Morgunblaðið - 22.11.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.1914, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Dll Sfríðsmyndir. H0| n ]£ Tthjnd þessi er frá viðureigninni i Tiorður-Frahkfandi. Ávarp til Þýzkalands. Eftir Frederik van Eeden. [Höfundur þessarar greinar er eitt- hvert helzta skáld Hollendinga]. Undanfarnar vikur höfum við Hol- lendingar fengið bréf viðsvegar frá landi yðar, og er tilgangur yðar með þeim skrifum sá, að gefa okkur, vin- um yðar, yhrlýsingu er orðast mætti á þessa leiðc »Guði sé lof! Við Þjóðverjar höfum góða samvizkuU Auðvitað getum við ekki allir svarað þessum bréfum. Okkur lang- ar ekki einu sinni til að gera það, því- það er ætíð leiðinlegt að eyða tálvonum annara. En eins og bæði Hollendingar og Þjóðverjar sögðu Englandi óspart til syndanna í Búa- stríðinu, þá er það nú heilög skylda okkar, að láta ekki hina þýzku vini vora halda að afsakana-herför þeirra hafi orðið jafn sigursæl og hernaðar- leiðangur þeirra, eða að röksemdir þeirra séu jafn mikilsvirði og fall- byssurnar þeirra. Siðfræðin krefst annara vopna. Við, sem ekki treyst- um á tálvonir yðar lítum þannig á málið:-------— Þegar nágrannar berast á bana- spjót er það helmingi meira virði en áður að heyra vingjarnleg orð og yfirlýsingar um vináttu. Við Hol- lendingar erum því lánsamir og fegnir að heyra vináttuhót hvaðan- æfa úr Þýzkalandi: »Hollendingar eru vinir vorir! — — —* Satt er það. Við erum vinir Þjóð- verja alveg eins og við erum Belga, Frakka og Englendinga! Við eigum marga einkavini í þessum löndum og við njótum góðs af því bezta í menningu þeirra. Auk þess er það gleðilegt fyrir okkur smælingjana, á þessutn styrjaldartímum, þegar vald- ið er réttur og Þýzkaland sýnir svo ljóslega mátt sinn og megin, að vera þá ekki beittir arnarklóm þess. En þess óskum við framast af öllu, að þessi vinátta Þýzkalands ætti ekkert skylt við vináttu apans: við mundum sízt vilja að það kyrkti okkur með faðmlögum! En yfirlýsingarnar um óeigingjarna vináttu Þýzkalands virðast af því sprottnar — enda stundum ótvirætt látið í ljós: »Þið eruð vinir okkar af því þið eruð hlautlausir* — Og jafnframt er Belgíu legið á hálsi fyrir það að berjast gegn Þýzka- landi! — Það er einkennilegt að Þjóðverjar skuli hæla okkur fyrir það, sem þeir kalla banatilræði af Belgahálfu: að vilja verja hlutleysi sitt. Belgar eru eins hraustir og við. Þeir æsktu þess að mega sitja hjá og þeir vörðust því eftir fremsta megni að hlutleysi sitt væri brotið. Þeir reyndu að verja hlutleysi sitt eins og skyldan krafðist og eins og við mundum hafa gert í þeirra spor- um. — Þetta vita Þjóðverjar vel. Belgar vildu fá að vera i friði — alveg eins og við. En það kom í bág við hagsmuni Þýzkalands í ófriðnum. »Við vitum það að við brutum þjóðarréttinn«, mælti þýzki ríkiskanzlarinn, »en við gátum ekki komið í veg fyrir það. Og ef Belgía hefði leyft okkur að fara yfir landið, skyldum við síðar hafa veitt þeim fullar skaðabætur.* Agætt 1 En ríkiskanslarinn og þýzka þjóðin geta ekki hafa verið svo græn að halda það, að þótt ófriðarhagsmunir Þýzkalands heimt- uðu: »Es muss« að þá yrði Belgía að lúta því! Þá varð einnig að taka tillit til Frakklands hinum megin. Og hefði Belgía leyft Þjóðverjum inngöngu þá höfðu Frakkar rétt til þess. Eitt af tvennu: Annaðhvort verður þjóðin að verja hlutleysi sitt fyrir öllum eða hún má ekki minn- ast á það. Við Hollendingar höfum einnig nægilega oft fengið að heyra það að allir málsaðilar væntu þess að við veittum engum forréttindi. Af sömu ástæðum átti Belgía einn- ig að neita Þjóðverjum inngöngu. Reka þá frá með valdi! Og samt sem áður barma þeir sér yfir þessu 1 Vegna þess að okkur Holiending- um hafa verið settar hlutleysisreglur, megum við ekki tala um spurningar þær, sem liggja fyrir um þetta efni. En við spyrjum yður, lærðu herrar, sem fáist við að dæma um alþjóða- rétt: hvað var það sem Þýzkaland ritaði undir á síðasta friðarfundinum í Haag viðvíkjandi því hvernig haga ætti hernaði ? Rifjið upp fyrir yður alt það, sem þið hafið hugsað, sagt og ritað í Þýzkalandi viðvíkjandi Búastríðinu; Setjið -Belgíu« í stað- inn fyrir »Transvaal« og »Þýzka- land« í staðinn fyrir »England«. Hugsið um Wilhjalm Tell og ímyndið yður að Sviss væri Belgia! Og lítið svo að lokum yfir alt það sem fram hefir komið við Belgiu í nafni hinnar voldugu þýzku þjóðar! Lesið bréf þau, sem orðvarir frétta- ritar okkar, sem dást að mönnum yðar, hafa ritað frá Belgiu! A þann hátt getið þér sjálfir gert yður hug- mynd um þær óhemju skaðabætur, sem hið mentaða Þýzkaland skuldar belgisku þjóðinni fyrir allar þær hörmungar, sem þýzki herinn hefir látið hana líða. Og greiðið þessa skuld eins fljótt og hægt er! Því Goethe, skáldjöfur yðar, hefir sagt: »Denn alle Schuld racht sích auf Erden«. (Allir glæpir hegna síft hér á jörðunni). Æskið þér þess að hið stóra ríki yðar sé ekki einungis óttast vegna valdsins, heldur einnig virt fyrir réttlæti sitt og menningu ? Já eða nei!---------— — — Þannig er þá málinú varið: Það er haft í hótunum við belgisku þjóð- ina, ef hún vill ekki setja blett á nafn sitt. Og útlendur her ryðst inn í land hennar. Er það furða þótt hún fyllist bræði yfir slíku framferði ? Auk þess verða Belgir þess varir, eða þykjast verða þess varir (og hver er sá, sem ekki fyr- irgæfi þeim það þótt þeim hefði skjátlast?) að margir Þjóðverjar, sem um mörg ár hefðu notið belgiskrar gestrisnu, hefðu verið og væru enn þýzkir njósnarar! Og hafið þið ekki sjálfir, Þjóðverjar, látið njósnar- mál til ykkar taka? Og er það nema eðlilegt þótt Belgir yrðu frá sér numdir yfir því að níðst er á gestristni þeirra ? Alls staðar eru til ódrengir, sem aðhafast ilt og er hegnt fyrir það Það hefir komið fyrir bæði í Belgiu og Þýzkalandi. Og þar sem Þjóð- verjar í þessu efni hafa orðið fyrir í Belgíu, hafa þeir meir en hefnt í belgisku þorpunum. Það getur skeð að bændur í Belgíu hafi brotið þjóðarréttinn, er þeir börðust fyrir land sitt sem lausaskotliðar. En hefir ekki ríkiskanslari yðar viður- kent að þýzki herinn hafi brotið þjóðarréttinn er hann réðist inn í hlutlaust land? Hvernig sem röksemdir yðar eru, þá eruð það þér sem hafið gengið á ^undan með illu eftirdæmil Þéf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.