Morgunblaðið - 20.09.1914, Page 8
1480
MORGUNBLA.ÐIÐ
Lampaglös af ðllum stærðum
eru bezt og ódýrust í
Leir- og glervörubúðinni í Kolasundi.
fást beztir og ódýrastir í
Trésmíðavinnustofunni Laugav. 1
(Bakhúsinu).
Myndir innrammaðar fljótt og vel.
Hvergi eins ódýrt! Komiöogreynið!
POLITIKEN
Frisind. Fremskridt.
Ðanmarks störste Blad.
Fremragende danske og udenlandske Medarbeidere.
Mest fuldkomne Verdens-Telegram Tjeneste.
Egne Korrespondenter i
London, Paris, Berlin, Wien, New York, Chicago, Rom, Athen,
Konstantinopel, St. Petersborg, Stockholm, Kristiania, Reykjavik.
Læses overalt i Nordevropa.
Abonnementsprisen paa Island er 3 Kf. 50 pr. Kvartal -j- Porto.
Abonnement tegnes paa Politikens Kontor: Raadhusplads, Kjöbenhavn B.
JuQÍr* og gíorvara, af ýmsu iagif
er nýfiomin i úlolasuné.
Námsskeið fyrir stúlkur
held eg undirrituð næstkomandi vetur, eins og að undanförnu. Um ýmsar
námsgreinar verður að velja, svo sem: íslenzku, dönsku og ensku (kent
að skilja, tala og skrifa bæði málin), skrift, reikning, bókfærslu, sögu,
landafræði, heilsufræði, söng og ýmsiskonar handavinnu. Námsskeiðið
byrjar 15. október og endar 1. maí, og fer kenslan fram síðari hluta dags.
Þær stúlkur, sem óska að fá inngöngu, gefi sig fram sem fyrst.
Hólmfríður Árnadóttir,
Laufásvegi 3 Reykjavík (að hitta kl. 4—5 síðdegis).
Stærsta blað landsins.—Sunnudaga- pv
blaðið, 8 síður, kostar aðeins 5 aura.
Nordmænd paa Island
bör holde
Tidens Tegn,
alsidig, letlæst og underholdende.
... Pris 36 Kr. (pr. Aar — tilsendt to gange ukentlig. ..
Joseph A. Grindstad
áður L. H. Hagen & Cos. útbú
Bergen.
Vopn, Skotfæri, Hjólhestar, Veiðiáhöld, Sþortsvörur, Rakaraáhöld,
Barnavagnar, Barnastólar.
Skiði, Sleðar, Skautar.
Púður, Dynamit, Hvellhettur, Kveikiþráður o. m. m. fl.
ftfram
eftir
O. Sweíí TTlarcíeti.
Framb.
Osigurinn er úrslita-vitnisburður um úthald og járnvilja. —
Hann gerir annað tveggja: ónýtir líf manns eða víggirðir það. Særð
ostra fyllir upp í sárin á skelinni með perlum.
»Því verður ekki með orðum lýst« segir E. P. Whipple, »hverjum
níðingskap, fúlmensku og harðýðgi samtíðin hefir beitt mikilmennin
í lifanda lífi, sem næsta kynslóð dáir á alla lund. Dante er tignað-
ur við gröf þá, er ofsóknir manna komu honum í fyrir tímann.
Milton var á sínum tíma nefndur: »Náunginn Milton, blindi högg-
ormurinn, sem spýr eitri sínu á persónu konungsins«, en skömmu
síðar var hann nefndur »hinn voldugi söngvaheimur«. Svona er
blaðinu snúið skyndilega við, hatrið orðið að tilbeiðslu, — en engin
prýði er þetta á menningarsögu mannkynsins*.
Demosþenes, Curran og Disraeli hirtu ekki um háð né spott
það, er neyddi þá í byrjun ofan af ræðustólnum. — Þeir vissu hvað
í sér bjó og að sá tími mundi koma, er á sig yrði hlustað. Lítils-
virðingin og skammirnar stöppuðu í þá stálinu, þessa menn, að gefast
ekki upp, eins og margir meðalmenn mundu hafa gert. Hver mundi
geta metið skuld heimsins til þeirra mgnna, sem veikir hafa verið,
vanskapaðir og að því er virðist uppgefnir, en orðið ódauðlegir fyr-
baráttu þá, er þeir hafa háð til að firra sig háði og hlátri.
Það var kleppfótur Byrons og feimni, sem átti allan þáttinn að
því, að hann fór að yrkja.
Á slikum mönnum vinnur dauðinn engan sigur. Líkami Regul-
usar var tættur sundur á grimmilegan hátt, en andi hans lifði og
kveykti hug í Rómverjum til að jafna Kartagóborg við jörðu. Win-
kelried féll fyrir spjótum Austurríkismanna, en Sviss er frjálstland.
Wallace var hægt að brytja í sundur, en Skotland ekki. Lincoln
varð morðingja einum að bráð, en verk hans lifa fram á þennan
dag. Það hefir aldrei verið til píslarvottur, sem eigi hefir gert mál-
stað sinum stórmiklu meira gagn með píslardauðanum, en hann hefði
nokkurntíma getað gert í ræðu og riti.
Sífeld hepni í byrjun starfslífs vors er hættuleg. Gættu þess
vel, að fyrsta sigurför þín verði ekki að ósigri. Hættan felst ekki
í fallinu sjálfu, heldur að geta ekki reist sig á fætur.
öll hlunnindi vor — persónufrelsi og öryggi, stjórnfrelsi 0. s. frv-
hafa unnist með margra ára erfiði. Rétturinn til þjóðarsjálfstæðis
hefir unnist með ógurlegum styrjöldum og hörmungum. Þeir eru til
sem ganga um sjúkrahús eymdanna með meira tignarfasi en Cæsar
um höll sína.
Hvaða gagn er að því, þótt mikill ljómi hafi stafað af einhverju
í fjarlægð, ef það hefir orðið að ösku i þínum höndum?
— En haltu áfram! Það eru ekki launin, heldur baráttan, sem
mest er um vert. Sífeld hepni sýnir oss aðeins aðra hliðina á ver-
öldinni.