrjaði 1. sept. Fastar »Bíl«-ferðirmilli Hafn- arfjarðar og Reykjavikur hefjast þ. 18. þ. m. Frá Reykjavik: kl. 10, 1, 3, 6 og 9. — Burtfararstaður í Rvík: Hafnarstr. 8. Reykjavík 17. sept. 1914. Gunnar Gunnarsson. cFunóié ^Jf Tapast hefir kvenhanzki á leið frá Hafnarstræti 10 að Þingholtsstræti. Skil- ist i Þingholtsstræti 3. Biðjið ætið um hina heimsfrægu Muslad öngla. Búnir til at 0. Mustad & Sön. Kristjaníu. Það var 26. ágúst, fyrri hluta dags, að við lögðum á stað frá Grimsby á leið til íslands. Alt gekk sinn vana gang. Út fljótið fengum við að fara óáreittir, en þegar við yfirgáfum skipakvina, voru skjöl skipsins skoðuð, og merkisveifu urð- um við að hafa á framsiglu og þjóð- arfána í afturstafni (auðvitað danska fánann). Við héldum svo sem leið liggur með og framhjá skipum af öllum tegundum, stórum og smá- um. Veður var hið bezta, sléttur sjór og logn. Sa’ma dag, kl. 10 e. m. vorum við staddir 25 sjómílur A. t. N. af Tyne. Eg var háttaður og sofnað- ur, en stýrimaður var á stjórnpalli. Alt i einu hrekk eg upp við hark mikið, og lyftist eg upp úr rúminu og hafði nærri kastast fram úr því. Eg kallaði þá samstundis til stýri- mannsins og spyr, hvort það sé ásigl- ing. »Nei, það er sprenging*, svar- aði hann. Eg snaraðist þegar á fæt- ur, en um leið og eg fór fram úr rúminu, kemur á móti mér borðið, sem hentist aftur i þilvegginn, einn- ig þvottaborðið og lenti það í ljósa- hjálminum og braut hann. Á leið- inni upp stigann fékk eg nóg af sjó yfir mig. Skipsfólkið fór þegar í stað að koma út bátnum, og gekk það greið- lega, því bæði hafði eg verið við því búinn að losa þyrfti hann fljót- lega, og svo var ekkert fát á skip- verjum, bara viss og fljót handtök, eins og sjómönnum sæmir. Þegar báturinn var á leið í sjóinn, sagði eg nokkrum að fara að hásetaklefan- um og vita hvort nokkur væri þar lífs, og voru skipverjar ekki seinir á sér, jafnt vélamenn sem aðrir. Alt í hásetaklefanum var brotið og fult af sjó, svo ilt var aðstöðu, þar sem stiginn eins og aðrir hlutir var burtu. Hið eina sem hjálpaði var spítnaruslið sem var svo þykt, að hægt var með aðgæzlu að standa á því. Við sprenginguna höfðu öll Ijósáhöld eyðilagst, svo ekkert var til að • lýsa með eftir félögum okkar, nema tvistur sem vættur vai í oliu. Fljótlega sást á mannshöfuð upp úr viðarruslinu, og var maðurinn dreginn upp og komið í bátinn, en dauðan héldum við hann fyrst. Þetta var Bjarni Brandsson. Einnig heyrðust stunur skamt þaðan, og flaut þar uppi Einar Eiríksson, meðvitundar- laus líka. Því miður var ekki hægt að finna fleiri, og höfðu 4 látið þar líf sitt. Nöfn þeirra hafa áður ver- ið birt í blöðunum, því er þeim NÝJA BÍÓ Háskaleg ritvilla. Fallegur amerískur sjónleikur. Aðalhlutv. leikur M. Costello. Skókreppan. Mjög semtilegur gamanleikur um skóhvarf og ráðagóðan ungan mann. slept hér. Þeir tveir er meiddust mega nú teljast alheilir. Nánar um sprenginguna. Skúli fógeti hefir rekið stefnið í sprengiduflið, en meiri hluti sprengi- efnisins hefir komið undir bakborða kinnung skipsins, því til stjórnborða sveigðist það, og það svo mikið, að stór beigla var miðskips og mynd- aði hún hvast horn i öldustokkinn. Við sprenginguna lyftist skipið upp að framan, og þegar það féll niður aftur, steyptist yfir það mikill sjór, er gekk aftur yfir það alt og fór niður i vélarúm og viðar. Þar með var skipið algerlega kyrt, ekk- ert framskrið, svo var mikill kraftur í þessari vítisvél, að hún stöðvaði Skúla á augnabliki. Stýrimaður lýsir þvi svo, að þeg- ar sprengingin varð, með dimmum, allháum hvelli, hafi gosið undan báð- um kinnungum skipsins blossar, reykur og sjór og stigið hátt í loft upp. Skúli steyptist, eins og fyr segir, niður að framan eftir spreng- inguna og féll næstum allur í sjó aftur að stjórnpalli, en hann er um mitt skip, og aftari hluti skipsins reis svo mikið upp, að skrúfan var upp úr sjó, og var þó skipið mjög þungt, hafði um 250 tonn af kolum og is, og auk þess ýmislegt annað sem þungi var í. Allir hafa því vafalaust búist við, þó enginn talaði um það, að Skúli steyptist niður fyrir fult og alt á augabragði, en það var eins og hann legði sitt til að hjálpa okkur til að bjarga lífinu. Hinar sterku og vatnsheldu milli- gerðir hans og trausti og nýi búkur var það sem varnaði því, að hann steyptist óðfluga niður. Þannig skildum við þá við Skúla fógeta þegar hann var að sökkva. Það sorglegasta var að við vorum ekki allir. Við lögðum svo á stað og voru þá frá sprengingunni liðnar um 7—10 mín. Illa vorum við útbúnir, ef við hefð- um þurft að dvelja lengi í skips- bátnum. Sumir voru berfættir, skó- lausir og fáklæddir mjög, en verst voru þeir staddir sem veikir voru og nú voru komnir til meðvitundar og kvörtuðu um kuida. En reynt var að hláa að þeim eftir föngum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.