Morgunblaðið - 10.01.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1915, Blaðsíða 1
%a nud. 10. Jan- 1915 HOBGUNBLADIÐ 2. árgangp 67. tðlublaú -J^tjórna rsími nr. 500 Kitstjóri: Vilhjálmur Finsen. Isafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 499 Reykjavlkur |DSn Biograph-Theater I ö IU Tals. 475 Síðasta bráðin. ^jðnleikur um sannan atburð _ í 2 þáttum. arist hefir verið lengi af appi gegn hvítu þrælaverzl- nmni og bíræfni þrælakaup- anna er dæmalaus. Ahorf- Odumir munu hér sjá sjón- eik, sem bygður er á sönn- m atburði. Er hann um *|®Pamál, sem nýlega var ^1111 af dómstólum í Bretl. tynrlestrarflokkur sPadómana í opinberunarb. byrjar kl. Allir 4 siðd. í dag í Betel. eru velkomnir. O. J. Olsen. iei Biðjið ætíð um hina Mustad öngla. trO Búnir til ai Mustad Sön Kristjaniu. S,Umbrella“ og „Crescent“ Vlðurkendu þvottasápur farabezt með tau og hörund. Notkunar- eiðarvisir á umbúðunum. ' Góðu en Sí« fræga No. 711 'kölu fyrjr kaupmenn, hjá Eiríkss, Reykjavík h sápur og ylmvötn •fást hjá kaup- mönnum um alt land. Bi%ræðisherinn * Hafnarfirði. Sa*n bjarnason stjóruar ^komunni i kvöld kl. 8V* ErL símfregnir. Opinber tilkynning M brezkn utanríkisstjórninni í London. (Eftirprentun bönnuð). Frakkar taka Steinbach. London 5. jan. kl. 5.50 sd. Eftirfarandi opinber frönsk til- kynning var birt siðdegis í dag: í Belgiu miðaði oss dálítið áfram í áttina tii Nieuport, þrátt fyrir af- skaplega vont veður. Umhverfi s St. George unnum vér á ýmsum stöðum 200—500 metra af landi og tókum bæði hús og skotgryfjur. Þaggað var niður í skotvígjum Þjóðverja á ýmsum stöð- um. Nálægt veginum til Lille sprengdu Þjóðverjar i loft upp skotgryfjur vorar og náðu þeim á sitt vald, en voru þegar i stað braktir þaðan aft- ur með gagnáhlaupi. Annarsstaðar hefir stórskotaliðsvið- ureignin yfirleitt verið oss i hag. í Elsass náðum vér Steinbach og héldum stöðvum vorum hjá Cernay eftir ákafa orustu. Norðaustan við Col Bonhomme tókum vér þorpið Creux Argent. Frá Frökkum. London 6. jan. Eftirfarandi opinber frönsk til- kynning var gefin út i kvöld: í Belgíu var áhlaupum óvinanna hrundið i sandhólunum og suð- austur af St. George. Norðvestan við Rheims miðaði Frökkum dálítið áfram. í Argonne náðum vér aftur 300 metra löngum skotgryfjum i La Grurieskógi eftir grimmilega viður- eign, en áður var tilkynt að vér hefðum orðið að láta dálítið undan siga þar. Áköfum áhlaupum óvinanna á Bagatelle og Fontaine Madonne var hrundið. Nálægt Ravinecourto Chausse sprengdum vér upp 800 metra af skotgryfjum Þjóðverja og tókum helming þeirra. Nálægt Pont á Mousson höldum vér áfram að vinna land. í Thanhéraði höfum vér haldið stöðvum þeim, er vér náðum í gær, þrátt fyrir grimmilega stórskotahríð óvinanna. í eystra herarmi tóku óvinirnir eina skotgryfju á hæðum nokkrum, en tindar þeirra eru enn ávoru valdi. í orustunni í Argonne gerði ítölsk hersveit áhlaup á skotgrafiv Þjóð- verja og náði þar 120 föngum, vélbyssum og skotfærakössum. Frakkar taka Ouarry- London 6. jan. kl. 11.10 f. h. Eftirfarandi opinber frönsk til- kynning var gefin út i gærkvöldi: — Lið vort hefir tekið Quarry nálægt þeim stað, sem járnbrautirn- ar milli Rovzois og St. Mihiel og milli Maizey og St. Mihiel skiftast. Ennfremur höfum vér tekið nokkrar skotgryfjur þar í nánd. Nikulás keisari sendir Joffre skeyti. Nikulás stórfursti hefir sent Joffre yfirhershöfðingja skeyti og tilkynnir honum stóran sigur Rússa yfir Tyrkj- um. Joffre yfirhershöfðingi hefir svarað og sent hugheilar hamingju- óskir. Kveðst hann þess viss aö bandamenn muni sigra að lokum. Rússar taka Ardahan af Tyrkjum. London 6. jan. kl. 11,45 árd. Herstjórn Rússa í Kákasus tilkynn- ir að lið Rússa hafi ráðist á Ardahan þ. 3. þ. m. og tekið skorgryfjur Tyrkja eftir ákafa orustu. Rússar náðu borginni. Tyrkir halda nú óðfluga undan. Bretar taka Tyrkneska höfn. Brezk herskip hafa skotið á Dar- es-Salaam og gert mikið tjón á borg- inni. Öll óvinaskip, sem á höfninni lágu eyðilögðust. 14 Evrópumenn og 20 landsmenn voru teknir hönd- um. Af Bretum féll einn maður, en 12 særðust. Verðbréfakauphöllin i London opnuð. í gær var verðbréfakauphöllin opnuð aftur fyrsta sinni. Viðskifti urðu talsverð. Eftirspurnin var tölu- vert meiri en framboðið. Frá Russum. Ófarir Tyrkja. London 6. jan. kl. 12.10 síðd. Yfirherstjórn Rússa tilkynnir að engin veruleg breyting hafi orðið í Póllandi. í Galiciu rakst rússnesk riddaraliðssveit, sem var að elta lið Austurrikismanna í héruðum við Uszok-skarðið, á liðsveit Austur- ríkismanna, Tóku Rússar yfirfor- ingjann, 10 fyriiliða og 450 menn. Herstiórn Rússa i Kákasus til- kynnir stóran sigur yfir Tyrkjum i nánd við Sarykamysh. Niundu höfuðdeild Tyrkja var gereytt; þeir sem ekki voru drepnir gáfust upp, þar á meðal yfiliðsforingi höfuð- deildarinnar, margir hershöfðingjar, rúmlega 100 liðsforingjar og fjöldi manna. Rússar elta nú 10. höfuðdeild Tyrkja, sem er að reyna að komast undan. Þegar Rússar tóku Ardahan, náðu þeir fána 8. hersveitar fótgöngu- liðsins. Tyrkir mistu ógrynni manna og fjöldi særðist. Tyrkir halda nú allsstaðar undan. Tykir bíða ósigur. London 7. jan. kl. 12 hád. Opinber rússnesk tilkynning er á þessa leið: Rússar fengu aukalið hjá Ardahan og unnu sigur á Tyrkjum, sem höfðu NÝJA BÍÓ Monte Cristo, [ franskur ajónleikur, leikinn i stórum dráttum eítir skáldsögunni: Greifinn aí Monte CrÍ8to. Ljónið og musin, I spennandi amerískur siónleikur af glæpa- mannalifi New-York borgar. Astarblómið, ljómandi ameriskur sjónleikur. Ath.: Ágóöinn af sýningunni frá kl. | 8—9 i kvöld rennur til Sjúkrasamlags | Reykjavikur. r Leikfélag Reykjavíkur I Galdra-Loftur langardag. 9. jan., j , kl. 8 síðdegis í Iðnó I Aðgöngumiðar seldir í Iðn.m.h. í dag eftir kl. 10. IPantaða aðg.m. verður að sækja fyrir kl. 3, daginn sem leikið er. dregið saman lið þar, og kom þá í ljós, að 9. og 10. stórfylki Tyrkja var að ráðast á Sarykamysh. Þessi herför var farin yfir snævi þakin hér- uð og fluttu hersveitirnar nær ekk- ert með sér af vistum eða fallbyss- um, og treystu óviniinir liðhylli Múhamedsmanna þar í landinu. . Enda þótt viðureignin stæði 10 þúsund fetum yfir sjávarmál, tókst hinum ágætu hersveitum Kákasus eftir 10 daga ákafa orustu að mynda varnarlínu milli Tyrkja og Sarykamysh og héldu áfram að hrekja og eyða báðum höfuðdeildum óvinanna. Hið mikla manntjón óvinanna er ekki enn talið meira en í tilkynningum þeim, sem út hafa verið gefnar. Rússar halda áfram að reka flótt- ann. Kitchener heldur ræðu i Brezka þinginu. London, 7. jan. kl. 1 síðd. í ræðu, sem Kitchener lávarður hélt í efri málstofu brezka þingsins, vakti hann sérstaklega athygli á því erfiði, sem hermennirnir hefðu orðið að leggja á sig, og kvað hann það óhjákvæmilegt i umsáturs-hernaði um vetrartlma. Hann tók það fram að reynt hefði verið að draga úr þess- um erfiðleikum sem mest með því að skifta um menn. Hann lofaði mjög hreysti manna vorra. Hann sagði að i siðustu liðsend- ingunni til Frakklands hefði verið ein herdeild (divisions) nýlíða, auk flokka landvarnarmanna og ein hersveit Kanadamanna. í Póllandi væru Þjóð- verjar farnir að fitma til hinna miklu erfiðleika, sem vetrarherför til Rúss-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.