Morgunblaðið - 30.09.1914, Blaðsíða 4
1524
MORGUNBLAÐIÐ
Nýtt úr reykhúsinu:
<fiauðmagi,
&sa,
J2ax,
Silé,
fæst að eins i
Livsrpooí.
Tveir
afsláttar hestar
til sölu.
Upplýsingar hjá H. Zoégæ
Umboðsverzlun
Guðmundar Böðvarssonar
er flutt á Grundarstíg 9. ,
Danskt rúgmjöl er bezt í
slátur. Fæst hjá
Jóni frá Vaðnesi.
Bökband.
Eg undirritaður tek að mér að
binda inn gamlar og nýjar bækur.
Vandað verk, fijótt afgreitt og
Ódýrt. Reynið og þér munuð sann-
færast.
Guðmundur Höskuldsson, Frakkast. 24.
(Vinnustofa Njálsgötu 33 B).
Margarine tvær tegundir og
ennfr. vegglampar afaródýrir á Vest-
urgötu 39.
ión Árnason.
Þeir, sem kynnu að vilja gera
tilboð
í að mála Dómkirkjum að innan, leiti upplýsinga á teiknistofunni í
Skólastræti 5 B, þann 30. sept. og x. okt. kl. 2—3 e. m.
Einar Erlendsson.
Frá 1. október
verður vitamálaskrifstofan i Skólastr. 4
Skrifstofan er vanalega opin kl. 10-4, fyrir útborganir kl. i--3.
yAt^yggingai^
Vátryggið hjá:
Magdeborgar brunabótaféiagi
Den Kjöbenbavnske Söassurance
Forening iimit
Aðalumboðsmenn:
O. Johnson & Kaaber.
Carl Finsen Austurstr. i, (uppi).
Brunatryggingar.
Heima 6 */*—7 V«* Talsími 331.
iar- ELDURI CS
Vátryggið i >General< fyrir eldsvoða.
Lækkuð iðg.jöld. Umboðsm.
SIG. THORODDSEN
Frfkirkjuv. 3. Talsfmi 227. Heima 3—5
Umboðsm. f Hafnarf. óskast.
Niðursuöuvörur
frá Á S. De danske Vin & Conserves Fabr. Kanpmannahöfn
I. D. Beauvais & M Rasmussen
cru viðnrkendar að vera beztar í heimi.
Eldsvoðaábyrgð,
hvergi ódýrari en hjá
„Nye danske
Brandforsikringsselskab“.
Aðalumboðsmaður er:
Sighv. Bjarnason, bankastj.
Vörumerki
Heinr. Marsmann’s
Yindlar
ELARTi
eru langbeztir.
Aðalumboðsmenn á Islandi: Nathan & Olsen.
LrOGMKNN
Sveinn Bjðrnsson yfird.lögm.
Hafnarstræti 22. Sfmi 202.
Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6.
Eggert Claessen, vfirréttarmála-
fiutningsmaður Pósthósstr. 17
Venjulega heima 10—11 og 4— 5. Sfmi 16.
Ólatur Lárusson yfird.lögm.
Pósthússtr. 19. Sími 215.
Venjulega heima 11 —12 og 4—5.
Kaupið Morguublaðið.
Suðrænt blóð.
45 Saga eftir
H. S. Merriman.
Framh.
Nú var Estella ekki syfjuð lengur.
Hún hagræddi sér i vagninum og
horfði í gaupnir sér. Endrum og
eins leit hún út um gluggnnn, þar
sem sást á höfuðið á hesti Conyng-
hams.
— Kemur til orustu? spurði Est-
ella alt f einu.
Herforinginn ypti öxlum.
— Það verður víst aldrei svo al-
varlegt — i mesta lagi götuupphlaup,
svaraði hann.
Pater Concha leit á Estellu og sá
að skelfing var máluð á andliti henn-
ar. Og þó hafði hún ekki sýnt
hinn minsta æðruvott áður.
— Og hver er þetta? spurði Est-
ella og benti út um hinn gluggann,
sem var lokaður,
— Concepcion Vara, þjónn Con-
ynghams, svaraði herforinginn stutt-
ur f spuna.
XXVI.
Þau nálguðust nú Toledo og lá
vegurinn gegn um mörg smáþorp.
Veitingahúsin voru enn opin og ó-
venjulega margir menn voru á fót-
um.
Þau námu staðar í stóru þorpi til
þess að skifta um hesta í síðasta
skifti. Fáeinir olíulampar vörpuðu
daufri birtn yfr götuna Einkenni-
leg og ótrygg kyrð hvildi yfir öllu
og forvitin augu störðu út um alla
gluega.
Ökukarlinn steig niður nf sætinu
og húðskammaði hestasveininn fyrir
það hvað hann væri lengi.
Conyngham hreyfði sig hvergi úr
söðlinum. Hann reið lítið eitt lengra
fram á við svo að hestur hans skygði
alveg á vagngluggann. Concepcion
Vara fylgdi dæmi hans svo að nú
sáu þau í vagninum ekki annað en
skugga hestanna.
— Við viljum fá að sjá hverjir
eru í vagninum I hrópaði einhver
með hárri röddu.
— Áfram, kallaði Conyngham.
Takið taumana.
Vagninn hreyfðist ér stað. Estella
laut áfram til þess horfa út um
gluggann, en Pater Coucha færðist
fyrir rúðuna, þótt hann mætti eiga
von á þvi að fá bæði kúlur og hníf-
stungur í bakið.
Vincente hershöfðingi var vanari
svona atvikum. Hann tók leður-
sessuna úr sætinu og hélt henni
fyrir hini: gluggann með annari
hendi en með hinni hendinni hélt
hann Estellu kyrri í sætinu.
— Vertu róleg, mælti hann, Con-
yngham sér um sig.
Vagnhjólin hoppuðu á strætis-
steinunum og grjóti rigndi yfir vagn-
inn. Alt í einu lyptist hann upp
og hjólin ultu yfir eitthvað, sem lá
á götunni. .
— Ekki grenjar hann framar,
mælti Pater Coucha. Vagnar drotn-
ingarinnar eru þungir.
Hestarnir voru nú komnir á fulla
ferð. Pater Coucha settist niður og
neri á sér bakið. Conyngham hélt
hesti sinum rétt við vagninn og
út um gluggann sást glampa á spor-
ana hans i tunglsljósinu. Taumarnir
Iágu lausir á makka hestsins því
Conyngham hafði nú annað að gera
en stýra hestinum. Maður nokkur
lá þvert yfir hnakknefið. Hann
hafði gripið með annari hendinni
yflr háls Conynghams en i hinni
hendinni hélt hann á hárbeittum
knífi.
Herforinginn brá sverði sínu og
laut fram yfir Estellu. En í sama
bili virtist Conyngham ná góðum
tökum á piltinum og svo kastaði
hann honum frá sér eins og leik-
soppi. Annar hæll mannsins rakst
í gluggann rétt yfir höfði prestsins.
Rúðan fór í þúsund mola og Pater
Coucha greip til þess úrræðis að
bölva eins og versti sjómaður. Aftur
lyftist vagninn.
— Annar, mælti Pater Coucha
og tíndi glerbrotin af hattinum sin-
um. Þetta var laglega gert af Con-
yngham.
— Og hann er fyrirtaks reiðmaður,
mælti Vincente og sliðraði sverð
sitt. Manni hitnar um hjartaræturn-
ar við það að horfa á hann.
Hann laut út að glugganum og
spurði hvort nokkur væri sár.
— Eg er hræddnr um að eg hafi
stungið knífi f hnakkann á manni
nokkrum, mælti Concepcion Vara.
En i okkar liði hefir ekkert slys
hent — að undanteknu því að hans
hágöfgi fékk spark i ásjónuna, bætti
hann við og kveikti sér f sígarettu.