Morgunblaðið - 20.09.1914, Qupperneq 4
M74
MORGUNBLAÐIÐ
Tlæturbardagi í Ttliitbausen.
Bréf
frá Þjóðverja til Isiendings.
Þjóðverjum hefir, sem von er, þótt
fréttaburður þeirra bandaþjóðanna frá
stríðinu ærið slæmur, en hafa ekkert
getað gert til þess að hnekkja hon-
um. Bréf það sem hér birtist í laus-
legri þýðingu er frá þýzkum verk-
smiðjueiganda til kaupmanns eins
hér í bænum og af því það flytur
nokkrar nýjar fregnir, og lýsir vel
hug Þjóðverja, þykir oss rétt að
kynna mönnum innihald þess. Það
er dagsett þ. 26. f. m.
— Þareð fréttaþráður vor við út-
lönd er nú slitinn og lygalauparnir
ensku og frönsku geía eftir vild
flutt sínar fregnir af Norðurálfustyrj-
öldinni út um allan heim, þá gefum
vér yður eftirfandi stutt yfirlit
yfir helztu atburðina, sem skeð hafa,
og biðjum yður jafnframt um fram
alt, að leggja engan trúnað á skeyti
eða fregnir, sem berast frá Englandi
eða Frakklandi.
x. ágúst var herinn kallaður saman.
í ríkisþinginu þ. 4. s. m. féllust
allir flokkar orðalaust og einróma á
hernaðaráætlanirnar og hétu keisar-
anum því með handabandi að fylgja
honum gegnum þykt og þunt, í lífi
og dauða.
A þeim fundi skýrði ríkiskanzlar-
inn frá því að vér værum neyddir
til þess að brjóta hlutleysi Belgíu til
þess að koma í veg fyrir að Frakk-
ar réðust inn í landið hjá Neðri-Rín.
Hann hét því samtímis að Þjóðverjar
skyldu bæta Belgiu að fullu fyrir alt
það tjón er hún biði við það, einnig
það tjón, sem hlytist af yfirför hers-
ins o. s. frv.
En síðar hefir það komið upp úr
kafinu að Frakkar höfðu þá þegar
níðst á hlutleysi Betgíu og flutt her-
flokka inn í landið áður en Þjóð-
verjar sögðu þeim strið á hendur.
4. ágúst sagði England oss stríð
á hendur, vegna þess að vér hefð-
um níðst á hlutleysi Belgíu — og
var það ærið auðvirðileg ástæða —
þótt nú sé það uppvist að Englend-
ingar höfðu sjálfir í hyggju áður að
skeyta ekkert um hlutleysi Belgíu ef
þeim og Frökkum lenti i ófriði við
Þjóðverja, en setja þar hiklaust lið
á land.
7. ágúst tóku herflokkar vorir
Liittich með áhlaupi — allar aðrar
sögur, sem um það ganga eru ósann-
ar — og var það ódauðlegt hreysti-
verk.
Herflokkar vorir héldu lengra inn
í Belgíu eftir að þeir höfðu náð
Liittich á sitt vald, og unnu þá sigur
á Frökkum hjá Perves, á Belgum hjá
Tirlemont og héldur inn í Biussel
þann 19. s. mán. Núna sitja þeir
um Antwerpen.
í Efri-Elsass reyndu Frakkar að
ráðast inn í Þýzkaland frá Belfort, en
biðu ræklegan ósigur í Miilhausen þ.
10. ág. og annan ósigur þ. 11. s. m.
hjá Lagarde. í öllum þessum or-
ustum tókum vér óvini til fanga og
náðum fallbyssum, hraðskotabyssum,
flutningi 0. s. frv.
Franski herinn í Vogesafjöllunum,
sem hafði vígin Verdun, Toul og
Epinal að bakhjarli reyndi að ráðast
inn i Lothringen í 8 herfylkjum (hér
um bil 360 þúsund manns) en biðu
ógurlegt manntjón í orustu, sem
stóð frá 17.—21. ágúst og varð að
láta undan siga. Þjóðverjar tóku
þar mörg þúsuud fanga, þar á meðal
nokkra herforingja. Vinstri fylking-
ararmur vor náði t. d. 150 byssum
og fallbyssum.
Þetta er sú stærsta orusta, sem
enn hefir verið háð i heiminum.
Undanhald Frakka varð að flótta,
og fylgdu hermenn vorir á hæla
þeim og hafa til þessa rekið þá á
undan sér.
Þjóðverjar hafa nú Luneville, Nancy
og Rín-Marneskurðinn á valdi sínu.
Herflokkar þýzka ríkiserfingjans
réðust inn í Frakkland norðan við
Metz og unnu sigur á Frökkum í
fyrradag hjá Longwy. — Hversu
marga fanga og hversu mikið her-
fang þeir tóku þar, er til þessa
ókunnugt.
Samtímis réðust Þjóðverjar inn í
Frakkland yfir Luxemburg og unnu
glæsilegan sigur á Frökkum hjá
Semoy. Vér vitum að eins að þeir
tóku þar fjölda fanga, þar á meðal
marga herforingja, fjölda af byssum,
hraðskotabyssum o. s. frv.
Þá unnu og Þjóðverjar sigur á
framfylkingum Englendingaog Frakka
hjá Maubeuge. Var það mest ridd-
aralið þeirra Englendinganna.
Þannig halda herflokkar vorir sigri
hrósandi áfram allstaðar. Nú er búist
við stórorustu innan skams i vestan-
verðri Belgíu, miili Þjóðverja og sam-
einaðs hers þeirra Englendinga og
Frakka.
Belgaher og konungur þeirra hefir
flúið til Antwerpen.
Á eystri vígvellinum hafa Þjóð-
verjar verið jafn sigursælir og að
vestan. Pólverjar eru Rússum and-
vígir og hið sama er að segja um
Ukraine og Kaukasus. Þessi lönd
fagna Þjóðverjum og Austurríkis-
mönnum, sem lausnurum sínum.
Hin vandræðalegu loforð, sem zarinn
gaf Pólverjum, hafa engan árangur
haft, jafnvel þótt hann talaði til »sinna
kæru gyðinga«.
Rússar gerðu innrás í Austur-
Prússland, en 21. ág. unnu Þjóð-
verjar sigur á þeim í mannskæðri
orustu hjá Stallupönen og hröktu
þá öfuga út aftur. Þar tókum vér
8000 fanga og fjölda af byssum.
Rússar þora ekki að kalla til her-
manna í Finnlandi. Pétursborg víg-
girða þeir. Austurríkismenn vinna
hvern sigurinn á íætur öðrum á
Rússum. Sama máli er að gegna í
Serbíu og það land virðist vera kom-
ið alveg á heljarþrömina.
Allar vonir mótstöðuþjóðanna hafa
brugðist.
1. Von þeirra um það að borg-
arastyrjöld mundi verða í Þýzkalandi,
er að engu orðin. En hún sýnir
samt sem áður hve lítið óvinirnir
þekkja þýzku þjóðina. — Nú er
engin flokkaskifting til í Þýzkalandi.
Allir þyrpast i herinn fyltir guð-
móði, hverjum flokki sem þeir hafa
áður fylgt. 1^/4 miljón sjálfboðaliða
hafa gengið í herinn og er það meira
en nokkur hafði búist við. Frá
Solingen hafa komið flestir sjálf-
boðaliðar tiltölulega. Skólapiltar og
stúdentar gerast sjálfboðaliðar. Aðrir
eru lögregluþjónum til hjálpar, bera
bréf o. s. frv.
Veraldarsagan á engin dæmi slíks,
sem nú gerist í Þýzkalandi. Hér er
enginn ótti, engin hræðsla. Vér
höfum ekki einungis viljann til þess
að vinna sigur, heldur trúum vér
því fyllilega að vé'r munum sigra.
2. Tilraunir óvinanna að vekja
sundrungu í Austurríki hafa mishepn-
ast. Oll austurrikska þjóðin stend-
ur nú sem einn maður. Króatar,
Tékkar og jafnvel Serbar fylkja sér
til víga með sama guðmóði og Þjóð-
verjar. Allsstaðar eru þeir eins og
bræður; í Prag, Briinn, Kroatien og
Slawonien. Slavar hirða ekki um
yfirdrotnun Rússa.
3. Hinn mikli liðsafnaður Rússa
að austan, sem koma átti i veg fyr-
ir það að Þjóðverjar gætu komið
við bolmagni sinu í viðureigninni
við Frakka, hefir orðið þeim til
skammar eftir þann ósigur, er þeir
hafa beðið.
4. Eftir sigurför vora er það
ómögulegt að Italir gangi í lið með
Englendingum og Frökkum. Það
fer einnig bezt á því að Ítalía sé
hlutlaus, því með því móti getum
við fengið þaðan nokkuð af nauð-
synjum vorum.
Fórnfýsi Þjóðverja og frjáls fram-
lög -vaxa með degi hverjum. Til
dæmis má nefna það, að Frankfurt
am Main hefir á þessum síðustu
fjórum dögum lagt fimm miljónir
fram til »Rauða krossins*.
Verksmiðjur, gistihallir og jafnvel
kirkjur eru gerðar að sjúkraskálum.
Nú liggur fyrir sú spurning: Hvað
geta Þjóðverjar erlendis gert fyrir
oss?
Fyrst og fremst er það skylda
þeirra að mótmæla lygafregnum
þeim, sem um Þjóðverja eru born-
ar og halda fram þeim fiegnum,
er þeim berast frá áreiðanlegum
mönnum í heimkynnum sínum.
Vér biðjum yður um fram alt að
gera það sem í yðar valdi stendur
til þess að sannleikurinn fái að koma
i ljós.
Vér bætum því, við og leggjum
sérstaka áherzlu á það, að allar
fregnir um sigur Englendinga á sjó
eru uppspuni einn. Engir óvinir
eru við strendur vorar, og þótt enska
flotanum tækist það jafnvel að eyða
flota vorum — sem ekki getur
komið til nokkurra mála — þá kæm-
ist hann samt sem áður eigi að
ströndum vorum.
Hvað því við víkur að Englend-
ingar hafi tekið af oss Togoland og
Japanar sýndu þann ódrengskap að
ráðast á oss og taka af oss Kiauts-
chou, þá eru það aðeins smámuuir,
sem vér verðum að sætta oss við.
En það er þó víst, að stríðið er f
Evrópu, en ekki í nýlendunum.