Morgunblaðið - 10.01.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ lands hefir í för með sér, vegna örðugra aðdrátta. Frá því í miðj- um desembermánuði hefðu 50 þús- undir Austurríkismanna verið teknar höndum, auk fallinna og særðra manna. Hann vakti athygli á þeim illu áhrifum, sem hintr miklu ósigr- ar 5 höfuðdeilda Austurríkismanna hlyti að hafa bæði á borgaralýð og hermenn — ósigur, sem þeir hefðu beðið fyrir Serbum. Sigur sá yfir Tyrkjum sem Rússar hefðu tilkynt í gær, mundi hafa mjög mikla þýðingu fyrir allar herframkvæmdir Tyrkja. Arabar í Mesopotamia hefðu boðið lið Breta velkomið og trygðu nú Bretar aðstöður sínar, þar i landi. — Bretar hefðu úr loftförum orðið varir við, að Tyrkir hefðu reynt að flytja lið til Egyptalands. Erfiðleikar á þvíaðráðastáÞjóðverja í Austur-Afriku væru miklir vegna vatnsskorts og óhagstæðs landslags. Hin ágæta að- ferð, sem Botha notaði til herfram- kvæmda i Suður-Afríku vekti á hon- um alment traust og gæfi góðar framtiðarvonir. Færri sjálfboðaliðar hefðu gengið í brezka herinn um jólaleytið, en nú kæmu hér um bil jafnmargir daglega og áður. Her- ráðninganefnd þingsins hefði ieyst ágætt starf af höndum, með því að safna nöfnum 218 þúsund manna, sem gjarna vildu ganga í herinn. Það væri enginn skortur á fyrirlið- um, hvorki í hernum né til þess að æfa nýliða. Frökknm veitir betur. London 7. jan. kl. 5.55 e.h. Eftirfarandi opinber frönsk til- kynning birtist í kvöld: Stórskotalið vort í Belgíu rak á flótta þýzkan flugmann sem ætlaði til Dunkirk [og þaggaði niður i tundurvörpurum hjá Zellebotte. Skamt frá Lille hiundum vér með ágætu gagnáhlaupi grimmiiegu áhiaupi á eina af skotgryfjum vorum. Framsókn vor norðvestan við Flirey í Woevre-héraði er meira virði en álitið var fyrst og höfum vér tekið þar nokkurn hluta af fremstu varnarlínu Þjóðverja. Vér höldum öllum þeim stöðvum er vér höfum tekið í Elsass. Vont veður hefir hamlað mjög vopnaviðskiftum. Vér sóttum fram í Altkirch-héraði og tókum skóg, 4 röstum fyrir vest- an borgina. Óvinirnir skutu íallan dagásjúkra- húsið i Thann. Frakkar yfirgefa skotgrafir vegna aurleðju. Frakkar sækja fram í Elsass. London, 8. jan., kl. 6.40 e. h. Eftirfarandi opinber frönsk tilkynn- ing var gefin út síðdegis í dag: Bandamönnum miðaði dálítið á- fram i Belgíu í gær skamt frá Lom- baertsyde, austan við St. George og umhverfis Steenstraete. Skamt frá Arras neyddumst vér til þess að yfirgefa nokkrar skot' grafir, þar sem hermennirnir voru komnir á kaf i aurleðju. Vestan við La Boiseile fluttum vér herlínu vora fram að veginum milli La Boiselle og Aveluy. í Rheimshéraði vestan við Bois des Zouaves sprengdum vér í loft upp bjálkahús óvinanna og náðum 200 metra langri skotgryfju framan við herlínu vora. Milli fonchery og Sowain þögg- uðum vér niður í stórskotaliði óvin- ann, skemdum skotgrafir þeirra og eyðilögðum brjóstvarnir. Vestan við Hautechevanchee í Ar- gonnehéraði sprengdu óvinirnir upp fremstu skotgrafir vorar, en vér hrundum áköfu áhiaupi með byssu- stingjaorustu, tókum nokkra ianga og héldum mestum hluta skotgrafa vorra. í Elsass var árangur athafna vorra mikilsverður. Vér tókum skotgrafir á hæðunum í eystra herarmi, sem vér mistum fyrir fáurn dögum. Vér unnum land austan við þessar skot- grafir, tókum Burnhaupt le Haut, og sóttum fram í áttina til Pont d’As- pach og Kahlberg. Grimdarverk Þjóðverja. London 8. jan. kl. 11.10 sd. Opinber skýrsla frá París birtir ómótmælanlegar sannanir fyrir fjölda mörgum grimdarverkum Þjóðverja í Frakklandi. Eru þar nefnd á annað hundrað dæmi, sem bæði eru bygð á eigin rannsókn og myndum og einnig á lagalegum sönnunum. Tilkynningin segir að aldrei hafi verið háður eins grimmur ófriður og sá er hinir ósáttgjöinu og blóðþyrstu innrásarmenn hafi háð í Frakklandi. Áhlaupum Þjóðverja hrundið. London, 8. jan., kl. 11.45 e.h. Eftirfarandi opinber frönsk til- kynning var birt í gærkvöldi: Aköfum áhlaupum Þjóðverja í Lassignyhéraði, Argonnehéraði, í nánd við Verdun og á brúna, sem liggur til Steinbach, hefir öllum verið hrund- ið. — Frá Rússum. London 8. jan. kl. 11.50 sd. Eftirfarandi tilkynning kemur frá yfirherstjórn Rússa: í gær kom naumast til vopnavið- skifta á vestri bakka Weichselfljóts, nema hjá Bolimow og Sukha. Þar neyttu Þjóðverjar umsátufsaðferðar og sóttu fram með því að grafa leynigöng og hlífa sér með stál- skjöldum. Óvinirnir náðu einni skotgryfju en voru hraktir þaðan aftur með byssustingjum. Rússar tóku fimm vélbyssur og nokkra fanga. Engin breyting hefir orðið í Gali- ziu. í Bukowina sækja Rússar stöðugt fram. Áhlaupum Þjóðverja hrundið. London 9. jan. kl. 11.50 árd. Eftirfarandi frönsk opinber til- kynning var gefin út í gærkvöld: Fyrir norðan Soissons tókum vér vígi af Þjóðverjum, náðum tveimur skotgrafalínum og komumst að þeirri þriðju. Þremur gagnáhlaupum Þjóð- verja var hrundið. Akaft áhlaup Þjóðverja í Argonne neyddi lið vort til þess að halda undan á eins kíló- meters svæði, en vér tókum aftur stöðvar vorar með gagnáhlaupi. Russar berjast altaf. London 9. jan. kl. 12 á hád. Eftirfarandi tilkynning hefir borist frá Petrograd: Orustan harðnar stöðugt á línunni Sukha—Moghely, á vinstri bakka Weichselfljóts. Þjóðverjar sækja stöðugt á þrátt fyrir feiknalegt mann- fall. Óvinirnir uáðu nokkrum af fremstu skotgryfjum vorum, en voru reknir þaðan aftur með byssustingja- áhlaupi. Þ. 7. jan. ráku Rússar óvinina úr skotgröfunum í nánd við Moghely og tóku marga fyrirliða og rúmlega 100 menn höndum. Rúss- ar tóku Krinpolunz í Bukowina þ. 6. þ. m. Rússar hafa barist stöðugt siðustu vikuna . á þessum stöðvum og hafa sótt fram 120 verstur. Þeir eru nú komnir að landamærum Bukowina og Ungverjalands og hafa tekið rúmlega 1000 Austurríkismenn og mikið herfang. Herstjórnin í Kákasus tilkynnir, að Tyrkir sæki mjög ákaft fram í Kauraurgan-héraði til þess að koma 10. höfuðdeildinni til hjálpar, sem reynir að komast burtu frá Saryk- amysh. Sjfiundár-málin. Grafið í Steinkudys. Kuml Steinunnar flutt i Safnahúsið. Þessi mál komu upp rétt eftir alda- mótin í Barðastrandarsýslu. Þá var tvibýli á Sjöundá i Rauðustrandar- hreppi nálægt Skorárhiíðum. Þar bjuggu tvenn hjón. Öðru megin Jón Þorsteinsson og kona hans Stein- unn Sveinsdóttir, en hinu megin Bjarni og kona hans Guðrún. — Steinunn þótti allra kvenna fríð- ust, ljóshærð og björt yfirlitum. Hún var uppeldisdóttir Jóns prófasts Orms- sonar í Sauðlauksdal og hefir þess- vegna líklega fengið betra uppeldi en fólk alment. Þau hneigðu hugi sam- an Bjarni, maður Guðrúnar og Stein- unn, kona Jóns, og það svo mjög, að þau vildu ná saman. Er það styst af að segja, að þau Steinunn og Bjarni hjálpuðust að þvi að myrða Guðrúnu, konu Bjarna og Jón, mann Steinunnar. Morðið komst upp og var hafin rannsókn. Þá var sýslumaður GuðmundurSchev- ing, og málinu lyktaði svo, að morð- in sönnuðust á þau Bjarna og Stein- unni, og voru þau dæmd til dauða fyrir öllum dómstólum. Bjarni var fluttur til Björgvinjar og höggvinn þar. Prestur fylgdi honum þangað, Hjörtur Jónsson á Gilsbakka, afi Þorvalds prófa-sts á ísafirði og þeirra systkina. En frá Steinunni er það að segja, að hún lézt áður en dóminum yrði fullnægt ng fer ýmsum sögum um hvernig það hafi að borið. Sumar sagnir segja það að þegar lesinn hafði verið yfir henni dauða- dómurinn, hafi hún drepið höfði við CHIVERS sulluta" kaupa þeir sem vilja fá verulega góða vöru. Fæst hjá kaupmönnufí1' Önnur sW vegginn og rotað sig. uw‘“‘ ' jj er það að fangavörðurinn hafi .j hana fá eitur, sem hún hafi te , 1: hiv og banað sér með, því í m#11 ' puð verið að hún hafi verið þu°8 hans völdum. »31. ág. 1805 deyði Hfsfaug rinD 'frí leg0 Steinunn Sveinsdóttir, 36 ára tugthúsinu, er eftir eins dags andaðist snöggiega af ApoplehU sterkri geðsmunahræringu; átti að takast í Noregi fyrir framið nl0r j Barðastrandasýslu. Dysjuð UPP’ Arnarhólsholti.*1 Þetta er þá i fáum dráttuffl Steinunnar. En Morgunblaðið þá sögu ýtarlegri síðar, og svo komna sem auðið er. Hr. landlæknir Guðm. Bjöin full' lSS0° hefir kynt sér þessi merkilegu mál og ritað yfirlit yfir þau. um er svo kunn samvizkusetiú g og glöggskygni, að það er óp^ geta þess að betra yfirlit er eig' U að fá. . Orsökin til þess að farið e’ j rifja þessi rnál upp núna er su, Steinunn var grafin upp í gær. Eins og mönnum mun kuuu11^ hafa hafnargerðarmennirnir höf$ grjót og möl í Skólavörðuhol11^ Voru þeir komnir alla leið upp . Steinkudys. í fyrradag var Ma£t ^ Þórðarson fornmenjavörður á þarna uppfrá og sá þá á kistue fram úr mölinni, þar sem veí mennirnir voru að höggva iUe 1 - iuuO0 liep3 Vissi hann þegar að það kista Steinunnar vera. Fekk menn til með sér i gærdag að hana upp. Sú var venjan áður, að 8 ^ menn voru dysjaðir hjá alfuruVjC og átti hver vegfarandi að steini í dysina. Siður þ>essi ® alt fram á vora daga, og eiu 5 . staðar til háar dysjar. Hefir Þ31!^ verið kastað öllu lauslegu gr* sem í nánd var. , „ Steinkudys hefir að 0 aldrei verið mjög há, end3 muU^t langt síðan að ferðamenn hafa að steini í hana. Var Þv’ s ^ ofan á kistuna, enda hefir hún verið grafin djúpt í melino, 1 1 V2 alin. jeg Mjög var kistan fúin, enda ekki verið af góðum efniv’ 1 t Þurfti að gæta alirar vafd^ok þess að hún færi ekki 1 0p Voru settar fjalir með hliðun1 ar beggja vegna og eins utldirs;irJia| inn. Síðan var hún reyro ^jjti með reipum, látin niður í a^f3 og borin niður í Safnahús. . ^po Bein Steinunnar eru að 1 ttþía ekki mjög fúin og mun yjji1 ætla að iáta hreinsa þau framvegis á safninu ásamt ------------ . >) Eftir kirkjubók Reykl3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.