Morgunblaðið - 20.09.1914, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
M75
Sannar sagnir af
Titanic.
Eftir
Archibald Gracie ofursta.
Frh. 22
Joseph Scarrot sjómður.
Eg var hinn eini sjómaður á 14.
bátnum. ■Yfirstýrimaður skipaði að
taka að eins konur og börn. Nokkr-
ir menn komu þar og reyndu að
ráðast i bátinn. Þeir voru útlend-
ingar og skildu ekki íyrirskipanir
mínar, en með stýrissveifinni tókst
mér það að verja þeim að komast í
bátinn. Einn maður stökk þó tvisvar
niður í bátinn og i þriðja skiftið
varð eg að kasta honum út úr bátn-
um aftur. Eg kom öllum konun-
um og börnunnm í bátinn; það
voru 54 konur og fjögur bórn —
eitt af þeim brjóstmylkingur. Tveir
kyndarar, þrir eða fjórir veitinga-
þjónar, Mr. Lowe og eg fórum á
bátinn. Eg sagði honum frá því
hve illa mér hefði gengið að verja
bátinn fyrir árásum farþega. Hann
tók þá marghleypu sína, skaut
tveimur skotum og mæltí: »Eg
skýt þá ef þeir halda þannig áfram*.
Mr. Lowe settist við stýrið þegar
báturinn var laus frá skipinu. Við
snerum við aftur og rerum þangað
er skipið sökk. Þar voru mörg
hundruð lík og björgunarhringar.
Einn af mönnum þeim, er við
björguðum, dó samstundis og við
höfðum dregið hann í bátinn. Einn
af veitingaþjónunum reyndi að lífga
hann við en það varð árangurslaust.
Annan mann heyrðum við hrópa á
hjálp, en við gátum ekki róið nógu
hratt þangað sem hann var, fyrir
Hkum og rekaldi, svo hann druknaði.
E. J. Buley. Eg var einn af
þeim, sem fór með Lowe á 14.
bátnum til þess að reyna að bjarga
þeim, sem lifandi kynnu að vera á
þeim slóðum, þar sem Titanic sökk.
Við náðum fjörum. Allir hinir voru
druknaðir. Við snerum mörgum
þeirra við til þess að sjá, hvort ekki
leyndist lífsmark með þeim. Það
var ekki svo að sjá sem þeir hefðu
druknað. Miklu fremur sýndist svo
sem þeir hefðu frosið í hel. Bjarg-
hringirnir fleyttu þeim svo höfuð
þeirra voru ofansjávar, en andlitin
voru i kafi. Um morguninn þegar
við höfðum bjargað þeim, sem lífs
voru, sáum við Engelhardtbátinn A,
hálfan af sjó. Menn þeir sem á
honum voru stóðu í hnédjúpum
austri. Við hjálpuðum þeim. Síð-
an hjálpuðum við D bátnum og
höfðum hann í eftirdragi.
Mrs. Charlotte Collyer segir í
The Semi Monlhly Maqazine, mai
1912.
Skamt fram undan okkur sáum
við hurð á floti. Hún hafði rifnað
af hengslunum þegar skipið sökk.
Á henni lá japanskur pitlur og hafði
hann bundið sig við þenna óveru-
lega fleka með reipi, sem hann festi
við hjartabrotin. Við sáum ekki
betur en að hann væri dauður.
Öldurnar skoluðu yfir hann og hann
var stirðnaður af kulda. Engu svar-
aði hann þótt hann væri spurður og
fyrirliðinn var því á báðum áttum
hvort hann ætti að bjarga honum.
»Til hvers ætti maður að vera
að tefja sig á því?« mælti Mr. Lowe.
Hann er að öllum líkindum dauður
og þótt það sé lifsmark með honum,
þá er þó nær að reyna að bjarga
einhverjum öðrum en Japana«.
Hann hafði þegar snúið bátnum
við, en sá sig um hönd og reri að
hurðinni. Japaninn var innbyrtur
og kona nokkur nuddaði brjóst hans
en aðrar reyndu að vermda hendur
hans og fætur. Og á skemri tíma
en til þess þarf að segja frá þessu,
raknaði hann við og opnaði augun,
Hann yrti á okkur, en er hann varð
þess var að við skilduín sig ekki,
staulaðist hann á fætur, teygði hand-
leggina upp yfir höfuð sér og stapp-
aði fótum í ákafa. Og eftir fjórar
eða fimm mínútur hafði hann alveg
náð sér aftur. Einn hásetanna var
svo þreyttur að hann gat naumast
valdið árinni, sem hann átti að róa
með. Japaninn sá þetta, tók af
honum árina og reri af kappi þang-
að til okkur var bjargað. Eg sá að
Mr. Lowe horfði á hann alveg for-
viða.
»Hver skrattinn!« tautaði fyrir-
liðinn. »Eg skammast min fyrir
það sem eg sagði áðan um þessa
litlu marfló. Eg vildi með fúsu
geði bjarga sex hans líkum ef eg
gæti það«.
Miss Minahau ;
Þegar Titanic sökk, kváðu við
ógurleg skelfingaróp. Nokkrar kon-
urnar báðu þá Lowe stýrimann um
að skifta farþegum sínum á hina
bátana og snúa þangað er skipið sökk,
til þess að reyna að bjarga fleirum.
Hann svaraði fyrst: »Eg held þið
megið vera nógu andskoti ánægðar
með það að hafa bjargast sjálfar«.
Litlu síðar lét hann þó að bæn okkar.
Þegar eg kom til hans á leiðinni
yfir í hinn bátinn mælti hann:
»Stökkvið þér 1 Því í djöflinum stökk-
við þér ekki?« Eg hafði ekki hikað
neitt, en beið þess að eins að röðin
kæmi að mér. Hann hafði blótað svo
mikið allan tímann að við héldum
að hann mundi vera ölvaður.
Mr. Lowe var strangur bindindis-
maður. En þessi vitnisburður er
honum samt til lítils sóma. Og
það er áreiðanlegt að honum lágu
stór orð á tungu, en samt sem áður
var hann fyrirmyndar stýrimaður,
eins og öll framkoma hans ber vott
um. Eg hitti Lowe í Washington
þegar við bárum vitni í málinu og
eg er viss um að hið eina sem
hægt er að finna að framkomu hans
þessa skelfingarnótt, er það að hann
hefir verið nokkuð orðhvass.
Anglýsið í Morgunblaðinu.
Sund.
Eins og menn vita lögðu íslendingar í fornöld mikla stund á allar
íþróttlr — og þarf ei annað en lesa Njáls sögu, til að ganga úr
skugga um þetta: »Gunnarr hét maðr. Hann var mikill maðr vexti og
sterkr og allra manna bezt vígr. Hann hjó báðum höndum ok skaut, ef
hann vildi; ok hann vá svá skjótt með sverði, at þrjú þóttu á lofti at sjá.
Hann skaut manna bezt af boga ok hæfði alt þat er hann skaut til. Hann
hljóp meir enn hæð sína með öllum herklæðum ok eigi skemra aftr enn fram
fyrir sik. Hann var syndr sem selr«. Þessi ágæta lýsing á
Gunnari að Hlíðarenda ætti að nægja þeim er efa fræknleik fornmanna. »Hann
var syndur sem selur« er sagt um alla fornmenn okkar. Synir þetta oss ekki
að sundíþróttin hefir langbezt notið sín hjá þeim — sund hafa þeir mest og
bezt iðkað, og skilið hið ómetanlega gagn þessarar nauðsynlegu og hollu fþrótt-
ar. —
Heitar laugar og hverir voru víða á Islandi, sem sjá má af hinum mörgu
örnöfnum sem getið er um í fornsögunum. Og hefir því verið auðvelt fyrir
þá — eins og okkur — að læra sund. Allir kannast við laug Snorra í Reyk-
holti (Snorralaug), einnig Sælingsdalslaugar, þar laugaði Kjartan Ólafsson sig.
— Jafnan bar svá til, at Guðrún Ósvífisdóttir var at laugum. — Þar hafa kon-
ur og karlar baðað (laugað) sig saman. — —
Ekki hafa fornaldarmenn þekt eins margar sundaðferðir og nútíðarmenn.
Bringusund, baksund og kafsund, og líklega bjcrgun, hafa verið helztu sundin;
eigi vita menn þó með vissu hvort aðferð áðurnefndra sunda hefir verið hin
sama og nú, en hvernig því viðvíkur þá voru fornmenn svá vel at sór ger, að
sund kunni hver maður, og það er þjóðarsóminn. Þetta, sem hér hefir verið
minst á úr fornsögum vorum ætti að vera nóg hvatning til vor — sýna hve
langt að baki við stöndum fornmönnum okkar — í líkamsment, og hvað mikið
er hór óunnið ennþá.
Batnandi manni er bezt að lifa. Nú er tími til kominn að hrista af sór
íslenzka tómlætið — að hver geri skyldu sína og hjálpi þjóðinni sinni til við-
reisnar á þessu sviði — nógu lengi höfum við legið í dái.........og séð upp-
skeruna (90 íslendingar druknuðu hér við land árið 1913).
Tökum heldur undir með útlaganum og snillingnum fræga, Gretti As-
mundssyni, og segjum : »E i g i m u n e k á s u n d i d r u k n a«.
Benedikt G. Waage.