Morgunblaðið - 20.09.1914, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
M79
Gömul spá.
»VöIvan frá Mayence«
í enskum blöðum er rifjuð upp göm-
ul spá frá árinu 1854. Spákonan er
kend við Mayency og hefir margt
komið fram er hún hefir sagt fyrir í
spánni. Setjum vór her alla spána og
geta menn svo á sínum tíma séð hvað
hæft er í því, er völvan virðist segja
fyrir um heimsstríðið mikla 1914.
Skýringar eru í svigum.
1. Þegar hin litla þjóð við Oder-
fljót þykir sór vaxinn nægur fiskur
um hrygg til þess að hrinda af sór
oki verndarans og er byggið stendur
alsett öxum á ökrunum mun Vilhjálm-
ur sá, er ríki ræður hjá þeim fara
með her manns móti Austurríki.
2. Þeir munu vinna hvern sigur-
inn á fætur öðrum og komast að
borgarhliðum Vínarborgar, en byggið
er ekki einu sinni komið í hlöðurnar
er hinn mikli vestræni höfðingi hefir
ritað undir friðarsamninginn, hrist af
sér okið og farið til lands síns aftur
sigri hrósandi.
(Hór er átt við stríðið milli Þýzka-
lands og Austurríkis 1866. Það byrj-
aði í júní og lauk með friðnum í Prag
23. ágúst).
3. Enn er fjórðu bygguppskerunni
hefir verið safnað mun ógurlegt orustu-
kall kveða uppskerumennina til vopna.
Óvigur her með óteijandi vígvólar, er
fundnar eru upp í sjálfu Víti, mun
hefja göngu sína í vesturátt.
4. Vei þór mikla þjóð, vei þór, er
hefir horfið frá rótti guða og manna.
orustuguðinn hefir yfirgefið þig. Hver
mun veita þór hjálp?
5. Napoleon III., sem fyrst gerir
gis að óvinunum, mun senn úr sög-
unni og aldrei bera á honum framar.
6. Enda þótt Frakkland veiti
drengilegt viðnám mun sægur her-
manna — bláir, gulir, svartir — vaða
yfir mikinn hluta Frakklands.
7. Elsass og Lothringen verður
tekið af Frökkum og mun ekki eign
þeirra aftur fyr en að 1 1/2 tímabili
liðnu.
(Hór er átt við þýzk-franska stríðið
er hófst 4 árum eftir stríðið við Aust-
Urríki. Tímabil = mannsaldur og verð-
ur þá eftir því Elsass og Lothringen
aftur frönsk eign árið 1915).
8. Og Frakkar munu fyllast móði
og berjast innbyrðis.
9. Vei þór borgin stóra, vei þór
borg glæpanna! Eldur og sverð mun
koma á eftir eldi og hungri!
(Hór er átt við borgarauppreisnina
(Commune) i París 1871.)
Þá kemur völvan að vorum tímum
og getur nú framtíðin ein skorið úr
bvort hún þylur sannar spár.
Verið hughraustir. Ríki myrkranna
toun ekki heppnast að fá fyrirætlun-
Oon öllum framgengt.
11. Tími náðarinnar er nálægur.
■Bjargvættur þjóðarinnar er meðal yðar.
12. Það er maðurinn sem frelsar,
binn vitri, hinn ósigrandi. Sigurvinn-
lngar hans eru jafn margir og hann
^eggur hönd á að framkvæma.
13. Hann mun reka óvinina út úr
Frakklandi, hann mun vinna hvern
sigurinn á fætur öðrum þangað til dag-
ur hins himneska róttlætis rennur upp.
14. Á þeim degi mun hann stýra
sjö þjóða her á móti her þriggja þjóða
og orustan mun standa við Bordeaux
milli Nam, Woerl og Paderborn.
15. Vei þór þjóðin að norðan. Sjö-
unda kynkvísl þín skal svara til sakar
fyrir glæpi þína. Vei þór þjóðin að
austan. Þú munt vekja harmagrát og
úthella straumum af saklausu blóði.
Aldrei mun slíkur liðssöfnuður sjást.
16. Þrjá daga mun sólin rísa upp
yfir höfuð orustumanna en þeir ekki
sjá hana fyrir reykskýjunum.
17. Þá mun sá er stýrir hreppa
sigurinn. Tveir af óvinum hans munu
verða að engu og sá þriðji flýja lengst
í austur.
18. Vilhjálmur hinn annar með því
nafni mun verða síðasti konungur á
Prússlandi. Á eftir honum stíga í há-
sæti: konuugur Póllánds, konungur
Hanovers og konungur Saxlands.
Sjö þjóðirnar móti þrem:
Englendingar, Rússar, Frakkar, Belg-
ar, Serbar, Japauar, Montenegrómenn.
— Þjóðverðjar, Áustrríkismenn, Ung-
verjar.
Sjöunda kynkvíslin.
Prússland varð konungsríki skömmu
eftir 1700. Sjöunda kynkvísliu lifir
því nú. (30.7 = 210).
250 þúsund Rússar
til Frakklands.
All nýstárleg fregn er það, sem
síðustu erlend blöð, bæði brezk og
sænsk, hafa að flytja um herflutning
frá Rússlandi til Frakklands.
í fyrra mánuði kváðu Rússar hafa
sent fjölda hermanna — alls 250
þús. — frá Archangelsk í Hvíta haf-
inu á skipum til Bretlands. Þaðan
kvað lið þetta hafa verið sent
yfir Ermarsund til Frakkiands og
þar sameinað brezka og frakkneska
hernum. —
Eigi er þessi ráðstöfun bandamanna
með öllu óhugsandi. Rússar hafa
langflestum hermönnum á að skipa
allra bandaþjóðanna og geta því vel
séð af þessum herafla. Sé þetta satt
þá hefir ákvörðunin verið tekin ein-
mitt um það leyti, sem mest krepti
að bandahðinu vegna hinnar áköfu
framsóknar Þjóðverja i Frakklandi.
Nýja Bió sýnir núna tvær góðar og
vel leiknar amerískar myndir. »Háska-
leg ritvilla« heitir önnur og lýsir hún
hvernig eitt misritað orð í símskeyti
gefur tilefni til mikils misskilnings og
hugarangurs, þó að alt lagist og skýr-
ist á endanum, sem betur fer. Áðal-
hlutverkið leikur hinn ágæti leikari
Costello, sem margir hór kannast við.
— »Skókreppan« kallast hin myndin
og er það gamanleikur um vandræði,
sem hlotist geta af þröngum skóm.
Gerist þar ýmislegt spaugilegt, sem
skemtilegra er að sjá en segja frá. —
Aukreitis eru svo sýnd erlend tíðindi,
fróðleg og skemtileg eins og vant er.
Z.
Srœnar Baunir
frá Beauvais
eru ljúffengastar
^ JÍQÍga
2—3 herbergi, hentug fyrir skrifstofu,
eru til leigu i Austurstræti 10.
Hálf miljón enn.
150,000 hafa verið send
til Frakklands.
Asquith bar fram tillögu í neðri
málstofu parlamentisins 10. þ. m. að
enn skyldi bætt hálfri miljón manna
við enska herinn.
Hann skýrði þá frá hvað liðsöfnun
Breta liði. Aður en ófriðurinn hófst
hafði herlið þeirra verið um 200,000
manns og varalið 200,000, eða sam-
tals 400,000. Þegar friðnum var
slitið heimilaði þingið að bæta við
hinn reglulega her 500,000 manns.
Sú liðsöfnun hafði gengið svo vel,
að 9. sept. að kvöldi höfðu 439 þús.
boðist í herþjónustu, innan skamms
yrði herinn því orðinn 900,000,
því þær 60,000 sem á vantaði mundu
safnast á svipstutidu.
Hann endaðí ræðu sína á þessa
leið:
Eg vona að þessi tillaga um nýja
hálfrar miljónar lið-útboð verði sam-
þykt. Eg er sannfærður um að ef
það verður gert, þá muni þjóðin svara
í sama anda og hún hefir gert
undanfarna daga. Vér getum þá
sent til vígvallarins 1,200,000 manns
eins og tölurnar sýna, sem eg hefi
nefnt. Þetta er eingöngu lið það.
sem móðurlandið leggur til og er
þó ekki talið með landvarnarliðið
(Territorials) og þjóðvaraliðið (Na-
tional Reserve). Við þennan her
bætast svo hinar ágætu hersveitir
frá Indlandi og nýlendunum.
Fyrr i ræðu sinni mintist Asquith
á kvartanir, sem komið hefðu fram
um það, að ekki hefði verið sýnd
næg fyrirhyggja um að sjá hinum
nýju liðsmönnum fyrir húsnæði og
mat. Hann sagði að ef til vill
mætti eitthvað finna að á einstöku
stað, en þær misfellur hefðu verið
leiðréttar og yrðu leiðréttar svo fljótt
sem auðið væri.
Hann bað menn gá að því hvilíkt
feikna starf hermálaráðuneytið hefði
orðið að inna af hendi siðan ófrið-
urinn hófst. A friðartímum tækju
þeir ekki nema um 35,000 manns
i herinn á ári, en siðustu daga hefðu
oft boðist 20—33 þús. manns á dag.
Það væri því ekki að undra þó að
einhverstaðar kæmi snurða á, sérstak-
lega þegar þess væri gætt, að sam-
timis hefði hermálaráðuneytið séð
um flutning á stærra hjálparliði til
útlanda en nokkru sinni áður hefði
verið sent. — Eg vil ekki segja
hve miklu, en það er eitthvað um
150,000 manns.
tffiaupsfiapur ^
Gott tæði og húsnæði fæst
fyrir einhleypa menn frá r. okt.
Herbert Sigmundsson gefur upplýs-
ingar.
Salonsábreiða, ný, er til sölu. Til sýnis
bjá Morgunbiaðinu.
Til sölu búðarskúffur með tækifæris-
verði hjá Steingr. Guðmundssyni Amt-
mannsstig 4.
Fæði. I Bankastræti 14 fæst gott fæði
frá 1. október. Uppl. hjá Morgunbl.
Eg get selt 6 dusin plötur 9/12 og 200
gaslys póstkort. Þorl. Þorleifsson ljósm.
^ ^jffinna ^
Fermd unglingsstúlka óskar eftir vetrar-
vist 1 góðu húsi, helzt til að gæta barna.
Stúlkur, sem vilja fá góðar vetrarvistir,
komi sem fyrst á fólksráðningarstofu Krist-
ínar J. Hagbarð, Hverfisgötu 98 (áður
númer 56 B).
cWensla
Einar Jónsson Miðstræti 4 kennir
þ ý z k u
heima k). 5—6 e. m.
Kensla
i þýzku, Iatínu grísku.
Bjarni Jónsson frá Vogi.
VÁT^YGGINGA^
Vátryggið hjá:
Magdeborgar brunabótafélagi
Den Kjöbenhavnske Söassurance
Forening limit
Aðalumboðsmenn:
O. Johnson & Kaaber.
Carl Finsen Austurstr. 5, Rvík.
Brunatryggingar.
Heima 6 y4—7 x/4. Talsimi 331.
Eldsvoðaábyrgð,
hvergi ódýrari en hjá
„Nye danske
BrandforsikriDgsselskab“.
Aðalumboðsmaður er:
Sighv. Bjarnason, bankastj.
ELDUB! -fKS
Vátryggið í »General« fyrir eldsvoða.
Lækkuð iðgjöld. Umboðsm.
SIG. TH0R0DDSEN
Frfkirkjuv. 3. Talsimi 227. Heima 3—5
Umboðsm. í Hafnarf. óskast.
IíÖGMENN
Sveinn Björnsson yfird.lögm.
Hafnarstræti 22. Simi 202.
Skrifstoíutími kl. 10—2 og 4—6.
Eggert Claessen, yfirréttarmála-
flutningsmaður Pósthússtr. 17.
Venjulega heima 10—11 og 4—5. Slmi 16.