Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiNovember 1914Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 22.11.1914, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.11.1914, Qupperneq 2
* MORGUNBLAÐIÐ 1 2 Tlý gótfteppi t)já Tt). Tt). í hægra herarmi tóku Þjóðverjar aftur nokkurn hluta af Chanvoncourt, sem áður hafði verið lagður i eyði. Austar hefir herflokkum vorum mið- að dálitið fram á við. Hryðjuverk þjóðverja í Belgiu London 20. nóv. kl. xi.51. e. h. Belgiska rannsóknarnefndin hefir gefið út skýrslu um hryðjuverk, sem þýzkir hermenn hafa haft í frammi í Tamines, þar sem 600 íbuar voru höggnir niður sem hráviði. Þegar Dinant var lögð í auðn votu 700 íbúar borgarinnar drepnir. Vel vottfastar sögur eru og sagðar um hryðjuverk Þjóðverja í belgísku Luxemburg. í flestum tilfellum báru hermenn- irnir það ekki einu sinni við að af- saka sig með því að íbúarnir hefðu veizt að sér og það virðist áreiðan- legt að íbúarnir hafi ekki sýnt sig í berum fjandskap við þá. Ibúarnir segja að það sé að eins hægt að skýra hryðjuverk þau, sem höfð hafi verið í frammi við sig, með því, að hermennirnir hafi verið drukn- ir, ánægja þeirra af því að valda öðrum sársauka og reiði þeirra yfir hinu óvænta viðnámi belgíska hers- ins eða þá að þeir hafi fengið skip- un frá æðri stöðum um að gereyða bygðina (systematic destruction). Herlán Breta. f' 700 miljónir boðnar á tveimur dögum. Vissa er fengin um að nýja her- lánið fæst. Fyrstu tvo dagana var boðin fram tvöföid upphæð sú er um var beðið. Hugrakkur Iæknir. »Sjónarvottur« hjá herum á Frakk- landi segir frá því, að franskur lækn- ir hafi verið hjá særðum þýzkum hermönnum, þar sem kúlurnar þutu um hann. Lét læknirinn þar líf sitt en hinir særðu menn voru fluttir á öruggan stað. I Suður-Afríku. I Suður-Afríku er verið að elta lið Beyers. Du Toit liðsforingi tók 74 menn höndum og 85 hesta og Houl liðsforingi 65 menn. Tilkynningar frá Rússum. Þeim þykir málum blandað. London 21. nóv. kl. 12.10 sd. Herforingjaráð Rússa tilkynnir að Þjóðverjar sæki fram svo sem þeir geti gegn herlínu Rússa á milli Weichsel og Warta. Rússum varð dálítið ágengt í gær. Fyrir norðan og vestan Lodz tóku Rússar þýzkt skotvigi með stórum fallbyssum, 10 vélbyssur og nokkur hundruð fanga. Þrálát orusta stendur milli Czest- ochowa og Kraká. Rússar tóku 3000 Austurríkismenn höndum 17. og 18. nóv. Kragar, feikna úrval komið til Th. Th. I Galiciu hafa Rússar tekið Wisn- iez (25 milur austur af Kraká), Yor- lice (60 mílur suðaustur af Kraká) og Dukla og Uszok í Karpatafjöll- um. — Opinber tilkynning frá Rússum segir að herforingjaráð Tyrkja fari að dæmi Þjóðverja og Austurríkis- manna með að auglýsa sigur á sigur ofan, og að svo og svo margar fall- byssur og fangar hafi verið teknir. Ef fréttir þeirra væru sannar gæti ekkert hindrað þá í að ráðast inn um alt Rússland. En foringjaráð óvinanna segir ekki frá hertöku Bayazid, sigurvinningum í Galiciu, eðr sigrunum við Masúrisku vötnin. Sem dæmi upp á fjarstæður þær sem Tyrkir halda fram, má nefna það, að þeir segja að rússnesku her- skipin hafi flúið undan Goeben. Ef satt væri, þá hefði Goeben hæglega getað náð þeim sakir þess hve hrað- skreið hún er. Sannleikurinn er sá að Goeben fekk illa útreið hjá flota Rússa og bjargaði sér undan á flótta. Herforingjaráðið í Kákasus segir, að rússneski flotinn hafi skotið á Chopa og eyðilagt höfnina, her- mannaskála og vopnabúr. Rússnesk- ui herflokkur vann sigur á Tyrkjum hjá Guzveran á leiðinni til Erzerum. Bandamönnum veitir vetur. London 21. nóv. kl. 5.45 e.h. Opinber frönsk tilkynning, send út síðdegis í dag, hljóðar svo: Víð- ureignin í dag er svipuð og tvo undanfarna daga. í Belgíu hefir stórskotaliði voru veitt betur. Skot- hríð hefir orðið við og við á svæð- inu frá Dixmude og suður fyrir Ypres. Við Hollebeke var tveim fót- gönguliðsáhlaupum Þjóðverja hrundið, Engar nýungar hafa orðið á svæð- inu frá landamærum Belgíu til Oise. í Aisnehéraði og í Champagne hefir aðstaða vor batnað til muna og vér höfum hindrað óvinina frá að full- gera skotgryfjur sínar. í Argonne sprengdum vér upp nokkrar þýzkar skotgrafir. Nálægt Verdun og í Vogesafjöllum sóttum vér fram og bjuggumst sumstaðar við og gerðum okkur skotgrafir á tæpra 30 stikna færi frá þýzku skot- gryfjunum. Ódýrar vetrarkápur hjá Th. Th, Guðm. Kamban. Fregnir bárust hingað til bæjarins í gær um það, að leikrit landa vors Guðmundar Kambans, hafi verið leikið á konunglega leikhúsinu í Khöfn fyrsta sinni laugardaginn þ. 14. þ. m. — og að gerður hafi ver- ið hinn bezti rómur að leikritinu. Þetta mun gleðifregn mikil öllum kunningjum Guðmundar. Vér höf- nm áður minst á leikritið sjálft í Morgunblaðinu svo eigi gerist nein þörf á að segja frá efni þess nú. Það er sjaldgæft mjög að ritsmíði kornungra manna séu tekin til sýn- ingar i konunglega leikhúsinu í Khöfn. Leikhússstjórnin hefir úr nógu að velja meðal rita hinna eldri Og þektari höfunda. Mun Kamban vera yngstur allra höfunda, sem hlotið hafa þann heið- ur að komast á efnisskrá leikhússins. Og þegar tekið er tillitt til þess að höfundurinn þar að auki er íslendingur, fá menn betur skilið að efni leik- ritsins muni vera tilkomumikið. — Kamban er 26 ára að aldri og er ættaður af Alftanesi, en uppalinn hér í Reykjavík. Vér óskum honum til hamingju og árnum honum góðs gengis í fram- tíðinni. r---- DA6BÓRIN. C=3 Afmæli í dag: Mar/a Ásmundssor" húsfrú. Einar Kr. Auðunsson prentari O. Forberg símastjóri Friðrik Bjarnason sjóm. Þorv. Magnússon póstur f. Rasmus Rast 1787 d. Rafn Oddsson 1289. Afmæliskort fást hjá Helg® Árnasyni í Safnahúsinu. G u ð 8 þ j ó n u s t u r í dag 24. s- e' trin. (Guðspj. Hin blóðfallssjúk»i Matth. 9. Jóh. 5, 17—23Í Lúk. 20, 37—40). í Fríkirkjunni í Rvík kl. 12 sír® Bjarni Jónsson (ferming og altarisg-)/ kl. 5 síra Har. Nieisson. Y e ð r i ð í gær: Vm. v.s.v. st. gola, snjór, hiti 0.5. Rv. v.s.v. st. gola, snjór, frost 0.5. íf. v. st. gola, snjór, hiti 0.0. Ak. s.s.v. kul, hiti 0.0. Gr. 8. kul, frost 2.0. Sf. logn, hiti 2.8. Þh., F. s. andvari, hiti 6.0. Náttúrugripasafnið er op$ kl. P/2-2V„. Þjóðmenjasafnið opið 12—-2 P ó s t a r í dag : Iugólfur til Garðs og kemur þaða'1 aftur. Sterling á að fara t:l Vesturlands. Tvo hljómleika halda þeir Weiss og Nielsen í dag. Hinn fyrú verður / Gamla Bio kl. 4 en hinn s/S' ari kl. 8 í Fríkirkjunni. Ættu setí> flestir að nota þetta síðasta tækifæí’ til þess að heyra þessa ágætu lista- menn. V e s t a kom hingað um hádegi I gær. H ú s f y 11 i r var á hljómleikunuiö í Gamla Bíó í fyrrakvöld, Lögreglan tók í gærmorgun eiO' hverja sem gerðu tilraun til að flytj® áfengi í land úr skipi hór á höfninni- Steudur nú próf yfir í málinu. Aðgöngurniðar að hljómleik' unum í Fr/kirkjunni verða seldir I Fríkirkjunni (bakdyr) eftir kl. 7 og aðgöngumiðar að hljómleikunum 1 Gamla Bio verða seldir þar eftir kl. 3- Sólarupprás kl. 9.20 f. h. Sólarlag — 3.8 síðd. H á f 1 ó ð í dag kl. 8.46. f. h. og kl. 9.11. e. h. ísl. glíman: Er okkar íþrótt. Lærið að glíma. Gangið 1 Ármann. Vv Kjarakaup á Fatnaðí Vv hjá TH. TH. t. d. Jiartm.föf áður 30,75 ttú 20,75, áður 14,75 nú 10,10. Karím.-Buxur áður 12,00 nú 9,75, áður 4.50 nú 3.60. Karlm.-Vetrarfrakkar 48.00 nú 39.00, áður 21.00 nú 14.00. Skoðið gluggana hjá Th. Th. Austurstræti 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 22. tölublað (22.11.1914)
https://timarit.is/issue/97077

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

22. tölublað (22.11.1914)

Iliuutsit: