Morgunblaðið - 09.10.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1914, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 1362 Bæjarmál. Ef þið gjótið augunum upp, þeg- ar þið gangið með fram húsunum hér í bænnm, munuð þið taka eftir því, að flest hús eru þakrennulaus. — í fljótu bragði finst ykkur þetta ef til vill engu máli skifta. En svo er þó ekki. Það er einmitt mjög nauð- synlegt að þakrennur séu á húsun- um, því ekki eru göturnar of þrifa- legar. Þegar miklar rigningar eru — og það er ekki svo sjaldan hér —, þá rennur vatnið af húsþökunum niður á gangstéttirnar svo stórir pollar standa á þeitn. Svo grefur vatnið um sig, en eftir verða stórar gryfjur, og gangstéttin verður ófær yfirferð- ar. Lekinn ofan af húsunum neyðir mann til að fara út á aðalgötuna, sem oftast er enn verri yfirferðar en gangstéttin sjálf, þó ill sé. Máli mínu til sönnunar vil eg biðja menn að ganga Þingholts- stræti og vona eg þá að menn sann* færist um, að nauðsynlegt sé að gera húseigendum það skylt, að hafa þakrennur á húsum sínum, og að regnvatninu sé veitt úr þeim i lok- ræsin, þar sem ekki er frárensli ofanjarðar. Auðvitað ætti með hverri gangstétt að vera renna, sem ieiddi á brott vatnið af húsþökunum. Ætti svo bæjarstjórnin að hafa eftirlit með þvi að þakrennurnar væru í lagi og hreinsaðar þegar þyrfti. Mér finst það fremur ósparlega farið með bæjarfé — nema það sé svo mikið að ómögulegt sé að koma því fyrir á annan hátt, — að lofa regnvatninu þannig að nauðsynjaiausu að eyðileggja göturnar. Vil eg svo að endingu skora á hina virðulegu bæjarstjórn að hlut- ast til um það sem allra fyrst, að þessu verði kipt í lag, en skella ekki við því skollaeyrunum eins og þó svo mörgu öðru, sem henni hefir verið bent á að gera þyrfti. Þór. Vöruverð. Nú þegar verðlagsnefndin hefir verið skipuð, mun það eigi með öllu ófróðlegt að minnast á hvert er nú verð á vörum út um land. Vér höfum fengið áreiðanlega skýrsla um vöruverð á Sauðárkróki og birtum hana hér. En þess skal jafnframt getið, að eftir lauslegum skýrslum, sem vér höfum fengið frá öðrum verzlunarstöðum Norðanlands, þá er verð þar mjög svipað. Rúgur 30 kr. pr. tn. Rúgmél 32 — — — Bankabygg 36 — -L- — Baunir 44 —---------- Hveitinr. 1 40 —----- do nr. 2 34 —------ Hrisgrjón 44 —------- Hafragrjón 54 —------ Kaffi 100 au. — pd. Kandis 40 — Melís 35 Kjöt 25- —27 — pr. pd. Gærur 35 — Mör 28 — 1=53 D AGBÓfflN. =3 Afmæli í dag: Elín Guðmundsdóttir, jungfrú Guðrún Clausen, húsfrú GuSm. Sveinbjörnsson cand. jur. Sólarupprás kl. 7. S ó I a r 1 a g — 5.29. Háflóðkl. 7.59 f. m. og 8.21 e. h. Póstar í dag: jngólfur frá Borgarnesi. Vestanpóstur fer. Norðanpóstur fer. Pollux á að koma frá Noregi. V e ð r i ð í gær. Vm. s.v. andvari, hiti 6.0. Rv. a. gola, hiti 7.5. ísf. s. st. gola, hifci 12.0. Ak. logn, hiti 8.0. Gr. s. kul hiti 7.0. Ekkert samband við Seyðisfjörð og Færeyjar í gærmorgun. Enginn fiskur rar fáanlegur hór í bænum í gærmorgun nema ísfiskur, svo lítil ýsuseiði og koli. Síður ætti það að koma fyrir ef bæinn hefði sjálfur fisksöluna á hendi. Orð — innantóm orð! D/ra- verndunarfólagið hefir látið prenta og festft upp á götunum skjal allmikið — ávarp til manna um það að fara vel með dyrin. En hræddir erum vór um að þ a ð hafi lítinn árangur. Það þarf að k e n n a mönnum að fara vel með dýrin. Fyrsta ráðið til þess er að ná sem flestum hörnum inn í fó- lagið, því, 5>hvað ungur nemnr gamall temur<£, — og »seint er að kenna gömlum hundi að sitja«. Gæti nú ekki slys það, sem varð hór í bænum í fyrrakvöld ýtt undir fólagið? — því alt þeas háttar á það að láta til sín taka. Fólagið á að kæina b ö r n u n- u m að hafa ekki óknytti í frammi við skepnurnar. N j ö r ð u r kom inn í gær eftir 5 daga útivist og hafði aflað 380 kítt. Skipið tók hór ís í gærdag' og lagði svo aftur út til fiskveiða síðdegis. Fer hann síðan til Englands (Fleetwood) á miðvikudaginn, með þann afla sem hann hefir þá fengið. Xerxes breskur botnvörpungur kom hingað beina leið frá Aberdeen. Skipið flutti blöð til 3. sept. K a p t. T r o 11 e fór utan í fyrra- dag með Glen Tannar. Herbúðir keisarans. Þýzkalandskeisari hefir nú sezt að um stund í Luxemburg. Hefst hann við í sendiherrahöllinni þýzku og hefir um sig sterkan lífvörð; einkum er þar mikið til varnar af flugvélum, ef Frakkar skyldu koma fljúgandi. Sonur keisarans, Agúst Wilhelm, særðist í orustunni við Marne, í vinstra handlegg. Keisarinn sæmdi hann járnkrossinum af 1. tíokki. Aðmíráll kallaður heim. Tranbridge aðmiráll, sem hafði yfirstjórn Miðjarðarhafsflota Englands í byrjun ófriðarins, heflr verið kall- aður he:m, og hefir nefnd verið sett til að rannsaka, með hvaða atvikum Goeben og Breslau sluppu úr gTeip- um brezka flotans til Tyrklands. Er ekki talið ólíklegt að herréttur verði látinn dæma um gjörðir Tranbridge í þessu efni. Á verði gegn Ítalíu Austurríkismenn eru sýnilega hræddir um að ítalir, bandamenn þeirra, muni ganga í lið með óvin- um sínum. Hafa þeir því sett 200.000 hermanna við landamæri Ítalíu; hafa auk þess látið taka liönd- um mörg hundruð af hinum ítölsku þegnum sínum og látið leita í hús- um þeirra. -------m---------- Neðansjávarbátur ferst. Bretar hafa nýlega mist neðan- sjávarbát AE I og á honum 37 manns. Bátur þessi var austan við Australíu og halda mdnn að hann hafi farist af slysi. Hann var bygð- ur síðastliðið ár og talinn einna beztur af neðansjávarbátum Bieta. Hann fór í vor austur til Australíu og var það lengsta ferð, sem nokk- ur neðansjávarbátur hefir farið. Friðarfundir. Hearst ritstjóri í New York hefir gengist fyrir því, að haldnir voru borgarafundir í Ameríku til þess að skora á ófriðar-ríkin að semja frið með sér. Fyrsti fundurinn var hald- inn í New York 20. dag septbr.- mánaðar og voru þar saman komnir 8000 manns. Meðal ræðumanna voru varafor- seti Bandaríkjanna Mr. Marshall, Mr. Champ Clark forseti fullrúa- deildarinnar og Mr. Glynn ríkisstjóri í New York. Prussar og Bayernsmenn. Ensk blöð segja að missætti hafi orðið milli prússneskra hermanna og liðssveita frá Bayern, sem nú eru í Belgíu. Drotningin í Belgíu, er frá Bayern og er mælt að prússneskir hermenn hafi farið háðulega með myndir af drotningunni. Þessu kunnu Bayerns-menn illa og sýndu óhlýðni í ýmsum efnum; er t. d. sagt að þeir hafi leyft um 8000 föngum frá Maubauge, að sleppa úr varðhaldi. Þeir neituðu að skjóta á belgiskt loftfar, sem sveif yfir Brussel. Síðan hafa Bayern- sveitirnar verið sendar burt úr Belgíu. * Ófriðarsmælki. 1. ágúst tilkyntu Þjóðverjar land- stjóra BÍnum í Nauru, höfuðborginni á Marskálkseyjum, aö stríðiö væri hafið. Yarð það til þess að þar voru hertek- in fjögur brezk skip. En engir aðrir en Þjóðverjar fengu njósnir um það að ófriður væri hafinn. Dagbók Emdens, þýzka beiti- skipsins, sem mestan óleik hefir gert Englendingum í suðurhöfum: Áður en stríðið hófst, var skipið að- Kiao Chau í Kína. Frá 4. ágúst til 10. september komui engar fregnir af skipinu. 10. ,’september kom það fram f Bengalflóa, öllum að óvörum og fylgdi' þvf þá kolaskip. 10.—14. september hertók það sex brezk kaupför, sökti fimm, en sendi það sjötta með skipshafnirnar af þeim til Calcutta. Síðar kom það til Rangoon (Birma) og hafði þá tekið enn fleiri skip. 22. september skaut það á olíu- geymsluna í Madras og kveikti í henni. 24. september fór það til Pondicherry sem er frönsk nýlenda í Suður-Indlandi. Talið er að tjón það sem það hefir unnið Englendingum í skipatöku muni vera 300 þús. Sterlingspund, en tjón það er það olli í Madras 100 þúsund Sterlingspund. T v e i r franskir hermenn, Leon Fournier og Isseló urðu viðsskila við fólaga sína í orustu nokkurri. Kúlurn- ar þutu um þá og fóll Isseló af sár- um. Fournier tók hann þá á herðar sér og hélt áleiðis til hersveitarinnar. Á leiðinni mætti hann fjórum Þjóð- verjum. Varð fátt um kveðjur með þeim. Fournier átti að eins eftir tvö skot og fóllu tveir Þjóðverjanna fyrir þeim. Hinir tveir réðust að honum með byssustingjum en hann lagði annan þeirra í gegn og varð það hans bani. Hinn kom lagi á hann og særð- ist Foumier nokkuð en þó lauk við- skiftum þeirra svo, að Þjóðverjinn fóll. Fournier hólt síðan áfram og náði hersveit sinnl. Sagðist honum svo frá sjálfum að það hefði ekki verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.